Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýja Borgarfjarðarbrautin Samúð með sjón- armiðum bóndans Morgunblaðið/Halldór Flugeldar lýstu upp höfnina HALLDÓR Blöndal samgöngnráð- herra og Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra segjast hafa samúð með sjónarmiðum Jóns Kjartanssonar bónda á Stóra- Kroppi í Borgarfirði sem mótmælt hefur fyrirhugaðri lagningu Borg- arfjarðarbrautar um tún sín og beitilönd. Þarna rekist þó hags- munir á og hagkvæmast virðist vera að leggja veginn á fyrirhug- uðum stað. Halldór segir að eftir sínum upplýsingum séu skiptar skoðanir um þetta mál í hreppsnefnd en meirihlutinn muni þó vera á móti lagningu vegarins um Stóra- Kropp. „Vegagerðin hefur rök- stutt sína ákvörðun með því að snjólínan sé þar lægri og vegar- lagning því hagkvæmari og 40 milljónum kr. ódýrari. Auk þess UTANRÍKISRÁÐHERRA segir að Norðurlöndin séu að samræma málflutning sinn fyrir kvennaráð- stefnuna í Peking í haust, en ekki standi til að mótmæla þar sérstak- lega mannréttindabrotum í Kína í kjölfar heimildarmyndarinnar Bið- salir dauðans. „Kvennaráðstefnan í Peking er alþjóðleg ráðstefna á vegum Sam- einuðu þjóðanna og beinist að mál- efnum kvenna um allan heim. Þó að sjónarhomið hafi beinst að mál- um í Kína með sýningu þessarar myndar mun ráðstefnan ekki fjalla sérstaklega um þau. Norðurlöndin em í góðu samstarfi um þessi mál og það hafa verið haldnir reglulegir undirbúningsfundir þar sem reynt hefur verið að samræma málflutn- ing eftir því sem hægt er. Ég tel mikilvægt að Norðurlöndin talí sem mest einni röddu á alþjóðaráðstefn- um sem þessari en þar, verða sendi- nefndir frá öllum löndunum sem REGLUGERÐIN, sem nú er verið að setja, er útfærsla á þeim laga- texta sem liggur fyrir segir Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra. „í lagatextanum er rætt um róðrardaga, en ekki róðrar- stundir. Sú útfærsla sem liggur beinast við er sú að dagur í lögunum sé almanaksdagur og 24 stundir frá miðnætti til miðnættis." Fundur hefur verið ákveðinn með forsætis- ráðherra og framkvæmdastjóra og formanni Landssambands smábáta- eigenda um hádegisbilið í dag. „Við munum afhenda forsætis- ráðherra bréf um þetta mál, þar sem við munum kynna honum okkar hlið málsins," segir Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda. Hann segir ákveðinn ágreiningsatriði hafa verið uppi í viðræðum við embættismenn sjáv- arútvegsráðuneytisins og hafí ráð- herra ekki tekið tillit til athuga- semda smábaátaeigenda. Ágreiningur hefur fyrst og fremst verið um það hvemig skilgreina eigi sóknardag. í reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins er hann skil- greindur frá miðnætti til miðnættis, en Landssamband smábátaeigenda hefur málið gengið fyrir skipulags- nefnd og umhverfísmat og fellur að framtíðarskipulaginu. En auð- vitað skil ég sjónarmið bóndans á Stóra-Kroppi að vilja vera í hæfi- legri fjarlægð frá umferðinni, en hér rekast hagsmunir á,“ sagði Halldór. Munar miklum fjármunum Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra vildi lítið tjá sig um málið og sagði að það væri ekki komið með formlegum hætti til sín. „Ég hef út af fyrir sig sam- úð með sjónarmiðum bóndans en þetta eru miklir fjármunir, ef rétt er skýrt frá, sem munar á vegar- stæðunum og mér er á þessu stigi ekki kunnugt um almenn viðhorf til málsins," sagði Guðmundur. hljóta að eitthvað hafa mismunandi áherslur. Og okkar málflutningur mun fyrst og fremst beinast að málefnum kvenna almennt í heimin- um, þar með talið í Kína,“ sagði Halldór. Hann sagði aðspurður að sér fyndist Norðurlöndin eiga að leggja mikla áherslu á menntun kvenna og aukna þekkingu. „Við vitum af eigin reynslu að með meiri þekkingu og menntun kvenna hafa réttindi leggur ríka áherslu á að sjómenn hafí 24 tíma frá því þeir leggi úr höfn. Þá er því mótmælt að ef sjó- menn leggi úr höfn, en geti ekki hafið veiðar, vegna óviðráðanlegra aðstæðna eins og vélarbilunar eða illviðris, tapi þeir engu að síður ein- um sóknardegi. Reglugerðin aðeins útfærsla á lagatexta sem liggur fyrir „Sú reglugerð sem nú er verið að setja er útfærsla á þeim laga- texta sem liggur fyrir,“ segir Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra. „I lagatextanum er rætt um róðrardaga, en ekki róðrar- stundir. Sú útfærsla sem liggur beinast við er sú að dagur í lögunum sé almanaksdagur og 24 stundir frá miðnætti til miðnættis. Ari segir að menn þurfa að hafa í huga að aliar þessar takmarkanir miðist við að afmarka veiðar smá- báta við tiltekið aflamagn sem menn hafi orðið ásáttir um. Ef menn rýmki þær reglur á þann veg að það auki aflann geti komið til þess að róðrar- dögum þurfi að fækka meira. „Breytingin sem verður við að fara úr banndagakerfí í róðrardaga- ÁRLEGUM Hafnardegi í gömlu höfninni í Reykjavík var slitið með veglegum hætti á laugar- daginn. Á miðnætti aðfararnæt- ur sunnudags lýstu flugeldar upp höfnina og margir tugir áhorf- enda horfðu til himins. Á skýran þeirra aukist. Við hljótum einnig að leggja áherslu á að þótt við virð- um menningu annarra þjóða getur menningin aldrei orðið afsökun fyr- ir því að réttindi einstaklinga séu vanvirt," sagði Halldór. Áhrifamikil mynd Halldór sagðist hafa horft á fyrr- nefnda heimildarmynd og hún hefði haft mikil áhrif á sig. Hins vegar væri erfitt að segja til um hvernig kerfí, er sú að í stað þess að sóknar- dagar séu fastákveðnir dagar, er mönnum gefínn kostur á að velja þá sjálfír," segir Ari. „Rökin sem færð hafa verið fyrir því eru þau að þeir geti þá valið daga sem henti þeim best. Sú breyt- ing breytir ekki því að menn geti orðið fyrir alls kyns töfum frá veið- um sem valdi þeim óhagræði eða þeir hafi tjón af, vélarbilunum og fleiru" Það má iíka benda á í þessu sam- bandi að það er ekki aðeins til tak- mörkunar að dagur sé dagur. Ég á von á að menn reyni að nýta daginn vel. Það er ekki óheimilt að róa oft- ar en einu sinni á sama sólarhring, þannig að sá sem kemur úr róðri eftir miðnætti gæti verið að koma úr öðrum róðri dagsins á undan. Hann getur líka nýtt betur daginn sem hann er byrjaður að nota með því að róa aftur sama sólarhring." Ekki vantraust á sjávarútvegsráðherra Varðandi þá gagnrýni að nýju lögin skertu atvinnu í kringum út- gerð krókabáta sem nýju Iögin hafa legið undir segir Ari: „Það má auð- og auðveldan hátt gátu foreldrar kennt börnum sínum að ljósið fer hraðar en hljóðið. Kennslugögn- in þutu í loftið, fyrst gat að sjá bjarma af flugeldinum en síðán heyrðist mikill hvellur eftir sprenginguna í lausu lofti. dæma ætti á grundvelli hennar. Hafa yrði í huga að mannréttinda- brot væru framin um allan heim og oft á tíðum væri auðvelt að taka fyrir einstök mál og alhæfa um þau. Hann sagðist aðspurður ekki telja að myndina ætti að breyta neinu um samskipti Islands og Kína. „Hins vegar hljóta þau vanda- mál, sem menn standa frammi fyr- ir í Kína á sviði mannréttindamála að vera til umræðu í hinu alþjóðlega samfélagi. Ég er þeirrar skoðunar að ráðstefna sem [kvennaráðstefn- an] sé af hinu góða. Hún beinir kastljósinu að þessum málum og einnig að því landi sem ráðstefnan er haldin í. Það hafa Kínvetjar gert sér ljóst þegar þeir tóku að sér að halda þessa ráðstefnu. Og ráðstefn- an var ákveðin af öllum aðildarþjóð- um Sameinuðu þjóðanna og full samstaða var um að halda hana í Kína,“ sagði Halldór Ásgrímsson. vitað segja um alla takmörkun á veiðum að hún valdi atvinnubresti til skemmri tíma litið. Það væri meira að gera ef við gætum veitt meira. Umræða um takmörkun á þessum veiðum fer fram á sama grundvelli og öðrum. Menn hafa verið sammála um að takmarka sókn í stofnana til þess að byggja þá upp. Þegar leyfilegur heildaraflí hefur verið ákveðinn, þá verður svigrúm eins útgerðarhóps ekki aukið, nema með því að takmarka það sem annar útgerðarhópur fær í staðinn. Ari segist ekki líta á það sem vantraust á sjávarútvegsráðherra, þótt forystumenn Landssambands smábátaeigenda kjósi að leggja mál sín fyrir forsætisráðherra: „Hann ber að sjálfsögðu ábyrgð á gerðum sinna ráðherra og ég tel að það sé slíkri ósanngirni beitt í þessari reglugerð að ekki verði hjá því kom- ist að skýra málið fyrir forsætisráð- herra og leggja það í hans dóm hvort að hann sé tilbúinn að hafa áhrif á gang mála, eða ekki. Það er algengt að menn vilji ræða stór mál í þjóðfélaginu við forystu- mann ríkisstjórnarinnar." SS býður yfirverð fyrir hross Kjöt- markaður í hættu JÓN GUNNAR Jónsson, fram- leiðslustjóri Sláturfélags Suð- urlands á Hvolsvelli, segir markað fyrir hrossakjöt í Japan í hættu vegna þess að hross vanti til slátrunar. SS hefur boðist til að greiða bændum 10% yfirverð og boðið að greiða fyrir gripina viku eftir slátrun. Jón Gunnar sagði að viðbrögð hestaeigenda hefðu ekki verið eins góð við þessu tilboði og hann hefði vænst. Markaður fyrir ferskt hrossakjöt í Japan hefur stækk- að ár frá ári síðustu ár. Jón Gunnar sagði að hann væri far- inn að skipta íslendinga tals- verðu máli, ekki síst vegna þess að á sama tíma hefði neysla á hrossakjöti innanlands minnkað mikið. Hann sagði að til þess að hægt yrði að halda þessum markaði yrði framboð af hross- um að vera stöðugt allt árið. Japanskir neytendur borða íslenska hrossakjötið hrátt. Þeir sækjast eftir hrossum sem eru að fitna því þá er fituinnihald vöðvanna passlegt að þeirra mati. Mjög gott er því að fella hrossin núna. Tregðu gætir hins vegar hjá hestaeigendum að fella hrossin á miðju sumri. Venjulega eykst framboðið af sláturhrossum hins vegar þegar kemur fram á haustið. Sjö sinnum kveikt í blaðagámum SJÖ sinnum hefur verið kveikt í söfnunagámum fyrir blaða- pappír á þeim skamma tíma sem liðinn er síðan þeim var komið upp við verslanir í borg- inni. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Um það bil þijár vikur eru síðan fimmtíu og fimm gámum var komið fyrir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið til að safna dagblaða- og tímaritapappír, sem síðan er fluttur til Svíþjóð- ar og endurunninn þar. I Reykjavík var komið upp 40 gámum, flestum í Breiðholti en þar hafa fiestar íkveikjurnar verið að sögn slökkviliðs. Grunur leikur á að það séu börn og unglingar sem gera sér að leik að kveikja í dagblöðun- um í gámunum. I eldsvoðunum hefur að sögn slökkviliðs ekki orðið tjón á öðru en þeim pappír sem fólk hefur losað í gámunum. Sjálfír eru gámarnir úr málmi en þurfa þó viðhalds og málningar við eftir að eldurinn hefur eytt inn- volsinu. Nauðgunar- tilraun í Breiðholti 19 ÁRA stúlka kærði 33 ára gamlan mann fyrri nauðgunar- tilraun á víðavangi í Breiðholti. Vegfarandi kom að stúlkunni í öngum sínum og hljóp uppi manninn og hélt honum þar til lögreglan kom á staðinn. Stúlkan var flutt í neyðar- mótttöku fórnarlamba kynferð- isofbeldis en maðurinn í fanga- geymslur og síðan í yfirheyrslur hjá RLR. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki talið að maðurinn hafi komið fram vilja sínum við stúlkuna, sem hann þekkti ekki fyrir en veittist að á víðavangi. Alþjóðleg kvennaráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna í Peking Norðurlöndin samræma málflutning Aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra um reglugerð um stjórn fiskveiða Lögin segja róðradaga en ekki róðrastundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.