Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 1
FJOLHÆFUR RAV4ISTÆRRIUTGAFU - HUMMER ER EINS OG KÖNGULÓ - GIZMO SKELLINÖÐRUR - PROWLER SMÍÐAÐUR Á NÆSTA ÁRI - PORSCHE ROKSELST ftttrgraiMafeft SUNNUDAGUR 23. JULI 1995 BLAÐ c 5 dyra RAV4 jeppinn erkominnogkostar aðeins 2.389.000 kr. ; | ®TOYOTA ; Tákn um gæði í torfærum á Hummer jeppa AMG Hummer, torfærutröllið bandaríska sem sannaði sig í Persaflóastríðinu, hefur verið á markaði hérlendis í nokkrar vik- ur. Bíllinn vekur jafnan mikla athygli á götunum enda afar sér- stæður í útliti, breiður og lágur. Umboðsaðili Hummer á Islandi, Ævar Hjartarson, sem er kunnur rallökumaður, f ór með blaða- manni í torfærur skammt frá Akureyri fyrir skemmstu þar sem ekið var í 45 gráðu hliðar- halla og fram af þverhnípi. ¦ Hummer er eins og könguló/2 Skráningarskyldu el tirvagna f ramf ylgt EFTIRVAGNAR sem eru meira en 750 kg af leyfðri heildarþyngd hafa verið skráningarskyldir allt frá árinu 1993 en ekki hefur verið gengið eftir því af yfirvöldum að skráningaskyldan sé uppfyllt. Nú hefur dómsmálaráðuneytið ákveðið að framfylgja skuli skráningar- skyldunni á öllum óskráðum eftirvögnum sem eru í notkun. Því þurfa eigendur hestavagna, vélsleðakerra og annarra skráningarskyldra eftir- vagna sem eru yfir 750 kg af leyfðri heildarþyngd að láta skrá sína vagna. Skráningargjald er nálægt 4.700 kr. Enginn veit með vissu hve margir skráningarskyldir eftirvagnar eru í landinu. Fiat Bravo og Brava BÍLLINN sem leysir Fiat Tipo af hólmi í haust heitir tveimur nöfn- um. Fimm dyra bfllinn nefnist Brava en þrennra dyra bíllinn Bravo. Með nafnavalinu vill Fiat leggja áherslu á mismuninn milli bílanna tveggja. Þeir eru nákvæm- lega eins að framan en þrennra dyra bíllinn hefur brattari aftur- enda en fimm dyra bíllinn sem jafnframt er lægri að aftan. Bílarnir verða með jafnlangt hjólhaf og boðið verður upp á þrjár vélargerðir, 1,4 lítra, 82 hestafla, 1,6 1,115 hestafla og fimm strokka, FIAT Brava er fimm dyra hlaðbakur sem leysir Tipo af hólmi. *-• ' mmtmsz:-. ___ i mm* ¦rl Ik' ¦ "*I Bma BRAYA er með sérkennilegum afturlugtum. 2ja lítra vél sem skilar 150 hestöflum. Fiat vonast til að nýju bíl- arnir seljist betur en Tipo og Strada sem þeir leysa af hólmi en hvorugur þeirra varð jafnvinsæll og Fiat 128. Það ætti heldur ekki að skemma fyrir Fiat að gengi lírunnar er lágt um þessar mundir sem ætti að ýta enn undir sölu á Fiat í Evrópu, en þar er söluaukningin 8,5% það sem af er þessu ári. ¦ Yfirlits- skoðuit bíla BIFREIÐASKOÐUN ís- lands hf. hefur hafið þjón- ustu sem kallast yfírlits- skoðun og er einkum ætluð ferðamönnum áður en þeir halda af stað í langferðir á bflum sínum. Farið er yfir hjólabúnað, stýrisbúnað og hemla. Yfirlitsskoðun tekur mun skemmri tíma en aðrar gerð- ir skoðunar. Þessi þjónusta hófst hjá Bifreiðaskoðun í síðustu viku og hefur jnælst vel fyrir, að sögn Óskars Eyjólfssonar fjármálasyóra Bifreiðaskoðunar. Yfirlitsskoðunin kostar 700 kr. ¦- Samkvæmt lögum eiga öll skráningarskyld ökutæki að vera búin aksturshemlum. Þó verður heimilt að nýskrá eftirvagna sem ver- ið hafa í notkun, til næstu áramóta þótt krafan um aksturshemla sé ekki uppfyllt, ef þeir eru minni en 1500 kg af leyfðri heild- arþyngd og ef þeir eru dregnir af dráttarvél á minni hraða en 30 km á klst. Hemlabúnaður fortakslaus krafa Eftir næstu áramót verður gerð fortakslaus krafa um að skráningarskyldir eftirvagnar verði búnir aksturshemlum. Þeir sem hyggj- ast láta skrá eftirvagna þurfa að framvísa skriflegum upplýsingum um verksmiðjunúm- er eftirvagns, framleiðsluár, leyfílega heildar- þyngd og burðargetu ása. Allir skráningarskyldir eftirvagnar eru, jafnframt skoðunarskyldir. Eftirvagna sem eru 3.500 kg af leyfðri heildarþyngd skal skoða almennri skoðun á þriðja ári eftir að þeir voru skráðir í fyrsta sinn og síðan árlega frá og með fimmta ári eftir að þeir voru skráð- ir í fyrsta sinn. Eftirvagnar sem eru með meiri en 3.500 kg leyfða heildarþyngd skal skoða árlega almennri skoðun frá og með næsta ári eftir skráningu. Hjólhýsi og tjald- vagnar eru tengitæki og eru því ekki skoðun- arskyld. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.