Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 39 FRÉTTIR Bandarísk hjón fagna gnllbrúðkaupi með fjölskyldu sinni í skíðaskálanum í Hveradölum * Ogleymanlegt ævintýri HJÓNIN Hallfríður og Henry Schneider áttu gullbrúðkaupsaf- raæli á dögunum. Þau eru búsett i Bandaríkjunum og ákváðu í til- efni afmæiisins að koma til föð- urlands Hallfríðar, ásamt börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um Hallfríður segist hafa fengið hugmyndina að ferðalaginu fyrir um fimm árum. Börn hennar höfðu komið til landsins en ekki tengdabörn eða barnabörn. „Það var erfitt að f inna rétta tímann fyrir alla fjölskylduna að koma hingað, því að barnabörnin voru að koma, eitt af öðru. Eg var alit- af að bíða eftir því að þau eltust því það var alltaf einhver móðirin ófrísk eða með ungabarn. Svo var einfaldlega ekki hægt að bíða lengur og tilefnið var kjörið. Við erum 18 á aldrinum 2ja til 75 ára og þetta er yndisleg fjölskylda. Við skemmtum okkur svo vel sam- an og allir hafa notið ferðarinnar fram í fingurgóma. Dansaði ekki við einkennisklædda menn Hallfríður kynntist manni sín- um fyrir rúmum fimmtíu árum á braggaballi inn við Elliðarár. Þá- verandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, Pálmi Hannesson, hafði hvatt menntaskælinga til að sýna hermönnunum kurteisi en ekkert umfram það og faðir Hall- fríðar, Guðbrandur Magnússon, þáverandi forsljóri Afengissölu ríkissins, tók í sama streng. Hún ætlaði því alls ekki að dansa við neinn í einkennisbúningi, þrátt fyrir ófáar beiðnir þess efnis. Svo sat þarna einn einkennisklæddur sem Hallfríður var farin að gefa æ oftar auga en þessi fjallmyndar- legi hermaður galt ekki í sömu mynt. Einn hermannanna gafst ekki upp og þegar Hallfríður gaf honum skýringar á dansáhuga- leysinu bauðst hann til að dansa við hana á nærfötunum úr því hún ekki vildi einkennisföt. Maðurinn sem svo ákaft vildi dansa var tannlæknir á vegum Bandaríkjahers. Hann lýsti yfir vanþóknun sinni á ástandi tanna íslensku þjóðarinnar, hroka ís- Ienskra kvenna og tungumálinu sem hljómaði í hans eyrum eins og rok, rigning og steinakast á bárujárni. Hallfríður hætti smám saman að hlusta á tannlækninn og leit æ oftar í áttina til myndar- lega mannsins i salnum. Hún tók reyndar við sér þegar tannlækn- irinn sagði að það eina sem væri jákvætt við landið væri gott „dan- ish“. Þá rauk föðurlandsvinurinn Hallfríður upp og sagði að hér væru engir Danir lengur, aðeins íslendingar! Síðar var henni tjáð að maðurinn var að tala um „dan- ish“ í merkingunni vínarbrauð. Meðan á þessu karpi stóð tók vin- kona Hallfríðar, Valgerður að nafni, hana undir arminn og spurði áhugalausa hermanninn hvort hann vildi dansa við vin- konu sína. „Þannig var það ég, með svolítilli aðstoð, sem krækti í Henry,“ segir Hallfríður og kím- ir. „Við höfðum þekkst í tvö og hálft ár áður en við giftum okkur og ýmsir erfiðleikar mættu okk- ur, en við yfirunnum þá alla í sameiningu og ég gekk að eiga þann mann sem ég er enn ástfang- in af. Erfitt aðyfirgefa ísland Hallfríður segir að það hafi reynst sér mjög erfitt að fara frá Islandi. Landinu sjálfu unni hún heitt, en fjölskyldu sinnar og vina saknaði hún mikið. „Eg hafði oft heimþrá en vildi samt aldrei breyta þeim farvegi sem Iíf mitt var í. Ég var með þeim manni sem ég elskaði og eignaðist fjögur mannvænleg börn. Lífið hefur verið gott við mig og ég hef oft þakkað guði fyrir gæfu mína.“ Þau hjón hafa búið víðs vegar í Bandaríkjunum, s.s. í Indiana- polis, Washington DC og Alaska en einnig í jafn ólíkum heimshorn- um og Japan að ógleymdu ís- landi. „Henry gerðist vararæð- ismaður á vegum Bandaríkja- stjórnar eftir að við giftum okkur 1946-1948, en ég vissi alltaf að ég myndi á endanum flytja frá íslandi. Ætli ég hafi ekki haft það best í Japan því þar var ég með tvær vinnukonur og garðyrkju- mann. En mér leið best í Alaska, á því er enginn vafi. Henry var þar yfirmaður samgöngumála og var sífellt að koma með fólk með sér heim sem þurfti að annst. Þá var yngsta og fjórða barnið fætt og ég hafði í nógu að snúast. Ég var aldrei sú myndarlegasta við heimilisstörfin en þarna fann ég að mér þetta síður en svo ofviða. Ég hreinlega blómstraði," segir Hallfríður og brosir við minning- unni. Hefðu viljað vera lengur Fjölskylda Hallfríðar hefur notað tímann á íslandi til hins ítr- asta. Hún hefur farið í ferðalög og verið sammála um að hver nýr staður hafi tekið hinum síðasta fram. Hallfríður sagði blaða- manni frá því, eilítið glaðhlakka- leg; að tengdabörnin hafi nú ekki viljað eyða of miklum tíma á eyj- , Ljósrayndastúdíó Péturs Péturssonar HALLFRIÐUR og Henry Schneider ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum sem öll komu hingað til lands frá Bandaríkjunum í tilefni 50 ára brúðkaupsafmælisins. Hallfríður og Henry eru þarna í sömu fötum og þau klæddust, heilladaginn sem þau gengu að eiga hvort annað, fyrir 50 árum. Morgunblaðið/Ámi HALLFRIÐUR og Henry Schneider segja dvölina hér á landi ógleymanlega. unni með kuldalega nafnið. En eftir vikuna hafi þau þó sagt henni að ekki hefði veitt af meiri tíma. Það er því ekki ólíklegt að þau komi aftur á slóðir mömmu, ömmu og tengdamömmu. A.m.k. þrír fjölskyldumeðlimir, ef ekki fleiri, ætla að hefja íslenskunám. Minnistæðusta ferðin, meðan á Islandsheimsókn Schneiders-fjöl- skyldunnar stóð, var á heimaslóð- ir Hallfríðar á Hallgeirssey í Aust- ur- Landeyjum. Hún fæddist á Hallgeirseyjarhjáleigu árið 1922 en hjáleigan er nú komin í eyði. „Það var stórkostleg upplifun að fara þarna austur, ekki síst fyrir börnin. Þau voru þarna í náinni snertingu við heimilisdýrin og það hafa þau ekki upplifað heima fyr- ir. Ekki með þessum hætti. Þau komust í návígi við seli sem mændu á börnin forvitnum aug- um eins og selum einum er lag- ið,“ segir Hallfríður. Hún segir að hjónin Jón Guð- jónsson og Jóna Vigdís Jónsdótt- ir, ábúendur á Hallgeirsey, hafi tekið fjölskyldunni með kostum og kynjum. Síðar hafi gamlar vin- konur hennar frá Fagurhóli, þar sem hún var 8 sumur í sveit, tek- ið á móti herskaranum með veisluborði í Njálsbúð. „Hlýhugur þessa fólks, landið sjálft og sam- veran með fjölskyldunni, allt var þetta ógleymanlegt,“ segir Hall- fríður. Eftirminnileg brúðkaupsafmælisgjöf Þau hjón héldu upp á brúð- kaupsafmælið 14. júlí sl. með fjöl- skyldunni á Hótel Holti og daginn eftir í fjölmennri veislu með vin- um og stórfjölskyldu í skíðaská- lanum í Hveradölum. „Draumur okkar hjónanna rættist, okkur lánaðist að fagna þessu afmæli með fjölskyldunni á íslandi í hópi ættingja og vina. Ég gat ekki átt langar samræður við alla og því sagði ég: „En gaman að sjá ykk- ur,“ þegar fólk kom og við brott- för sagði ég í sama tón: „Mikið var gaman að sjá ykkur.“ Það var ef til vill svolitið yfirborðskennt en annað var bara ekki hægt. Mér fannst virkilega gaman að sjá alla gömlu vini mína þótt ég gæti ekki talað mikið við þá.“ Hallfríður segir að þau hjón hafi fengið margar góðar gjafir og margar skemmtilegar ræður verið lesnar upp þeim til heiðurs. Ein dóttir þeirra las upp þjóðsög- una um hvarf séra Odds í Miklabæ í enskri þýðingu og fannst yngstu börnunum nóg til um íslensk tröll og afturgöngur. „Eitt barnabarn- ið vaknaði um nóttina og hélt að móðir sin væri ógurleg tröll- kona,“ segir Hallfríður og hlær. „En þetta eru nú bara aukaverk- anir með íslensku þjóðsögunum!“ Ein gjöfin situr efst i huga Hallfríðar en það eru spil sem lífs- förunauturinn færði henni. „Það er ekki langt síðan Henry sagði mér hve það færi í taugarnar á honum að ég skuli leggja kapal og flauta um leið. Mér finnst það svo róandi. Er það ekki hámark ástarinnar að hann skuli gefa mér ný spil, af því hin voru svo slitin, þó svo það fari í taugarnar á honum að ég leggi kapal og flauti?“ FORNALUNDUR verður opnaður í dag eftir miklar endurbætur. Þriðji áfangi Foma- lundar opnaður BM-VALLA opnar þriðja áfanga Fornalundar á morgun kl. 13 eftir gagngerar endurbætur. Frá því að 2. áfangi var opnaður á síðasta ári hafa þúsundir gesta lagt leið sína í Fornalund. Verið er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir vígslu þriðja áfanga sem verður með margvís- legum viðbótum, t.d. lystihús að evprópskri fyrirmynd, sem Hjör- leifur Stefánsson arkitekt hefur hannað. Lögð hefur verið áhersla á að gefa Fornalundi heilsteypt yfirbragð og hefur verið sérstak- lega vandað til þeirra viðbóta í lundinum sem nú verða kynntar. I tengslum við opnunina kynnir BM-Vallá ýmsar nýjar vörur, m.a. nýja gerð steinflísa til notkunar innanhúss og utan svo og óðal- skantstein, sem býður upp á mjög fjölbreytta möguleika. í Fornalundi stóð áður bærinn Hvammur. Jón Dungal sem þar bjó lagði grunninn að trjálundinum, sem nú myndar uppistöðina í gróðri Fonialundar, um miðbik aldarinnar. Fornilundur er hannaður af Guð- mundi Rafni Sigurðssyni lands- lagsarkitekt, garðyrkjuverktakar eru Björn og Guðni sf. ■ DÖNSK 17 manna harmonikkuhljómsveit er stödd hér á landi og ætlar að skemmta landanum næstu daga. Fyrstu tónleikar hljóm- sveitarinnar verða í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudag. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar er Gitte Sivkjær. Tónleikarnir hefjast kl. 15. ■ RÖSKVA, samtök félags- hyggjufólks við HÍ, heldur sumarhátíð laugardaginn 22. júlí og verður farin hópferð að Búðum á Snæfellsnesi þar sem slegið verður upp tjöldum og gist næturlangt. Ferðast verður með langferðabifreið sem leggur af stað frá Odda, húsi Félagsvísindadeildar, kl. 13.30 á laugardeginum. Ferð- in kostar 1.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.