Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÁSGEIR Þ. ÓLAFSSON + Ásgeir Þ. Ólafs- son fæddist i Keflavík 28. októ- ber 1902. Hann lést í Borgarnesi 15. júli síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur V. Ófeigs- son, kaupmaður og útgerðarmaður þar og kona hans Þór- dís Einarsdóttir frá Kletti í Geiradal. —* Systkini Ásgeirs eru: Bragi, f. 1903, d. 1983, Halldóra, f. 1906, og Vilborg, f. 1918, d. 1978. 6. september 1930 kvæntist Ásgeir Guðrúnu Svövu Árna- dóttur Eiríkssonar, kaupmanns og leikara í Reykjavík, og konu hans Vilborgar Runólfsdóttur. Synir þeirra eru Ólafur Árni, verkfræðingur í Texas, kvænt- ur Guðrúnu Ottósdóttur, eiga þau þrjú börn, Bragi, tannlækn- ir í Reykjavík, kvæntur Eddu Hinriksdóttur, eiga þau þrjú börn; og Ásgeir starfsmaður Kaupfélags Borg- firðinga. Fyrir hjónaband átti Ás- geir dótturina Her- dísi hjúkrunarfræð- ing, sem er gift og búsett i Englandi. Ásgeir lauk emb- ættisprófi frá Dýra- læknaháskólanum í Hannover árið 1927, var aðstoðar- dýralæknir í Reykjavík 1927-28. Hann var skipaður dýralæknir í Vestfirðingafjórðungi 1928. Hann var héraðsdýralæknir í Borgarfjarðarumdæmi Vest- firðingafjórðungs 1947-60 og í Mýrasýsluumdæmi frá 1960-72 er hann lét af störfum. Útför Ásgeirs fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ÁSGEIR Þ. Ólafsson, fyrrverandi héraðsdýralæknir, tengdafaðir ' minn, er látinn í hárri elli, 92 ára. Aðrir munu Qalla um ættir hans og æviferil en mig langar að rifja upp örfá minningarbrot um sam- verustundir með honum og hans elskulegu konu, Guðrúnu Árnadótt- ur, undanfarin rúm 30 ár. Fyrsta minningin er eiginlega frá því er ég kom ásamt manni mínum, syni þeirra, á fögrum haustdegi seint í október árið 1962 í sextugs- afmæli’ Ásgeirs. Eg sé þau ljóslif- andi fyrir mér glöð í bragði og * glæsilega klædd taka á móti vinum sínum og ættingjum, en þau voru afar vinmörg og vinsæl hjón. Næsta minning er frá því er þau koma úr vel heppnaðri för til Noregs síðla sumars 1963, en þar hafði Ásgeir verið gerður heiðursfélagi norska dýralæknafélagsins og þótti honum mjög vænt um þann heiður. Næstu árin vorum við tíðir gestir hjá þeim í Borgamesi og var ævinlega jafn- vel. tekið á móti okkur og oft dvöldu bamabörnin hjá þeim tíma og tíma. En best kynntist ég Ásgeiri tengdaföður mínum er við hjón fluttumst í Borgarnes árið 1970. Við eignuðumst fljótlega hesta og fórum að stunda hestamennsku. ! Ásgeir sýndi því áhugamáli okkar strax mikinn áhuga, enda var hann sjálfur mikill áhugamaður um hesta, hafði ferðast fyrri hluta starfsævi sinnar á hestum, og átti góða hesta og fór mjög vel með þá. Einnig var hann nákvæmur í allri umgengni við hesta. Þó töluverður aldursmunur væri á okkur Ásgeiri og við ólík um margt urðum við fljótlega mjög góðir vinir og gátum spjallað um marga hluti, en oft bar þó hesta á góma. Ásgeir missti konu sína Guðrúnu Ámadóttur fyrir sléttum tveimur árum og saknaði hennar mjög. Ég minnist Ásgeirs ævinlega sem hins 4 mesta heiðursmanns. Blessuð sé minning hans. Edda Hinriksdóttir. Hann afi Ásgeir er dáinn. Tilvilj- animar geta verið skrýtnar. Það voru nákvæmlega tvö ár og einn dagur frá því amma Gúlla dó, og er því gott að vita til þess að nú sé hann kominn til hennar. Ég man þegar ég settist niður j og ætlaði að fara að skrifa minning- ' argrein um hana ömmu Gúllu, þá . var ég ætíð farin að skrifa um þau * bæði. Og þannig er það með þessa minningargrein líka. Það var nefni- lega þannig með þau ömmu og afa, að ekki var hægt að nefna annað þeirra nema að nefna hitt líka, tal- að var jöfnum höndum um ömmu Gúllu og afa Ásgeir, eða eins og sonur minn kallaði þau bæði í sömu i andránni „ömmu Gúllu afa“. Afi Ásgeir starfaði sem dýralæknir og hafði aðsetur í Borgarnesi. Ekki ætla ég að gera grein fyrir starfs- ævi hans sem dýralæknis þar sem ég man aðeins síðustu árin sem hann starfaði sem dýralæknir, en hann lét af störfum árið 1973 og þá fluttust þau til Reykjavíkur. Það kom oft fyrir að ég fékk að fara í Borgarnes sem lítil stelpa og dvelja hjá ömmu og afa. Nokkur minningarbrot koma upp í hugann á þessum tímamótum frá þessum heimsóknum, en ég var fimm til sex ára. Fékk ég þá að fara í vitjanir með honum. Man ég sérstaklega eftir einni eftirminnilegri vitjun er við fórum að skoða svín á Brúar- landi og þótti mér það mjög skemmtilegt. Einnig man ég eftir því er komið var með hund til hans heim í Borg- arnes, en það þótti honum alger óþarfi að vera að koma með svona smádýr til lækninga og var hann ekki blíður á manninn við aumingja eigandann, en afi átti það til að stökkva upp á nef sér, ef sá gállinn var á honum. Mér þótti mjög gam- an að fá hundinn í heimsókn og þá mildaðist afi. Afi hafði gaman af því að fara á skauta og átti hann það til að fara með mig og vinkonu mína á skauta upp á „Bachmans- tjörn“ sem þá var til í Borgarnesi. Einnig er mér minnisstætt sem lítilli stelpu hversu nákvæm þau voru og snyrtileg. Þótti mér óþarfi að brjóta föt mjög nákvæmlega saman á kvöldin og setja þau á fyrirfram ákveðinn stól. Þetta þótti mér ekki skemmtilegt, en hef tekið þetta til eftirbreytni í dag með mín börn. Við fjölskyldan fluttum í Borgar- nes 1970 þannig að veran með ömmu og afa þar var frekar stutt. Amma og afí komu þó alltaf reglu- lega í heimsókn í Borgarnes, því þar áttu þau marga og góða vini, sem þau lögðu rækt við alla tíð. Þegar ég fór til Reykjavíkur aftur 1979 í menntaskóla hafði ég mikið samband við þau. Amma og afí voru mjög dugleg að sækja leikhús og aðra listviðburði og tel ég að þau hafi kennt mér að meta það að fara í leikhús. Við höfðum þann háttinn á að ég keyrði þau og þau buðu mér í leikhús, og sáum við nánast allar sýningar í þau fjögur ár sem ég var í skólanum. Þetta var mjög ánægjulegur tími sem við áttum saman. Ég hafði gaman af afa, því þegar ég kom að sækja þau, var hann vanalega búinn að bíða í ganginum í frakkanum með hattinn í hálftíma, því hann vildi ekki láta bíða eftir sér. Ég held að þessi tuttugu ár sem þau áttu saman afi og amma, eftir að hann hætti að vinna, hafi verið mjög góð fyrir þau. Þau fóru m.a. á hveiju ári á heilsuhælið í Hvera- gerði og nutu þess að vera til í raun og veru. Þau voru miklir félag- ar og vinir. Afi varð nánast blindur frá árinu 1985 en það var samt ótrúlegt hvað þau voru dugleg. Þau létu það ekki aftra sér að sækja leikhús og ekki eru mörg árin síðan afí fór síðast í leikhús. Blindan gerði það að verkum að afi gat hvorki lesið né skrifað, en það var eitt af áhugamálum hans. Til að byija með las amma fyrir hann, en hún kvartaði yfír því að stundum væri hún búin að lesa í langan tíma, en hafði bara ekki tekið eftir því að hann var steinsofnaður. Það var eftir því tekið hvar sem amma og afi fóru hvernig þau voru klædd. Talað var um að afi væri eins og „enskur lord“, í klæða- burði. Hef ég heyrt að þó að hann væri að sinna sínum skyldustörfum sem dýralæknir hafí hann ætíð ver- ið jafn snyrtilegur. Það kom oft fyrir að þau væru spurð hvaðan hitt eða þetta væri sem þau voru í. Amma hafði gaman af því að segja frá því þegar afi var spurður hvaðan skórnir væru sem hann var í, en þá voru það tuttugu ára gaml- ir „Loyds“-skór, en samt eins og nýir. Með þessum orðum vil ég kveðja afa Ásgeir og þakka honum fyrir allar samverustundirnar. Hafðu þökk fyrir. Jóna Dís Bragadóttir. Ásgeir Þ. Ólafsson, héraðsdýra- læknir, er látinn í Borgamesi. Þar bjó hann og starfaði lengst af sinn- ar ævi. Honum féll vel við stað og fólk og þó nú væru margir þeir fallnir frá, sem voru hans félags- skapur fyrrum, undi hann sér vel þar. Að loknu stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla 1922 fór hann til Hannover á Þýskalandi og lagði stund á dýralækningar. Að loknu námi sneri hann heim og var fljótt skipaður héraðsdýralæknir á Vest- urlandi með aðsetur í Borgarnesi. Þá var fátt um dýralækna og náði hérað hans frá Hvalfjarðarbotni norður að ísafjarðardjúpi. Nú sinna sjö dýralæknar því landssvæði, sem hann tók við einn í fyrstu. Svo víðlent hérað krafðist mikilla ferðalaga, svo mikilla að ekki var á annarra færi en röskra ferða- manna að sinna þeim. Þegar Ás- geir tók við embætti sínu „1928 “ fór lítið fyrir vegum á íslandi, mest vom það ruðningar, þar sem stór- grýti hafði verið rutt úr fjárgötum eða hestaleiðum fyrri alda. Farar- tækin voru eftir því. Hesturinn var enn þarfasti þjónninn til þess að flytja fólk og vaming. Bílar voru sjaldséðir og fáir vegarspottar og stuttir, sem voru færir, en bílvegir að nútíma hætti voru engir. Ekki varð vikist undan að fara um þetta víðlenda hérað bæði til lækninga og eftirlitsstarfa, sem heyrðu undir embættið, frá Hvalfirði upp um Borgarfjörð, út Mýrar, fram á Snæ- fellsnes, norður Dali, vestur um firði. Nú á tíð finnst okkur þetta skemmtiferðir í þægilegum bíl á góðum sumardegi. En hann gat ekki valið sér veður eða færð, frek- ar en aðrir læknar; þegar kallað var, varð að gegna. Oft hafa þeir verið þreyttir, í slagviðri að hausti eða vetrarhríðum, þegar þeir komu á áfangastað eftir Ianga ferð, enda entust margir illa. Það þurfti þrek- menni og ferðagarpa í þessi störf. Hann átti góða hesta og lagði rækt við þá. Hann var mikill hesta- maður alla tíð og hefir það fylgt afkomendum hans. Ásgeir Ólafsson var meðalmaður á hæð, grannvaxinn og safnaði aldrei holdum. Hann var kvikur í hreyfingum, léttur í spori, og þegar hann lét af embætti sjötugur varð ekki annað séð af hreyfingum hans og fasi en að þar færi ungur maður. Smám saman skrapp héraðið saman eftir því sem fleiri dýralækn- ar komu til starfa og var orðið hóf- legt og bílfært þegar hann hætti. Ásgeir hafði stundað nám við góðan skóla í einu af helstu menn- ingarlöndum álfunnar. Var hann því vel búinn undir ævistarfið þegar hann tók við því. Hann reyndi ekki einasta að lækna búpeninginn held- ur og að grennslast fyrir um orsak- ir þeirra kvilla sem hijáðu hann og skrifaði greinar um búfjársjúkdóma í tímarit bænda. Ég hefi fyrir satt, að þeim grein- um hafí verið tekið með þökkum, þær hafi verið vel skrifaðar, án máialenginga, og fært lesendum mikinn fróðleik. Páll yfirdýralæknir Pálsson sagði 1992: „Ásgeir fylgd- ist að sjálfsögðu með þessum sjúk- dómi frá byijun og nú munu hald- bestu upplýsingar um hegðan sjúk- dómsins og útbreiðslu hans fyrstu árin vera að finna í ritgerð Ásgeirs frá árinu 1937 um þennan farald- ur.“ Þessi faraldur var mæðiveikin, sú leiða pest. Hann skrifaði Iipurt mál og fallegt, laust við þá óværu, sem rennur úr penna margra. Ás- geir fræddi ekki aðeins í riti, hann kenndi við Bændaskólann á Hvann- eyri árin 1929 til 1953. Hann var léttur í tali, ljóðelskur og kunni firn af kvæðum og vísum, bóngóður, kannske stundum meira en honum var gott. Hann var snyrti- menni, ætíð vel til fara og sá ekki á honum fis. Þar naut hann og konu sinnar, sem var honum sam- hent í snyrtimennskunni. Margir áttu erindi við dýralækn- inn, var gestkvæmt á heimilinu alla tíð og þó mest framan af enda lítið um gistihús og matsölur og sam- göngur erfiðar. Þá varð ekki skroppið úr sveitum Vestfírðinga- fjórðungs í Borgarnes og öllum er- indum lokið á einni dagsstund. Hjónin voru bæði gestrisin og veit- ul. Gestrisni þeirra var í raun um efni fram, launin voru lág og þurfti að halda vel á svo fjölskyldan kæm- ist af, þó ekki kæmi til gestagang- ur, en allir þeir sem erindi áttu við dýralækninn voru velkomnir að borði þeirra og margir gistu. Ásgeir kvæntist þann 6. septem- ber 1930 Guðrúnu Árnadóttur, Ei- ríkssonar. Hún var alin upp á mynd- arheimili í Reykjavík. Móðir hennar var afbragð annarra kvenna um matreiðslu og heimilisrekstur. Kom það sér vel þegar Guðrún fluttist í Borgarnes að hafa kynnst því verk- lagi. Þægindi í Reykjavík fyrir sjö tug- um ára voru lítil miðað við það sem nú er, en þegar hún fluttist í Borg- arnes fór hún aftur í aldir. Framan af bjuggu þau við þröngan húsa- kost og þægindasnauðan og hún þurfti að semja sig að búskapar- háttum fyrri tíma. A sláturtíð þurfti að birgja heimilið upp að vistum fyrir veturinn. Kæligeymslur voru engar og þurfti að sjóða niður, það sem nota þurfti af kjöti og öðru nýmeti. Ekki skulu raktir erfiðleikar frumbýlingsáranna, en það hefir verið erfitt ungri stúlku úr Reykja- vík að takast á við nýtt líf gerólíkt öllu sem hún hafði áður þekkt. En Guðrún var dugnaðarforkur og kunni ekki að gefast upp. Hún var jafnlynd, geðgóð og glaðsinna. Ég hygg að allir, sem kynntust henni hafi metið fágaða framkomu og alúð í viðmóti við alla þá mörgu, sem komu í snertingu við dýralækn- isheimilið. Ég trúi að þáttur hennar í vinsældum dýralæknisins hafi ver- ið gildur. Þegar Ásgeir hætti störfum sjö- tugur fluttu þau hjón til Reykjavík- ur, en það var önnur Reykjavík en þau höfðu þekkt í æsku sinni. Með hækkandi aldri lögðust sjúkdómar að Guðrúnu en elli mæddi Ásgeir og honum dapraðist sjón. Þau fluttu á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 1992 og nutu þar góðrar aðhlynningar. Þar andaðist Asgeir þann 14. júlí 1995. Hann var þá orðinn aldursforseti dýra- lækna og heiðursfélagi samtaka þeirra. Konu sína hafði hann misst 16. júlí 1993. Löngu og starfssömu lífi er lokið. Bjarni Jónsson Það er fjörutíu og eitt ár liðið og mánuði betur frá því ég fyrst kom á heimili héraðsdýralæknishjón- anna í Borgarnesi, þeirra Ásgeirs Þ. Ólafssonar, sem er í dag kvadd- ur hinstu kveðju, og konu hans Guðrúnar Árnadóttur, sem lést fyr- ir sem næst tveimur árum upp á dag. Mér hafði boðist starf, að leysa héraðsdýralækninn af í sumarleyfi hans þetta sumar. Þegar ég kom var dýralæknirinn úti í vitjum en kom skömmu síðar. Strax var byij- að á að setja mig inn í starfið og hvað væri helst framundan næstu daga. Það tók nokkra daga fyrir okkur að átta okkur hvor á öðrum, en eftir það þróaðist með okkur vinátta og síðar með fjölskyldunum, sem aldrei bar skugga á. Ég gegndi sumarafleysingu í héraðinu aftur sumarið eftir og síð- an skipuðust mál þannig, að þegar ég að loknu dýralæknisprófi, tók við héraðsdýralæknisembætti í Dalaumdæmi, þá urðum við ná- grannar í tæpan áratug. Unnum við oft saman á þessum tlma við ýmsar stærri og erfiðari aðgerðir og leystum hvor annan af við ýmis tækifæri. Samstarf okkar varð ekki aðeins á faglega sviðinu heldur einnig í félagsmálum dýralækna. Ásgeir var kosinn formaður Dýralæknafélags Islands 1958 og sátum við saman í stjórn félagsins fyrstu tvö árin. Samningafundir um gjaldskrármál gengu ekki alltaf átakalaust, því að Ásgeir gat verið snöggur upp, en þeir voru alltaf skemmtilegir. Ásgeir var fæddur og uppalinn í Keflavík og hvernig það atvikaðist að hann sótti í dýralæknanám er mér ekki kunnugt. Vart hefur það verið af miklum kynnum af dýra- lækningum eða dýralæknum, því að á þessum tíma voru aðeins starf- andi þrír dýralæknar á landinu, í Reykjavík, Stykkishólmi og á Akur- eyri. Einhver læknistaug hefur ver- ið í ættinni og löngun til að lina þjáningar sjúkra, því að yngri bróð- ir Ágeirs, Bragi, lærði læknisfræði og starfaði lengi sem héraðslæknir og síðast sem aðstoðarlæknir borg- arlæknis um árabil. Ásgeri sótti dýralæknismenntun sína til Dýralæknaháskólans í Hannover og lauk prófí þaðan 1927. Á þeim tíma sótti ijöldi Norðmanna nám sitt til Hannover því að Norski Dýralæknaháskólinn tók ekki til starfa fyrr en 1935. Eignaðist Ás- geir marga vini meðal þeirra og þegar hann var kjörinn heiðursfélagi i Norska Dýralæknafélaginu 1963 notaði hann tækifærið og heimsótti marga fyrrum skólafélaga sína í Noregi og hafði mikla gleði af. Að námi loknu starfaði Ásgeir fyrst sem aðstoðardýralæknir í Reykjavík um tveggja ára skeið en var síðan skipaður héraðsdýralækn- ir í Borgarnesi og starfaði þar óslit- ið þar til hann hætti störfum fyrir aldursakir í árslok 1972. í dýra- læknisstörfum var Ásgeir óragur og farsæll. Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag hve þessir frumkvöðl- ar, sem störfuðu í mikilli einangr- un, framkvæmdu margar erfiðar aðgerðir við ótrúlegar aðstæður, sem heppnuðust og það án aðstoðar fúkalyfja. Þar hjálpaði að hreinlæti og sótthreinsun voru hans kjörorð enda snyrtimennska honum I blóð borin. Það byggði upp sjálfstraustið að vinna með Ásgeiri við aðskiljan- legar aðgerðir og kom mér vissu- lega að gagni síðar við sambærileg- ar aðstæður. Samhliða dýralæknisstörfunum kenndi Ásgeir bændaefnum við Bændaskólann á Hvanneyri um ald- arfjórðungsskeið. Þá átti hann ásamt Sigurði E. Hlíðar þátt í að endurskoða og búa út til birtingar handrit Magnúsar Einarssonar að Dýralækningabók, sem hann hafði lokið við um 1920, en fékkst ekki gefin út sökum fjárskorts. Dýra- lækningabókin var svo gefin út 1932 og var biblía og helsta hald- reipi bænda um allt er snerti dýra- lækningar næstu áratugina. Ásgeir átti fallegt bókasafn og hafði yndi af lestri fagurbók- mennta, sérstaklega ljþðum og sögulegum fróðleik. Á réttum augnablikum gat Ásgeir sagt frá ýmsum skemmtilegum atvikum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.