Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Veiðin dofnaði í kuldakastinu Kuldakastið hafði víða þau áhrif á laxveiðina, að laxinn tók illa, sérstak- lega þar sem bjartviðri fylgdi norðan- áttinni. Auk þess hefur vatn farið þverrandi í ám vestanlands og við það dregur einnig úr veiði. Langá „iðar“ af laxi Það hefur aðeins hægt á veiðinni, en þetta er samt í góðu lagi og manni finnst áin iða af físki. Það eru að veiðast svona 10 til 15 laxar á dag, en það ætti að glæðast aftur þar sem fiskur er enn að ganga og það hefdur hlýnað mjög í veðri,“ sagði Jóhannes Freyr Stefánsson leiðsögumaður við Langá í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Voru þá komnir 450 laxar á land af neðstu svæðunum. Ingvi 'Hrafn Jónsson sagði að veiðin á miðsvæðunum væri nú 20 prósent betri en á sama tíma í fyrra. Nú væru komnir 150 laxar á land, en miðað við hve mikið magn af laxi væri gengið í ána og væri á hægri göngu fram ána, hefði ef til vill átt að vera meiri veiði. „Þetta er einfaldlega seinna að skila sér nú en stundum áður. En það er feikn af laxi og það verður góð veiði hér út vertíðina og Langá gæti náð 1300 til 1400 löxum í sumar,“ sagði Ingvi. Hann gat þess einnig að 40 örmerkt- ir laxar hefðu veiðst það sem af er og bæri það vott um vel heppnaða sleppingu gönguseiða í fyrra. Dofnar í Laxá í Þing. „Við héldum að þetta væri að koma um daginn, það fór eitt holl með 67 laxa og það næsta var með tæplega 100 laxa. En síðan hefur sótt í sama farið á ný. Það hefur ekki verið til að bæta ástandið, að veðrið hefur verið djöfullegt, rok og slydda og ekki fýsilegt til veiða,“ Morgunblaðið/Atli Vigfússon F.v. Júlíus Pétursson, Berg- ljót Júlíusdóttir og Torill Holta með 4 til 14 punda laxa, dagsveiði í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum dögum. sagði Þórunn Alfreðsdóttir, bústýra í Vökuholti við Laxá í Aðaldal í gær. Þá var áin að „skríða í 400 laxa“ á svæðum Laxárfélagsins, eins og Þórunn komst að orði. Um 40 til viðbótar voru þá komnir af Nesveið- um og 10 af Núpum. Nokkrir fískar af öðrum svæðum, þannig að heild- arveiði í Laxá er nærri 460 laxar. Að sögn Þórunnar er uppistaðan í aflanum enn að mestu 10 til 16 punda fiskur og mjög lítið af smá- laxi enn sem komið er. Þrátt fyrir orðspor sitt sem mikil stórlaxaá, hefur enn enginn lax um eða yfir 20 pund komið á land. Stærst 19 pund. Tregt í Grímsá Gunnar Jónsson kokkur í veiðihús- inu Fossási við Grímsá sagði veiðina hafa verið fremur trega að undan- förnu. Ails væru komnir 487 laxar á land og ekki vantaði laxinn í ána auk þess sem alltaf væri að bætast við nýr fiskur. „Skilyrðin hafa verið afleit, bjart, kalt og mjög hvasst. Laxinn hefur tekið illa, en nú er að hlýna' og vonandi rætist þá eitthvað úr,“ sagði Gunnar. Þokkalegt í Laxá í Dölum „Vatnið er minnkandi og það er búið að vera mjög kalt og leiðinlegt veður. Veiðin er samt nokkuð góð og það eru komnir um 200 laxar á land. Laxinn er vel dreifður um svæð- ið, en menn hafa séð mikið af fiski neðst í ánni síðustu daga,“ sagði Erla Sigurðardóttir í veiðihúsinu Þrándargili við Laxá í Dölum. í síð- ustu viku veiddist stærsti laxinn í ánni það sem af er sumri, austurrísk- ur veiðimaður fékk þá 21 punda fisk á flugu í Mjóhyl. Andlát MAGNUS BÆRINGUR KRISTINSSON LATINN er í Kópa- vogi Magnús Bæring- ur Krístinsson, fyrrum skólastjóri Kópavogs- skóla. Hann var fædd- ur á Stóra-Grindli í Fljótum 9. október 1923, en alinn upp í Hrísey. Foreldrar hans voru Pálína El- ísabet Arnadóttir og Kristinn Ágúst Ás- grímsson. Magnús lauk prófi frá Laugaskóla í Þing- eyjarsýslu 1942 og kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1948. Þá um haustið hóf hann kennslustörf í Kópavogi lifir mann og starfaði þar að skóiamálum um þeirra Magnús Bæring Kristinsson samfleytt til 1981 að hann lét af störfum sökum veikinda. Magnús var yfirkenn- ari um skeið en skip- aður skólastjóri 1964. Magnús var mikil- virkur í félagsmálum í bænum. Hann var einn af stofnendum Leikfélags Kópavogs og starfaði með því um árabil, oftast sem leikari. Hann var einn- ig stofnfélagi í Lions- klúbbi Kópavogs. Magnús var kvænt- ur Guðrúnu Sveins- dóttur kennara. Hún sinn ásamt fimm börn- hjóna. Gríðarleg fjölgun írlandsferða íslendingnm tekið opnum örmum á eyjunni grænu Helgi Jóhannsson rlandsferðum Islend- inga hefur fjölgað gríð- arlega á sl. árum og þeim samhliða áhugi á írskrí. sögu og menningu að ógleymdri tónlistinni. Á dögunum heiðraði írska ferðamálaráðið ferðaskrif- stofuna Samvinnuferðir- Landsýn fyrir framlag hennar til írskra ferðamála en á vegum ferðaskrifstof- unnar hafa 20.000 íslend- ingar ferðast til eyjunnar grænu. Framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar er Helgi Jóhannson. -Af hverju þeftsi gríðarlegi áhugi fyrir írlandi, fremur en einhverju öðru landi? „Fyrir því eru margar samverkandi ástæður. Árið 1990 kom að máli við okkur írskur hóteleigandi, Mauris O’Halloran að nafni, og satt að segja sýndum við erindi hans lit- inn áhuga. Maðurinn tvíefltist við áhugaleysið og kom með gistitil- boð í Dyflinni sem ekki var hægt að hafna. Um haustið buðum við, í tilraunaskyni, fimm ferðir til írlands sem allar seldust upp, síð- an hefur fjöldinn aukist ár frá ári. í fyrra voru ferðirnar 63 tals- ins og nokkurn veginn uppselt í þær allar. Helsta forsendan fyrir vinsældum írlandsferða er hag- stætt gistiverð en auk þess er verðlag almennt lágt á írlandi. Glaðværð og hlýlegt viðmót íra skiptir ekki síður máji. Nú veit ég ekki hvort við Islendingar skipum einhvern sérstakan heið- ursess hjá frændum okkar en staðreyndin er sú að íslendingum er tekið opnum örmum. Hvort sem það er frændsemin eða fá- mennið hér á landi, þá eru írar mjög forvitnir um hagi okkar. Ég þekki mörg dæmi þess að ferðalöngum hefur verið boðið upp á drykk sakir þjóðernisins og í framhaldi af því hafa oft skapast skemmtilegarymræður.“ -Hvað með skipulag írlandsferð- anna? „Við höfum alltaf Sslenskan fararstjóra til taks, sem aðstoðar fólk í sambandi við leikhús, veit- ingastaði, verslanir og fleira. ís- lenskur fararstjóri sem öllum hnútum er kunnugur sparar fólki mikinn tima og skapar vissa ör- yggistilfinningu, sérstaklega meðal þeirra sem óvanir eru ferðalögum á erlendri grund. Dyflinni er orðrómuð menningar- borg og sem dæmi má nefna rekur hver tón- listarviðburðurinn annan í vetur, fyrir utan þær list- og leik- sýningar sem eru á boðstólnum. Ferðirnar eru aukin heldur stuttar og það hentar fólki vel, reynslan hefur sýnt það.“ - Nuvoru verslunarferðir íslend- inga til útlanda mikið í deiglunni fyrir fáeinum árum, eru menn enn að versla? „Þetta eru engar verslunar- ferðir lengur þó landinn opni budduna þegar verðlag er lágt. Fólk fer í þessar ferðir til að skemmta sér. Ég er þess hand- viss að verð á fatnaði hérlendis hefur lækkað í kjölfar verslunar- ferðanna. Fólk hefur uppgötvað þessar stuttu vetrarferðir og fer því til að lyfta sér upp. Það er heldur ekki verðlagið eitt og sér sem veldur því að fólk fer allt að fjórum sinnum í svona ferðir, ►Helgi Jóhannsson fæddist í Keflavík 1951. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971 ogkenndi í gagnfræðaskólanum í Kefla- vík í einn vetur áður en hann hóf nám í viðskiptafræði við Háskóla Islands sem hann lauk árið 1976. Á næstu tveimur árum var hann deildarstjóri viðskiptabrautar Fjölbrauta- skóla Suðurnesja en réðsttil Samvinnuf erða-Landsýnar 1978 þar sem hann hefur starf- að síðan. í fyrstu var hann deildarsljóri innanlandsdeild- ar en árið 1984 var hann settur framkvæmdastjóri. Helgi er kvæntur Hjördísi Bjarnason og eiga þau hjón þijá syni. það er fyrst og fremst hlýja viðmót- ið sem landinn upplifir. Ég á ekki eingöngu við starfsfólk í ferðaþjón- ustu, heldur fyrst og fremst dæmi- gerða Irann á næsta borði með Guinnesinn í krúsinni. Það hefur líka aukist talsvert að fólk bóki sig í skoðunarferðir í nágrenni Dyflinnar og Cork í stað þess að eyða tímanum að mestu í verslun- armiðstöðvum .“ -írar hljóta að vera mjög ánægðir með Íslendinga? „Heiðursviðurkenning írska ferðamálaráðsins ber þess vitni en þeir hafa sýnt mikinn áhuga á að bæta þjónustuna. Það er ekki langt síðan ég hitti að máli nefnd, sem sett var á fót tilúrbóta í ferðaþjón- ustu írlands. Ég, ásamt fleirum, benti á þá staðreynd að hið vin- gjamlega viðmót íra væri írskri ferðaþjónustu mikilvægast og það væri í raun fátt sem þeir gætu breytt í ferða- þjónustunni. Þau vandamál sem upp koma em einfaldlega leyst, yfirleitt með bros á vör, enda hefur fjöldi ferðamanna þangað tvöfaldast á sl. 7 árum.“ -Hvað með þróunina í ferðaþjón- ustu fyrir Islendinga, vilja þeir öðruvísi ferðir nú en áður? „Sólin stendur alltaf fyrir sínu, það breytist ekkert. Fólk fer hins vegar í styttri sólarlandaferðir og foreldrar taka nú oftar börnin með. Síðan fer fólk gjarnan bam- laust í styttri haustferðir. Oft em þetta saumaklúbbar, starfsmanna- félög og þess háttar félagasamtök sem fara utan. Nú þegar hefur fjöldi slíkra ferða til Dyflinnar ver- ið pantaður, þó svo ferðimar hafí ekki enn verið auglýstar, þannig að írlandsferðimar eru ekki eitt- hvert stundarfyrirbrigði heldur komnar til að vera. írska viðmót- ið heillar ís- lendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.