Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 6
6 B LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -\ Fundín ljóð og berfætt skáld TLS (The Times Literary Supplement) hefur lengi verið eitt helsta breska bókmenntablað- ið. I blaðinu frá 7. júlí sl. er ljóðlist aðal- efni. Jóhann Hjálmarsson veltir fyrir sér umfjöllun blaðsins og ljóðum sem birtast þar. Ví VERÐUR varla neitað að bresk bókmenntablöð og tímarit hafa ýmislegt fram að færa sem gaman er að kynnast. Verði lestrarefnið þreytandi á köflum má hafa skemmt- un af hinni dæmigerðu ensku ill- kvittni sem orðið hefur að vinsælli íþrótt hjá breskum bókmenntamönn- um og þætti líklega óviðeigandi hér á landi og teldist til skemmdarverka og stráksskapar meðal háalvarlegra Skandínava. Ben Jonson og Dryden Ben Jonson var samtíðarmaður Shakespeares, skrifaði leikrit og orti. Nú hefur komið í leitimar minninga- ljóð eftir Jonson um Thomas Nashe, en þeir unnu saman að gerð leikritsins The Isle of Dogs (1597). Fundur ljóðsins verður Kather- ine Duncan-Jones til- efni til hugleiðingar um hlut Nashes og Jonsons í leikritagerð tímanna, samkvæmislífi og víga- ferlum. Ljóðið eykur varla hróður Jonsons sem skálds þótt það sé laglega ort, en gefur tilefni til fræðilegrar umræðu sem ekki þykir ónýt í TLS. John Dryden skrifaði sín leikrit og kom þeim á framfæri. En hann orti líka. Ljóð hans frá árunum 1649-1685 í tveimur bindum (útg. Longman) eru saman- lagt 998 blaðsíður. Í til- efni þeirra skrifar Al- astair Fowler í TLS greinina Þetta mikla vanmetna skáld, en heiti greinarinnar er sótt til T.S. Eliots sem notaði það 1921 í bréfi til blaðsins. Dryden og Eliot eru ekki líkir að dómi Fowl- ers. Hinn fýrmefndi opinskár, ljós og upp- lýsandi, þankagang- urinn skýr. Hann telur að nú sé tími til að endurreisa Dryden og skipa honum í rétt samhengi með til að mynda Cowley, Cotton, Milton og Marwell, ekki síst vegna þess að nú megi yrkja pólitískt. Dryden eigi það skilið að fleiri lesi hann en áköfustu ljóðaunnendur. Meðal annarra eldri skálda sem fjallað er um em Thomas Sheridan sem iðkaði tækifærisskáldskap og Thomas Hardy sem þekktastur er fyrir skáldsögur á borð við Tess en var líka gott ljóðskáld. Skrifað er um tvö söfn indverskra nútímaljóða, en nöfn skáldanna eru vægast sagt framandleg. Skoska skáldið Tom Leonard getur varla talist mjög þekkt- ur en í Glasgow-ljóðum sínum er hann trúr þeirri staðhæfmgu sinni að í upphafi var hljóðið. Michael Longley yrkir um hitamál á Norður-írlandi með vísunum í Hómer og skáldkonan írska sem heitir hinu sérkennilega nafni Eiléan Ní Chuilleanáin yrkir gjaman út frá sögulegum efnum. Henry og Dauðahafið í TLS eru birt þijú nýfundin óprent- uð ljóð eftir bandaríska skáldið John Berryman. Hann yrkir í þeim áfram um Henry: „Henry at rest/ tuckt up his Iegs/ oval as eggs.“ Heil opna er með nýjum ljóðum frægra enskumæ- landi skálda, í þessari röð: Simon Armitage, Seamus Heaney, Michael Hofmann, Douglas Dunn, John Full- er. Þetta eru gamlir kunningjar les- enda TLS, skáld sem yrkja frísklega svo að ekki sé méira sagt. Stundum dettur manni í hug að Bretlandseyjar hljóti að vera afar leiðinlegur dvalarstaður. Armitage yrkir Dauðahafsljóð, eh á þeim slóð- um gengur hann um berfættur; He- aney er á Grikklandi og Fuller á Korsíku. Kannski eru þessi skáld bara alþjóðlega sinnuð; mestu skiptir þó að þau yrkja öll vel. Smælki Robert Potts fagnar því að ljóða- bókaflokkurinn Penguin Modem Po- ets hefur verið endurreistur. Þijár bækur eru nýlega komnar út og eru þijú skáld í hverri bók. Potts er ekki alveg sáttur og telur að gera megi bet- ur. Það sé dæmigert að hafa eitt þekkt fjölm- iðlanafn í hveiju bindi. Um hið kunna forlag Bloodaxe í Newcastle segir Potts að þar hafi margt lofsvert verið gert undanfarin fimmt- án ár, en Bloodaxe- menn hafi einnig verið of örlátir í útgáfumálum og þaðan hafi komið of margir vondir hlutir. Skotar yrkja á gelisku Gelisk ljóð skoskra samtímaskálda eru til umsagnar í TLS í tilefni útgáfu samnefndrar kilju (Modern Scottish Gaelic Poems. Edin- burgh: Canongate). Frá Suðureyjum hafa komið góðskáld eins og Lew- isbúamir Derick Thom- son (Ruaraidh MacT- hómais) og Iain Cric- hton Smith (Iain Mac a’ Ghobhainn) og Sorley MacLean (Somhairle MacGill-Eain) frá Ra- asay. Skáldin hafa sjálf þýtt ljóð sín á ensku. Sir Stephen látinn Þegar verið er að setja punktinn aftan við þessa grein berast fréttir um að einn hinna stóru Breta í skáld- skap samtímans sé látinn. Það er Stephen Spender (f.1909). Hann er jafnan nefndur í sömu andrá og fé- lagar hans W.H. Auden, Cecil Day Lewis og Louis MacNeice og einnig skáldsagnahöfundurinn Christopher Isherwood. Sú varð raunin að Spend- er (aðlaður 1983) varð frægari fyrir annað en skáldverk sín þótt hann væri ágætt skáld. Hann var baráttu- maður, þátttakandi í spænsku borga- rastyijöldinni í sveit lýðveldissinna og seinna beitti hann sér fyrir að efla og styðja við bakið á fijálsri menningu sem ritstjóri Encounter um tíma. Það var ekki þrautalaust á tímum ríkjandi vinstristefnu. Meðal þekktari ljóða Spenders (oftast birt í sýnisbókum enskra Ijóða) er I Think Continually of Those Who Were Truly Great, hljómfagurt ljóð og vel byggt: „What is precious is never to forget/ the essential del- ight of the blood drawn from ageless springs/ breaking through rocks in worlds before our earth“. Þetta er ekki auðvelt að þýða og er látið ógert til að spilla ekki dulúðinni og eiga það á hættu að afbaka hinn gull- væga einfaldleika. John Dryden RARIK- kórinn fær silfurverð- laun í Sviss RARIK-kórinn hlaut nýverið silf- urverðlaun í alþjóðlegri keppni verkalýðskóra í Bern í Sviss, IDOCÖ Chor und Musikfest, sem nú var haldin í 11 sinn. Alls tóku á fimmta tug kóra þátt í keppn- inni og voru þeir víðs vegar að úr Evrópu. A dagskrá RARIK- kórsins voru sex lög: „Stemmur og Maístjarnan" eftir Jón Ásgeirs- son; og „Come again“ lag frá 16. öld eftir John Dowland. I úrskurði dómnefndar segir m.a. að RARIK- kórinn íslenski búi yfir hrífandi útgeislun og gleði í söng sínum sem sérstaklega hafi notið sín í flutningi á lokalagi hans í keppn- inni, Maístjörnunni. RARIK-kórnum var sýndur sá heiður að vera einn fimm kóra sem sungu létt lög við opnunina. Nýjar bækur Uppvaxtarsaga blómabarns ÚT ER komin Undir heggnum, uppvaxtar- saga blómabarns, eftir Ingólf Steinsson. Ing- ólfur hefur starfað jöfnum höndum sem kennari og tónlistar- maður. Hann hefur samið lög og texta um árabil, m.a. með hljóm- sveitinni Þokkabót. Undir heggnum er fyrsta bók Ingólfs. Á bókarkápu segir: „Drengurinn vex úr grasi í upphafi kalda stríðsins. í útvarpinu hljóma Chopin og Carl Jularbo og fréttirnar eru heilagar eins og ræða prestsins á sunnudögum. Stalín er nýlátinn o g drengurinn þarf að veija róttæka hugmyndafræði föður síns. Hann elst upp í skjóli móður sinn- Ingólfur Steinsson ar og ömmu en lendir í andstöðu við hús- bóndavaldið. Ævintýr- in gerast í litla bænum milli háu fjallannaþar sem það telst viðburður að sjá bíl fara um göt- ur. Svo koma bítlarnir og síldin og setja allt á annan endann. Dreng- inn og vini hans grípur áköf löngun til að feta í fótspor hinna síð- hærðu guða. En upp- gjör vofír yfir í hinu kalda stríði feðganna og gelgjuskeiðið gerir lífíð stöðugt flóknara." Útgefandi er bóka- útgáfan Tunga. Bókin er 246 blaðs- íður í kiljubroti. Hún verður til sölu hjá útgáfunni og í bóksölum lands- ins á næstu vikum og kostar 2.000 krónur. Órólegir tímar, skýr stefna Um ítalskar bókmenntir og óróa stjómmál- anna fjallar Kristján B. Jónasson. Hann —.——----------------------------------- segir að bókabúðir á Italíu séu fullar af rít- um sem ffalla um félagslegt og pólitískt ástand en fagurbókmenntir hafí um stundar- sakir orðið minna áberandi. EINN af helstu prósahöfund- um ítala á seinni áratug- um, Luigi Malerba, lýsir í skáldsögunni „Le pietre volanti" (Fljúgandi steinar) (1992) lífí málara sem sest að í hálfgildings kastala í Suður-Úmbríu, skammt frá borginni Orvieto. Málarinn býr þarna í nær algerri einangrun og vinnur að verkum sínum. Sömu myndefnin endurtaka sig í sífellu; hlutir úr nátt- úrunni eins og tré, skordýr og stein- ar eru máluð sem steindar súlur eða listaverk sem sköpuð voru af horf- inni siðmenningu. Þau eru sveipuð grágulri birtu sem gerir þau að tímal- ausum minjum, óræðum táknum úr íjarlægri eyðimörk sem grafið hefur djúpt í sandinn allt það samhengi sem þarf til að skilja þau. í þessum mynd- um býr sá nagandi uggur sem felst í fagurfræði hins háleita. Þær eru óskiljanlegar rökrænum skilningi, sneyddar hefðbundnu táknrænu gildi sem hjálpar áhorfandanum við að „ráða“ gátur þeirra. Hin táknlausu tákn sporðdrekans og steinsins stafa frá sér dularfullri áru sem ógnar og kyndir undir furðulegum grun. Ógnin felst ekki síst í að steingerving hins náttúrulega umhverfis sýnist tjá al- gera kyrrstöðu. Listamaðurinn málar og málar í kastala sínum en utan við múrana virðist lífið vera jafn lok- að í þröngum skotum þar sem hver situr eins og einsetumaður í helli og málar sína eigin steina. Sjálf fram- vinda sögunnar sýnist hafa storknað í steingervðum formum sem eru við það að grafast í eyðimerkursandinn. Hún er orðin að óræðu rústasafni. Stærsta drama skáldsögunnar er að faðir málarans hverfur á dularfullan hátt. Hann sendir frá sér póstkort við og við frá fjarlægum heimshorn- um én leit sonarins að honum (leitin að hinni horfnu merkingu) er árang- urslaus og reyndar tilgangslaus. Hún leiðir til þess eins að hann hittir egypska konu sem vígir hann inn í einkatrú sína á hjálpræði holdsins. Hún boðar og iðkar þá skoðun að hið tvístraða og fjandsamlega við- horf kristninnar til líkamans og sá aðskilnaður sálar og líkama sem því fylgir, verði þá fyrst yfirunninn að menn gangist við sælunni. Sálarróin býr ekki í einhveiju sem við köllum hið innra og reyndar er sálarró eða innri friður ekkert takmark. Unaður hins líkamlega samræðis er hin eina sæla sem við þekkjum og því beri okkur að lifa með henni án siða- boða, samviskubits og efa. Þessa speki hefur konan ekki frá Nietzsche, Bataille eða Marcuse heldur úr trúarbrögðum sín- um, íslam. Hennar prívatútlegging á Kóraninum er frelsunarorð framtíð- arinnar. Líkaminn og ógnin Þegar þessi skáidsaga kom út fyr- ir fáeinum árum var henni tekið með kostum og kynjum á Ítalíu. Ekki aðeins vegna þess að Malerba er einn helsti rithöfundur ítala heldur ekki síður vegna þess að sagan snýst um tvö af helstu viðfangsefnum sam- tímabókmenntanna: líkamann og ógnina. Hún reynir að fella saman óh'ka strauma hinna síðmódemu tíma. Strauma sem ítalskir rithöf- undar unnu úr af meiri hugkvæmni en margir aðrar kollegar þeirra í Evrópu á áttunda og níunda áratugn- um. Og það voru einmitt þessi „póstmódemísku" verk sem urðu til þess að ítalskar bókmenntir voru þýddar í meira mæli á erlend tungu- mál á níunda áratugnum en áratug- ina þar á undan. Hér hafði heimsfrægð Umberto Ecos og skáldsögu hans „Nafn rósarinnar" (1980, ísl. þýð. 1984) mikið að segja en fjöldi annarra höfunda var „uppgötvaður" í sama mund. Skáldsögur Malerba frá átt- unda áratugnum og frá fyrri hluta þess níunda, stutt prósaverk Antonio Tabucchis, hinar fyndnu sögur Aldo Busis, margradda, póstmódern verk eins og „Rimini“ eftir Pier Vittorio Tombelli, Dónárepos Claudio Magris, verk Paolo Volponi sem með skáld- sögunni „Le mosche del capitale" (Flugur fjármagnsins) (1989) gerði afar athyglisverða tilraun til að Kreppan er orðin að til- vistarástandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.