Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ1995 2, + STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. „IMYND HINS HREINA NORÐURS“ IMORGUNBLAÐINU á laugardag kom fram að íslenzk stjórnvöld hafi gert samninga við bæði Grænlendinga og Færeyinga um að byggja upp „ímynd hins hreina norðurs" í Norður-Atlantshafinu til þess að laða ferðamenn til landanna þriggja. I sama tölublaði Morgunblaðsins er samtal við bandarískan kjötkaupanda, sem segir: „Flestir Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að maturinn sem þeir borða komi frá menguð- um svæðum. Svo virðist sem ísland sé ósnert af þessum vanda- málum vegna legu landsins.“ Kaupsýslumaðurinn segir ís- lenzkt lambakjöt markaðssett sem náttúruafurð á Bandaríkja- markaði, þar sem eftirspurn eftir slíkum vörum fari vaxandi. Vissulega eru miklir möguleikac fólgnir í því að byggja upp ímynd íslands sem lands hreinleika og óspilltrar náttúru. Það gerist hins vegar ekki fyrirhafnarlaust, og að mörgu er að hyggja. Hvað ætli kaupendum íslenzkra landbúnaðarafurða eða erlendum ferðaskrifstofum finnist til dæmis um þriðju fréttina í sama tölublaði Morgunblaðsins, um frárennslismál í Hornafirði? Þar kemur fram að óhreinsað skólp frá kaup- staðnum hafi spillt lífríki og valdi stöðugum fnyk, meðal ann- ars við vinsælar gönguleiðir ferðamanna, sem gista á Edduhót- elinu í Nesjum. Skólpmál eru í ólestri víða um land. Sama má segja um sorpurðun. Bílakirkjugarðar og óvarðir ruslahaugar blasa víða við út um sveitir landsins. Þótt mengunarvaldar á borð við stór iðnfyrirtæki kunni að vera færri á Islandi en í ýmsum öðrum vestrænum ríkjum, er skipulag umhverfismála ekki með þeim hætti að við getum verið stolt af því. Eitt ógnvæn- legasta umhverfisvandamálið, uppblástur og gróðureyðing, er enn langt frá því að vera leyst. Markaðssetning íslands sem lands „hins hreina norðurs“ verður að haldast í hendur við skipulega stefnumótun og markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Annars er hætta á að ljótur veruleiki gægist fram undan fallegri framhlið og geri ímyndina að engu. AFTURFÖRí SLÓVAKÍU TVÖ HUNDRUÐ frammámenn í slóvakísku mennta- og menningarlífi hafa birt opið bréf, þar sem þeir saka stjórnvöld um að beita vinnubrögðum er minna á starfshætti kommúnistastjórna á tímum kalda stríðsins. í yfirlýsingunni segja þeir skorta „umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum og minnir þetta á það andrúmsloft ótta og skelfingar er ríkti á fimmta, sjötta og áttunda áratugn- um.“ Hætta sé á að gripið verði til svipaðra aðgerða og gert var eftir innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu 1968. Prestar í Slóvakíu létu nýlega svipaðar áhyggjur í ljós í opnu bréfi. Fyrir skömmu var skýrt frá því að Milan Richter, sendifull- trúi Slóvakíu í Noregi og á íslandi, hefði óvænt verið leystur frá störfum. Þessi ákvörðun kom Richter í opna skjöldu og í samtaii við norska fjölmiðla sagði hann þögnina í kringum uppsögnina óþægilegasta. Hún væri jafnþrúgandi og á átt- unda áratugnum, er hann fékk ekki að gefa út ljóð sín. Seg- ist hann vona að ástæðan sé ekki sú að hann sé gyðingatrúar. Á Vesturlöndum hafa menn vaxandi áhyggjur af þróuninni í Slóvakíu og einræðistilburðum Vladimírs Meciars forsætis- ráðherra landsins. Meciar hlaut 34% atkvæða í kosningum sl. haust og stjórnar landinu með stuðningi fyrrum kommún- ista og þjóðernissinna. Pólitískir andstæðingar hans sæta lögreglurannsóknum og völd forseta landsins hafa verið skert verulega. Ríkisfjölmiðl- arnir eru nánast orðnir að áróðurstæki fyrir forsætisráðherr- ann og flokk hans og þjarmað hefur verið að óháðum f ólmiðl- um. Meciar var á sínu tíma einn helsti forystumaður þeirrar hreyfingar er vildi aðskilnað Slóvakíu frá Tékklandi. Hann hefur hins vegar hafnað kröfum ungverska minnihlutans í landinu, um 600 þúsund manns, um aukna sjálfstjórn. Á meðan nágrannaríkin í Mið-Evrópu sigla hraðbyri í átt að lýðræði og markaðsbúskap er Slóvakía að hverfa aftur til stjórnarhátta fyrri tíma. Slóvakía hefur þrátt fyrir þetta öðlast aðild að Evrópuráð- inu og hefur að auki sótt um aðild að helstu bandalögum lýðræðisríkja Evrópu, Atlantshafsbandalaginu og Evrópusam- bandinu. Afhenti Meciar formlega aðildarumsókn Slóvakíu á leiðtogafundi ESB í Cannes í síðasta mánuði. Þau áform gætu hæglega orðið að engu haldi Meciar áfram óbreyttri stefnu. Ríkin í hinum svokallaða Visegrad-hóp, Ungverjaland, Pólland, Tékkland og Slóvakía, voru talin eiga greiða leið inn í ESB og NATO. Flest bendir til að Slóvakar séu að skerast úr leik. Að hrökkva eða stökkva Á næstu tveimur vikum ræðst hvort þjóðir heims bera gæfu til að ná samningi um úthafsveiðar, skrifar Páll Þórhallsson frá New York þar sem hann fylgist með lokafundi úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. AÐ er nú eða aldrei, sögðu margir ræðumenn á loka- fundi á úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna sem hófst hér í New York í gær, ögurstundin er runnin upp. í þijú ár hefur verið unnið að gerð samnings um veiðar fyrir utan tvö hundruð mílna lögsögu ríkja heims, hinar svokölluðu úthafsveiðar, og á næstu tveimur vikum ræðst hvort sú vinna ber árangur. Sá samningur sem stefnt er að verður gerður á grund- velli hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1982 sem nýlega tók gildi og mun fylla upp í eyðu í þjóða- réttinum ef svo má að orði komast - eyðu sem hefur valdið margri milli- ríkjadeilunni upp á síðkastið eins og íslendingar vita manna best. Ef ráð- stefnan fer út um þúfur mun það ekki einungis valda gífurlegum von- brigðum heldur mun það fyrirsjáan- lega leiða til þess að einhver ríki færi lögsögu sína einhliða út. Bjartsýni Þegar staðið var upp frá síðasta fundi úthafsveiðiráðstefnunnar í apríl sl. hafði formaður hennar, Fijimaður- inn Satya Nandan, lagt fram samn- ingsdrög sem nú verða tekin til form- legrar skoðunar. Samningamenn hafa samt ekki setið auðum höndum milli hinna formlegu funda. I síðustu viku voru t.d. nokkur lykilríki kölluð saman til að ræða stöðuna fyrir síðasta' fund ráðstefnunnar. Þær viðræður juku bjartsýni manna á að nægur samn- ingsvilji væri fyrir hendi. Drög for- mannsins hafa ekki breyst efnislega frá því í apríl en hann boðaði þó við setningu fundar í gær að á næstu dögum yrði lögð fram breytt útgáfa af 21. grein samningsdraganna um framkvæmd og eftirlit. jtíkin á ráðstefnunni hafa skipst í flokka i afstöðu sinni til samnings- gerðarinnar. Fremst í flokki úthafs- veiðiríkja eru Japan, Suður-Kórea og Evrópusambandið. Kanadamenn eru óumdeildir leiðtogar strandríkjanna en í svokölluðum kjarnahópi strand- ríkja hafa einnig verið t.d. Norðmenn pg íslendingar. Þótt Norðmenn og íslendingar hafi þannig starfað saman á ráðstefnunni er vitað mál að hún er fiskveiðideilu ríkjanna ekki óvið- komandi. Að vísu minntist Dag Mjaa- land, formaður norsku sendinefndar- innar, ekkert á deiluna við íslendinga í sinni ræðu í gær en mönnum er enn í fersku minni að á fundinum í apríl lögðust Norðmenn gegn tillögu Islend- inga um sérstakt tillit til þeirra ríkja sem eru mjög háð fiskveiðum. Þær tillögur eru að heita má öruggar inni, eins og Helgi Ágústsson, varaformað- ur ísiensku sendinefndarinnar, orðaði það í samtali við Morgunblaðið_ í gær. Auk hans sitja fundinn af Islands hálfu Guðmundur Eiríksson, sem nú hefur aftur tekið við formennsku í sendinefndinni, og Arnór Halldórsson og Tómas H. Heiðar úr sjávarútvegs- ráðuneytinu. Lokaspretturinn Það var líka til marks um að nú væri komið að lokasprettinum að ræðumenn í gær vöruðu við því að velt yrði upp öðrum ásteytingarstein- um en 21. grein um framkvæmd og eftirlit, það væri búið að ræða alla aðra þætti svo rækilega að líta yrði á þá sem gerðan hlut. Þótt tekist hafi að afmarka ágrein- inginn svo mjög að hann snúist nú um það að hvað miklu leyti önnur ríki en fánaríki, þ.e. ríki þar sem skip er skráð, megi hafa afskipti af úthafsveiðum, þá er björninn alls ekki unninn. 21. greinin sem tekur á þessu er í átján liðum, þ.e. á við hvern meðal lagabálk. Tilslakanir Það var þó ekki hægt að ráða ann- að af ræðum helstu talsmanna úthafs- veiðiríkja í gær en að þeir væru tilbún- ir að sætta sig við þá meginreglu að strandríkjum væri heimilt að fara um borð í brotleg skip ef fánaríkið stæði sig ekki. Einnig virðast úthafsveiði- þjóðirnar hafa sætt sig við að samn- ingurinn verði bindandi en ekki í formi ályktunar. Hins vegar leggja þessar þjóðir áherslu á að í staðinn fyrir þessar tilslakanir verði að vera tryggt að strandríkin geti ekki misbeitt heimildum sínum. Einnig krafðist J. Almeida Serra, fulltrúi Evrópusam- bandsins, þess í gær að nýir aðilar ættu sem greiðasta leið inn í svæða- samtök þau sem hafa munu stjórn á hveiju svæði með höndum. Það mundi auðvitað þýða að úthafsveiðiríkin hefðu meiri möguleika til áhrifa. Spurningin er einungis sú að hve miklu leyti formaður ráðstefnunnar mun líða það að deilan um 21. grein verði tengd öðrum þáttum samnings- ins, því tíminn er naumur. Reuter LOKARÁÐSTEFNA Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar hófst í New York í gær. Þessi mynd var tekin meðan á ræðuhöldum stóð í ráðstefnusal tvö. BRIAN Tobin, sjávarútvegs- ráðherra Kanada, kvaðst styðja fyrirliggjandi drög. GUÐMUNDUR Eiríksson, formaður íslensku sendinefndarinnar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar, fylgist með gangi mála í höfuðstöðvum SÞ í New York í gær. Frelsi úthafanna og rétturinn til fiskveiða Lokaráðstefna Sam- einuðu þjóðanna um úthafsveiðar hófst í gær. Karl Blöndal greinir frá deilu, sem allt fram á þessa öld var reyndar fremur heimspekileg þrætubók en togstreita um hagsmuni. SJÖTTA ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar hófst í New York í gær og standa vonir til að undirritað verði bindandi samkomulag þegar henni lýkur 5. ágúst. Á ráðstefnunni er tekist á við vanda, sem hefur ver- ið deiluefni í margar aldir, en fór ekki að skipta máli fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Helsta ágreiningsefnið í New York snýst um eftirlit með samkomulaginu og kröfu um alþjóðlega viðurkenn- ingu á rétti strandríkja til að fara um borð í skip úthafsveiðiríkja á al- þjóðlegu hafsvæði. Kanadamenn eru í fararbroddi þeirra, sem telja að svo eigi að vera. Ymis úthafsveiðiríki, þar á meðal þjóðir Evrópusambandsins, eru þeirrar hyggju að þessi réttur eigi að vera háður svæðisbundnum samningum. Deila Kanadamanna og ESB um grálúðuveiðar snerist meðal annars um þetta atriði. Yfirskrift ráðstefnunnar segir að hún fjalli um stofna, sem hafast við þar sem fiskveiðilögsögur skarast eða á mörkum lögsögu og úthafs, og flökkustofna, sem ganga milli fisk- veiðilögsagna. Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) komst nýverið að þeirri niður- stöðu að 70% fiskstofna heimsins væru ýmist ofveidd eða gernýtt, upp- urin eða að ná sér eftir ofveiði og því væri orðið mjög aðkallandi að þessi hafréttarráðstefna afgreiddi málefni úthafsveiða. Stjórnun óþörf Framan af öldum var lítil stjórn höfð á úthafsveiðurii, enda gerðist hennar ekki þörf í þjóðfélögum, sem höfðu ekki yfir að ráða tækni til að veiða nema skammt frá ströndum. Þá var litil hætta á ofveiði. Þótt sjó- menn hittu á stórar göngur var úti- lokað að þeim tækist að veiða mikið úr þeim. Engu að síður voru í gildi almenn- ar reglur um umgengni á hafi úti. Að auki þótti eftirsóknarvert að geta tryggt sér rétt til að veiða á gjöfulum miðum og stundum kom til átaka. Árið 1618 skipaði stjórn Elísabetar I., drottningar Bretlands, John Sel- don að skrifa rit til að vísa á bug kenningum Hollendingsins Hugos Grotiusar frá 1608 um frelsi hafanna eða mare liberum og verja þar með tilkall Breta til stjórnar á síldveiðum í Norðursjó. Seldon vann í átta ár að riti sinu, Mare Clausum, um rétt- inn til veiða. Kenningar Grotiusar voru hins vegar viðurkenndur hluti alþjóðalaga allt fram á þessa öld. Samkvæmt þeim gátu sjómenn notað hafið eins og þeim sýndist svo fremi að þeir gengju ekki á rétt annarra. Þar var átt við yfirráðarétt ríkja yfir örmjórri ræmu meðfram ströndum sinum. Allt þar fyrir utan var allra og við það vaknaði spurningin um það hver ætti fiskinn. Fræðilega átti hann enginn (res nullius) eða allir (res communis). Öldum saman var farið bil beggja. Enginn átti fiskinn i hafi, en sjómaðurinn átti þann fisk,sem hann dró úr sjó. Sjómaðurinn gat síðan selt neytandanum eignarrétt- inn. Þegar tuttugasta öldin gekk í garð og tæknibúnaði tók að fleygja fram hættu vangaveltur af þessu tagi að vera þurr fræðimennska. Nú var ekki iengur hægt að reiða sig á það að fiskistofnar næðu alltaf að endurnýja sig vegna afkastalítilla veiðarfæra. Án reglna biasti við sá vandi að þeg- ar allir mættu veiða hefði enginn einn ástæðu til að láta torfu ósnerta vegna þess að þá myndi einhver annar ganga í hana. Á sjötta áratugnum og í upphafi þess sjöunda var talið að fyrr myndu sjómenn fara á hausinn en fiskstofn- ar renna til þurrðar. Þessi röksemda- færsla var reist á því að þegar fækk- aði í fiskistofnum myndi aflinn minnka og sjómenn myndu þar af leiðandi missa afkomu sína og leita nýrrar atvinnu. Sú varð hins vegar ekki raunin: Eftirspurnin jókst eftir því sem aflinn minnkaði og markaðs- verðið hækkaði. Þar með borgaði sig að halda áfram að veiða, þótt alltaf kæmi minna í netin. Úthafsveiðiflotar Á þessum tíma fóru að koma fram stórir úthafsveiðiflotar, einkum frá Austur-Evrópu og Japan. Þegar afli minnkaði í Norðurhöfum, þar sem iðnvæddar fiskveiðiþjóðir á borð við íslendinga og Norðmenn kepptu við úthafsflotana, héldu þeir til Suður- hafa, þar sem strandríki stunduðu öllu frumstæðari útgerð. Chile var fyrst til að færa út fisk- veiðilögsögu sína. Árið 1939 færðu Chile-búar landhelgi sína út í 200 míiur og studdust þar við hina svo- kölluðu Panama-yfirlýsingu frá árinu 1939 þar sem Bandaríkjamenn gerðu tilkall til 300 til 500 mílna hlutleysis- lögsögu til varnar gegn stríðsaðilum í heimsstyijöldinni síðari. Sú yfirlýs- ing var einkum gerð til höfuðs Þjóð- veijum og kom fiskveiðum í raun ekkert við. Hún skapaði hins vegar ákveðið fordæmi. Tvístígandi Bandaríkjamenn Bandaríkjamenn hafa hins vegar alltaf verið tvístígandi í hafréttarmál- um. Annars vegar hafa þeir varið frelsi hafanna og viljað að flotar sín- ir sigldu óhindrað um heimshöfin sjö. Á hinn bóginn vildu þeir ráða yfir hafsvæðunum út frá ströndum Bandaríkjanna og yfirlýsingar Harrys Trumans forseta frá árinu 1945 um tilkall til landgrunnsins og veiða yfir því bar því vitni. Bandarísk- ir stjórnarerindrekar héldu því fram að þessi yfirlýsing frá stjórnartíð Trumans væri undantekning, en gagnrýnendur sögðu að Bandaríkja- menn hefðu gerst sekir um tvískinn- ung. Ymis ríki Suður-Ameríku færðu lögsögu sína út í 200 mílur, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum að rétt- urinn til 200 mílna lögsögu var viður- kenndur og segir á einum stað að þáttur íslendinga i að koma því í kring sé „óumdeildur". Þar með var vandi úthafsveiða hins vegar ekki leystur. Tilraunir voru gerðar til að eiga við þessi mál í tíu ára samningalotu, sem gekk undir nafninu Þriðja hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna (UNCLOS). Ráðstefnunni lauk árið 1982 og var ákveðið að láta hlutaðeigandi ríki leysa slík mál sín á milli. í upphafi þessa áratugar þótti sýnt að halda þyrfti alþjóðlega ráðstefnu til að leysa þessi mál. Á umhverfismálaráð- stefnunni í Rió var ákveðið að það yrði undir merkjum Sameinuðu þjóð- anna. Undirbúningsfundur var haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í apríl árið 1993. Hlutverk viðræðnanna, sem sigldu í kjölfarið, skyldi vera að finna leiðir til að bæta samvinnu milli ríkja um fiskveiðar og átti þeim að ljúka „sem fyrst“. Stjórnandi úthafsveiðiráðstefnunnar var skipaður Satya S. Nandan frá Fiji-eyjum. Ráðstefnan kom fyrst saman í júlí 1993. Kanadamenn draga mörkin Ýmis samtök sitja ráðstefnuna auk fulltrúa ríkisstjórna. Þar á meðal eru umhverfisverndarsamtökin Green- peace, sem gáfu i gær út yfirlýsingu um að koma yrði í veg fyrir að ráð- stefnunni lyktaði með pólitískum hrossakaupum á síðustu stundu og „huglausum samningi“, sem ekkert gerði til að binda enda á vanda út- gerðar um heim allan. Kanadamenn settu einnig úrslitakosti í gær þegar Brian Tobin sjávarútvegsráðherra lýsti yfir því að þeir styddu þau sam- komulagsdrög, sem nú lægju fyrir, en væru öldungis andvígir því að ákvæði hans yrðu veikt: „Ekkert samkomulag er betra en vont sam- komulag þegar Kanada á í hlut,“ sagði Tobin. Ný skjálftahrina við Hveragerði um helgina Sterkasti skjálftinn mældist 3,3 á Richter Rúmleffa sólarhríngs skjálftahrína reið yfir Hveragerði og nágrenni um helgina. Seffir Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur að ekki hafi svo stórir skjálftar orðið á Heng- ilssvæðinu í umbyltingum undanfarið. FJOLDI jarð- skjálfta reið yfir á land- svæðinu frá Súlufelli norðan við Hveragerði að Húsmúla' skammt frá Kolviðar- hóli og við Fremstadal um helgina. Mældist sá stærsti 3,3 á Richters- kvarða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðeðlis- fræðings og segir hann svo stóran skjálfta ekki hafa orðið jafn vestar- lega á þessu svæði í þeim umbyltingum sem vart hefur orðið að und- anförnu. Að hans sögn hefur hrina smærri skjálfta, á bilinu 1 til 1,5 á Richter mælst á þessum slóðum frá 10. júlí. í gær tók að hægja á virkninni en einn skjálfti mældist 1,5 á Richt- er um hálfþijú í gærdag. Á fimmta tímanum á laugar- dagseftirmiðdag varð síðan vart við nokkra þónokkuð sterka skjálfta, þar af einn af stærðinni 3, 4-5 kíló- metra norður af Hvergerði að Ragnars sögn. Tugir við Fremstadal „Hrinan dó síðan út til miðnætt- is en um tvöleytið aðfaranótt sunnudags bytjuðu nokkuð stórir skjálftar við Fremstadal, suður und- ir Hengli,“ segir Ragnar. Var um nokkra tugi skjálfta að ræða að hans sögn, sá stærsti 3 á Richter. „Síðan dró aftur úr virkninni þar til klukkan tíu á sunnudagsmorgun en þá mældist skjálfti sem var 3,3 á Richter. Einnig kom hrina á sjö- unda tímanum sama dag án þess að um stærri skjálfta væri að ræða,“ segir Ragnar en enginn þeirra mældist stærri en tveir. Ragnar segir mest af hræringun- um það smáar að fólk finni ekki fyrir þeim. „Þetta var miklu sterk- ara í ágúst í fyrra og þeir stærstu norðan við Hveragerði, meðan þeir eru við Hellisheiði nú,“ segir Ragnar en í fyrra mældust fjórir skjálft- ar á þessu svæði af styrkleikanum 4 á Richter. Mælinga þörf á Bláfjallasvæði Ragnar segir enn- fremur þörf á jarð- skjálftamælingum á Bláfjallasvæði. „Þetta er sett fram út frá þeirri þekkingu sem maður hefur verið að safna að sér á þessum slóðum. Ýmislegt bendir til þess að jarð- skorpan þarna sé ekki jafn þunn og maður gat ímyndað sér. Einnig hegðar svæðið sér eins og snið- gengissvæði að mörgu leyti en ekki eins og gliðnunarsvæði. Þar sem um gliðnunarsvæði er að ræða verða jarðskjálftar ekki jafn stórir eins og þar sem er sniðgengi.“ Segir Ragnar þvi hugsanlegt að búast megi við heldur stærri skjálft- um á Bláfjallasvæðinu en áður hafi verið reiknað með. „Niðurstaðan gæti auðvitað orðið sú að ekki væri hætta á slíku en í þeirri vissu eru menn ekki að taka jafn mikla áhættu með því að byggja þarna í nágrenninu,“ segir hann. Hugmynd Ragnars er sú að koma fyrir þremur jarðskjálftastöðvum í kringum Bláfjöll sem myndu gera kleift að fylgjast jafn vel með þar og á Suðurlandi. Er kostnaður við hverja um 1,5 milljónir með upp- setningu að hans sögn. „Miðað við þær upplýsingar sem við getum fengið með þessu móti er þetta ekki mikill kostnaður. Bæði geta þær komið að góðum notum í framtíðinni við jarðskjálfta- spár og eins getum við rannsakað hreyfingar í virkum sprungum neð- anjarðar. Auk þess að öðlast betri skilning á eðli svæðisins,“ segir Ragnar að lokum. Ragnar Stefánsson af Hveragerði 22.-23. júfi Upptakasvæði skjáiftanna náði frá Súlufelii vestur að Húsmúla Við Súlufell mældist stærsti skjálftinn 3,0 stig á Richter kvarða _ I VAy Selfoss ' ' ( ' ' Skjálftahrinan stóð yfir frá um kl. 16-17 á laugardag og fram til kl. 19 á sunnudagskvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.