Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Inga Árnadóttir fæddist á Skútustöðum við Mývatn 7. janúar 1903. Hún lést í Reykjavík 16. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Árni Jónsson prest- ur og alþingismað- ur og seinni kona hans Auður Gísla- dóttir. Inga átti tvö hálfsystkini og sex alsystkini. 011 systkinin frá Skútustöðum eru nú látin. Inga fluttist með for- eldrum sínum að Hólmum í Reyðarfirði 1913. Eftir lát séra Árna fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur 1916. Inga stund- aði nám í Verslunarskóla Is- lands, vann síðan á skrifstofu bæjarfógetans í Reykjavík og eftir það hjá lögmanninum í Reykjavík til 1940. Um eins árs skeið, frá sumrinu 1924, dvald- ist hún þó í Ameríku hjá Jóni hálfbróður sínum, sem þar var læknir. Eftir það var hún heimavinnandi húsmóðir. Hún giftist 5. nóvember 1927 Vil- hjálmi Þ. Gíslasyni síðar skóla- stjóra Verslunarskólans og út- varpsstjóra. Vilhjálmur lést 19. INGA föðursystir mín varð síðust til að kveðja þeirra sjö systkina sem uxu úr grasi um og upp úr aldamót- um á Skútustöðum í Mývatnssveit, böm sr. Árna Jónssonar og seinni konu hans, Auðar Gísladóttur frá Þverá í Dalsmynni. Bernskan í Mý- vatnssveit varð þeim ógleymanlegt ævintýri sem aidrei virtist fyrnast yfir þótt þau hyrfu þaðan ung að árum og lifðu flest langa ævi á fjar- lægum slóðum. Annar bræðranna, Gísli, gerðist þó bóndi í heimabyggð- inni og það gerði auðvitað sitt til að tengsl hinna systkinanna við átta- maí 1982. Börn Ingu og Vilhjálms eru: 1) Þór, dómari í EFTA- dómstólnum í Genf, kvæntur Ragnhildi Helgadóttur fyrr- um ráðherra. Þeirra börn eru Helgi, kvæntur Guðrúnu Eyjólfs- dóttur, þau eiga tvær dætur og eitt barnabarn, Inga gift Stefáni Einars- syni, þau eiga þijú börn, Kristín gift Þóri Oskarssyni, þau eiga þijú börn, og Þórunn. 2) Yrsa Ingibjörg, gjaldkeri á Vita- og hafnamálastofnun. 3) Auður Eir, prestur í Þykkvabæ, gift Þórði Erni Sigurðssyni framkvæmdasljóra hjá Flug- málastjórn. Þeirra dætur eru séra Dalla gift Agnari Gunnars- syni og eiga þau tvö börn, séra Yrsa, gift séra Carlosi Ferrer og eiga þau tvö börn, Elín Þöll gift Ragnari Pálssyni og eiga þau tvær dætur og Þjóðhildur, maður Stefán Friðriksson. Útför Ingu fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. hagana rofnuðu ekki. Inga fluttist með móður sinni og systkinum til Reykjavíkur árið 1916 að föður sínum látnum, eftir þriggja ára dvöl fjölskyldunnar á Hólmum í Reyðarfirði. Hún var rótgróinn Reykvíkingur og fylgdist með því í næstum átta áratugi hvernig bærinn óx og breyttist í borg. Að loknu námi í Verslunarskóla Islands starf- aði hún á skrifstofu bæjarfógeta og síðar lögmannsins í Reykjavík, eftir að skipan embættisins var breytt. Þessa vinnu stundaði hún meira og minna fram um 1940. Þá var hún MINNINGAR fyrir löngu gift Vilhjálmi Þ. Gísla- syni og þau höfðu eignast þrjú börn, Þór Heimi, Yrsu Ingibjörgu og Auði Eir. Vilhjálmur hafði mörg járn í eldi í umfangsmiklu menningar- starfi. Jafnframt því að stýra Versl- unarskóla Islands var hann meðal margs annars einn af mikilvirkustu og vinsælustu útvarpsmönnum þjóð- arinnar og síðari hluta starfsævinnar útvarpsstjóri. Það kom kannski af sjálfu sér að dagleg framkvæmdastjóm á heimil- inu hvíldi talsvert á herðum Ingu, þótt ekkert væri íjær en að hún bæri mann sinn ráðum eða hagaði málum á þann veg sem honum væri ekki að skapi. Og öllu var vel borgið í höndum hennar. Hún var röggsöm og einörð og viðfangsefnin vöfðust ekki fyrir henni, en jafnframt var viðmót hennar og framganga þann- ig, að það auðveldaði henni öll sam- skipti. Inga og Vilhjálmur voru sannkallaðir höfðingjar heim að sækja og sú gestrisni fór ekki í manngreinarálit. Þau voru vinmörg og ræktu vel fjölskyldutengsl á báða bóga. Oft kom til þeirra fólk úr forn- um heimahögum Ingu í Mývatns- sveit og var aufúsugestir. Ýmsar konur sem tengst höfðu bernsku- heimili hennar á Skútustöðum ætt- ar- og vináttuböndum bundu ævi- langa tryggð við Ingu og hennar fólk og höfðu skjól af henni á ellidög- um. Það fór ekki hjá því að fólk laðað- ist að Ingu. Hún var í þeim hópi systkinanna frá Skútustöðum sem einkenndist af kviku fasi og snögg- um viðbrögðum. Hún var fríð kona, jafnan glöð í bragði og hlýleg í við- móti og allir samfundir við hana voru uppörvandi. Hún flíkaði ekki dýpstu tilfinningum sínum að óþörfu, en bjó yfir sálarstyrk sem gott var að finna fyrir. Svo þótti mér að minnsta kosti, þegar ég kom til hennar unglingur norðan úr landi og átti hjá þeim Vilhjálmi og börnum þeirra, frændsystkinum mínum, at- hvarf og bakhjarl öll mín skólaár í Reykjavík. Lífið var Ingu gjöfult og gott og hún átti sjálf sinn þátt í því að svo mætti verða. Hún aflaði sér góðrar menntunar og færði sér hana í nyt til fijórrar lífsnautnar. Hún naut langrar samferðar ættmenna og vina sem tengdust henni sterkum bönd- um. Og umfram allt eignaðist hún sjálf fjölskyldu sem varð henni upp- spretta ævilangrar hamingju og sem elskaði hana og virti. Eftir lát Vilhjálms héldu þær Ingi- björg dóttir hennar heimili saman í Starhaga. Þar var áfram miðstöð fyrir sístækkandi hóp afkomenda og tengdafólks sem Inga hélt fullar reiður á þótt aldur færðist yfir. Þeg- ar hún var komin nálægt níræðu hrakaði heilsu hennar snögglega. Óþrotleg umhyggja Ingibjargar og systkina hennar og fjölskyldna þeirra kom því til leiðar, að Inga gat verið heima þar til fáeinum dög- um áður en yfir lauk. Við andlát Ingu frænku minnar er langur og góður dagur liðinn að kvöldi. I hugum okkar sem fengum að eiga hana að geymist minning hennar umvafin birtu og hjartans þökk. Árni Gunnarsson. Pottormur í Reykjavík fyrir 40 árum átti ömmu sem keyrði bíl. Afinn ók ekki. Amman sá um marga aðra verklega þætti í heimilisstarf- inu. Heimilið sem þau bjuggu sér var traustur og fijór bakhjarl fyrir ábyrgðarmikið embætti, félags- og fræðistörf afans. Heimilishaldið í Starhaga og í sumarbústaðnum við Sogið er í barnsminninu allt öðru vísi en annað heimilishald. Gamaldags hvað varð- ar mikil tengsl við stóran hóp fólks sem naut félagsskapar húsbænd- anna, spjallaði um menningu og mál líðandi stundar, lagði á ráðin um trésmíði og hannyrðir. Nútímalegt hvað varðar framlag húsmóðurinnar sem var sjálfstæð og tæknilega sinn- uð nútímakona. Þegar pottormurinn, fyrsta barna- barnið, fékk að fara með afa og ömmu í sumarbústaðinn var farang- urinn gjarnan látinn í tösku og síðan beðið niðri við hlið. Helst grunar mig að þá hafí þótt eðlilegt að þeir sem á annað borð fengu bílfar færu í veg fyrir bílinn og biðu. í sumarbústaðnum sá amma vita- INGA ÁRNADÓTTIR + Unnur Þórdís Sæmundsdóttir fæddist 17. nóv. 1936 í Heydalsseli við Hrútafjörð. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi aðfara- nótt þriðjudagsins 18. júlí. Unnur Þór- dís var dóttir hjón- anna Sæmundar Guðjónssonar bónda, f. 25. feb. 1896, d. 15. jan. 1984, og konu hans Jóhönnu Brynjólfs- dóttur, f. 1. júní 1897, d. 18. des. 1939. Þriggja ára gömul missti hún móður sína. Þá réðst til heimilisins Guðrún Lilja JÓt hannesdóttir, f. 3. okt. 1912, d. 11. maí 1983. Var hún á heimil- inu frá 1940 til 1947. Þá tók við Ragna Eiðsdóttir, f. 5. okt. 1913 og var þar til hún lést þ. 1. sept. 1963. Unnur var yngst fimm systkina, eldri eru fjórir bræður sem eru: 1) Brynjólfur, f. 22. apríl 1923, fyrrv. bifreiðasljóri, búsettur í Rvík, m. Guðrún Lilja Jóhannesdóttir, f. 3. okt. 1912, d. 11. maí 1983. 2) Guðjón Ingvi, f. 24. sept. 1926, bóndi á Borð- eyrarbæ við Hrútafjörð, m. Sig- urrós Jóhanna Sigurðardóttir, f. 17. des. 1935. 3) Gunnar Daní- el, f. 18. sept. 1929, bóndi á Broddadalsá við Kollafjörð, m. Kristjana Jóna Brynjólfsdóttir, f. 3. maí 1930. 4) Pálmi, f. 25. sept. 1933, sparisjóðsstjóri, Laugarholti við Hrútafjörð, m. Ásdís Guðmundsdóttir, f. 2. jan. 1942. Einnig ólst upp með þeim systkinum frá unga aldri frænka þeirra, Þórdís Eiðsdóttir, f. 23. mars 1915, d. 29. maí 1984, sauma- kona í Kópavogi, m. Stefán Guð- mundsson, f. 8. júní 1913. Unnur Þórdís giftist 30. mars 1958 Víglundi Elíssyni verkamanni f. 7. des. 1929 og bjuggu þau allan sinn bú- skap á Akranesi. Þau eignuðust fjög- ur börn sem eru: 1) Sæmundur, f. 17. okt. 1957, byggingariðnfræð- ingur á Akranesi, M. Valdís Inga Valgarðsdóttir, f. 20. mars 1958. Barn þeirra: Brynjólfur, f. 14. mars 1984. Áður átti Sæmundur Jóhönnu Steinuijni, f. 6. nóv. 1975. 2) EIís Rúnar, f. 8. júní 1959, bifreiðastjóri í Rvík, m. Sveinbjörg Dóra Sveinbjörns- dóttir, f. 12. jan. 1960 (þau skildu). Barn þeirra: Guðrún Björk, f. 21. maí 1978. Seinni maki Hrönn Norðdahl, f. 16. nóv. 1953. Börn hennar: Sylvía Guðrún, f. 19. maí 1975 og Sig- urjón Bruno, f. 26. jan. 1977. 3) Aðalsteinn, f. 19. júlí 1965, raf- magnstæknifræðingur í Rvík, m. Guðrún Kristín Reimarsdótt- ir, f. 19. nóv. 1965. Barn þeirra: Arnar Freyr, f. 27. mars 1989. 4) Jónína Halla, f. 15. jan. 1969, kerfisfræðingur á Akranesi, m. Haraldur Ingólfsson, f. 1. ágúst 1970. Barn þeirra: Unnur Ýr, f. 15. ágúst 1994. Unnur Þórdís hóf störf sem starfsstúlka á Sjúkrahúsi Akraness 1982 og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Útför Unnar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.00 AÐ taka til á heimilinu á meðan börnin eru að vaxa úr grasi er eins og að sópa innkeyrsluna á meðan það snjóar. (Phyllis Diller.) Þessi orð lýsa sennilega vel að- stæðum móður okkar við 'uppeldi barna sinna. Það gekk ýmislegt á. En móðír okkar var þolinmóð að eðlisfari, hún hélt ró sinni þegar þess þurfti og fyrir vikið hlaut hún mikla virðingu okkar. Móðir okkar var fædd og uppalin í sveit. Hún ólst upp ásamt fjórum eldri bræðrum í Borðeyrarbæ við Hrútaij'örð. Hún hafði alltaf sterk tengsl við heimahagana og hélt góðu sambandi við fólkið fyrir norðan. Hún reyndi að fara á hveiju sumri norður og dvaldi oft sumarlangt þar. Þar átti hún góðar stundir með ættmennum sínum og vinum. Mamma kaus að vinna heimavið á meðan börnin uxu úr grasi en sumarið 1982 hóf hún störf við ræst- ingar á Sjúkrahúsi Akraness. Þar starfa hressar og skemmtilegar kon- ur og eignaðist mamma margar vin- konur meðal þeirra. Þessar konur veittu henni mikinn stuðning í veik- indum hennar. Það var mömmu erf- ið ákvörðun þurfa að láta af störfum. Eftir að við fórum að heiman eitt af öðru til að lifa með mökum okkar og börnum þá höfðum við öll þessa sterku þörf fyrir að hitta mömmu. Helst á hveijum degi rákum við inn nefið, sögðum hæ, drukkum einn eða fleiri bolla af kaffi og spjölluðum saman. Stundum ílengdumst við fram yfir kvöldmat, stundum leng- ur. Sama gilti um maka okkar og börn. Við vorum ekki alltaf sam- mála um hlutina og skiptumst á skoðunum. Mamma hafði oft mjög ákveðnar meiningar í samræðum okkar og hún var trú sínum skoðun- um. Móðir okkar var ákveðin kona. Hún fór og gerði það sem hún ætl- aði sér. Og sannarlega ætlaði hún að hafa betur í baráttunni við sjúk- dóminn. Það var margt sem henni fannst hún eiga eftir ógert en „eng- inn ræður sínum næturstað" eru orð sem hún gerði stundum að sínum. Eftir rúmlega 5 ára baráttu játar hún sig sigraða. Okkur langar til að þakka starfs- fólki Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Oft hafði hún á orði hversu yndislegt fólk þar starfaði og víst er að þar var líf hennar gert eins bærilegt og hægt var undir lokin. Með móður okkar er farin góð kona. Hún unni heimili sín. Hún unni sveitinni sinni. Hún unni vinum sínum. Hún unni fjölskyldunni sinni og barnabörnin voru hennar líf og yndi. Hún var kona sem við elskuð- um og virtum. Minningin um yndis- lega móður mun lifa með okkur og fjölskyldum okkar. Þakka þér fyrir að vera áhugasöm en aldrei hnýsin. Fyrir að elska mig, en kæfa mig aldrei í ást. Fyrir að byggja mér hreiður, en leyfa mér að fljúga út í frelsið. Sæmundur, EIís, Aðalsteinn og Jónína. Unnur Þórdís Sæmundsdóttir, besta amma í heimi, ég sakna þín mjög mikið. En svona er lífið, en það er samt ósanngjarnt gagnvart þér. Ég vildi að þú værir hér enn, þegar skólinn byijar hef ég enga Unni ömmu til að fá að borða hjá. En samt á ég aðra ömmu og tvo afa, Guðnýju ömmu, hún er líka góð. En lífið verður ekki eins og þegar þú varst, en það venst. En mundu það og gleymdu því ekki að ég gleymi þér aldrei. Þinn ástkæri Brynjólfur. UNNUR ÞÓRDÍS SÆMUNDSDÓTTIR skuld um innanhússverk, með góðri hjálp dætra sinna og frænkna. Auk þess reri hún, lagði net og vitjaði um. Hún gekk til verka sinna með gleði og reisn og tilþrifum þannig að ævintýrin voru iðulega nálæg barninu sem horfði á. Amma vann einnig ýmis verk sem þjóðsagan hefur lagt á ömmur fyrri tíma. Hún kenndi mér að skrifa tölu- stafinn 5, sem var til vandræða eft- ir að ég lærði flesta aðra tölustafi. Þegar ég varð fullorðinn og amma hélt að þýddi að segja heillegar sög- ur komu skemmtilegar frásagnir af systkinahópnum á Skútustöðum, og hvað hefði verið stórkostlegt á Reyð- arfirði sumurin sem þau voru þar. Svo hló hún og sagðist hafa lesið löngu seinna að meðan þau voru á Hólmum hafi verið mesta sumarblíða á Austurlandi í marga áratugi. Þegar afi hætti að vinna sjötugur voru þau bæði við góða heilsu og ferðuðust mikið. Fyrir 20 árum var strákurinn síðan orðinn stór, kominn með fjölskyldu sjálfur og gott að eiga. innhlaup hjá þeim í sumar- bústaðinn þegar veðrið var svo gott að það var óviðurkvæmilegt að sitja inni að læra. Þá var auðvitað farið yfir hvað allir í fjölskyldunni hefðu fyrir stafni og hvernig þeim miðaði. Síðan var skipt yfir í sögur frá fyrstu búskaparárum þeirra 50 árum fyrr og mikla Evrópuferð um miðjan fjórða áratuginn. Bæði sögðu þau vel frá og voru samhent við það. Stundum fannst afa þó nóg komið af fornfræði, það þýddi ekkert að vera að lesa þetta yfir kynslóð sem ekki vissi mun á púnversku stríðun- um og fyrri heimstyijöldinni. Þá var bara farið að ræða búskap og náms- ferðir okkar yngra fólksins. Minningabrotin um ömmu mína raðast saman í ævintýri: Langt, hamingjusamt líf kraftmikillar hæfi- leikakonu. Hún kom úr skemmti- legri flölskyldu, valdi hæfilega ólíkan lífsförunaut, bjó við góðar aðstæður og frá miðjum aldri við þokkaleg efni, lengst af við góða heilsu. Hún var drifkrafturinn í ævintýrinu sjálf. Hún hafði góð spil á hendi í lífinu og spilaði vel úr þeim. Henni fannst örugglega gaman að lifa. Helgi Þórsson. Hún Unnur tengdamóðir okkar er dáin. Eftir erfið og langvarandi veikindi hefur hún fengið þá hvíld sem henni var fyrir bestu eins og komið var fyrir henni. Unnur var baráttukona sem aldrei gafst upp og voru veikindin aldrei stórvægileg í hennar huga. Núna fyrir um þremur vikum, þegar hún lagðist inn á Sjúkrahús Akraness, var það einungis til að safna kröftum að hennar mati. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn á Höfðabrautina til Unnar og Villa. Unnur tók ávallt vel á móti fólki og var alveg sama hver átti í hlut. Oft var mikill erill og mikið skrafað á Höfðabrautinni. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær óspart í ljós þegar við átti. Barnabörnin komu oft í heimsókn og Unnur hafði yndi af því að stjana við þau. Hún hugsaði vel um heimil- ið og stjórnaði því af röggsemi. Það er skrýtið til þess að hugsa að eiga ekki eftir að fá að njóta samvista við hana Unni framar. Það er erfitt að skrifa um hana þar sem síst af öllu mátti hrósa henni eða vera með eitthvert væl eins og hún orðaði það. Hún átti einstaklega gott með að gefa af sér og margt var af henni hægt að læra. Hún var einstaklega góð tengdamóðir og við tengdabörn- in sín var hún ekki öðruvísi en við sín eigin börn. Við þökkum fyrir að fá áð hafa kynnst þessari elskulegu konu, sem ávallt vildi allt fyrir okkur gera og var reiðubúin til hjálpar hvenær sem er. Við þökkum Unni samveruna í gegnum árin og biðjum henni guðs- blessunar á nýjum vettvangi. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, lrjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Kveðja, tengdabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.