Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 B 3 „Ljósár“ MYNPOST Mokka EINÞRYKK / ÆTINGAR Kristín Pálmadóttir Opið á opnunartima List- & kaffí- hússins til 30. júlí. Aðgangur ókeypis. LÍKT OG um fleiri unga mynd- listarmenn síðari ára, finnur Kristín Pálmadóttir samsemd sína í hug- hrifum frá náttúruformum og sjálfu ljósinu, sem upphafspunkti lífsins. Hún hefur þannig valið líka ieið og Georg Guðni, sem sýnir á sama tima í Norræna húsinu, en formsýn þeirra er hins vegar mjög frábrugðin. Krist- ín leitar í hið grófa og jarðræna, hinnar hráu og safaríku moldar, og form hennar byggjast meira á boðspennu til- finningaflæðisins, en yfirvegaðri hugsun og rósemi. Kristín er útskrifuð frá grafíkdeild MHÍ (1994) og þessi einkasýning á opin- berum vettvangi er frumraun henn- ar en áður hefur hún tekið þátt í þremur samsýningum, þar af einni í Boston. Hún nefnir sýninguna „Ljósár“ og á bakhlið snoturrar sýningarskrár hefur hún tekið sam- an hugleiðingar um ljósið og leiðina að ljósinu. Þar stendur meðal ann- ars: „Yfirborðið er hula sem hjúpar hið óþekkta. Og allt er þarna í heild sinni. Þú horfír á stein, tekur hann upp og undir er annað og meira." Hér er farið nærri að lýsa verkun- um á veggjunum, því að í raun blasa við dökkir jarðlitir og birtugjafinn er frekar hulinn og skynjaður en að hann skeri myndflötinn og skili sér beint til skoðandans. Jafnframt er í þeim einhver myrk dulúð, sem síður telst í ætt við birtugjafann, en einmitt í þeim myndum tjáir listspíran sig með mestum krafti svo sem sér stað í myndunum þrem- ur á langvegg. Þær eru efniskennd- astar og formsterkastar um leið og frá þeim geislar eitthvað sem er mjög í ætt við dulbúið ljós, en er í raun kraftbirtingur sköpunarferlis- ins. Formið í öðrum stærri myndun- um á sýningunni er mun lausara og loftkenndara, þannig að það eins og loðir vart við myndflötinn. Þess- ar myndir eru allar einþrykk og tæknin æting/kísilkol og er áber- andi hreint gengið til verks. A endavegg eru nokkrar minni myndir í ijölþrykki, þar sem skilvirk æting kemur meira við sögu og eru þær sömuleiðis mjög vel unnar tæknilega séð. Það er að verða í meira lagi áberandi á sýningum hve einþrykk og tilraunir með tækni og efni hafa rutt sér til rúms á undanfömum árum á grafíska svið- inu, og virðist veiran koma beint úr skólum beggja vegna Atlantsála. Er þetta farið að fá á sig svip „klisju og akademisma“ og virkar sem endur- tekning viðhorfa sem vom ríkjandi fyrir aldarfjórðungi, er myndvæð- ingin tröllreið grafíkinni. Ljósmyndir úr dagblöðum, tímaritum og lista- verkabókum vom óspart notaðar sem myndefni, og hafí það þótt ein- hver allsheijarlausn fýrmm orkar tímabilið í dag í senn útjaskað og lúið. Rýnirinn er mjög hallur að til- raunastarfsemi eins og einhveijir munu vita, en of mikið má þó af öllu gera og einkum ef gjömingurinn valtar yfír og kremur viðtekin gildi. Minnir einungis á það hér, því að í sjálfu sér er einþrykk marktækur miðill, og hvað sem öðm líður er fmmraun Kristínar Pálmadóttur fullgild og vinnubrögðin -fersk og upplifuð er best lætur. Bragi Ásgeirsson Kristín Pálmadóttir Morgunblaðið/Þorkell INDRIÐI Gíslason: Þessi ætt var sískrifandi, bæði bréf og dagbækur, ritgerðir, ljóð og sögur. heldur einnig ritgerðir um ýmis efni, ljóð og ýmsar frásagnir, jafnvel smásögur. Og þessi árátta hefur lifað með þessu fólki í gegnum ald- irnar og gerir enn. Það varð því úr að taka eitthvað af þessu efni inn í bókina, láta fólkið sjálft tala. Og til varð ekki bara þurr ættfræði heldur lifandi saga, saga þessa fólks, lýsing á háttum þeirra og högurn." Saga alþýdufólks Aðspurður segir Indriði að bókin endurspegli líklega ágætlega bæði samfélag og hugsunarhátt fólks frá því um og eftir aldamótin síðustu. „Tímabilið frá 1890 til 1920 er í brennidepli í bókinni. Á þessum tíma verður aldamótakynslóðin margum- talaða til, kynslóðin sem sagði skilið við danskan konungdóm og lagði í mörgu gmndvöll að efnalegri vel- gengni þjóðarinnar. Þetta er kannski fyrst og fremst saga þeirrar kynslóð- ar og þess fólks sem ól hana upp, barna 19. aldarinnar.“ Indriði segir að bókin sé saga al- þýðufólks, lýsing á lífsháttum þeirra og högum. í bókinni eru fjölmargir sagnaþættir og huldufólkssögur, gamanmál og kveðskapur frá átj- ándu, nítjándu og tuttugustu öld sem endurspegla líf og hugsun fólks frá þessum tímum. Indriði segist hins vegar ekki hafa unnið mikið úr þessu efni. „Ég reyni ekki að draga neinar ályktanir af þessu efni sem ég hef dregið saman, hvorki samfélags- fræðilegar né sagnfræðilegar, enda væri það efni í aðra bók ef vel ætti að vera. Ég hef auk þess aldrei ver- ið neinn sagnfræðingur, hef bara fengist eilítið við málfræði." STÚLKA með bát eftir Picasso, er eitt þeirra verka sem þykir lýsa vel sjóntruflunum mígrenisjúklinga. Þjáðist Picasso af mígreni? Þýskur organ- leikari 1 Hall- grímskirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 23. júlí leikur þýski orgelleikarinn Hans Uwe Hielscher á fjórðu orgeltón- leikum tónleikaraðarinnar „Sumar- kvöld við orgelið" í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir heflast kl. 20.30 og verkin hafa ekki verið flutt áður í Hallgrímskirkju. Hans Uwe Hielscher er tónlistar- stjóri við eina af þekktustu kirkjum Þýskalands, Marktkirche í Wi- esbaden, auk þess sem hann er sérstaklega þekktur fyrir túlkun sína á franskri orgeltónlist og orgel- tónlist rómantíska tímabilsins eins og efnisskrá tónleika hans hér ber með sér. Þá er hann einnig þekktur fyrir að skipuleggja orgelskoðunar- ferðir víðs vegar um Evrópu og fjöl- mörg rit um orgel, orgelleik og franska orgeltónlist hafa komið út eftir hann. Öll verkin á efnisskránni, nema það síðasta, eru frá síðari hluta rómantíska tímabilsins. Gullmant var franskur organisti í París fyrir og um aldamótin 1900 og skrifaði töluvert af orgeltónlist. Josef Rhein- berger var frá furstadæminu Licht- enstein og starfaði mest í Munchen, þar sem hann var óperustjóri og síðar kirkjutónlistarstjóri hirðarinn- ar. Hann var mjög afkastamikið tónskáld, skrifaði m.a. kirkjutónlist og tuttugu sónötur fyrir orgel. Auk þessara tveggja sónata má heyra Passacaglíu eftir John E. West, Tokkötu eftir Aloys Clausmann og Tilbrigði um gamlan hollenskan Hans Uwe Hielscher sálm eftir Cor Kee, sem er hol- lenskt tónskáld, fæddur árið 1900. Verk þessara þriggja manna hafa ekki verið leikin áður í Hallgríms- kirkju. Efnisskrá: Sónata nr. 4 í d-moll, op. 61 eftir Alexandre Gullmant (1873-1911). Passacaglía í h-moll eftir John E. West (1863-1929). Tokkata op. 64/3 eftir Aloys Claussmann (1850-1926). Sónata nr. 4 í a-moll op. 98 eftir Josef Rheinberger (1839-1901). Til- brigði um gamlan hollenskan sálm eftir Cor Kee (f. 1900). VERK meistarans Pablos Pic- assos eru í sífelldri endurskoð un þeirra sem telja að ekki hafi allt verið dregið fram í dagsyósið sem vert sé að vita um málarann. Nú hefur hol- lenskur taugasér- fræðingur, Michel Ferrari við Leiden há- skóla- sjúkra- húsið, lagt fram þá kenningpi að Picasso hafi þjáðst af mígreni. Picasso „Ákveðin einkenni, svo sem andlit sem vantar hluta í eða eru afmynd- uð, endurspegla lýsingu margra mígrenisjúklinga á skyntruflunum sem þeir finna fyrir skömmu áður en þeir fá mígrenikast,“ segir Ferrari. Um 15% þeirra sem þjást af mígreni finna fyrir þessum sjóntruflunum, sem lýsa sér m.a. í blikkandi ljósum og stjörnum. Segir Ferrari að lýs- ingar sjúklinganna eigi sérstak- lega vel við verk Picassos frá því um miðbik ferils hans. Hins vegar liggja ekki fyrir neinar upplýsingai’ um hvort tilgáta Ferraris eigi við rök að styðj- ast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.