Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ Aukning í ferðaþjón- ustu á Jökuldal Morgunblaöið. Vaðbrekku. Jökuldal. FERÐAÞJÓNUSTA er að aukast á Jökuldal og nágrenni, enda ekki að öðru að hverfa þar sem nær ein- göngu er stundaður sauðfjárbúskap- ur á Jökuldal og lega sveitarinnar býður ekki uppá mikla fjölbreytni í atvinnutækifærum. í Brúarási, um einn kílómetra frá nýju Jökulsárbrúnni hjá Fossvöllum, er rekin ferðaþjónusta bænda. Þar er hægt að fá mat og gistingu, bæði í.uppábúnum rúmum og svefnpoka- gistingu og hefur Brúarás verið vin- sæll áningarstaður fyrir hópa. í Skjöldólfsstaðaskóla er rekið r Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir ÁLFHILDUR Stefánsdóttir á gistihimilinu Hvanneyri. Nýtt gisti- heimili opnar á Siglufirði Morgunblaðið. Siglufjörður. ÁLFHILDUR Stefánsdóttir hefur opnað nýtt gistiheimili á Aðalgötu á 10 Siglufirði sem ber nafnið Hvanneyri. Á gistiheimilinu eru 18 herbergi, eins og tveggja manna, og er hægt að leigja þau með eða án sængur- fata. Gestir hafa aðgang að rúm- góðu eldhúsi sem búið er öllum helstu þægindum. Fyrir um það bil 35-40 árum var rekið hótel í þessum húsakynnum, er bar nafnið Hótel Hvanneyri en síðan keypti Þormóður rammi hús- næðið og notaði sem verbúð um nokkurra ára skeið. En nú hefur húsnæðið allt verið endurbætt og gert upp og mun verða opið allt árið um kring sem gistiheimili Heímíli að heíman í Kaupmannahöfnf Vandaðar, ferðamannaíbúðír míðsvæðis í Kaupmannahöfn Allar íbúðirnar eru með eldhúsi og baði. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða ,r/// /7/'(u>e/ JcmuA'/uw/a Sími (00 45) 33 12 33 30 Fax. (00 45)33 12 3! 03 ♦Verð á mann míðað víð 4 í (búð I viku efþwþwir gistiheimilið Dalakaffi og þar er hægt að fá gistingu og mat. Dalakaffi stendur við þjóðveg 1, rétt áður en lagt er á Möðrudalsör- æfi á leiðinni norður í land. Dala- kaffi er vinsæll áningarstaður ferða- manna er leið eiga eftir Jökuldalnum ásamt því að vera vaxandi staður til að halda ættarmót. Við Skjöldólfsstaðaskóla er í byggingu sundlaug sem vonandi verður tekin í notkun seint í sumar. í Möðrudal á Fjöllum er Fjalla- kaffi, en það hefur lengi verið í rekstri og er vinsæll áningarstaður í kaffihúsasstíl, enda er Fjallakaffi við þjóðbraut þvera og þaðan liggur leið inn í Kverkfjöll meðal annars. í Klausturseli á Jökuldal er rekið handíðagalleri, þar sem til sýnis og sölu eru handunnir munir og flíkur aðallega úr hreindýraleðri og ull, þar eru einnig til sýnis handbrögð við leðursaum og ullarvinnslu ásamt tækjum sem brúkuð eru til verk- anna. Á Brú og Skjöldólfsstöðum eru bensínstöðvar og hægt að fá helstu bensín- og olíuvörur ásamt svala- drýkkjum. FJÓSAKLETTAR undan Gufunesi á Viðeyjarsundi Vegahandbókin í breyttri mynd Annir á Brúarási Morgunblaðið. Egilsstöðum. í bamaskólanum að Brúarási í Jökuldal er rekin ferðaþjónusta á sumrin. Helga Jónsdóttir sér um reksturinn og er þetta fjórða sum- arið hennar. Starfsemin er vax- andi og hefur verið mikið að gera í sumar, fjölgunin liggur bæði í hópum erlendra ferðamanna og einnig í heimsóknum Islendinga. Boðið er upp á gistingu í uppbún- um rúmum svo og svefnpoka- plássum með eldunaraðstöðu. Hægt er að taka allt að 65 manns í gistingu. Ferðaþjónustan að Brúarási er um 23 km frá Egilsstöðum og er þar kjörin að- staða fyrir ættarmót og minni skemmtanir og þá er lifandi tón- list í boði og góð aðstaða til að taka snúning. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HELGA Jónsdóttir sumarhótelstjóri ásamt starfsstúlkum, Oldu Hrafnkelsdóttur og Þóreyju Ingimarsdóttur. Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU er Fjósaklettur. Hann er undan Gufu- nesi á Viðeyjarsundi og örugglega ekki allir borgarbúar sem hafa veitt honum eftirtekt. Við borgarmörkin neðan Lækjar- botna eru tröllabörnin, gamlir gervigígar eða hraunkatlar við veg- inn sem vert er að skoða. í túninu Ægisíðu sem er á vestur- bakka Rangár eru 11 manngerðir hellar og einn mjög stór. Hann var notaður fyrir hlöðu fram.undir 1980 og verður til sýnis almenningi í fram- ■ tíðinni. I sumum hellanna eru ein- kennilegar ristur og sumir hafa hald- ið að hellarnir væru gerðir af Pöpum. Þennan fróðleik er m.a. að finna í Vegahandbókinni sem nýlega kom út í nýrri og breyttri mynd. í stað þess að flýta sér milli staða á ferðalögum og æja einungis á veit- ingastöðum við veginn bendir höf- undur bókarinnar ferðalöngum á ýmsa áhugaverða staði sem vert er að gefa sér tíma til að stoppa við og skoða nánar. Borgarbúar þurfa jafnvel ekki að bregða sér út fyrir borgarmörkin til að geta notið leið- sagnar bókarinnar. Vegahandbókin kom fyrst út 1973 og um það leyti fengu vegir númer en fram að því höfðu þeir haft sín heiti. Bókin er í stærra broti en gömlu útgáfurnar og prýða hana milli 500 og 600 myndir, gamlar og nýjar. Þær eru oft af stöðum sem ekki eru í alfaraleið, athyglisverðum náttúru- fyrirbærum og sögulegum minjum. Upphaflegan texta bókarinnar samdi Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Enn er stuðst við þann texta þótt ýmsu hafi þurft að breyta með tímanum. Öll kort hafa verið af þétt- býlisstöðum. Staðanafnaskrá er komin aftast og tekið upp tilvisunar- kerfi milli vegnúmera sem á að auð- velda fólki að fínna þá staði sem verið er að leita að. Landinu skipt í níu svæði Þegar nota á Vegahandbókina þarf að ganga út frá því að byggt er á númerakerfi Vegagerðar ríkisins en kjördæmin eru undirstaðan í skiptingu svæða. Númerasvæði eru níu og á svæðakortum eru sýndir allir vegir á hveiju svæði. Hringveg- urinn er fyrst tekinn fyrir í bókinni þvi hann er númer eitt og snertir öll svæði landsins. Síðan koma svæðin eitt af öðru. Kortin liggja eins og vegimir og getið er um fjarlægðir í kílómetrum til og frá áfangastað. Auglýsingar eru til að lækka verð hennar til neytenda og tengjast þær oftast þeim stöðum sem verið er að fjalla um á hverjum stað. Þá fylgir afsláttarkort bókinni. Ritstjóri er Örlygur Hálfdanarson hjá Islensku bókaútgáfunni. Vega- handbókin á að koma út þriðja hvert ár en á næsta ári verður hún gefin út á ensku og þýsku. Fj örutíu þúsund manns hafa sótt Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum NÚ hafa um 40 þús. íslend- ingar sótt skólann og margir tekið þar fyrstu skíðasporin. En hvemig datt mönn- um í hug að stofna skíðaskóla um hásumarið upp á öræfum? Valdimar kveðst hafa lesið Fjallamenn eftir Guðmund Einars- son þegar hann var í menntaskóla. Þar sé sagt frá klifumámskeiði í Kerlingafjöllum og hve það sé gott skíðasvæði. „Þetta vakti athygli mína enda stundaði ég þá skíða- mennsku af kappi. Seinna fór ég í nokkar ferðir upp á jökla. Fyrst með Eiríki Haraldssyni, vini mínum og samkennara, og 1959 með Jökla- rannsóknarfélaginu upp á Vatna- jökul þar sem ég kenndi félögunum á skíðum. Um haustið safnaði ég saman hópi upp í Kerlingarfjöll. Árið 1961 ákváðum við Eiríkur að efna til skíðanámskeiðs þar. Við fengum gamla FI- skálann í 8 daga. Hóuðum við saman 30 manns t.d. Sigurði Guðmundssyni kennara sem við buðum með sem gítarista og kvöldvökustjóra. Sigurður kom fljótt inn í skóiastjórn með okkur Eiríki og höfum við þrír lengst. af stjórnað saman. Síðar bættust fleiri í hóp stofnenda, Jakob Albertsson, Einar Eyfells, Jónas Kjerúlf, Magn- ús Karlsson og Þorvarður bróðir minn sem er bókhaldari skólans. Fyrst voru námskeiðin í nafni okkar og FÍ en 1964 stofnuðum við Fann- borg hf. og byrjuðum að byggja skála. Síðan hefur þetta hlaðið utan á sig.“ FYRIR 35 árum hóuðu Valdimar Ömólfsson og Eiríkur Haraldsson saman hópi fólks og héldu upp í Kerlingarfjöll til að kenna mönn- um á skíðum. Sú ferð leiddi til að Skíðaskól- inn í Kerlingarfjöllum var stofnaður. Hildur Einarsdóttir ræddi við V aldimar Valdimar segir að lögð sé áhersla á að fara rólega af stað og æfa í litlum halla þegar byijendur eigi í hlut. Því læri menn á skíðum án þess að finna raunverulega hvernig þeir fari að því. Fólk öðlist öryggi og síðan sé smátt og smátt farið í erfiðari æfingar. Oft eru unglingahópar í Kerl- ingaijöllum og þá þurfið þið líklega að vera í hlutverki uppalandans? Valdimar játar því en bendir á að þeir hafi yfirleitt kennaranám og séu þjálfaðir í að ala upp fólk. Unglingamir séu flestir mjög skemmtilegir en það geti komið upp erfíðleikar. „Börn og unglingar þurfa aga. Við höfum eftirlit með þeim og því að þau fari á réttum tíma í háttinn. Þau undirbúa sjálf kvöldvökur með skemmtiatriðum. Annars er margt fleira að gera hér en fara á skíði. Her eru Hvera- dalir og ótal gönguleiðir og hægt að klífa fjallstinda sem eru ekki mjög erfiðir. Svo er gott að fara í VALDIMAR í hópi nemenda sinna á fjölskyldunámskeiði. heitu pottana okkar á eftir og borða góðan og næringaríkan mat.“ Hefur reksturinn þróast eins og þið ætluðuð ykkur? „Já, að mörgu leyti. Samt bjóst ég við að við myndum hafa komið okkur betur fyrir. Hér væri komið lítið hótel og góðar lyftur upp í hæstu toppa en kröfurnar aukast." Er það raunhæft miðað við að úthaldið er aðeins rúmir 2 mánuðir? „Já, ég fullyrði að það sé raun- hæft en þá þarf að vera opið hér fleiri mánuði. Fjöldi manna á jeppa og svo er ekkert mál að koma á vélsleðum og það er stórkostlegt að vera hér á skíðum á veturna. En það þarf meira ijármagn inn í reksturinn til að þetta geti orðið. “ Valdimar sagði að það hafi orðið viss áherslubreyting; margir skyt- ust í 2-3 daga og þyrfti að breyta starfsemi skólans í takt við þetta. Hvað er eftirminnilegast eftir þessi þijátíu og fimm ár í fjöllun- um? „Það er svo margt. Hingað hefur komið skemmtilegt fólk og við höf- um átt margar ánægjulegar stund- ir með því. Við höfum líka orðið fyrir áföllum eins og þegar fellibyl- urinn Ellen feykti hér þremur hús- um um koll. Heklugosið 1980 olli okkur líka skaða. Þá varð almyrkv- að og öskulag lagðist yfir skíða- svæðið þannig að ekki sást í hvítan depil. Þetta var um miðjan ágúst og við ákváðum að hreinsa 500 metra langa og 20 m breiða brekku og héldum námskeiðum áfram. En umfram allt er það að skólinn hefði aldrei orðið langlífur ef við félagarnir hefðum ekki unnið svona vel saman.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.