Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ1995 35 J i ) J J 0 i i « y i i € « i i € i i Í i i sinn hæga og kankvísa hátt sem lyfti stemmningunni. Hann hélt þekkingu sinni vel við og fylgdist vel með í þróun dýralækninga og þá sérstaklega í sjúkdómum hrossa. Hann hafði líka gott lag og gaman af hrossum og átti nokkur góð hross, sem hann notaði bæði í starfi fyrr á árum og til skemmtunar. Á langri starfsævi kynntist hann baráttunni við sauðfjárpestirnar sem bárust til landsins í byrjun fjórða áratugarins og hann upplifði einnig að síðasta tilfelli mæðiveik- innar hér á landi var útrýmt í Norð- urárdal árið 1965. Hann sá hvaða afleiðingar þessar pestir höfðu á afkomu og kjör sauðfjárbænda og óskaði þess heitt að slíkt ástand endurtæki sig ekki. Við starfslok ákváðu þau Guðrún og Ásgeir að flytja til Reykjavíkur og eyða ævikvöldinu meðal vina og vandamanna. Þau áttu mörg góð ár hér í borginni en þegar heilsu þeirra fór hrakandi var ákveðið að sækja um að fá inni á elliheimilinu í Borgarnesi. Nokkrum dögum eftir níræðisaf- mæli Ásgeirs hringdi Guðrún og bauð okkur hjónum að líta inn í eftirmiðdagskaffi einhvern næstu daga. Guðrún sagði að þau væru byrjuð að pakka niður, því nú skyldi flutt upp í Borgarnes. Eftir að hafa fengið kaffi og smakkað á smákök- um og konfekti sagði Ásgeir, að nú skyldi Guðrún ná í kampavíns- flöskuna, sem hann hefði haldið eftir í afmælisveislunni, og nú skyldi drukkin hestaskál. Skömmu síðar byijuðu minningarnar að streyma fram frá fjölmörgum sam- verustundum, í praxís, frá heim- sóknum og ýmsum mannamótum. I huga okkar hjónanna er þessi skilnaðarstund eins og samnefnari fyrir samstarfið og félagsskapinn frá fyrstu viðkynningu, einlæg og hrífandi. Á þessari stundu kveðjum við þau Ásgeir og Guðrúnu og vottum að- standendum þeirra okkar dýpstu samúð. Agnes og Brynjólfur. 011 verðum við að láta í minni pokann fyrir henni Elli kerlingu, þó sumum okkar takist mjög vel upp í baráttunni við hana. Svo var um Ásgeir Ólafsson fyrrverandi héraðsdýralækni, sem lést á Dvalar- heimili aldraða í Borgarnesi 15.7. síðastliðinn, 92 ára að aldri. Þegar ég undirritaður gekk í Dýralæknafélagið 1978 kynntistég fljótlega Ásgeiri, sem þrátt fyrir að hafa verið á eftirlaunum í fimm ár tók virkan þátt í félagslífi félags- ins. Þau hjónin létu sig nær aldrei vanta á skemmtanir á vegum fé- lagsins eða kollega og héldu þeirri venju þar til fyrir nokkrum árum. Ásgeir var eftirtektarverður maður, það var ákveðin reisn og myndug- leiki yfir honum sem hélst eiginlega til hinstu stundar. Hann var ákaf- lega mikið snyrtimenni og vel til fara, ekkert ósvipaður enskum „lords“ í öllu sínu hátterni og fasi. Ásgeir var fróður um margt og hafði gaman af að segja sögur, sem hann kunni margar af bændum og búaliði, sérstaklega í Borgarfirði. Eftir að ég tengdist inn í fjölskyldu hans kynntist ég honum betur og fann þá betur enn fyrr að þar fór maður sem ekki var hægt annað en taka tillit til og bera virðingu fyrir. Ásgeir útskrifaðist sem dýra- læknir frá Dýralæknaháskólanum í Hannover 1926. Bara ártalið virkar fjarrænt og óraunverulegt fyrir nútímamanninum. Ásgeir var fljót- lega eftir heimkomuna gerður að dýralækni í Vestfirðingafjórðungi, með aðsetur í Borgarnesi. Á hans ferli upplifði hann að umdæminu var skipt upp í margar smærri ein- ingar og starfa þar nú margir dýra- læknar þar sem áður var aðeins einn. Þegar Ásgeir hóf starfsferil sinn voru aðstæður og umhverfi gjörólíkt frá því sem nú er í dag og líklega ólýsanlegt nema þeim sem þau upplifðu. Ferðalög á hest- um um þetta víðáttumikla svæði tók tíma og hlýtur að hafa reynt á lík- amlegt þrek. Þá lifði Ásgeir þær breytingar að bifreiðarnar komu til sögunnar og dýralæknaþjónustan breyttist til muna. Ásgeir lét af störfum 1973 og flutti þá til Reykjavíkur til að lifa sín síðustu ár. Síðan eru liðin 23 ár, sem er langur tími á eftirlaun- um. Eg kveð Asgeir og þakka hon- um samfylgdina og veit að hann fór héðan saddur lífdaga. Fyrir einu og hálfu ári lögðum við á ráðin um að drekka smávegis koníak saman, en þegar það bar á góma lifnaði yfir Ásgeiri og glampi kom í aug- un. Úr þessu verður koníakið að bíða betri tíma. Megi hann hvíla í friði. Helgi Sigurðsson. Ásgeir Þ. Ólafsson, fyrrverandi hér- aðsdýralæknir í Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag. Ásgeir útskrifaðist frá Dýra- læknaháskólanum í Hannover 1927 og fór síðan fljótlega til starfa sem héraðsdýralæknir í Borgarnesi, en þar vann hann allan sinn starfsald- ur. Framan af var Ásgeir eini dýra- læknirinn á Vesturlandi, en á þessu svæði starfa nú sexdýralæknar. Þeim fækkar tiltölulega dýra- læknunum sem kynntust Ásgeiri MINNIIMGAR meðan hann var í fullu starfi. Ás- geir lét af störfum árið 1973, þann- ig að ég kynntist Ásgeiri ekki sem starfandi dýralækni, en hitti hann á fundum Dýralæknafélagsins, en þá sótti Ásgeir oft ásamt konu sinni, Guðrúnu Svövu Árnadóttur, þó þau væru hætt störfum. Ásgeir var einn af stofnendum Dýralæknafélags íslands árið 1934. Þeir voru sex dýralæknarnir sem stofnuðu félagið: Ásgeir Einarsson, Ásgeir Þ. Ólafsson, Bragi Stein- grímsson, Hannes Jónsson, Jón Pálsson og Sigurður Hlíðar. Ásgeir tók alla tíð virkan þátt í starfi fé- lagsins og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum m:a. var hann- formað- ur félagsins um nokkurra ára skeið. Hann var kjörinn heiðursfélagi Dýralæknafélags íslands á 50 ára afmæli félagsins 1984 ásamt öðrum þálifandi stofnfélögum félagsins þeim Ásgeiri Einarssyni og Jóni Pálssyni. Af stofnfélögunum er nú Ásgeir Einarsson einn á lífi. Eg vil fyrir hönd félaga Dýra- læknafélags íslands þakka Ásgeiri Þ. Ólafssyni og Guðrúnu Svöfu Árnadóttur fyrir störf þeirra innan félagsins um leið og ég votta afkom- endum þeirra virðingu og samúð. Rögnvaldurlngólfsson, formaður DI. + Faðir okkar og sonur minn, BIRGIR KARLSSON, lést 16. júlí á sjúkrahúsi í Árósum. Bálför hefur farið fram. Katja Karlsson, Erik Karlsson, Þórheiður Sigþórsdóttir. + Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ORTRUD JÓNSSOIM, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 21. júlí. Helga M. Ögmundsdóttir, Peter Holbrook, Ögmundur Petersson, Baldvin Petersson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, GUÐNI JÓNSSON, Skúlagötu 40, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 23. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Halldóra Þorgilsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Uppeldissystir okkar, STEFANÍA GUÐRÚN ELÍSDÓTTIR frá Skuld; Hringbraut 73, Hafnarfiröi, lést 13. júlí sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríður Ketilsdóttir, Jón Magnússon, frændfólk og vinir. + móðir okkar, Ástkær eiginkona mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR, Sóleyjargötu 25, verður jarðsungin frá Garðakirkju í dag, þriðjudaginn 25. júlí, kl. 13.30. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, Oddný Jóhanna Eyjólfsdóttir, Sölvi Óskarsson, Þorgeir Pétur Eyjólfsson, Laufey Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, og barnabörn Kristín Lýðsdóttir, Kjartan J. Kárason, Ásdfs Þórðardóttir + Útför séra SIGURJÓNS GUÐJÓNSSONAR fyrrv. prófasts, Eskihlíð 20, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. júlí kl. 13.30. Guðrún Þórarinsdóttir, Hrafnkell Sigurjónsson.Unnur Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÁSGEIR ERLENDSSON fyrrv. bóndi og vitavörður frá Hvallátrum, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 23. júlí. Kveðjuathöfn fer fram í Neskirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 15.00. Útförin fer fram frá Breiðavíkurkirkju laugardaginn 29. júlí kl. 14.00. Stella Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson, Margrét Ingvadóttir og fjölskyldur. + Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, ÞÓRUNN KRISTJANA HAFSTEIN, Dalbraut 20, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Steinarr Kristjánsson, Þórunn Júlía Steinarsdóttir, Steinarr Kr. Ómarsson, Jónas Sveinn Hauksson. + Elskulegur sonur minn, faðir og bróðir okkar, HALLDÓR JÓHANNSSON, lést í Hvidovre sjúkrahúsinu í Kaup- mannahöfn föstudaginn 21. júlí. Ásdis Ásgeirsdóttir, Daniel Stefán Halldórsson, Jón Friðrik Jóhannsson, Sigurrós Sigurðardóttir, Sigri'ður Jóhannsdóttir, Hannes Kristjánsson, Viggó G. Jóhannsson, Eydi's Ósk Hjartardóttir, Guðmundur J. Jóhannsson, Kristinn R. Jóhannsson, Sigurbjörg I. Magnúsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, dóttir mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, Stuðlaseli 30, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þann 22. júlí sl. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 27. júlí kl. 13.30. Jón A. Jónsson, Kristján Hreinsson, Magnús Jónsson, Ólöf Bjarnadóttir, Sigri'ður Jóna Jónsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Hugrún Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Sigurbjörg Hallgrimsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIMON Þ. SÍMONARSON vélstjóri, Gautlandi 9, Reykjavík, sem lést 16. júlí, verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 26. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð Félags aðstandenda Alzheimersjúklinga, Hlíðarbæ. Elfsabet Ó. Sigurðardóttir, Ronald Ö. Símonarson, Anna Stefánsdóttir, Símon Fr. Símonarson, Gunnhildur Valgarðsdóttir, Sigurður G. Símonarson, Halla Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.