Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Konráð Már Eggertsson fyrrverandi bóndi og hreppstjóri á Haukagili í Vatns- dal í A-Húnvatns- sýslu, lést á heimili sínu á Blönduósi láugardaginn 15. júlí síðastliðinn, 84 ára að aldri. Konráð fæddist 17. nóvember 1911, sonur hjónanna Agústínu Guðríðar Grimsdóttur frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum, og Eggerts Konráðs Konráðssonar, bónda og hreppstjóra að Haukagili. Konráð var næstelztur 7 systk- ina, og eru fjögur þeirra nú látín. Konráð tók við búi á Hauka- gili árið 1937 og var bóndi þar allt til 1978. Hann var skipaður hreppstjóri Ashrepps 1942 og gegndi því starfi til 1977. Hann sat jafnframt i hreppsnefnd Áshrepps 1948-1968, var lengi ' AÐ lokinni langri samleið vil ég minnast Konráðs frænda míns með nokkrum orðum en við vorum systrasynir og svo til jafnaldrar. Við ólumst upp á nágrannabæjum til fermingaraldurs, aðeins Vatns- dalsáin á milli. Vorum saman í barnaskóla, störfuðum saman í ungmennafélagi, bjuggum á sam- liggjandi jörðum og síðast en ekki síst vorum samstarfsmenn að fé- lagsmálum í sveitinni okkar Vatnsdalnum þar sem óneitanlega reyndi nokkuð á manndóm beggja. Síðan varð það svo að báðir flutt- um við ásamt konum okkar til Blönduóss, þótt með nokkru milli- bili væri. Tókum þann kost að lofa afkomendum okkar að spreyta sig á búskapnum, er halla tók undan fæti um aldur og þrek. Þannig er lífshlaup okkar frænd- anna í stórum dráttum og það gefur mér ástæðu til þess að staldra við og minnast þess þáttar með nokkrum orðum, er honum er nú lokið. Tíðförult var milli Haukagils og Saurbæjar ýmissa nauðsynjaerinda og gagnkvæm hjálpsemi ef með þurfti. Hafði það ^ verið svo um foreldra okkar að aldrei féll snurða á. Konráð var mikið burðameiri, garpur til vinnu og verkhagur, sem þeir bræður allir og faðir þeirra. Naut ég þess mjög er mig vantaði tæki og kunn- áttu til eins og annars er mig lang- aði til að koma fram. Ég finn þau orð um þetta að öll þessi sam- skipti okkar hafi verið mótuð af heilsteyptri frændsemi og Sérfræðingar í blómaskrcytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 í skattanefnd og síðar umboðsmaður skattstjóra Norður- lands vestra í nokk- ur ár. Konráð ann- aðist einnig ýmis önnur trúnað- arstörf fyrir sveit- ina, þ.á m. sat hann í stjórn Búnaðar- sambands A-Húna- vatnssýslu í 18 ár og var féhirðir sóknarnefndar Undirfellskirkju i 25 ár. 1976 flutti Konr- áð með konu sinni, Lilju Hall- dórsdóttur Steinsen, til Blöndu- óss. Börn þeirra eru 6, öll upp- komin: 1. Sævar Örn Stefáns- son (sonur Lilju, en fóstursonur Konráðs), 2. Eggert Konráð, 3. Guðrún Katrin, 4. Ágústína Sig- ríður, 5. Inga Dóra, 6. Margrét (Gréta) Hólmfríður. Öll eru þau gift og eiga afkomendur. Utför Konráðs Eggertssonar fer fram frá Blönduósskirkju í dag kl. 14. gagnvkæmu trausti og fyrir það hefi ég alltaf verið þakklátur. í fjarska æskuára, en minnis- stæð, er mér ferð er við Konráð fórum sumarið 1928 ásamt Hauki bróður Konráðs, sem aðeins var yngri, að Vatnshlíð, en þá bjó þar Herdís móðursystir okkar ásamt manni sínum öðlingnum Pétri Guðmundssyni og dætrunum tveim þeim Kristínu og Þuríði. Við fórum á hestum og hinar ungu frænkur okkar fylgdu okkur vest- ur á Vatnsskarðið. Ferðin var hreint ekki lítið fyrirtæki í augum okkar og mjög ánægjuleg. Er við frændurnir tókum svo að fjalla um sameiginleg málefni sveitar okkar varð nokkuð sami háttur á. Við leituðum hvor til annars og ræddum málin og mér er óhætt að gera þá játningu nú, þegar frændi minn er allur, að til hans leitaði ég mjög um að finna farsæla niðurstöðu málatilbúnað- ar. Kom það sér vel að við vorum hvor í sínum stjórnmálaflokki og því ekki hægt að væna okkur um pólitíska hlutdrægni. Hann sjálf- stæðismaður, sat í stjórn flokksfé- lags sýslunnar og óumdeilanlega trausts verður fyrir heiðarleika og reglusemi í öllum störfum er hon- um voru falin. Er leiðir okkar Konráðs lágu burt úr Vatnsdalnum varð minna um samskipti okkar því sameigin- leg áhugamál gáfu ekki tilefni til þess. Ég er ekki frá því að honum hafi fundist fáfengilegt að ég fjall- aði um hluti sem hann sjálfur hafði ekki áhuga fyrir. Hann fór ekki dult með hvað vitlaust væri af mér að fást við hross og mál- efni hrossaeigenda. Á síðari árum tjáði hann sig á móti hrossaeign, þótt áður væri hann einn af stóð- bændunum og vildi vera vel ríð- andi, sem ungur maður og síðar góðbóndi. Kannski skemmtum við okkur með smá orðahnippingum sem aldrei urðu þó til frádráttar á afdráttarlausri frændsemi okkar og vináttu. Nokkuð snemma hætti Konráð að sækja á brattann til umsvifa en kannski var það, þá þegar, undanfari vanheilsu er á hann sótti. Nokkru fyrir síðustu jól veiktist hann hastarlegá, svo að líf hans var mjög í tvísýnu. Með vorinu varð um verulegan bata að ræða og áhugi fyrir daglegu lífi tók að vakna. Én svo kom kallið snögglega er hann hafði nýlokið hádegisverði þann 15. júní. Baráttunni var þar með lokið. Fyrstu búskaparárin bjó Konr- áð með móður sinni en þau Lilja giftu sig 3. júlí árið 1948. Reynd- ist hún hin ágætasta húsmóðir er féll vel og bætandi inn í vatns- dælst samfélag og ekki spilltist frændsemin við komu hennar. Lilja kom að Haukagili árið áður með lítinn dreng, Sævar Örn Stef- ánsson og varð Konráð fósturfaðir hans. Sævar er lögregluþjónn í Reykjavík. Saman eignuðust þau hjónirt Eggert Konráð, er tók við búskap á Haukagili en er nú hús- vörður við Iðnskólann í Reykjavík, Guðrúnu Katrínu, skrifstpfumann og húsmóður á Dalvík, Ágústínu Sigríði, búfræðing og húsfreyju á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, Ingu Dóru, húsmóður og bankastarfs- mann á Akureyri og Hólmfríði Margréti, atvinnurekanda og hús- móður, búsetta á Álftanesi. Af- komendur þessara systkina eru orðnir 26 svo að afkomendahópur þeirra Lilju og Konráðs er blóm- legur og hefir víða skotið rótum. Þannig heldur lífið áfram þótt lítt sjáist fyrir um framvindu þess. Ég er þakklátur fyrir samfylgd- ina með Konráði frænda mínum og við hjónin biðjum konu hans og öllum afkomendum blessunar. Grímur Gislason. í dag er til foldar borinn Konráð Már Eggertsson frá Haukagili. Kynni mín af Konráði hófust árið 1975 er ég kom í Haukagil ásamt Ágústínu tilvonandi eiginkonu minni, verðandi tengdasonur á heimilinu. Fann ég fyrir mjög sterkum persónuleika Konráðs, hann var maður sem var fljótur að ávinna sér viringu annarra og allt hans fas var þannig að eftir honum var tekið. Þeir eiginleikar hans að setja sig vel inn í mál ásamt góðu minni, standa fast á sínu auk þess sem hann var mynd- arlegur á velli urðu til þess að hann naut þessarar virðingar allt til dauðadags. Konráð var hafsjór af fróðleik um þau mál sem hann hafði á annað borð áhuga fyrir svo sem pólitík og sagnfræði almennt, man ég vel er hann fór með mig á Landróvernum inn á Grímstungu- heiði að hann þekkti ekki aðeins öll örnefni og vissi um tófugreni á leiðinni, heldur gat hann tengt ein- hveija atburði eða ártöl við allt sem fyrir augu bar. Fljótlega kom í ljós að skoðanir okkar á þjóðmálum fóru ekki að öllu leyti saman og urðu oft úr því rökræður sem ég reið ekki alltaf feitum hesti frá enda fylgdist Konráð vel með frétt- um bæði í blöðum og útvarpi og minnið var geysigott. Fyrir tveimur árum þegar við hjón- in vorum stödd á Blönduósi segir Konráð upp úr eins manns hljóði: „Dóri við skulum koma inn í her- bergi og ræða um pólitík,“ ég var nú aldeilis til í það, við förum inn í herbergi hann iokar hurðinni og segir: „Við skulum ekki minnast einu orði á póiitík.“ Þannig var nú oft með það sem leit út fyrir að vera ágreiningsmál á milli okkar þegar aðrir heyrðu til að þar vorum við að mestu leyti sammála og fór hann til dæmis að segja mér ýmis- legt um jarðabækur Arna Magnús- sonar og Páls Vídalíns sem ég vissi ekki þegar við fórum inn í her- bergi að ræða um pólitík og auðvit- að enduðu þessar viðræður með því að hann gaf mér bækurnar, sagðist ekkert hafa með þær að gera lengur. Sumarið 1976 fluttu Lilja og Konráð út á Blönduós og annaðist Konráð eftirlit með laxveiðiám í Húnaþingi fyrstu sumrin, en Vatnsdalsá rennur einmitt við tún- fótinn á Haukagili þannig að hon- um var málið ekki ókunnugt. Síðastliðinn vetur lenti Konráð á sjúkrahúsi vegna þrensla í krans- æðum og lá þar í fjórar vikur en náði aftur ótrúlega góðri heilsu og flutti heim á ný, er það ef til vill lýsandi dæmi um þann mikla styrk sem hann virtist búa yfir þegar erfiðleikar steðjuðu að. Fyrir tveimur vikum síðan hitti ég Konráð síðast og fann ég þá greinilega að hann taldi sína ævi að kvöldi komna og þó ég væri honum ekki sammála í því efni fór það eins og svo oft áður að hann hafði rétt fyrir sér. Elsku Lilja, er ég lýk þessum fátæklegu orðum bið ég góðan guð um að hjálpa þér í gegnum yfir- standandi erfiðleika. Halldór Sigurðsson. Konráð Már Eggertsson, fv. bóndi og hreppstjóri á Haukagili, varð bráðkvaddur á heimili sínu sl. laugardag, 83 ára að aldri. Hann var nýstaðinn upp frá því að spila lomber við vatnsdælska sveitunga sína, þegar kallið kom. Hann hafði kennt hjartameins og dvalið af þeim sökum um hríð á sjúkrahúsi sl. vetur, en virtist hins vegar hafa náð sér nokkuð vel og sýndi ekkert fararsnið á sér. Móðurforeldrar Konráðs, Kristín Gissurardóttir og Grímur Einars- son, bjuggu á Syðri-Reykjum í Biskupstungum, en fjögur af börn- um þeirra giftust norður í Húna- vatnssýslu, þar af tvær systur í Vatnsdalinn; Katrín, sem giftist Gísla Jónssyni í Saurbæ; og Agúst- ína, sem giftist Eggerti á Haukag- ili. Föðurforeldrar Konráðs, Guð- rún Þorsteinsdóttir og Konráð Konráðsson, voru hins vegar hún- vetnsk. Þau bjuggu fyrst í Múla í Línakradal, en síðar á Mýrum í Hrútafirði. Nokkru eftir lát Konráðs giftist Guðrún Hannesi Þorvarðarsyni, ekkli og bónda á Haukagili, og fluttist þangað 1890 með 11 og 16 ára sonu sína; Eggert Konráð, sem 1910 tók við búi á Haukagili, sama ár og hann kvæntist Ágústínu Gríms- dóttur; og Þorstein, síðar bónda á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Haukagil er víðlend og kostarík jörð og vel fallin til búskapar. Konráð Eggertsson eignaðist hálft búið á Haukagili 1937, þá 26 ára, en tók við búsforráðuml942, er faðir hans, Eggert Konráð, lézt aðeins 64 ára. Sem annarra bænda af hans kynslóð, að standa fyrir þeirri byltingu í búskaparháttum, sem fólst í vélvæðingu, endurbætt- um húsakosti og stóraukinni tún- rækt. Um 1936 byggði hann, ásamt foreldrum sínum og systkin- um, vandað og rúmgott steinsteypt íbúðarhús, sem hýsir ábúendur jarðarinnar enn þann dag í dag. Árið 1939 virkjuðu þeir bræður bæjarlækinn, og skilaði rafstöð- in, þótt lítil væri, nægjanlegu rafmagni til lýsingar og mat- seldar, sem í þá daga voru fátíð þægindi í sveitum landsins. Síð- an komu hey- og jarðvinnuvél- arnar 'hver af annarri, þ.m.t. fyrsta dráttarvélin 1948. Konr- áð fylgdi vélvæðingunni, fram- ræslu og ræktun landsins fast eftir, girti jörðina vel, hafði sauðfé, kýr, hross, hænsni - og um tíma refi. Ný gripahús og hlöður risu. Búið var afurðagott og Konráð sá stækkandi fjöl- skyldu sinni góðan farborða. Margt vinnufólk dvaldi á Haukagili á búskaparárum Konráðs, einkum framan af. Hann var hjúasæll og þótti vænt um, þegar gamalt kaupafólk sótti þau Lilju heim, eða gerði vart við sig með öðrum hætti. Sonur Konráðs, Eggert Konráð, alnafni afa síns, tók við hluta bús- ins 1970, og að öllu leyti 1976, er þau hjónin, Konráð og Lilja, fluttu til Blönduóss, þar sem þau hafa átt heimili æ síðan. 1 lok starfsferils síns, þegar Eggert hafði tekið við búskapnum á Nýjar íbúðir í Laugarneshverfi Til sölu 5 nýjar, fullbúnar 2ja og 3ja herb. íbúðir á 1. hæð í Brekkulæk 1. Erum með opið hús í Brekkulæk 1 laugardag og sunnudag milli kl. 13.00 og 15.00. Vinsamlega hafið samband ef óskað er að skoða á öðrum tíma. Krosshamrar hf. Seljavegi 2, v/Vesturgötu sími 562 6012. KONRÁÐ MÁR EGGERTSSON Haukagili, annaðist Konráð í 3 sumur veiðivörslu við laxveiðiár í Húnavatnssýslum, sem fórst hon- um vel úr hendi og hentaði ágæt- lega á þeim tímamótum í lífi hans. Konráð átti hægt ævikvöld á Blönduósi. Framan af sinnti hann lestri og grúski á alls konar þjóð- legum fróðleik. Árið 1988 sömdu hann og Haukur, bróðir hans, vandaða örnefnaskrá yfir Haukagilsland, sem var mikið þarfaverk, því að með breyttum búskaparháttum og kynslóða- skiptum vill oft fenna yfir heiti gamalla og sögutengdra kenni- leita. Konráð hafði ánægju af að grípa í spil með grönnum sínum og gömlum sveitungum. Þau hjónin bjuggu fyrst í íbúð, sem þau áttu við Blöndubyggð 8, en fluttu síðan í nýtt og glæsi-' legt húsnæði fyrir aldraða að Flúðabakka 1. Þar eignuðust þau góða granna og endurnýjuðu göm- ul kynni við samferðafólk sitt úr Húnaþingi. Konráð yar hár vexti og myndarlegur. Hann var snyrti- menni, vildi hafa röð og reglu á hlutunum, enda var allt hreinlegt utan dyra sem innan hjá þeim hjón- um á Haukagili. Konráð var heið- arlegur og vandur að virðingu sinni. Hann var greiðvikinn og trúr því, sem hann var settur yfir, og naut trausts og virðingar sveitunga sinna og annarra samferðamanna. Hann gat verið fastur fyrir, var nokkuð dulur og alvörugefinn, en jafnframmt glettinn. Hann var söngmaður ágætur, hafði gleði af góðum félagsskap. Ég dvaldi 13 sumur, 1945-58, hjá Konráði, föðurbróður mínum. Það var afar kært með okkur. Haukagil var mitt annað heimili öll þessi ár, og hef ég oft sótt stað- inn heim síðan. Ég man þegar Lilja Halldórs- dóttir Steinsen, 24 ára stúlka, kom að Haukagili, en þá var ég 5 ára. Ég man einnig eftir brúðkaupi þeirra Konráðs, 3. júli 1948, þegar þau brugðu sér prúðbúin af bæ, - og komu gift til baka. Mér, dekur- barni Ágústínu, ömmu minnar, móður Konráðs, sem til þessa hafði verið húsfreyjan á Haukagili, þótti þá hlutskipti mitt vera í nokkurri hættu eftir slíkt “valdarán". Sá ótti reyndist ástæðulaus. Lilja, sú mikla ágætis- og fríðleikskona, reyndist góð bústýra og mér sem besta móðir. Þau hjón hafa gengið næst foreldrum mínum, bæði þá og síðan. Börnin þeirra 6, sem komu í heiminn hvert á fætur öðru á þessum sömu árum, voru mér einnig sem systkini, og mun ég stundum hafa gengið nokkuð í skrokk á þeim, eins og stórum bróður er títt. Ég fór í sveitina um sauðburð- inn, og hélt ekki heim fyrr en í október, nokkru eftir stóðréttir og að sláturféð hafði verið rekið í kaupstaðinn. Ég fylgdi Konráði hvert fótrrTál, þar til ég var orðinn nægjanlega stór til að geta unnið einhver verk sjálfstætt. Þessi dvöl á Haukagili á mótunarárum mín- um var mér ómetanlegur skóli. Konráð kenndi mér afar margt, sýndi mér mikið traust, umgekkst mig eins og félaga og ræddi við mig um heima og geima. Hann tók mig oft með, þegar hann átti er- indi á aðra bæi, eða til Blönduóss. Kynntist ég þannig Vatnsdalnum vel og íbúum hans, - og hef ríku- lega notið þeirra kynna æ síðan. Ég á góðar minningar frá Haukagili. Bærinn stendur á fögr- um stað í Vatnsdalnum, perlu norð- lenskra dala. Minnistæður er mér einn réttardagurinn. Við Konráð fórum á fætur fyrir dögun. Komið var haust og kýrnar hafðar inni yfir nóttina. Eg mokaði flórinn, en á meðan Konráð mjólkaði hélt ég út á tún, sem var hélugrátt eftir frostnóttina, sótti klárana og lagði á. Eftir mjaltir og morgunverð héldum við ríðandi út að Undir- fellsrétt. Konráð á Bleik sínum, dúnþýðum og viljugum töltara, og ég á Yngri-Grána, miklum fjör-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.