Morgunblaðið - 22.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.07.1995, Qupperneq 1
 • Otrúleg framsýni/4 • Að Sir Stephen látnum/5 • Ó, þetta hræðilega orð/8 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING LISTIR LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 BLAÐ William Shakespeare • AF NÓGU er að taka fyrir aðdá- endur Williams Shakespeares á Internetinu. Þar er að finna öll verk hans, fjölda upplýsinga- grunna um þau og spurningar og svör úr leikritunum. Flestir ættu að ráða við spurninguna: Hver sagði: „ Að vera eða’ ekki vera“? Margir myndu án efa lenda í vand- ræðum með að svara því á hve mörgum dögum Rómeó og Júlía gerist og þeir eru vafalítið mjög fáir sem geta svarað því hversu margar móðganir er að finna í leikritum Shakespeares. Vi|ji menn hins vegar kynna sér þær nánar er ráð að heimsækja „Hina persónulegu Shakespeare móðg- unarþjónustu" en forráðamaður hennar hefur safnað fjölmörgum velvöldum móðgunum Shakespe- ares og púslað þeim saman við nöfn velþekktra manna. Blaða- maður The Daily Teleghraph hugðist kynna sér málið og fletti m.a. upp á John Major, en háðs- glósurnar um hann voru meira en tölvan þoldi og hún hrundi. Slóðin að móðgunarsíðunni er http://www.preferred.com/jo- ey/bymail.html I TÍUÞÚSUND passamyndir stara á gesti nýs safns í La Coruna á Spáni. Sé staðið nærri myndunum virðast þær aðeins óskijjanlegt samsafn misgóðra andlitsmynda en færi gestir sig nokkur skref aftur á bak, kemur í Ijós kunnuglegt andlit Monu Lisu. Verkið, Gioconda Sapi- ens, er til sýnis í nýjasta safni Spán- Tíuþúsund Mónulísur ar, Húsi mannsins. Það er visinda- safn sem tileinkað er rannsóknum á mannskepnunni. Hugmyndina að myndinni átti forstöðumaður safns- ins. Auglýsti hann eftir þátttakend- um víða um heim og um 10.000 manns sendu honum myndir af sér. Vilji menn vita meira uin hvern og einn, er hægt að fletta þeim upp í tölvu, en margar fyrirmyndanna sendu upplýsingar um sig auk þess sem að þeir röktu ástæðu þess þeir scndu myndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.