Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG Morgunblaðið/Óskar Sigvaldason SKEMMTIBATURINN m/b Gísli í Papey leggst upp að kletti þar sem smíðaður hefur verið landgangur. og voru ábúendur yfirleitt taldir vel efnaðir. Föst búseta var þar frá því að land byggðist til ársins 1947. Már Karlsson segir að Papeyjar- ferðirnar séu jafn vinsælar af Islend- ingum og útlendingum. Af útlending- unum séu Frakkar, Þjóðveijar, Sviss- lendingar og Norðurlandabúar flest- ir. Fjölskrúðugt dýralíf sem sést á leiðinni vekur jafnan hrifningu ferða- manna. Hægt er að sérpanta bátinn fyrir hópa í sjóstangaveiði, hvalaskoðun og fuglaskoðun. Skoðunarferð í Papey kostar 2.500 krónur fyrir manninn. Fyrir börn frá 6 til 13 ára aldurs er hálft verð og fyrir börn yngri en 6 ára er ókeypis. ÞHY HOTEL/VEITINGASTAÐUR MANAÐARINS Al Sabeel í Amman LIKLEGT er að ferðamenn frá ís- landi leggi leið sína í ríkari mæli til Mið- austurlanda næstu ár - eða ég skyldi að minnsta kosti rétt leyfa mér að vona það. Og þá ekki aðeins til ísra- els, nágrannalöndin eru ekki síður for- vitnileg og víða má lesa mannkynssög- una þar margar ald- ir aftur í tímann. Jórdanir eru þegar komnir á fleygiferð að byggja upp að- stöðu fyrir ferða- menn í mun stærri stíl en áður. Ferðamenn þar geta átt góðar stundir í rústaborginni Petra, hinni rósrauðu borg sem er jafngömul tímanum eins og einn ferðalangur orðaði það á síðustu öld. Jerash er einnig sögufrægur stað- ur og komi ferðamenn til Jórdaníu í júlí er ekki úr vegi að geta þess að þá er alþjóðleg listahátíð haldin í Jerash. Hún hefur náð fótfestu og frægir listamenn koma þar fram. Ekki má gleyma að Dauðahafið Jórdaníumegin er ekkert síður spennandi en frá ísrael séð og fyrir þá sem vilja njóta sumars og sólbaða er Aqaba við Rauðahafið sá staður sem vinsælastur er. Nú eftir að póli- tískt loftslag og landslag er að breyt- ast hægt og sígandi er einnig hægt að bregða sér á milli Eilat og Aqaba en Eilat er er sólarstaður ísraels og mjög sóttur af ferðamönnum. í Amman er sjálfsagt' að eyða nokkrum dögum. Þar er gamla borg- in litrík og fjörleg, ágætar verslanir og fullt af góðum veitingahúsum. Söfn og aðrir merkir staðir er jafnan á dagskrá ef menn fara í dagsferð- ir um borgina undir leiðsögn. Ég var svo stálheppin að kynnast íbúðahótelinu Al Sabeel A NEÐSTU hæð er veit- ingastaðurinn Rozena og hinar þrjár hýsa íbúðirn- ar níu. þegar ræðismaður- inn okkar og góð vinkona, Stefanía Khalifeh, fékk þar inni fyrir mig þegar ég var send með liti- um fyrirvara til Mið- austurlanda eftir innrás íraka í Kú- veit. Þá var nýlega búið að innrétta hót- elið og þar hef ég oft unað mér vel í ferðum, síðast núna í vor milli þess sem ég fór til Bagda, Beirúts og Jerúsal- em. Rozeena veitingahúsið Það eru hjónin Jackie, sem er bresk, og Nabil Sawalha sem reka staðinn. Nabil er nú annar tveggja frægustu leikara í Jórdaníu en hann hefur ásamt félaga sínum sett upp leiksýn- ingar eða eins konar paródíuleikhús með alvarlegum undirtóni. Þar eru tekin fyrir á skoplegan hátt ýmis viðkvæm málefni eins og friður og samskípti og gerð óspart grín að öllum, hvort sem eru háir sem lágir. Þessar sýningar hafa slegið hressi- lega í gegn og enginn maður með mönnum nema fylgjast með sýning- um þeirra félaga. Þau hjónin byrjuðu á að setja á stofn veitingahúsið Rozeena sem er á fyrstu hæðinni. Það er innréttað afar skemmtilega, gamalt lag húss- ins látið halda sér, skreytingar eru fallegir koparmunir, alls konar ant- ik, teppi, blóm og aðstaða í hvívetna mjög smekkleg. Það sem matargestum þykir nátt- úrlega enn betra er að maturinn er hreinasta sælgæti, hvort sem menn vilja fá súpu og snarl eða stóra og mikia máltíð. Yfirkokkurinn um þessar mundir er svissneskur og hann matreiðir af mikilli kúnst góm- sæta rétti. Þjónarnir eru undantekn- kallað svæðisleiðsögufólk, sem hef- ur búið sig sérstaklega undir að kynna ferðamönnum sveit- ina sína. Þetta fólk hefur far- ið á leiðsögunámskeið til að rifja upp og fræðast um jarð- fræði síns landsvæðis, rifja upp eftirminnilega atburði úr Islandssögunni sem þar hafa gerst og lesa sér til um ýmsa landskunna einstaklinga, bæði rithöfunda, listamenn og aðra, sem þar hafa búið. Einnig hefur það safnað að sér upplýsingum um mannlífið á svæðinu. Svæðisleiðsögumenn veita upplýsingar Þegar við ferðumst um önnur landsvæði en þau sem við þegar þekkjum vakna upp ýmsar spurningar. Hvaða störf ætli fólk stundi hér? Hvernig ætli 1 hér sé á vetuma, ætli hér sé snjóþungt? Hvemig er með sam- göngur, innansveitar og við aðra landshluta? Hvemig komast böm- in og unglingamir í skóla? Ætli hér sé hitaveita? Hvaðan ætli heita vatnið komi? Hvaða stóra bygging var það sem ekið var framhjá við aðkomuna í bæinn? Er hér blómlegt félagslíf? Fróðlegt væri að fá sýnis- hom af skemmtiatriðunum sem vom á þorrablótinu hjá þeim sl. vetur. Úr þessum spurningum geta svæðisleiðsögumenn leyst. Ferða- fólk sem er á ferð um landið ætti að leggja leið sína á næstu upplýs- ingamiðstöð ferðamanna. Þar er hægt að fá upplýsingar um alla þá ferðaþjónustu sem er í boði á svæð- inu og þar er hægt að komast í samband við svæðis- leiðsögufólk sem er ör- ugglega reiðubúið að rölta með ferðamönn- um um staðinn, sýna þeim og segja frá. Einnig er hugsanlegt að það sé tilbúið að koma í bíl ferðalang- anna og aka með þeim um sveitina. Þannig eiga ferða- langar kost á að kom- ast í samband við fróða heimamenn til að fræðast um leið og þeir ferð- ast. Góða skemmtun í sumarleyfinu. Birna G. Bjamleifsdóttir. Höfundur er leiðsögumaður Fyrir svona 2-3 áratug- um var sára- lítið hugsað fyrir afþrey- ingu fyrir ferðamenn Hvað heitir höfuðborgin? Land Höfuðborg Angola Luanda Albanía Tirana Benin Cotonou Botswana Gaborone Búrkína Faso Ougadougaou Chad N’Djamena Ecuador Quito Gambía Banjul Hondúras Tegucigalpa íran Bagdad Jórdanía Amman Kúveit Kúveitborg Laos Víentiane Marokkó Rabat Namibía Windhoek Óman Múskat Pakistan Islamabaad Perú Lima Rwanda Kigali Rúmenía Búkarest Slóvakía Bratislava Súdan Khartoum Sviss Bern Tyrkland Ankara Úkraína Kænugarður Venesúela Caracas Yemen Sana'a stcr I»•*.•( v.igvi’-íáa íl H FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 B 'i ingarlaust afar kurteisir og finna á sér hvenær gestir vilja spjalla við þá og hvenær þeir vilja vera í friði. Þessi staður sem er skammt frá Int- ercontinental hótelinu í 2. hring, er mikið sóttur af sendiráðsfólki, lista- fólki, ferðamönnum hótelsins og oft- ast þétt setið og sjálfsagt að panta áður eða að minnsta kosti á þeim árstímum þegar ferðamenn eru flestir. íbúðir uppi Á efri hæðunum hafa þau Jackie og Nabil svo innréttað íbúðir sem eru leigðar út, þijár á hverri hæð. í hverri íbúð er vel búinn eldhúskrók- ur með litlum ísskáp og gaseldavél, setustofa með sjónvarpi, síma og lallerí ai Klausturseli í Jökuldal Egilsstaðir. Morgunblaðið. AÐ KLAUSTURSELI í Jökulda! er starfrækt gallerí þar sem fram- leiddir eru íslenskir munir úr hrein- dýraleðri. Ólavía Sigmarsdóttir rekur þar vinnustofu þar sem hún hannar og býr til vörur úr hrein- dýraleðri, aðallega veski, hatta og húfur. Ennfremur pijónar hún sokka úr kanínuull og spinnur og þæfir ull. Auk þess að bjóða eigin muni til sölu selur Ólavía muni eft- ir aðra ábúendur í sveitinni og má nefna skartgripi úr hreindýraleðri og landslagsmyndir á gijót og hell- ur, leirmuni, pijón o.fl. Galleríið er opið á sumrin og er 12 km frá þjóð- vegi. Hingað til hafa nær eingöngu íslendingar lagt leið sína í Klaust- ursel. Brúfrá 1906 Brúin heim að bænum Klaustur- seli er athyglisverð. Hún er smíðuð úr járni í Bandaríkjunum árið 1906, sem járnbrautabrú. Hún var aldrei sett upp þar en flutt til íslands árið 1908, kom að landi í Yopna- fírði og var flutt með hestum að Klausturseli á Jökuldal. Brúin er með elstu járnbrúm landsins. ■ Anna Ingólfsdóttir, Egilsstöðum skrifborði og ágætt svefnherbergi. Fyrir þetta greiðir maður sáralítið eða um 22-28 sterlingspund á nóttu, eða rétt um 3000 krónur. Til saman- burðar má nefna að verð á herbergi á Intercontinentalhótelinum, sem er í 5 mínútna göngufjarlægð, er um 12 þúsund kr. á nóttu. Myndarleg starfskona á A1 Sabeel tekur til, þvær og straujar af gestum og næturvörðurinn breytist í bíl- stjóra og keyrir mann út á völl ef þannig stendur á. Mér fínnst afar gott að vera á A1 Sabeel, ekki síst vegna þess hve allir eru vingjarnleg- ir og af því það hentar mér mjög vel að vera samt svona hæfilega út af fyrir mig. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir ÓLAVÍA Sigmarsdóttir í vinnustofu sinni að Klaustur- seli í Jökuldal. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir MUNIR úr hreindýraleðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.