Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MININIINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR ÓLAFSSON + Ólafur Ólafsson fæddist 15. febr- úar 1913 á Hall- steinsnesi í Gufu- dalssveit, Austur- Barðastrandar- sýslu. Hann lést 14. júlí síðastliðinn á hjúkrunarheimiiinu Sólvangi í Hafnar- firði. Foreldrar hans voru Ólafur Þórarinsson, f. 18.11. 1878, d. 4.5. 1964,_ sonur Þórar- ins Ólafssonar og Þuríðar Gísladóttur frá Múla í Kollafirði í Gufudalssveit. Þórarinn Ólafs- son faðir hans drukknaði í fiski- róðri frá þremur ungum börn- um, og ólust þau upp hjá vanda- lausum. Móðir Ólafs Ólafssonar var Guðrún Jónsdóttir, af Graf- arætt, f. 19.10. 1877, d. 29.9. 1958, frá Gröf í Gufudalssveit, næsta bæ við Hallsteinsnes, dótt- ir hjónanna Jóns Jónssonar og Þrúðar Ingibjargar Einarsdótt- ur. Ólafur átti einn bróður, Þor- berg, f. 22. ágúst 1915, kvæntan *" Olgu Pálsdóttur, og eiga þau þijú börn. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. ÓLAFUR Ólafsson var röskur og afar kjarkmikill unglingur, sem tók snemma mikinn þátt í margvíslegum störfum heimilisins svo sem skepnu- hirðingu, smalamennsku og heyskap. Áhugi hans og dugnaður við dagleg störf komu að ómetanlegu gagni, þar .sem fátt fólk var í heimili á stórri jörð, ekkert vinnufólk eða húsfólk. í heimilinu voru aðeins foreldrarnir og tveir bræður, sá yngri, Þorbergur, fór að heiman eftir fermingu, til að nema skipasmíðar. Þar sem túnið var stórt og mjög þýft var mikið átak, bæði að vinna á því, þ.e. að koma á það búfjár- áburði og slá það með orfi og ljá, eins og tíðkaðist í þá daga þegar hann var að alast upp. Fljótlega eftir fermingu fór hann að nota líkamsork- una við torfristu, sem notuð var á hús og hey og til þesS að rista ofan af grýttum þúfum í tún- inu og búa til sléttur á allstórum svæðum, inn- an um þúfnaklasann, sem var mikið átak að slétta, mest vegna þess hvað oft var mikið og stórt gijót í þúfunum, sem hann flutti svo í lægðir í túninu og jafn- aði svo yfir með mold úr gömlum hrundum veggjum og húsatóft- um, sem ástæða var til að ijarlægja, og láta hverfa. Þessu ók hann með frumstæðum tækjabúnaði í flögin, þar sem hann var búinn að rista ofan af, til þess að bæta jarðveginn og jafna yfirborðið, því hann var dug- mikill, áhugasamur og hiífði sér hvergi, þótt vinnudagurinn væri oft og mörgum sinnum býsna langur. Nokkrar vertíðir á kreppuárunum eftir 1930 fór pabbi hans til sjós og þá varð Óli, eins og hann var jafnan kallaður, að sjá um búskapinn og vorið 1936 tók hann alveg við bú- skapnum. Hann var ógiftur og for- eldrar hans aðstoðuðu hann við bú- skapinn. Þá girti hann allt túnið og stóra hagagirðingu niður að sjó, sem féð var haft í, á vorin um sauðburð- inn. I hagagirðingu komu fram allar þær tegundir af gróðri, sem fundust í landareigninni. Girðingarstaurana fékk hann alla leið norðan á Strönd- um og voru þeir keyrðir út á Þóris- hólmarif í Djúpafírði og sótti hann þá svo á „Hallsteinsnesbátnum” þangað. Þær voru margar ferðirnar sem Óli fór á „Hallsteinsbátnum“, er fólk nefndi svo, ýmist einsamall eða með pabba sínum eftir því sem á stóð. Þetta var tveggja manna far með seglum, sem bróðir hans smíð- aðyfáum árum eftir fermingu. Áður en bílvegur kom um sveitina var þetta aðal samgöngutækið um þvera firðina, Þorskafjörð og Djúpa- fjörð, og mjög oft uppskipunarbátur í sambandi við flutninga- og verslun- arferðir flóabátsins frá Flatey, sem voru bæði stijálar og óábyggilegar varðandi aðdrætti úr Flatey og voru ísalög oft til hindrunar. Þá þurft.i oft, á öllum tímum árs, að fara þver- firðis vegna læknisvitjunar eða til að t TORFI BRYNGEIRSSOIM frá Búastöðum, Vestmannaeyjum; til heimilis í Akurgerði 62, Reykjavík, sem lést 16. júlí, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 13.30. Erla Þorvarðardóttir, Njáll Torfason, Kristin Arsælsdóttir, Bryndis Torfadóttir, Hólmgrímur Þorsteinsson, Bryngeir Torfason, SigrúnS. Hreiðarsdóttir, Guðmundur H. Torfason, Björg Jakobína Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ ÁGÚSTSDÓTTIR, Hrafnistu, áður til heimilis á Brunnstíg 4, sem lést 17. júli sl., verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 25. júlí kl. 13.30. Þorsteinn Sigurðsson, Steinvör Sigurðardóttir, Ágúst G. Sigurðsson, Garðar Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir, Reimar Sigurðsson, Hafsteinn Sigurðsson, Bergur Sigurðsson, Gestur Breiðfjörð Sigurðsson, Sigurður Jens Sigurðsson, Kolbrún Sigurðardóttir, íris Kristjánsdóttir, Einar Borg Þórðarson, Guðrún Lórusdóttir, Erla Jónatansdóttir, Kristján Þórðarson, Gi'slína Jónsdóttir, Ágústa Hjálmtýsdóttir, Eh'sabet Hauksdóttir, Jóhanna Ósk Sigfúsdóttir, Benedikt Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. stytta fólki leið milli nesjanna, áður en bílvegur kom. Þá þurfti stundum að setja fram bát til að bjarga fé sem flæddi út á skeijum, bæði heimafé og aðkomufé. Þessar ferðir á bátnum voru oft mikið álag, einkum ef hann var einn. Á sumrin var báturinn oft í Skipatangavogi á floti um flóð, en um vetur uppi á þurru landi eða í nausti og þurfti hann þá oft, ef hann var einn, að stafnbera hann við setn- ingu, öðruvísi var hann ekki settur af einum manni, vegna þyngsla. Nú er þessi bátur kominn á Sjóminja- safnið í Hafnarfirði. Af ýmsum ástæðum var erfitt að búa þama, eins og annars staðar. Þegar fólk fór að flytja úr sveitinni og jarðir að tæmast af fólki, fór að bera skugga á áframhaldandi búskap á Hallsteinsnesi. Sú breyting varð á búrekstrinum meðal annars að hætt var að reka sláturfé að haustinu þá löngu leið frá Hallsteinsnesi og suður til Kaupfélags Króksfjarðar til slátr- unar. Óli samdi við þekkt verslunarfé- lag í Stykkishólmi að senda allstóran dekkaðan vélbát til að sækja sláturf- éð að Hallsteinsnesi og nutu fleiri í sveitinni góðs af þessum flutningi, sem Óli hafði umsjón með, er féð var flutt á þilfari, stundum í misjöfnu veðri, alla leiðina suður yfír Breiða- §örð til Stykkishólms. Þau ár sem Óli bjó á Hallsteins- nesi lagði hann mikla vinnu í að end- urbyggja skepnuhús á jörðinni og átti þar þó nokkuð byggingarefni, svo sem timbur og bárujám, þegar hann flutti frá Hallsteinsnesi, er kom að notum síðar. Árið 1956 flutti fjöl- skyldan frá Hallsteinsnesi til Flateyj- ar, í hús er Þorbergur hafði byggt þar. Dvölin þar varð þó stutt þar sem útgerð og fiskvinna dróst saman, og varð það til þess að Óli réð sig í fisk- vinnu, fyrst á Akranesi, svo í Hafnar- firði. Hann vann um tíma í Bátalóni hf. í Hafnarfirði og fór einnig til sjós. Var á bát frá Rifi á Snæfellsnesi og eitt sumar á bát sem gerður var út frá Sauðárkróki og annað sumar á síld; á Fiskakletti frá Hafnarfirði. Á meðan Óli bjó á Hallsteinsnesi kom í hans hlut að sinna fleiru en bústörfunum. Hann var gjaldkeri í slysavarnadeildinni Sigurvon, sem vann að því að komið yrði upp flug- velli í sveitinni, en með því var hægt að ná skjótara sambandi við Reykja- vík í veikinda- og slysatilfellum. Sá árangur náðist að komið var upp flug- velli og flugskýli á Melanesi, landi Skálaness við Gufufjörð. Það var ekkert farið að vinna að því að gera akfæran veg út á Hallsteinsnes öll LCGSTCINAR Groníl s/f HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 Blömastofa fíiðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. þau ár sem Óli bjó þar, þótt hann legði sig allan fram um að svo gæti orðið. Og þótt hann væri hættur búskap þá gerði hann það sem hann frekast gat til þess að fá veg út á nesið. Það var ekki fyrr en þrem áram eftir að Óli hætti að búa á Hallsteinsnesi að jarðýta var tiltæk til að jafna út og slétta út fyrir bíl- veg hina ójöfnu og hijóstragu Barms- hlíð. Eftir að hann hætti í fiskvinnu fór hann að vinna við framleiðslu á stein- ull og svo við framleiðslu á einangr- unarplasti í Steinullarverksmiðjunni í Hafnarfírði og vann við það meðan heilsan entist. íbúð keypti hann í Fögrukinn 5, stutt frá verksmiðj- unni. En hugur hans hefur alla tíð verið bundinn tryggðarböndum við æskustöðvarnar og æskuheimilið á Hallsteinsnesi. Átthagaást hans á þessum sumarfagra stað hefur ávallt komið skýrt í ljós. Sumarið 1960 hóf hann að gera grann að sumarbústað á bæjarhóln- um á Hallsteinsnesi, með aðstoð bróð- ur síns. Kom nú afgangur af bygg- ingarefni frá búskaparáranum og efni úr húsum, sem tekin vora niður, að góðum notum. Sumarið 1962 var bústaðurinn orðinn útibyrgður, en innrétting kom nokkra síðar. Girð- ingu vann hann við að koma upp í kringum bústaðinn, einnig hefur hann viðhaldið Ijárhúsi með jámþaki er stendur sem sögulegar minjar á túninu. Sumarið 1985 byijaði hann að undirbúa byggingu á öðram sumar- bústað á Hallsteinsnesi. Fékk hann jarðýtu til þess að fjarlægja og jafna út eina af þremur bæjartóftum, þ.e. tóftina að þeim bæ sem hann og for- eldrar hans bjuggu í og hóf þar að byggja sumarbústað á bæjarstæðinu. Þennan sumarbústað var hann búinn að leggja mikla vinnu í. Á hveiju sumri í 3 sumur hafði hann unnið að því að koma bústaðnum upp eftir því sem heilsan frekast leyfði. Meðan hann átti heima í sveitinni var hann manna fúsastur að veita aðstoð þeim sem á aðstoð þurfti að halda. Vil ég í því sambandi nefna aðstoð við fjölskyldu, sem reisti ný- býli á Hallsteinsneshlíðinni. Þá fór hann þessa 8 km leið fram og til baka gangandi, oft um hávetur, þótt hlíðin væri erfið yfirferðar vegna snjóþyngsla, því Hallsteinsneshlíðin er skjólsæl og snjóþung í snjóavetram og varð hann stundum, þegar þannig stóð á, að sjá einn um allt skepnu- hald heima, kýr, kindur og hesta. Þetta var aðallega á kreppuárunum milli 1930 og 1940. Sveitasíminn, þ.e. sími á hvern bæ, kom ekki fyrr en á seinustu búskaparárunum, en símalína var lögð um sýsluna 1927 og var næsta símstöð á Brekku. Af ýmsum ástæðum þurfti Óli að fara í síma að Brekku að vetrinum. Fór hann þessa leið, inn fyrir Djúpafjörð og yfir Ódijúginsháls, gangandi, oft í misjöfnu veðri. Tók það 3 til 4 tíma hvora leið, eftir aðstæðum. Varð hann stundum að ganga þessa erfiðu leið í náttmyrkri, snjó og hálku, snemma að morgni yfir háveturinn, því að á símstöðina þurfti hann jafn- an að vera mættur kl. 9 að morgni til að fá símasamband. Þegar frost vora, var stundum hægt að stytta sér leið og fara Lómahnúkaspöng, sem fyrst lagði, utan til yfír Djúpa- fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróu- ness. Það óhapp varð einu sinni, þeg- ar Óli fór þarna yfir, að ísinn brast og fór hann þá allur niður um ísinn. Hann barðist við að komast upp á ísbrúnina, en ísbrúnin brotnaði og fór hann tvisvar niður aftur. Þegar hann loksins við illan leik komst upp í þriðja sinn, var það sem ísbrúnin hélt, með því að hann skreið á ísnum, þá alveg uppgefínn, firmagna og gegnblautur í frostinu. Þannig á sig kominn tókst honum að ná landi og komast heim til sín. En nú eru gjörbreyttir tímar og aðrar aðstæður en þegar hann var við búskap á Hallsteinsnesi. Þessi mikla vinna og líkamsálag sem Óli hefur á sig lagt um ævina hefur valdið því að hann hefur ekki alltaf gengið heill til skógar. Hann var árum saman þjáður af kviðsliti og hefur hann þrisvar verið skorinn við því og nú síðast út af miklu álagi við sumarbústaðinn. Þar sem fram- hald er á sveitabúskap, sem ört dregst þó saman, era nú komnar vélar til að slétta tún og til heyöflun- ar og það mikla strit og erfiði, sem var samfara sveitabúskap, heyrir til fortíðinni og gleymist nú ört á tækni- öld. Eftir að Óli hætti að vinna fyrir aidurs sakir og heilsubrests, hefur hann nokkuð fengist við skriftir. Hefur skrifað ömefnalýsingu, sem talið er að hafi mjög vel tekist, af Hallsteinsnesi og Barmslandi og til- greint örnefni inn á kortið af þessu landsvæði. Er þetta nú geymt á veg- um Örnefnastofnunar. Þá var honum falið að skrifa landslagslýsingu af Gufudalssveit allri, og á þessi lands- lagslýsing að koma út í bók sem til stendur að gefa út og á að ná yfir Barðastrandarsýslu 'og ísafjarðar- sýslur báðar. Nú er síðasti bóndinn á landnáms- jörðinni Hallsteinsnesi lagstur til hinstu hvílu. Er það óneitanlega söknuður og merki um tímanna tákn, en með kærkominni sumardvöl ætt- ingja og vina á landareigninni verður hans ætíð minnst sem dugmikiis bónda sem unni jörðinni og lagði vinnu við að auka vitneskju fólks um þessa merku jörð um ókomna tíð. Góður drengur er genginn. Við þökkum honum samfylgdina og biðj- um honum Guðs blessunar á ókunn- um slóðum. Þorbergur Olafsson. I dag kveðjum við Óla frænda okkar frá Hallsteinsnesi, en það var hann jafnan kallaður á meðal okkar. í hugum okkar var hann einn af þeim aidamótabörnum sem ólust upp við harðræði og mikinn dugnað og allt var undir því komið hvort fólk í þá daga hafði í sig og á. Alvörugefinn og ósérhlífinn var hann, en gat þó borið fyrir sig glettni og gamansemi þegar minnst varði. Minnumst við bróðurbörn hans eink- um og sérstaklega samverustunda sem við áttum með honum vestur á Hallsteinsnesi. Þar naut Óli sín fuil- komlega á sínum bernskuslóðum og á meðan heilsa hans leyfði vann hann þar hörðum höndum að upp- byggingu og endurbótum við sumar- bústað, æðarvarp, skógarupp- græðslu og fleira mætti telja. Afraksturs þessarar uppbygging- ar nutum við bróðurbörn hans með fjölskyldum okkar í ríkum mæli og erum við í mikilli þakkarskuld fyrir það. Er nú komið að okkur að taka við og halda áfram þar sem frá var horfið. Óli var mikill náttúruunnandi. Eitt af hans áhugamálum var lands- lagsljósmyndun og hafði hann glöggt auga fyrir náttúrulýsingu. Þótt ÓIi hafi að mestu eytt sínum frítíma vestur á Hallsteinsnesi, ferð- aðist hann meðal annars þrívegis til útlanda: Noregs, Færeyja og Græn- lands. Ógrynni fallegra ljósmynda hefur hann geymt frá þessurn ferð- um sínum ásamt fjölda íslands- mynda. Óla auðnaðist ekki að eignast konu eða börn en naut í þess stað samvista við fjölskyldur okkar og barnabörn og fylgdist með okkar daglega lífi og brauðstriti til hinsta dags. I minningunni eru okkur eftir- minnilegar þær stundir er fjölskyld- an kom saman um hveija stórhátíð og önnur tækifæri í stofunni heima hjá foreldrum okkar. Var Óli ætíð þar á meðal. Verður hans eflaust saknað á slík- um stundum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við kveðjum þig kæri frændi með söknuði og þakklæti í huga. Blessuð sé minning þín. Brynja, Pálmi og Guðrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.