Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 C 3 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson nn hliðarhalla og er stöðugur í klifri upp brekkur og akstri fram af háum börðum eða köntum. YFIRBYGGINGIN er varin með veltibúri, sem er falin innan undir klæðningunni. í AKSTRI á malarvegum er Hummer þægilegur eins og fólksbíll. ur. Hleypa má lofti úr öllum dekkj- um samtímis, tveimur í senn eða einu og hvort sem er að framan eða aftan, hægra eða vinstra megin. Hummer jeppinn var nú kominn í halla og Ævar lyfti fæti af inn- gjöfinni, framendinn vísaði upp. Jeppinn haggaðist ekki, rann ekki afturábak sökum sérstaks útbún- aðar í sjálfskiptingunni sem kallast „konverter“. I drifbúnaðinum, Zex- el Torsen, eru driflæsingar, sem dreifa átakinu á það hjól, sem hef- ur mest grip hverju sinni. Ef eitt hjól er t.d. í lausu lofti, nægir að stíga létt á hemlana og stöðva þannig griplausa hjólið. Aflið flyst þá í þau hjól sem hafa grip. í þverhnípl Ævar skaut jeppanum skyndi- lega í hliðarhalla, þannig að far- þegamegin sást aðeins í bláan him- ininn út um hliðarrúðuna, en hans megin grjót og urð. Hummer þolir vel 45 gráðu hliðarhalla, með tvö tonn af hlassi. Illvígir hóla og hæð- irtóku við. Undir miðjum jeppanum er öflug stálgrind, en til hliðar hvoru megin er stállplata, sem nær upp á sílsa, sem ver jeppann hnjaski. Hummerinn óð yfir stall- ana, hikstalaust. Fjöðrunin er ein- stök, en Monroe vökvademparar eru allan hringinn. Gormarnir und- ir jeppanum voru af mýkstu fáan- DRIFBÚNAÐURINN. Hummer er með Dana 60 hásingum er að framan og aftan og með gormafjöðrun allan hringinn. « legri gerð, en velja má milli þriggja stífleika. Þvernhnípi var næst á dagskrá. Ævar fór fram af því án þess að hika. Fjögurra gíra sjálfskiptingin, byggð á GM Turbo 400 skiptingu sá um að halda í við vélina á leið niður, en við skiptinguna er tengd- ur konverter, niðurgíraður, 2,2:1. Ekki þurfti að snerta hemlana, en skiptingin virkar eins og mótor- bremsa. Hallinn var nálægt 75 gráðum. Í mörgum jeppum yrði olíuflæði í vélinni vandamál í akstri í hliðarhalla eða klifri af þessu tagi, en vélin í Hummer er með hólf- skiptri olíupönnu, sem varnar því að smurþrýstingur falli. Aksturseiginleikar eins og í fólksbíl „Þó jeppinn virki stór, þá er hann meðfærilegur eins og fólks- bíll. Svínliggur“, sagði Ævar og ók niður brekku og snarsneri jepp- anum á punktinum, með örlítilli hreyfingu stýrisins. Ef illa hefði farið var alltaf veltibúr til staðar. Það er falið undir klæðingu í yfir- byggingu jeppans, sem hefur lágan topp og því lágan þyngdarpunkt. Það skapast þó mest af því að vél og drifbúnaður er að mestu stað- settur nærri miðju jeppans. Ef tjakkað yrði undir miðju bílsins gæti hann vegið salt á tjakknum á alla kanta. Yfirbyggingin er úr hitameðhöndluðu áli, samskonar og notað er í flugvélabúka, en vélar- hlíf er úr plasti og hurðir úr galvan- iseruðu stáli. „Það má líkja Hummer við köng- uló. Megin uppistaðan er í miðj- unni, út frá búknum á könguló ganga armarnir, en út frá búknum á Hummer gengur drifrásin, fram og afturhjólabúnaður. Jeppinn er smíðaður samkvæmt því besta sem jeppafræðin býður upp á,“ segir Ævar. Ekki smíðaður sem skrautvagn Farþegarýmið er rúmgott, þó plássið sé skrýtið. Ekki er mikið pláss fyrir fæturna, eða olnboga- rými að hætti stærri jeppa. Jeppinn er gerður til að komast áfram, ekki smíðaður sem skrautvagn. Hann hefur verið reyndur á Lang- jökli, en margir hafa talið að hann gæti ekki mikið í snjó. „Ef jeppi virkar í sandi, þá hlýtur hann að virka í snjó. Eg er búinn að fara með hann á jökul og hann gefur jeppum á 38 tommu dekkjum ekk- * ert eftir. Hæð undir lægsta punkt er 41 sentimetri, en 18-21 í venju- legum jeppum. Samt sestu vand- ræðalaust upp í jeppann, eins og í fólksbíl, þarft ekki að klofa eða klifra upp í hann.“ „Það er allt smíðað með styrk og endingu í huga. Hummer er fjögur farartæki í einu, hann er hannaður með slíkt í huga. Hann er hannaður með það í huga að hann sé að 40% nothæfur við erfið- ustu hugsanlegu aðstæður, á bar- • dagaslóðum, með 2,5 tonna farm á vagni í eftirdragi, auk þess að bera 2 tonn. Hátt í 30% er hugsað til að gera það sama og allra bestu fjöldaframleiddu jeppar gera vand- ræðalaust, enn með 2,5 tonn í eftir- dragi og berandi 2 tonn. Það sem eftir er miðast við getu jeppans á malbiki, nú með 4,5 tonn í eftir- dragi án ofhitunar vélar eða drif- búnaðar. I jeppanum er m.a. hitun- arbúnaður, til að halda vél volgri í 40 gráðu frosti, ef drepa þarf á henni í einhvern tíma. Jeppanum fylgir 12 ára ábyrgð. Hann á að vera nánast viðhaldsfrír, smurolía og eldsneyti er allt sem þarf “, sagði Ævar. ■ * Lexus jeppi FRUMGERÐIN af Lexus eðal- jeppa sást nýlega í reynsluakstri í Bandaríkjunum, dulbúinn með mörgum lögum af límbandi og maska. Búist er við að jeppinn komi á markað næsta vor. LX 450 kallast gripurinn og er hann byggður á Toyota Land Cruiser. Hann er þó öðruvísi útlits að aftan og með nýjum afturljósum og að innan verður hann m.a. viðar- klæddur. Búist er við að hann kosti ekki undir 50 þúsund dollurum á Bandaríkjamarkaði. ■ LEXUS eðaljeppi. PORSCHE 911 GT. Porsche rokselst FÆRRI en 400 Porsche bílar eru til á lager í Bandaríkjun- um og fjórðungur af 205 um- boðsaðilum Porsche í Banda- ríkjunum eiga alls ekki til bíla. Porsche er framleiddur í Bandaríkjunum fyrir þann markað en eftirspurn er mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og verksmiðjunni tekst ekki að anna lienni. Þeir 400 bílar sem eru til svara til um 18 daga birgðum og það á eftir að verða enn meiri hörgull á þessum vin- sæla sportbíl því verksmiðjun- um í Þýskalandi verður lokað í ágúst vegna sumarleyfa og degur þá jafnframt úr inn- flutningi. 56,2 % söluaukning Porsche 911 Turbo árgerð 1996 hefur verið til sölu vestra en sala á öðrum gerðum hefst ekki fyrr en í haust. Sala á Porsche jókst um 56,2% á síðasta ári og alls seld- ust þá 5.838 bílar og á fyrri helmingi þessa árs er sölu- aukningin 8,4% og höfðu þá selst alls 3.113 bílar. Með stíf- um sparnaðaraðgerðum hefur Porsche tekist að halda óbreyttu verði á síðustu tveim- ur árgerðum og bauð jafnvel nýja bíla af árgerð 1995 á lægra verði en fyrirrennar- ana. ■ v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.