Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C tfgiuiHfifeÍfc STOFNAÐ 1913 166. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hreinsanir í Peking Kakka- lökkunum fækkað Peking. Reuter. YFIRVÖLD í Peking hafa nú hafíð fimmtu útrýmingarher- ferð sína gegn kakkalökkum. Lagt verður til atlögu gegn ófögnuðinum á hótelum, veit- ingahúsum, sjúkrahúsum, lestastöðvum og flugvöllum. „Markmiðið er að ná til fímm herbergja eða sala af hverjum hundrað, sem kakkalakkar herja á, og drepa fimm kakkalakka í þessum fimm herbergjum," sagði talsmað- ur heilbrigðisnefndar Peking. Embættismenn borgarinn- ar segja að ýmsar tegundir kakkalakka hafi borist til landsins með útlendum ferða- og fjármálamönnum eftir að opnunar- og umbótastefnan var tekin upp árið 1979. Byggingarnar séu auk þess orðnar hlýrri, meira sé um vestræn matvæli í borginni, svo sem brauð, kex og kökur og fleira sætmeti sem kakka- lakkar eru sólgnir í. Reuter Samkomulags beðið í Grozní ENN er ósamið í samningaviðræðum Tsjetsjena og Rússa um framtíð uppreisnarhéraðsins Tsjetsj- níu þrátt fyrir yf irlýsingar undanfarna daga um að undirritun samkomulags væri i vændum. Usman Imayev, helsti samningamaður Tsjetsjena, sagði í gær að deilt væri um það hver skyldi sljórna Tsjetsjníu. Hér sést hann ávarpa íbúa Grozní, höf- uðborgar Tsjetsjníu, með hnefa á lofti. ¦ Enn ósamið um stöðu Tsjetsjníu/20 Úthafsveiðiráðstefnan Lokahrina hafin Sameinuðu þjóðunum. Reuter. BRIAN Tobin, sjávarútvegsráð- herra Kanada, ávarpaði í gær út- hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í New York og lýsti stuðningi við samkomulagsdrög þau sem fyr- ir liggja. Hann sagði á hinn bóginn að fyrir Kanada væri „ekkert sam- komulag betra en vont samkomu- lag". Helgi Ágústsson, varaformaður íslensku sendinefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að náðst hefði nokkur árangur á undir- búningsfundum fyrir ráðstefnuna, sem fram fóru í síðustu viku. „Ég tel mun líklegra en áður að það takist að ná samkomulagi án þess að til atkvæðagreiðslu þurfi að koma," sagði Helgi. Þetta er lokahrina ráðstefnunnar og á henni að ljúka 4. ágúst. Mark- miðið er að ná fram einingu um reglur er dugi til að vernda fiski- stofna sem lifa jafnt innan sem utan fiskveiðilögsögu aðildarríkj- anna. Matvæla- og landbúnaðar- stöfnun SÞ telur að 70% allra fiski- stofna séu fullnýttir, ofveiddir, ger- eyddir eða á uppleið eftir rányrkju fyrri tíma. ¦ Að hrðkkva eða stökkva/29 Grobbelaar fyrir rétt KNATTSPYRNUMÖNNUNUM Bruce Grobbelaar, sem varði mark Liverpool í fjöldamörg ár, Hans Segers, sem varði mark Nottingham Forest, og framherj- anum John Fashanu, er lék með Wimbledon, var í gær birt ákæra fyrir samsæri um að hafa ólögleg áhrif á úrslit liða sinna. Rann- sóknin á brotunum tekur yfir fimm sl. ár og hefur staðið yfir í níu mánuði. Leikmennirnir neita allir að hafa haft rangt við. ¦ Ákærðir fyrir samsæri/Bl Reuter Norskir bankar ekki einkavæddir f + Ottast aukin ítök útlendinga Ósló. Reuter. RÍKISSTJÓRN norska Verkamanna- flokksins hefur ákveðið, að viðskipta- bankarnir í Noregi verði ekki einka- væddir aftur að fullu. Þeir hafa ver- ið í meirihlutaeigu ríkisins síðan það bjargaði þeim frá hruni í banka- kreppunni fyrir nokkrum árum. „Við munum minnka eignarhluta ríkisins í einkabönkunum en það kemur ekki til mála að einkavæða þá aftur að fullu," sagði Thorbjorn Jagland, formaður Verkamanna- flokksins, í viðtali við Arbeiderblad- et, málgagn flokksins. Um er að ræða þrjá helstu viðskiptabankana en þeir eru nú reknir með miklum hagnaði. Stjórnin stefnir að því að minnka hlut ríkisins í Den norske Bank (DnB), Christiania Bank og Kredit- kassen. Það, sem vakir helst fyrir ríkis- stjórninni, er að koma í veg fyrir, að útlendingar fái mikil ítök í norska fjármálakerfinu en ótti við þau hefur meðal annars komið fram vegna áhuga tveggja fyrirtækja, DnB og hollenska tryggingafélagsins Aegon NV, á að kaupa Vital, annað stærsta líftryggingafélag í Noregi. Sjónarvottar skýra frá ódæðum Bosníu-Serba í Srebrenica Bretar og Frakkar efla varnir Sarajevo Öldungadeildin ræðir einhliða afnám vopnasölu- banns á Bosníu Sarajevo, Brussel, París, Belgrad. Reuter. BRESKIR og franskir hermenn í hraðliði Vesturveldanna tóku sér i gær stöðu á Igman-hæð við Sarajevo. Þeir eru vel vopnum bún- ir, ráða m.a. yfir öflugum fallbyss- um og er ætlunin að þeir reyni að verja friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í borginni fyrir árásum umsátursliðs Bosníu-Serba. Bandarískir ráðamenn sögðu í gær að Atlantshafsbandalagið væri staðráðið í að verja ekki einvörð- ungu borgina Gorazde heldur einnig önnur griðasvæði SÞ í Bosníu. Yfir- lýsingu fundar stórveldanna í Lond- on í liðinni viku mátti jtúlka svo að eingöngu Gorazde yrði varin. Búist er við að repúblikanar leggi fram tillögu í öldungadeild Bandaríkja- þings í dag um að' vopnasölubanni á Bosníu verði aflétt einhliða en bannið hefur einkum komið niður á múslimum. Kozyrev hvetur til friðsamlegra lausna Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, átti fund með Slobodan Milosevic Serbíuforseta í Reuter Breskur hermaður á Iginan- hæð í Sarajevo gær. „Við stöndum frammi fyrir því að annaðhvort verði stórstyrjöld eða fundin friðsamleg leið," sagði Koz- yrev fyrir fundinn og hvatti til þess að seinni kosturinn yrði valinn. Rússar eru andvígir áætlunum um loftárásir á stöðvar Bosníu-Serba til að refsa þeim fyrir atlögurnar gegn griðasvæðunum. Aðstoðarmaður Kozyrevs gaf í skyn að fáðherrann myndi ef til vill hitta fulltrúa Bosn- íu-Serba að máli. Herlið Serba hélt áfram árásinni á múslimaborgina Zepa sem enn verst þótt umsátursliðið sé búið fall- byssum og skriðdrekum. I Bihac- héraði hafa Serbar með aðstoð múslima, sem andvígir eru stjórn- inni í Sarajevo, lagt undir sig mikið landsvæði í stórsókn en Bihac er eitt griðasvæða SÞ. „Villimannsleg ódæði" Tadeusz Mazowiecki, mannrétt- indafulltrúi SÞ, sagði á blaðamanna- fundi í gær að hermenn Bosníu- Serba hefðu framið „villimannsleg ódæði" gegn múslimum eftir töku borgarinnar Srebrenica 11. júlí, vitnisburður fjölmargrar sjónarvotta sannaði það. Franska dagblaðið Liberation birti í gær frásögn 24 ára gamals manns sem slapp lifandi úr klóm Serba í Srebrenica. Bundið var fyrir augu fanganna, þeim var skipt í hópa sem fluttir voru á brott og skotnir. „Frændi minn sagði við mig. „Þetta er búið." Við héldumst í hendur. Það heyrðist skothríð. Frændi minn varð fyrir skoti og dró mig með sér þegar hann féll. Ég faldi mig meðal hinna látnu." Mann- inum tókst síðan ásamt tveimur öðrum að komast undan. ¦ Chirac hótar árásum/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.