Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐAÞJÓNUSTA Morgunblaðið/Rúnar Þór LÓNKOT í Sléttuhlíð er vel í sveit sett og þaðan er jafnlangt til Sauðárkróks og Siglufjarðar, um 50 km hvora leið. HÉR ER ENGUM MANNIÚTHÝST Morgunblaðið/Rúnar Þór Á TÚNUNUM hefur verið búinn til níu holu verðandi keppnisgolf- völlur og úti á sundunum má virða fyrir sér Drangey og Málmey. Lónkot í austanverðum Skagafírði hefur fengið mikla andlitslyftingu á undanfömum tíu árum. Húsráðendur þar gera nú út á ferðamanninn og hafa breytt niðumíddum útihúsunum í hinar hugguleg- ustu vistarverur auk þess sem ort hefur verið í landslagið á skemmtilegan máta. Jóhanna Ingvarsdóttir tók hús á Lónkotsbændum fyrir skömmu. . . ,, .... _. . Morgunblaðið/Rúnar Þór SKJOL er fra óllum vmdáttum í grillgryfjunm. TÍU ár eru nú liðin síðan að hjónin Jón Torfi Snæbjömsson og Ólöf Ól- afsdóttir keyptu jörðina Lónkot í Sléttuhlíð í austanverðum Skaga- firði. Ekki hafði verið búið á jörðinni um hríð og hafði húsakostur allur verið dauðadæmdur. Það vafðist hinsvegar ekkert fyrir mönnum, sem geta allt ef viljinn er nægur, enda hefur þrautseigjan haft sitt að segja í uppbyggingarstarfinu, sem að mestu hefur hvílt á herðum Jóns Torfa og sonar hans, Ólafs, sem seg- ist líta á sig sem landslagshagyrðing bæði í gamni og alvöru. Hvorugur þeirra hefur iært til smiðs þrátt fyr- ir að engum, sem í Lónkot kemur, dyljist að fagmennskan hefur verið látin sitja í fyrirrúmi við endurbæt- umar. í sköpunargleðinni segjast þeir þó hafa notið leiðsagnar smiðs af nærliggjandi bæ, Kristjáns Áma- sonar á Skálá. Jón er að slá golfvöllinn og Ólafur er að útbúa skrifstofuaðstöðu í íbúð- arhúsinu þegar mig ber að garði í Lónkoti. Ólöf er í Reykjavík að sinna atvinnurekstrinum, en í hennar stað er dóttirin Pálína, sem útskrifaðist frá Leiklistarskóla Islands í vor, í húsfreyjuhlutverkinu. Við komum okkur fyrir á Sölva-bar og Pálína býður upp á capuccino og nýbakaða jarðarbeijatertu. Útróðrastaður Jón bóndi vill fá sem fiesta í hlað, segir það vera bestu auglýsinguna, sem hann geti hugsað sér. Fólk heill- ist fljótt af umhverfinu, eins og hann um árið þegar hann ákvað að kaupa Morgunblaðið/Rúnar Þór PALINA ásamt Uglu dóttur sinni á Sölva-bar, sem opnaður var fyrir mat og drykk í byrjun júlí, en þar var fjós hér á árum áður. við að sjóða landa í mjólkurhúsi inn af fjósinu í gamla daga, svo að á tímabili voru menn að tala um það í alvöru að skýra Lónkot upp á nýtt og kalla það Landakot." Sölvi Helgason Þennan laugardag var margt um manninn í Lónkoti, enda var ekki bara verið að opna veitingastaðinn, sem hlotið hefur heitið Sölva-bar, heldur var líka verið að afhjúpa minnisvarða um alþýðulistamanninn Sölva Helgason, Sólon íslandus öðra nafni. Listaverkið er eftir Gest Þor- grímsson og er blágrýtissúla úr Hrepphólum. Við hlið hennar er hlað- inn skjólveggur eftir Ólaf, sem mönn- um þótti eiga vel við í þessu tilfelli, þó Sölvi hafi á sínum tíma hvergi fengið skjól, enda misskilinn lista- maður, sem flækktist um á milli bæja þar sem að hvergi var pláss fyrir hann í framleiðsluþjóðfélagi, sem sýndi lítið umburðarlyndi gagn- vart listum. „En hér eru allir vel- komnir. Hér er engum manni út- hýst,“ segir Jón. Áletrunin á minnis- varðanum er gerð úr sandblásnu Lónkotsgijóti og segir: „Ég er djásn og dýrmæti, Drottni sjálfum líkur.“ Sömuleiðis kemur fram að Sölvi hafi fæðst á Fjalli í Sléttuhlíð 16. ágúst árið 1820 og dáið á Ystahóli í sömu Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir HEIMAFÓLK í Lónkoti, þau Jón Torfi og Ólöf ásamt börnum sinum, Ólafi og Pálínu, við minnisvarðann um Söiva Helgason. jörðina af Tryggva Guðlaugssyni, sem þá var orðinn aldraður maður og kominn á elliheimili, en Tryggvi hafði búið á jörðinni í ein 50 ár. Lónkot er gamall útróðrastaður Slétthlíðinga og þar er nú lítii smá- bátahöfn, sem Jón lét útbúa eftir að kaupin voru um garð gengin. í byijun var nefnilega meiningin að stunda þar smábátaútgerð og vora útihúsin þar með í fýrstu útbúin með fiskverkun í huga, enda hefur Jón stundað þama grásleppuveiðar á vorin. En nú hafa útihúsin enn á ný breytt um hlutverk og hýsa nú alfarið ferðamenn. Útihúsin, sem samtals era um 300 fermetrar, era sambyggð og saman- stóðu af íjárhúsi og fjósi með hlöðu í miðjunni, heilagri þrenningu, eins og þeir feðgar orða það. í fjárhúsun- um hafa nú verið útbúin nokkur her- bergi ásamt setustofu og eldunarað- stöðu. Hlaðan hefur verið gerð að svefnpokaplássi þar sem líka er eld- unar- og hreinlætisaðstaða. Fjósið, nýjasta afsprengið, var siðan opnað laugardaginn 1. júlí sl. sem bar, veit- ingastaður og myndlistagallerí. Þar er hægt að fá mat alla daga og er matseðillinn hinn gómsætasti á að líta. „í hugum sveitunga, sem þekktu Tryggva, var ekki hægt að velja barnum betri stað en í fjósinu, en hann mun hafa verið nokkuð iðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.