Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ1995 27 AÐSENDAR GREIANR Stærðfræðin Vandi skólanna ÞAÐ ER alkunnugt, að stærð- fræðinám í almennum skólum (grunn- og framhaldsskólum) er í flestum löndum talið vandamál og býsna algengt að stór hópur nem- enda sýni ekki þann árangur, sem af honum er vænst. Er þá gjarnan skólunum og kennslunni kennt um. En er útilokað að ástæðu þessa sé að leita í eðli greinarinnar? Afleið- ingin er hinsvegar algeng vanmátt- arkennd gagnvart stærðfræði og jafnvel neikvæð afstaða til hennar. Heyra má frammámenn í menning- armálum láta þess getið með nokkr- um þótta, að þeim hafi ekki fallið glíman við stærðfræðina á skólaá- rum sínum, og til er að menn stæri sig af að hafa verið bágrækir í skóla, það á að bera vott um sjálfstæði og dómgreind! Um vandamál skólastærðfræð- innar er fjallað víðar en hérlendis, og mér hefur virst sem flestir telji að sökudólgarnir séu skólinn og kennararnir. Ég er hins vegar þeirr- ar skoðunar, að þrátt fyrir ágalla kennara sé eðli greinarinnar með þeim hætti, að árangurinn hljóti að vera lélegur hjá mörgum. Vegna mikilvægis samhengisins í stærð- fræðinámi hlýtur árangurinn að vera ömurlegur, ef ástundun er stopul, og það er hún hjá mörgum, m.a. vegna nútímaviðhorfa til aga og uppeldismála. Þá má einnig nefna að stærðfræðin gerir meiri kröfur en aðrar greinar um abstrakt hugsun og táknmálsnotkun, einkum þegar ofar kemur í skólakerfið. Þá fer að reyna á eiginleika, sem marga, annars vel gefna nemendur, virðist skorta. Önnur fög eiga síður við þennan vanda að stríða og ekki í sama mæli og stærðfræðin og greinar henni skyldar. Ég las fyrir fáum misserum grein um vandamál stærðfræðikennslu, þar sem skuld- inni var skellt á ofmat stærðfræði- kennara á einum þætti mannlegrar greindar, sem nefnd var samleitin greind. Var þar vísað til flokkunar einhverra sálfræðinga á mannlegri greind í tvo flokka, „samleitna (kon- vergerandi) greind“ og „sundur- hverfa (divergerandi) greind". Ég leyfi mér að taka slíka flokkun á mannlegri greind með varúð (með fullri virðingu fyrir sálfræði og sál- fræðingum), og viðra hér allt aðra flokkun, sem mér hefir lærst af eig- in starfi. Þetta er flokkun í eftirfar- andi þijá þætti. 1. Geymandi þáttur (svokallað minni). 2. Greinandi þáttur (næmi fyrir samhengi). 3. Skapandi þáttur (ímyndunar- aflið). Þessir þættir eru allir nauðsyn- legir. Þeir fyrirfinnast hjá öllum, en í misríkum mæli og ýmsum hlutföll- um. Þáttur 2 er kjölfestan, sem gerir hinum kleift að njóta sín, en án hans nýtast þeir tæpast. Hann er hins vegar ómerkjanlegur ef ekki er um að ræða lágmarksskammt af hinum tveim. Algeng- asta orsök vandamála í skólum er það, að þáttur 2 er of naumt skammtaður. Skóla- stærðfræðin og skyldar greinar leita einkum að þætti 2, enda eru hinir tveir oftast viðunandi. Menntaskólarnir gömlu leituðu einnig að þætti 2, þegar málfræðin og latínan voru kjölfestan í máladeildunum. Hann var talinn forsenda þess að málanám gegndi menntandi hlutverki. Séð hef ég í gömlum blöðum, að þeim, sem lærðu tungumái án hans væri líkt við „sigldar píur“. Kannanir hafa sýnt að fylgnin milli frammistöðu nemenda í ein- stökum námsgreinum við lok grunn- skólans og almennrar frammistöðu þeirra í framhaldsskóla ári síðar er mest fyrir fögin stærðfræði og ís- lensku, sem bæði krefjast greinandi hugsunar. Þessi fög hafa mest spá- gildi varðandi námsferil einstakl- ingsins. Menntastefna síðustu ára- tuga hefur hins vegar beinst að því að skoða þættina 1 og 3 án þess að spyrja um lágmarksskammt af þætti 2, sem er þó sá þátturinn, sem veitir mestar upplýsingar um fram- tíð einstaklingsins. Sem dæmi úr grunnskóla má nefna að nemendur, sem gengur vel með reikning, eru látnir eyða tímanum í að lita staf- ina, þó að þeim leiðist sú iðja og vilji reikna áfram. Úr framhalds- skóla má nefna, að allra handa „bók- menntir" eru látnar ýta málfræði og málrýni til hliðar. Eflaust er það ríflegur skammtur af þætti 3, sem einkennir yfirburða- fólk, enda eru þá hinir tveir þættirn- ir í góðu lagi, en án agaðrar hugs- unar er hætt við að líflegt ímyndun- arafl skili litlu sem vit er í. Vandi skólans verður ekki leystur með því að fylla allt með tímasóandi gervi- greinum og setja bann á allt tal um „góða og slaka nemendur". Eitthvað má e.t.v. laga með harðari nám- saga, en upplag einstaklinganna ekki, og það stoðar lítt að lýsa því yfir sem trúaratriði, að allir geti náð tökum á stærðfræði framhaldsskól- ans og lyfta einkunnum með próf- um, sem ekki krefjast þáttar nr. 2. Getuna skortir hjá allstórum hluta hvers árgangs og námsárangur, sem ekki byggist á skilningi er að- eins til þess fallinn að villa um fyr- ir nemandanum og leiða hann inn á braut, sem hann ræður ekki við. ímynd kennara ímynd kennara hefur um alllangt skeið verið fremur neikvæð. Ég man í svipinn eftir fjandsamlegum um- mælum tveggja frammámanna, Sigur- geirs Sigurðssonar og Þórarins Þórarinsson- ar, á sl. ári, þ.e. áður en verkfallið í vetur raskaði jafnvægi fólks. Sumir vilja afgreiða viðhorf þeirra sem for- dóma og hroka. Gallinn er þó sá, að þessi við- horf eru nokkuð al- menn og hafa sín áhrif m.a. á iaun og starfsað- stöðu kennara. Ég tel ómaksins vert að íhuga, hverjar gætu verið rætur þeirra. Menntunarkröfur Fyrir 50 árum var þess krafist að kennarar á menntaskólastigi hefðu í kennslugrein sinni cand. mag.-próf frá H1 eða annað sam- bærilegt próf. (HÍ bauð þá aðeins upp á cand.mag.-prófgráðu í ís- lenskum fræðum, og ekki veit ég hvort eða hvernig samanburður var gerður.) Þetta var allströng krafa og ekki sjálfgefið að erlend háskóla- próf stæðust þann samanburð. Þá var þess gætt að aðalgreinar í efstu bekkjum sérsviðanna í menntaskól- unum væru í höndum manna með tilskilda prófgráðu. Þegar fram- Stærðfræðinám er víða vandamál í skólum, segir Jón Hafsteinn Jónsson, sem fjallar um kennslu í stærð- fræði í ljósi langrar starfsreynslu. haldsskóiunum fjölgaði var dregið úr formlegum kröfum og látið nægja að fara fram á „lokapróf frá há- skóla“ og þá var BA-prófgráða.frá HÍ (BS-prófið kom síðar og var mikiu kröfumeira) talin fullnægj- andi. Þó var þetta BA-próf (a.m.k. í stærðfræðimiðuðum greinum) ekki sambærilegt við fyrri hluta cand. mag.-prófs í Khöfn. Þetta segir nokkuð um breytingar þær sem urðu á faglegum kröfum til framhalds- skólakennara á sjöunda og áttunda áratugunum. Svipaðar breytingar hygg ég að hafí orðið varðandi grunnskólastigið. Þar hefur KHÍ gefið tóninn og stefnan verið eftirg- jöf í fræðilegu tilliti og einhliða áhersla á „uppeldis- og kennslu- fræði". Þá hygg ég að merkja megi breytingu á umsækjendum um KI- KHÍ sem hreint ekki svari til þess að stofnunin hafi breyst úr fram- haldsskóla í háskóla. Það væri verð- ugt verkefni handa einhverjum vis- Jón Hafsteinn Jónsson indamanninum í félagsfræðigeiran- um að rannsaka og bera saman þann efnivið, sem velur sér\ennara- nám, nú og fyrr, svo og hvernig þessi efniviður er skólaður og mót- aður í KHÍ. KÍ-KHÍ Tilfinning mín er sú, að bæði ég og börn mín hafi fengið betra vega- nesti í barnaskólanum en það, sem ég sé að verið er að gefa barnabörn- um mínum þessi árin. Ég hef tvö nýleg dæmi þess að áhugasamur krakki innan við 10 ára aldur, sem vildi komast áfram í reikningsbók- inni, var stöðvaður og látinn dunda við að mála tölustafina í stað þess að læra um deilingu eins og hann langaði til. I grunnskólanum er nemendum hleypt gegnum námið án þess að þeir beygi sig undir þann aga, sem rétt táknmálsnotkun krefst. Þess verður meir og meir vart í fram- haidsskólunum að nemendur líti á það sem smámunasemi, ef fundið er að formgöllum í notkun tungu- og merkjamáls. Ég veit að í grunn- skólanum sleppa nemendur gegnum reiknings- og stærðfræðinám sitt án þess að þurfa að lúta þeim aga sem felst í réttri notkun táknmáls, og ég hef grun um að rætur þessa meins sé að finna hjá KHÍ og hinni svokölluðu „nýskólastefnu", sem Helga Siguijónsdóttir hefur gert ít- arleg skil í mörgum ritsmíðum. Rétt í þessu barst mér í hendur ljósritun á greinum eftir tvo van- sæla kennaraháskólanema úr fréttabréfi þeirra „Örvaroddi" (marsheftinu). Mér finnst rétt að láta glefsur úr þeim fylgja þessum hugleiðingum. í annarri þeirra (merktri Sigurði Hauki) er m.a. þetta: „Það er líka eitt innanhúss- vandamál hjá okkur í Kennarahá- skóla íslands, en það er þessi sívax- andi föndurárátta ... og ég spyr mig stundum, hvort ég sé í háskóla eða föndurnámi." I hinni greininni (merktri Ingunni V. Snædal) er ófögur lýsing á virðingarieysi há- skólakennaranna þar á bæ fyrir ís- lensku máli, og eftir upptalningu á mörgum vægast sagt ótrúlegum málvillum, sem hún segir að enginn viðstaddra hirði um að leiðrétta, stendur þetta: „Ég er búin að heyra allar afsakanirnar oftar en ég nenni að hlusta, að viðkomandi sé búinn að vera svo lengi í námi erlendis, að það sé hreinlega ekki hægt að ætlast til þess að ... að þetta séu nú minni háttar yfirsjónir og geti komið fyrir alla, ... að tilteknar ný- legar námsgreinar á íslandi þarfnist nýrra orða yfir hluti og hugtök, ... að þörf sé á fagorðum til að festa hugvísindi í sessi meðal vísindagre- ina, ... að aðalmálið sé að efnið komist til skila til nemendanna, o.s.fi’v.*1 Og hún heldur áfram: „Já, ég er reið. Ég gerði mér glæstar vonir um nám í þessu höfuðvígi ís- lenskrar menntunar, vonir sem mér sýnist nú að hafí verið í hæsta máta óraunsæjar. Ég er sár og leið yfir því að íslenskir háskólakennarar skuli ekki gera meiri kröfur til sjálfra sín en raun ber vitni.“ Mér verður hugsað til samtals sem ég átti fyrir mörgum árum við mætan mann, sem ég virði mikils. Við ræddum um stærðfræðinám við háskólann í Khöfn um miðja öldina og þá staðreynd að þar féll jafnan á fyrrihlutaprófí meir en helmingur þeirra, sem það þreyttu. Mér fannst þetta ekkert tiltökumál og spurði: Virtust þér prófin ósanngjörn? Eftir stutta umhugsun svaraði hann: Nei, ekki fannst mér það, en margir þeirra, sem féllu, hefðu orðið góðir kennarar. Nú útskrifast í mörgum löndum stærðfræðikennarar fyrir framhaldsskóiastigið, sem ekki hafa vald á atriðum eins og t.d. markgild- ishugtakinu, sem á þó að heita hluti af námsefni framhaldsskólans, en er ögn vandmeðfarið, og hefur jafn- an verið á fárra nemenda færi að ná tökum á. En ef það er ofvaxið getu fullgildra framhaldsskólakenn- ara, sem e.t.v. ráða ferðinni í fræðslumálum lands síns, þá er ekki von á góðu. Nú er það orðið trúaratriði að allir geti náð tökum á stærðfræði framhaldsskólastigsins, og kennar- arnir eigi að standa og falla með einkunnum nemenda sinna. En skólakerfíð leggur kennurum líkn með þraut, því að prófín eiga að vera sem mest í þeirra eigin umsjá. Með prófum, sem ekki krefjast þátt- ar nr. 2, geta þeir ráðið meðalein- kunninni, og þar með eigin orðstír. Þess vegna er nú svo komið, að ekki er hægt að bera saman ein- kunnir frá tveimur framhaldsskól- um, þó að þeir útskrifi nemendur af sömu brautum með samskonar skírteini. Háar einkunnir verða svo til þess að villa um fyrir þeim sem þær fá og leiða þá inn á brautir sem þeir ráða ekki við. Þess vegna kvart- ar Háskóli íslands yfir lélegum und- irbúningi á lægri 'skólastigum. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt slíkar kvartanir frá Kennara- háskólanum, og mig grunar að það komi til af því, að þar á bæ sé ekki mikið spurt um þátt nr. 2. Það er orðið aigengt, að vel gefnir nemend- ur, sem ráða vel við verkefnin, noti jafnaðarmerkið rangt, og geri engan greinarmun á 180-120 og 120-180 (þeir meina bara að draga skuli, minni töluna frá þeirri stærri og líta á aðfínnslur þar að lútandi sem hótfyndni eða hártogun). Virðingarleysið fyrir formsatrið- um er mikið, og það má vafalítið skrifast á reikning kennarauppeld- isins. í fyrra spurði ég nemanda á fyrsta ári í VI, hvort hann fyndi mikla breytingu við flutninginn upp á framhaldsskólastigið. Hann sagði mest um vert að nú væri hægt að heyra í kennurunum, en það hefði ekki verið auðvelt í „Æfíngadeild Kennaraháskóla íslands“, þar sem hann var í tvö ár þar á undan. Skólamir bera þess sannarlega merki, að í KHÍ er ónóg áhersla lögð á að verðandi kennarar venji nem-t endur sína við heilbrigðan aga (m.a. vinnuaga) og veiti þeim formrétta fræðslu í undirstöðugreinunum. Höfundur er fyrrverandi mennta- skólakennari. ÞRJÁ DACA KOMA í VERSLANIR EFTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.