Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I •— Fuglaskoðun í Eyjum Nei nei, engin lögbrot hér löggi minn. Hér er enginn að veiða........ GÓÐ VEIÐI hefur verið í Laxá í Leirársveit að undanförnu. Þessi bandarísku hjón, Paul Fuller og Lynn Hendrickson Fuller fengu þessa fallegu laxa í Miðfellsfljóti. Þverá og Norðurá í fjögurra stafa tölur FYRSTU laxveiðiárnar hafa rofið þúsund laxa múrinn og eru það þær ár sem í allt sumar hafa verið með mestu veiðina, Þverá og Norðurá. Litlu munar á ánum, en Þverá hafði svo nauma forystu þegar þetta er ritað að ógerlegt er að fullyrða að forystan sé enn fyrir hendi þegar þetta birtist lesendum, enda eru tölur í laxveiðiánum fljótar að breytast. Á föstudagskvöld var Norðurá komin í þúsund laxa og Þverá ásamt Kjarrá hafði gefið 20 til 30 löxum meira. Skilyrði hafa verið erfíð í ánum að undanfömu, hvassviðri og minnkandi vatn. Nóg er hins vegar af laxi og enn er fisk- ur að ganga. Lítum nánar á fleiri verstöðvar. Gljúfurá eins og í gamla daga Um miðja vikuna, þann 19. júlí, voru komnir 134 laxar á land og er það hörkuveiði. Haft er eftir mönnum sem þekkja ána vel og hafa veitt í henni um árabil, að laxa- magnið og veiðin sé í sama dúr og fyrmm, t.d. á áttunda áratugnum er áin gaf 400 til 600 laxa á sumri og mest rúmlega 700 laxa. Gott vatn er í ánni og verður fyrst um sinn enda vatnsmiðlun í Langavatni og gott ástand þar. Laxinn veiðist nú upp um alla á, en var mest a neðstu svæðunum framan af. Mikill lax í Rangánum... í vikulokin voru Rangárnar sam- an að fara yfir 500 laxa, um 130 í Eystri ánni og um 370 í Ytri ánni. Síðustu daga hefur Eystri áin tekið vel við sér og þar er nú að veiðast lax á flestum svæðum. Mikill lax er sem fyrr í Ytri Rangá, en mjög staðbundinn, t.d. er Arbæjarfoss laxlitill svo og svæðin þar fyrir neðan. Aðeins reytingur á Breiða- bakka, en mikið íjör fyrir neðan Ægissíðufoss og á Rangárflúðum. Reykjadalsá nyrðri betri en í fyrra Sé miðað við síðasta ár, hefur veiði í Reykjadalsá og Eyvindarlæk í Þingeyjarsýslu gengið vel. Um miðja vikuna voru komnir 62 laxar á land, en miðað við sama dag í fyrra er það stórbót. Þá voru lax- amir aðeins 16 og alls síðasta sum- NAFNI Vestmannaeyjakaupstaðar hefur verið formlega breytt í Vest- mannaeyjabæ en að sögn bæjaryfir- valda er í raun aðeins verið að stað- festa málvenju sem hefur verið lengi. „Einn starfsmaður bæjarins benti okkur á að ekki var samræmi í því hvemig nafn bæjarins var skrifað. í öllum opinberum plöggum sem við fengum send var talað um Vest- mannaeyjakaupstað en í plöggum sem við sendum frá okkur var talað um Vestmannaeyjabæ. I kjölfarið ar 110. Meðalþyngd fer minnkandi með smálaxagöngum sem verið hafa að undanfömu. Stærsti laxinn í sumar var 14 pund og veiðist lax- inn mest á tveimur efstu svæðunum enn sem komið er. Mest á maðk, en ef nefna á flugur sem reynst hgafa skeinuhættar má nefna Veiðivon og Night Hawk. Elliðaár á góðu róli Þrátt fyrir slæm skilyrði er veið- in þokkalega góð í Elliðaánum. Daglega er veiðin yfirleitt 18 til 23 laxar á sex stangir og á föstudag- inn vom komnir 302 laxar á land. ákváðum við að breyta nafni bæjarins formlega þannig að hann yrði kallað- ur Vestmannaeyjabær í opinberri stjórnsýslu," sagði Ólafur Lárusson forseti bæjarstjórnar Vestmanna- eyjabæjar. Nafnbreytingin var stað- fest með auglýsingu í Stjómartíðind- um fyrir skömmu. Ólafur sagði að engin viðbrögð hefðu borist frá bæj- arbúum enda sjálfsagt fáir tekið eftir nafnbreytjngunni; í daglegu tali hefði hvort eð er lengi verið talað um Vest- mannaeyjabæ eða Vestmannaeyjar. V estmannaeyjar Kaupstaður verður bær Landkynningarskrifstofa í New York Efnaðir eftir- launaþegar sækja til Islands Einar Gústavsson FYRIR fáeinum árum birt- ust 5-6 greinar á ári um ís- land í bandarískum Ijölmiðl- um. Nú er þær tífalt fleiri og umfjöllun í öðrum fjöl- miðlum hefur aukist mikið. Þennan árangur má að margra dómi ekki síst þakka starfí' _ Landkynningarskrif- stofu Islands í New York. Að rekstri hennar standa Ferðamálaráð, Félag ís- lenskra ferðaskrifstofa, Flugleiðir og Samband veit- inga- og gistihúsa. Einar Gústavsson hefur verið for- stöðumaður skrifstofunnar síðastliðin fímm ár. -Hvað gerir Landkynningar- skrifstofan í New York? Við svörum um fimmtíu þús- und fyrirspurnum um ísland á hveiju ári. Jafnframt reyn- um við að koma upplýsingum á framfæri við ferðaskrifstofur, fjöl- miðla og aðra þá sem hafa áhrif á hvert fólk ferðast. Fyrir fjórum árum árum settum við af stað fjölmiðlaátak um Island og síðan þá höfum við sent 30-50 blaðamenn til íslands á ári. Nú er svo komið að fjölmiðlarnir eru farnir að sýna miklu meiri áhuga að fyrra bragði. Það eru ekki aðeins blöðin sem fjalla um ísland. í sumar munu alls níu bandarískar sjónvarps- stöðvar taka upp efni á landinu. Við höfum ekki staðið fyrir þessu öllu en teljum samt að þetta sé -árangur af átakinu. Það má nefna annan þátt í starfínu sem er for- vitnilegur en það er kaupstefna sem við höfum sótt upp á síðkastið í Los Angeles til að auglýsa ísland sem tökustað fyrir kvikmyndir. Það gefur mjög vel af sér að fá kvik- myndatökulið frá Hollywood til landsins. -Hverju hefur starfsemi ykkar skil- að í ferðalögum Bandaríkjamanna til íslands? Það má nefna að það hefur verið uppselt í flug til íslands frá Banda- ríkjunum í margar mánuði. Við höfum líka reynt að hafa áhrif á ímynd landsins og leggjum áherslu á það sem menningarland, ekki síst til að fólk komi utan við há- annatímann. Þetta hefur borið góð- an árangur. Af um 25 þúsund manns sem koma frá Bandaríkjun- um til Islands á hveiju ári koma tveir þriðju utan háannatímans. Þetta er mun betra hlutfall heldur en gerist með aðrar helstu þjóðir sem koma til landsins. -Hvers konar fólk er það sem kem- ur frá Bandaríkjunum? Það er efnameira fólk, og við höfum lagt áherslu á þann hóp. ísland er dýrt land og illa samkeppnisfært í verðlagi við önnur vin- sæl ferðamannalönd. En við teljum að markaður- inn sé það stór í Bandaríkjunum að það sé hægt að finna nóg af fólki til að koma þó að ferðirnar séu dýrar. Margir þeirra sem koma til íslands eru eftirlaunaþegar. Sú kynslóð Bandaríkjamanna sem nú er að komast á þennan aldur hefur mjög digra sjóði. -Eftir hverju eru Bandaríkjamenn að sækjast á íslandi? Yfirleitt er það þannig í Bandaríkj- unum, eins og í mörgum öðrum löndum, að ef kona og maður eru að fara í ferðalag er það konan sem ákveður hvert er farið. Konurnar leggja áherslu á að fá góða mat og að njóta menningarinnar, til dæmis að fara í leikhús eða óperu. Þeim fínnst líka mikilvægt að það sé spennandi að versla í landinu. Þetta þarf að bæta á íslandi. Við erum í samvinnu við Kaupmanna- samtökin um að gera verslunina ► Einar Gústavsson fæddist árið 1943 á Siglufirði. Hann útskrif- aðist með verslunarpróf frá Verslunarskólanum og var eftir það í eitt ár í Pickman College í London við verslunarnám. Árið 1966 hóf hann störf hjá Loftleið- um. Frá árinu 1974 starfaði hann í Bandaríkjunum, fyrst fyrir Loftleiðir en svo Flugleiðir. Árið 1988 kom hann heim til íslands og vann hjá Flugleiðum á íslandi í tvö ár en fór aftur til Bandaríkj- anna árið 1990 til að taka við starfi forstöðumanns Landkynn- ingarskrifstofu íslands í New York. Einar er kvæntur Grímu Gísladóttur læknaritara og þau eiga þrjár dætur. skemmtilegri og áhugaverðari. -Er eitthvað fleira sem við getum breytt til að laða Bandaríkjamenn- ina hingað? Já, til dæmis þarf fleiri viðburði og sérstök tilefni til að fá ferða- menn til landsins á veturna. Flug- leiðir hafa verið að gera skemmti- lega hluti í markaðssetningu á ís- landi. Þeir hafa til dæmis verið að tengja ferðimar ákveðnum hátíð- um í Bandaríkjunu, til dæmis Þakkargjörðarhátíðinni og Valetín- usardeginum. Einnig hefur verið lögð áhersla á jólin og gamlárs- kvöld. -Frá hvaða hlutum Bandaríkjanna eru þeir sem koma til íslands? Fólk kemur aðallega frá þeim svæðum sem flogið er til, frá New York, Washington og Baltimore og nágrenni þeirra borga. Mjög marg- ir koma einnig frá Flórída. Það skýrist kannski af því að þar eru fleiri eftirlaunaþegar en annars staðar í Bandaríkjunum. -Heldurðu að Banda- ríkjamenn muni sækja mikið til íslands í fram- tíðinni? Ég held að ísland eigi alveg gífurlega sterka framtíð á þessum markaði. Ferða- mannastraumurinn til íslands hef- ur mest komið annars vegar frá ýmsum Evrópulöndum og hins veg- ar frá Bandaríkjunum. Nú eru Evrópuþjóðirnar að ganga í eitt bandalag og það þýðir að ef efna- hagslægð verður þar þá verður hún um alla álfuna en ekki bara í einu landi eins og oft var áður. Með því að treysta alveg á Evrópu værum við því að leggja öll okkar egg í sömu körfu. Það er mjög sjaldgæft að efnahagslægð sé beggja vegna Atlantshafsins á sama tíma. Þess vegna er betra að við séum sterkir á báðum mörkuðunum og dreifum áhættunni. Ferðamennska er notuð mjög víða til að draga úr atvinnuleysi því hún hefur mikil margfeldis- áhrif og skilar árangri á mjög stutt- um tíma. Ferðamenn draga úr at- vinnuleysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.