Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Líf og leikir á bæjarhátíð Egilsstöðum - Bæjarhátíð Egils- staða var haldin um síðustu helgi. A laugardag var mikil tónlistar- dagskrá á útimarkaði. Sólstrand- argæjarnir spiluðu á útipalli við Hótel Valaskjálf og spunamót var haldið í félagsmiðstöðinni Nýjung þar sem Askur Yggdras- ils var spilaður. Á sunnudegi var dagskrá í Selskógi, þar sem hlaupið var Selskógarhlaup og farið í fjölskylduleiki og þrautir. Á íþróttavelli fóru fram kapp- Ieikir báða dagana í Pollamóti KHB og Hnokkamóti Landsbank- ans. FRÁ verðlaunaafhendingu á Pollamóti KHB. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRÁ útigrillveislu sem haldin var inni á Borgarfirði eystra. Hátíðardagskrá á Borgarfírði eystra Egilsstöðum - Það var stemmn- ing á Borgarfirði eystra um helgina. 100 ára afmælisveisla Bakkagerðis hófst á föstudegi í ausandi slagveðri með leiksýn- ingu og útigrilli en færa þurfti grillið í hús vegna veðurs. Þar var öllum bæjarbúum, gestum og gangandi boðið til veislu í grillað kjöt frá Kjötvinnslu Snæfells. Á laugardag og sunnudag skein sólin svo á Borgfirðinga og var mikið um að vera alla helgina. Listsýning- ar, útimarkaður, leikrit, dans- leikur, messa, knattspyrna og bíó var með því helsta sem boð- ið var upp á. Fjölmargir lögðu leið sína til Borgarfjarðar þessa helgi og heiðruðu afmælisbarn- ið með nærveru sinni. Morgunblaðið/Gísli Gísla. GUNNAR Svanur Einarsson, formaður Svd. Drafnar á Stokkseyri, við nýja bílinn. » Nýr bj örgnnar sveitar- bíll á Stokkseyri Stokkseyri - Nýverið festi björg- unarsveit slysavamardeildarinnar Drafnar á Stokkseyri kaup á nýj- um björgunarsveitarbíl af gerðinni Hummer árgerð 1995, en þessir bílar eru sérhannaðir fyrir banda- ríska herinn. Að sögn Gunnars Svans Einars- sonar formanns Drafnar er gert ráð fyrir plasthúsi á palli bílsins þar sem pláss verður fyrir tíu manns og tvær sjúkrabörur. Áætlaður kostnaður við svona bíl er svipaður og verð á nýjum Ford Econoline með öllum nauð- synlegum brejAingum. §||p||ijl Morgunblaðið/Sigurðar Gunnarsson. « Skipt um mótor Skaftafelli - Myndin er af flugvirkjum frá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli að skipta um mótor í þyrlu er bilaði í Skaftafelli nýlega. _____________________________ i « Selskógarhlaup haldið í annað sinn Egilsstöðum - í tilefni bæjarhá- tíðar á Egilsstöðum var Sel- skógarhlaup haldið. Þetta er víðavangshlaup þar sem hlaupið er um útivistarsvæði Egilsstaða, Selskóg. íþróttafélagið Höttur stóð fyrir hlaupinu og var boðið upp á þrjár vegalengdir fyrir mismunandi aldurshópa, 400 m, 1000 m og 2500 m. Að hlaupi loknu var farið í fjölskylduleiki ogþrautir. C Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir VERÐLAUNAHAFAR í Selskógarhlaupi 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.