Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 25 AÐSENDAR GREIIMAR GREINARHÖFUNDUR á flugvellinum í Grímsey. MIÐGARÐAKIRKJA. GRÍMSEY. í baksýn sjást fjöllin milli Skjálfandaflóa og Eyjafjarðar. Mft m UiA» m m Grímseyj arbréf MOGGINN kemst til hinna fimm áskrifenda í Grímsey. I. Grímseyjarför in síðari, þann 29. júní 1995 ÞETTA er hjá Flugfélagi Norð- urlands. Getið þið verið mætt út á velli eftir tuttugu mínútur? Við ætlum að reyna að fljúga út í Grímsey núna. Klukkan er rúm- lega 19 og undrið skeði, við hjónin stukkum frá hálfsoðinni bleikju og ókum út á völl á réttum tíma. Níu sæta flugvél af Piper-gerð hefur sig á loft undir stjórn Stefáns Frið- leifssonar og er flogið yfír Leir- dalsheiði og Keflavík áleiðis til Grímseyjar. Dökk rönd sést úti við hafsbrún, þetta hlýtur að vera Grímsey. í austri grillir aðeins í Flatey og Flateyjardal í gegnum þokuna. Skyldi vera hægt að lenda? Ég bíð spenntur, en Stefán flugstjóri flýgur hring í kringum eyjuna, finnur flugvöllinn auðveldlega og lent er á hinum kílómetralanga flugvelli. Sigrún á Básum tekur á móti okkur og verður fylgdarmaður okkar um eyjuna, ekur í Ladabíl um þorpið allt og suður á vita. Um 120 íbúar eru nú í Grímsey og una sæmilega hag sínum, en eru kvíðnir út af nýjum lögum um smábátaútgerð frá Alþingi. Von- andi bera þingmenn gæfu til þess að búa þannig að þessari einstæðu byggð, að hún leggist ekki af vegna vanhugsaðra reglna, sem settar eru af svefnvana þingmönn- um í önnum þingloka. Sundlaug hefur verið tekin í notkun í Grímsey og nýtir hún kælivatnið frá rafstöðinni, sem er kynt með olíu. Félagsheimilið Múli er einnig barnaskóli á vetr- um, og segir Sigrún okkur, að eyjaskeggjar séu heppnir með kennara þessa stundina. Við snú- um aftur til Bása. Þar lendir nú önnur FN-vél af sömu gerð og okkar, þar eru nokkrir útlendingar í skoðunarferð og heldur Sigrún með þá niður að sjó, en þau eiga í vök að veijast, því krían gerir stöðugar árásir á hópinn, en Sig- rún lætur þá fá prik sér til varn- ar. Krían er merkilegur fugl, sem flýgur jafnvel heimskauta á milli, allt frá 66° í suðri til 82° gráða í norðri, aðeins til þess að verpa tveim eggjum (stundum þó 3, en örsjaldan 4). Krían- er svo herská, að hún hrakti heilt herfylki úr varaliði Bandaríkja Norður-Ameríku á bak aftur, er það kom hingað til lands til heræfinga. Við vorum þijú í vélinni norður í eyju, miðaldra kona frá Englandi og við hjónin. Sú enska ætlar að gista hjá Sigrúnu á Básum, en við höldum heim til Akureyrar eftir hálfs annars tíma dvöl í eyjunni. Nú flýgur Stefán inn Eyjafjörð, meðfram Látraströndinni, yfír Hrísey, og sem leið liggur til Akur- eyrar. Svo lágskýjað er á firðinum, að vitinn á Hrólfsskeri stendur aðeins upp úr þokunni, annað ekki. Útsýni úr flugvélinni var frábært í þessari ferð, sérstaklega að sjá niður í Fjörður, en þangað er erf- itt að komast landleiðina, Stefán lendir á Akureyrarflugvelli af miklu öryggi, og við höldum heim í Tjarnarlund hlaðin Grímseyjar- plöttum, könnum og skírteinum, sem staðfesta, að við höfum kom- ist norður fyrir heimsskautsbaug. II. Grímseyjarför in fyrri, 31. maí 1977 Þriðjudaginn eftir hvítasunnu árið 1977 fórum við hjónin ásamt Bergljótu dóttur okkar út í Gríms- ey með FN. Þótt 18 ár séu liðin frá þeirri för ætla ég að reyna að riija hana upp, en handrit mitt af ferðasögunni er glatað: „Twinotter-flugvélin hefur sig til flugs frá Akureyrarflugvelli, við erum 18 farþegar, 17 manns og einn kálfur (í strigapoka). Þórodd- ur Jónasson héraðslæknir ætlar að hafa viðtalstíma í félagsheimil- inu Múla og getum við ferðamenn skoðað eyjuna á meðan. Enginn bíll var þá í eyjunni og var læknir sóttur á traktor. Átti að sitja aftan á aurbrettinu. Ég sá mér til skelf- ingar, að úlpa læknis var á góðri leið með að flækjast inn undir aurbrettið og brá ég skjótt við og lagfærði þetta. Þar skall sannar- lega hurð nærri hælum. Við ferða- mennirnir gengum fyrst út á Bása- bjarg og skoðuðum fuglalífið og þá sérstaklega haftyrðilinn, sem hvergi verpir á íslandi nema í Grímsey. Síðan gengum við í átt að höfninni, komum í Kaupfélagið og fengum okkur öl, en síðan skoð- uðum við kirkjuna að Miðgörðum og hittum þar fyrir séra Pétur Sigurgeirsson, sem hafði messað þar daginn áður, hvítasunnudag inn síðari. Voru þetta fyrstu kynni mín af séra Pétri, sem síðar varð góðkunningi minn. Á þessum árum hafði Miðgarða- kirkja góðar tekjur með nokkuð sérstæðum hætti: Hallur „litli skattur“ Sigurbjörnsson hafði ver- ið að hrekkja Grímseyinga með því að bera saman fjölda slátraðra dilka og innlagðar gærur. Þetta vildi passa illa og kom fyrir að þijár gærur voru af sama lambi. Þá brugðu eyjaskeggjar á það ráð að leggja allar gærur inn á nafni Miðgarðakirkju. Allt viðhald Mið- garðakirkju varð mun viðráðan- legra eftir þetta þjóðráð. Að lokum gekk ég niður að höfninni og þar hitti ég mann einn, sem ávarpar mig umbúðalaust: „Ert þú að fara með flugvélinni?" Ég játti því, en spyr að bragði: „Heldurðu að ég sé að missa af henni?“ „Nei, nei, en það verður gamall maður með vélinni, Óli Bjarna, viltu vera svo vænn að fá honum þennan 5 þúsund króna seðil?“ Síðan gengur maðurinn á brott, en ég kalla í skelfingu minni: „Þetta er ekki hægt, ég veit ekki hvað þú heitir og þú veist ekki hvað ég heiti.“ „Það gerir ekkert til, ég veit að Óli fær peningana." Samt iét ég mig ekki, fyrr en ég fékk að kynna mig og hann sagð- ist heita Einar Þorgeirsson í Mið- görðum. Nú fóru embættismennirnir að tygja sig til heimferðar, Þóroddur Vonandi kemst ég í mína þriðju ferð til Grímseyjar, segir Leif- ur Sveinsson, og hvet- ur alla fróðleiksfúsa menn til að heimsækja eyjuna, læknir og séra Pétur. Hvítasunnan hafði endurnært Grímseyinga bæði á sál og líkama. í flugvélinni á heimleiðinni bættist við þjóð- sagnapersónan Alfreð Jónsson, þáverandi oddviti í Grímsey og flugvallarstjóri á Básum. Þau hjón bjuggu á Básum og liggur heims- skautsbaugurinn í gegnum hjóna- rúmið endilangt. Þrátt fyrir þetta er hjónaband þeirra hið ástúðleg- asta. Ég man ekki eftir fjörugri flug- ferð en heimfluginu þennan dag. Við sátum saman fremst í vélinni, læknir, prestur, oddviti og ég. All- ir frásagnarglaðir menn í besta lagi og þurfti hörku til að komast að. Skilyrði voru nú miklu betri en á útleið, því vélin var kálflaus (ekkert baul sem truflaði). Þóroddi Jónassyni frá Græna- vatni kynntist ég á bernskuárum mínum í Mývatnssveit árin 1936-41. Alfreð Jónssyni kynntist ég á fyrsta skíðamóti íslands, sem haldið var í Hveradölum 1938. Þar stökk hann svo langt, að Helgi Hjörvar lýsti stökki hans eitthvað á þessa leið: „Nú rennir Alfreð sér fram af pallinum, gríðarlangt stökk, nú flýgur hrafn framhjá, nú lendir Alfreð.“ Séra Pétri var ég að kynnast þarna í fyrsta skipti, sem fyrr seg- ir. Hann hefur ritað bók um Gríms- ey, sem út kom hjá Prentsmiðj- unni Leiftri árið 1971. Þeir, sem vilja kynna sér betur sögu Gríms- eyjar, ættu að lesa bók Péturs, svo og bók séra Roberts Jack, Arctic Living, Toronto 1955. III. Robert Jack var prestur í Gríms- ey frá júlí 1947 til september 1953. Mér er minnisstæðust frá- sögn hans frá Grímseyjarárunum, er hann ræðir um veru sína í skattanefnd (hreppsnefnd sá víst um þau mál líka). Robert vék sæti meðan skattfraintal hans var til meðferðar. Meðnefndarmenn hans segja við Robert': „Þetta þýðir ekkert hjá þér, það vita all- ir Grímseyingar, hvað þú átt margar hænur. Þessi tala passar ekki.“ Þá svarar Robert: „Veit ég það vel, en ég vil ekki borga út- svar og skatta af hænum sem eru hættar að verpa. En ég get ekki fengið mig til þess að drepa þær. Ég vil að þær fái að lifa í heiðurs- elli. (I want them to live in honor- ary retirement.) IV. Ég hvet alla fróðleiksfúsa menn til þess að heimsækja Grímsey. Vonandi kemst ég fljót- lega í mína þriðju ferð þangað og þá til lengri dvalar en þessara skyndiheimsókna, sem að framan er lýst. En það er stundum kalt í Grímsey, en þó fagurt. í ritinu Byggðir Eyjafjarðar, er út kom á Akureyri 1973 segir svo: „Útlit Grímseyjar og umhverfi er mjög breytilegt eftir veðurfari og’ árs- tíðum. Þegar hafís umlykur eyj- una, hverfur hún inn í ísbreiðuná og verður eins og hluti af ísnum, og þá lýsir hvítur flötur hafsins í mánaskini, og nóttin verður björt. Þannig var það frostavetur- inn 1918. Eldri Grímseyingar gleyma aldrei jólunum það ár. Er þeir komu frá aftansöng í Miðgarða- kirkju á aðfangadag, opnaðist þeim þessi hvíta og bjarta víðátta sem dagur væri. Þá var það, sem ísinn kom upp að eyjunni með frostaveturinn mikla.“ Höfundur er lögfrædingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.