Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22.JÚLÍ1995 33' MIIMIUINGAR 4 4 4 hesti, sem ýmsir muna enn, og Konráð nefndi stundum við mig: “Gráni þinn“. - Þannig kýs ég í huganum að fylgja Konráði, frænda mínum og vini, að þeim landamærum lífs og dauða, sem hann hefur nú haldið yfir. Eggert Hauksson. Hann afi okkar er látinn og vilj- um við minnast hans með þessum orðum. Hann var okkur yndislegur afi. Við minnumst þess þegar við komum í heimsókn á Blönduós og heilsuðum afa, þá sagði hann allt- af, sæl frænka mín, með bros á vör. Við minnumst þess líka þegar afí varð áttræður og öll fjölskyldan var samankomin á Haukagili, hvað allir voru glaðir, þó sérstaklega hann afi okkar. Nú vitum við að afi er hjá Guði og honum líður vel. Elsku amma, Guð gefi þér styrk í þessari miklu sorg. Hanna og Steinunn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð: Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ' Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma mín, Guð gefi okkur öllum styrk á þessari erfiðu stund. Guð blessi minningu afa. Lóa Sævarsdóttir. Fyrstu kynni okkar Konráðs voru þegar stofnað var félag ungra sjálf- stæðismanna. Við vorum kosnir í stjórn félgsins. Ég fann strax hvað hann var traustur og ábyggilegur maður. Við störfuðum í pólitíkinni fram á gamals aldur. Þess skal getið að eftir að við fluttum á Flúða- bakkann fórum við saman á kjör- stað til að kjósa flokkin okkar. Konráð var fjölda mörg ár fulltrúi okkar á flokksþingi sjálfstæðis- manna. Nú hin síðari ár urðu samskipti okkar dagleg og margt spjallað yfir kaffibolla hjá Lilju. Konráð var mjög sögufróður og sagði vel frá. Rifjuðum við upp gamla daga, svað- ilfarir í göngum og ýmsar sagnir um menn og málefni. Þá minnist ég þeirra síðdegis- stunda undanfarin ár í Lomberspili með Konráði og Gesti Pálssyni. Við spiluðum upp á peninga en umsetn- ingin var ekki mikil, ég býst við að eftir þetta tímabil hafi engin verið í gróða, og engin heldur tapi. En þetta var nær því eina skemmtunin hjá Konráði í vetur eftir legu hans á sjúkrahúsinu. Þessar spilastundir voru honum mikils virði og okkur Gesti ekki síð- ur. Konráð var stór og föngulegur maður og það fór ekki hjá því að tekið væri eftir honum hvar sem hann fór, ekki síst fyrir hvað hann hafði hlýlegt viðmót. Það var mikil vinátta á milli okkar og ég álít hann hafa verið með traustustu og heiðar- legustu mönnum sem ég hefi kynnst. Konráð var lánsamur með lífs- förunaut sinn, liana Lilju, eins með börnin sem eru vel gerð og hafa til að bera þá hlýju og alúð sem þau erfa frá foreldrum sínum. Við íbúar á Flúðabakka I þökkum Konráði samfýlgdina á liðnum árum og send- um LÍlju og fjölskyldu, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Torfi Jónsson. AXEL REINHOLD KRISTJÁNSSON AXEL Reinhold Kristjánsson var fæddur í Iteykjavík 27. apríl 1912. Hann lést á Borgarspíta- lanum 2. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Þóninn Björnsdótt- ir, f. 28. júlí 1876, d. 25. ágúst 1926, iiúsfrú, og Kristján Benediktsson, f. 16. nóv. 1884, d. 11. des. 1950, trésmíða- meistari. Systur Axels voru Sigur- laug Jósefína (Gógó), f. 16. nóv. 1910, d. 15. apríl 1934, gift Guð- mundi Halldórssyni, f. 6. jan. 1908, trésmíðameistara í Reykjavík, og Ingunn Sigríður Elín, f. 27. des. 1913, d. 15. júlí 1916. Systkini hans, sammæðra, voru Hinrik Henriksson, f. 30. ÞÁ hefur frændi minn Axel fengið hvíldina. Hann lést sama mánað- ardag og sonur hans fyrir 28 árum, á Borgarspítalanum eftir stutta sjúkralegu. Allt frá því að ég man eftir mér hafa frændi minn Axel Reinhold og Ágústa kona hans búið í Norður- mýrinni og lengst af á Flókagötu 7. Garðurinn hefur alltaf verið vel hirtur, fjölærar plöntur, páskaliljur undir húsvegg, mikið af rifsi og kartöflubeð á bak við hús. Auk þess voru þau lengi með kartöflu- garð fyrir utan borgina. Axel var Reykvíkingur, hann ólst upp á Laugavegi 52 þar sem for- eldrar hans bjuggu með Jóhönnu Zoega móðurömmu hans. Hann missti móður sína aðeins 14 ára gamall en faðir hans hélt heimili áfram fyrir hann og eldri systur hans Hönnu og Gógó. Bjuggu þau lengst af á Bergþórugötunni. Síðar kvæntist Kristján aftur. Síðari kona hans hét Guðmunda Guðmunds- dóttir og hélt Axel alltaf mikla tryggð við stjúpmóður sína. Gógó, systir Axels, lést langt fyrir aldur fram en tengslin við son hennar, Gunnar, hafa aldrei rofnað og hefur hann sýnt Axel og fjölskyldu hans mikla ræktarsemi og aðstoðað þau hjónin í veikindum þeirra undanfar- ið. Axel stundaði verkamannavinnu alla sína tíð. Fyrst vann hann ýmis störf, var m.a. með í að leggja sím- ann víða um land á árunum um og eftir 1930, en lengst af vann hann hjá Reykjavíkurborg. í gegnum vinnu sína kynntist hann fjölda fólks og var hann ættglöggur með afbrigðum og mjög frændrækinn. Hann var mikið fyrir að vera innan um fólk og lék við hvern sinn fing- ur í fjölskylduboðum. Axel hafði unun af því að skoða landið og þegar sonur þeirra Ág- ústu, Kristján, hafði fengið bílpróf fórum við mæðgurnar ásamt fjöl- skyldunni á Flókagötunni í nokkrar sumartjaldferðir, norður og austur. Var þá víða áð, sagðar sögur stað- anna sem voru heimsóttir og svo tjaldað, í rigningu eða sól, innan um mýið við Mývatn eða í skjóli trjánna í Hallormsstaðarskógi. í minningunni eru þessar ferðir sveipaðar vissum ævintýraljóma. Eftir að Kristján féll sviplega frá sumarið 1967 tók Ágústa bílpróf og ferðirnar héldu áfram um skeið. Þau hjónin voru líka dugleg að heimsækja ættingja Ágústu í Fljóts- hlíð, Landeyjum og Mýrdalnum og dvöldu þau þar alltaf öðru hvoru og eftir að Gústa Munda, dóttur- dóttir þeirra, kom í heiminn fór hún 4 4 4 H jan. 1904, d. 24. okt. 1906, og Jóhanna Zoega Henriksdótt- ir, f. 6. apríl 1906, d. 26. apríl 1986, gift Sigurði Einars- syni, f. 21. sept. 1905, d. 29. des 1976, verslunar- manni í Reylqavík. Árið 1939 kvænt- ist Axel Ágústu Sig- urðardóttur, f. 18. mars 1918, frá Austur-Sámsstöð- um í F(jótshlíð, og eignuðust þau tvö börn: Guðrúnu, f. 22. nóv. 1939 og á hún eina dóttur, Ágústu Guðmundu Sigurðardóttur, f. 26. jan. 1976, og Kristján Sigur- geir f. 26. mars 1945, d. 2. júlí 1967. Útför Axels fór fram í kyrrþey frá Fosvogskapellu 13. júlí. oft með afa og ömmu „í sveitina". Axel hafði gaman af að lesa, hann átti gott bókasafn og bækur voru bestu gjafir sem hann fékk. Fyrir um 25 árum fór gláka að hijá hann og hann átti erfítt með lestur en með skurðaðgerðum var hægt að stöðva framvindu sjúk- dómsins. Hin síðari ár hafa verið frænda mínum nokkuð þung í skauti, heils- an hefur verið að gefa sig en ég minnist hans í jólaboði heima hjá móður minni um síðustu jól. Hann var hress, talaði um pólitík og rifj- aði upp gamlar minningar af þeim systkinum og frændsystkinum sín- um þegar við vorum að skoða gaml- ar fjölskyldumyndir. Þannig er best að minnast hans. Elsku Gústa, Gunna og Gústa Munda. Missir ykkar er mikill. Megi Guð veita ykkur huggun og styrk í sorg ykkar. Erla Elín. Þegar ég sest niður til að skrifa fáein kveðjuorð til frænda míns, Axels Reinholts, þá er mér efst í huga hvað hann var góður og vand- aður maður. Hann stóð við allt sem hann sagði og skuldaði engum neitt, var frændrækinn og mjög ættfróð- ur. Hann ferðaðist mikið um landið sitt, meðal annars í símavinnu á Suðurlandi og þekkti til flestra sveitabæja. Móðir mín, Una Péturs- dóttir, var föðursystir Axels og höfðu þau alla tíð mjög gott sam- band. Ransi frændi var skemmtilegur maður í vinahópi, sagði okkur frændsystkinunum brandara og flautaði falleg lög, það var yndisleg tónlist. Ég vil þakka frænda mínum Axel hve hann og kona hans voru góð við móður mína og stjúpa, Unu og Ingþór á Kambsvegi 3. Áxel var alltaf tilbúinn að koma inn á Kambsveg að taka í spil og spila gömlu vistina við frænku sína. Það voru skemmtilegar stundir og mamma var svo ánægð. Ég þakka líka öll símtölin sem hann átti við Unu frænku eins og hann kallaði hana. Ég er líka þakklát fyrir góðu stundirnar sem Áxel átti með vini sínum Ingþóri. Þeir vinirnir fóru með margar vísur bæði eftir Ingþór og fleiri, því þeir höfðu báðir gaman af kveðskap. Ég þakka frænda mín- um allar góðar stundir sem ég og mín fjölskylda áttum með honum og fyrir allt sem hann gerði til að gleðja hjónin á Kambsvegi 3. Ég kveð frænda minn með bæn- inni hans Ingþórs: Af öllum mætti óska minna, alvaldi Faðir, krýp ég þér og bið þú nauðum látir linna líknandi þeim sem villtur er. Styð þann veika vermandi höndum veit honum lausn úr ánauðarböndum. (Ingþór Sigurbjörnsson.) Hvíl í Guðsfriði. Ragna Benediktsdóttir. Móðurbróðir minn Axel Reinhold Kristjánsson er látinn og langar mig að minnast hans með fáeinum orðum. Reinhold eins og ég kallaði hann, er ég var strákur, ólst upp við Laugaveginn, nánar tiltekið númer 52. Átti hann margar minn- ingar frá þeim tíma og hafði ég mjög gaman af því að fá hann til þess að riíja þær upp. Reinhold var ættglöggur maður og kunni góð skil á sínu samferðafólki og hjá honum var ekki nóg að þekkja manninn, hann varð að vita hverra manna hann var og gat jafnvel bætt þar við. Reinhold var mikill unnandi góðra bóka og þá helst ferða-, ævi- og ljóðabóka. Einnig kom maður ekki að tómum kofanum ef tal barst að stökum. Snemma byijaði hann að vinna, fyrst í sveit austur á Skeiðum og í Borgarfirði. Síðan lá leið hans í símavinnu um Borgar-1' fjörð, Suðurland og víðar, og kunni hann frá mörgu að segja frá þeim tíma. En leiðin lá aftur til borgarinnar, þar sem hann gerðist starfsmaður hennar og vann hann þar við ýmis störf meðan kraftar og heilsa leyfðu. Árið 1929 gekk Reinhold að eiga Ágústu Sigurðardóttur, mikla sómakonu sem reyndist frænda mínum góður lífsförunaut- ur. Það var eins og Reinhold frændi minn hefði eignast hluta af mér' þegar ég missti móður mína eins árs gamall, svo mikla frændsemi og vináttu sýndi hann ævinlega mér og mínum. Hafðu þökk fyrir, frændi. Gunnar Guðmundsson og fjölskylda. Ég sit hér með penna í hönd og veit varla hvað ég á að skrifa um hann afa minn, því svo margt kem- ur í huga minn. En efst í huga mínum eru samt ferðimar í sveitina á sumrin, en á leiðinni sungum við meðal annars lagið „Inn milli fjall- anna“ og fleiri lög. Það var gaman._ að ferðast með afa og ömmu en afí kunni mikið af sönglögum og ljóðum, enda mikill „bókamaður" og í minningunni er afi með bók í hönd. Nú kveð ég afa með einu af hans uppáhaldsljóðum og þakka fyrir árin sem við áttum saman. En þegar kallið kemur þá kem ég glaður um borð. Ég hef skrifað í sjávarsandinn mín síðustu kveðjuorð. (Davíð Stefánsson.) r* Ágústa Guðmunda. I sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fyigi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda raá greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. K ( R AÐILDARFELOGUM BANDALAGS (SLENSKRA LEIKFÉLAGA TIL ÁHORFENDA Leikári álmgdkikfélaganna er nú lokii). Um 45.000 áhorfendur sáu 603 sýningar nlfatr. Við þökkum þeim larrlega jýrír komuna og hlökkum til að hitta þá og nýja áliorfmdur á næsta leikári Leikfélag Kópavogs • Nafiik leikur, Reykjavik * Perlmi Reykjavík • Leiksmiðja 1 Reykjavík • Auðhumff\Reykjavík • Halaleikhópwimi Ri Litla leikfélagið, Garði • Skagaleikflokkuriim, Akranesi j gríms, Borgamesi • Leikdeild Umf. Dagrénningar, Bá Umf. Stafholtstungna • Untf. Reykdœla, Reykholti • Lei klúbhur HeHissands • Leikklúbbur Laxdœla, Búðardal • I'félag Hafnatfjarðar • Leikféla, Snúður og snælda, II félag Flateyrar • Leikfélagið Hallvarður súgandi, Suðwg fjarðar • Leikfélagið Baldur, Btídudal • Leikfélag Hólnu Leikklúbbur Skagastrandar • Leikfélag Sauðárkróks • Júlía, Akureyri • Leikklúbburinn Saga, Akureyri • Frey ftrði • Leikfélag Dalvíkur • Leikfélag Ólaffjarðar • Len Búkolla, Aðaldal • Leikdeild Umf. Eflingar, Laugum • L félag Raufarhafnar • Leikfélag Þórshafnar • Leikfélagar félag Seyðisfjarðar • Leikfélagið Vaka, Borgatfirði eystra Neskaupstaðar • Leikhópurinn Vera, Fáskrúðsfirði • Leikféi Leikfélag Selfoss • Leikfélag Sólheima, Grímsnesi • Leikdeild deild Umf. Hrunamanna • Leikfélag Hveragerðis • Leikfélag Þori Uikdétld Uinf. íslendings, irínmir, Stykkisliólmi • Leii itli léikklúbburinn, ísafirði • Leikféi nkjélag Patreksfjarðar • Lcu Leikflokkurinn Hvammtap tg Hofsóss • Lcikfélag Siglufjt •iidiúsið, Eyjafirði • Leikdeild rinn Krafla, Hrísey • Leikfélai ild Llmf. Mývemings • Leikklúbbutin ði • Leikfélag Fljótsdalsk Reyðarfjarðar EyfeUinga • Leikdeild Umf Ármanns, Kirkjubœjarklaustri • Leikfélag Vestmannaeyja Luxembourg eellssveitar • Hug- údentaleikhúsið, kfélag Keflavíkur • 'eild Umf. Skalla- eyri • Leikdeild lafsvíkur • Leik- Imgaivíkur • Leik- \eild Umf. Tálkna- kfélag Blönduóss • Intgaleikfélagið iðuhrepps, Eyja- íkur • Leikfélagið 1 Kópaskeri • Leik- ‘gilsstöðum • Leik- Ikifjarðar • Leilfélag Umf. Mána, Nesjttm • 0 Umf. Gnúpverja • Leik- ig Rangœinga • Leikfélag A- Leikklúbburinn Spuiti,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.