Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JENNÝ ÁGÚSTSDÓTTIR + Jenný Ágústs- dóttir fæddist í Ytri-Drápuhlíð Helgafellssveit Snæfellsnesi 24. september 1908. Hún lést á sjúkra- deild Hrafnistu í Hafnarfirði 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ágúst Ingimarsson smiður og bóndi, f. 1.8. Norðurárdal, kona hans Kristín Magðalena Jóhannesdóttir, f. 20.9. 1879 á Lýsuhóli í Staðar- sveit, d. 31.5. 1949. Jenný var fimmta barn þeirra hjóna, en systkini hennar voru Ásgerður Ágústa, Marta, Marta Sigríður, Inga Marín, Kristín Magða- lena, Þórdis, Lilja, Sigurður og Jóhanna Marta, sem öll eru látin. Jenný ólst upp í Ytri- Drápuhlíð til ársins 1919 er fjölskyldan flutti að Lýsuhóli í Staðarsveit. Þar í sveit kynnt- ist hún Sigurði Eiríkssyni vél- stjóra, f. 23.11. 1903 í Ytri- Görðum, d. 14.8. 1977, og gengu þau í hjónaband 29. maí 1928. Fyrstu tvö árin bjuggu þau tvíbýli í Gröf í Breiðu- víkurhreppi með Eiríki Sig- urðssyni, f. 8.9. 1873, d. 2.2. 1954, föður Sigurðar og konu hans Steinvöru Ármannsdótt- ur, f. 8.2. 1870, d. 27.10. 1944. Árið 1930 festu þau hjónin kaup á Brunnstíg 4 í Hafnar- firði og bjuggu þar alla tíð síð- an. Jenný og Sigurður áttu 11 börn. Þau eru: Þorsteinn vélstjóri, f. 14.6. 1928, kvæntur Irisi Dröfn Kristjánsdóttur, f. 10.2. 1932, Steinvör verslunarmað- ur, f. 27.3. 1930, gift Einari Borg Þórðarsyni stýri- manni og stálskipa- smið, f. 14.4. 1927, Ágúst Guðmundur skipatæknifræð- ingur, f. 15.9. 1931, kvæntur Guðrúnu Helgu Lárusdóttur framkvæmda- stjóra, f. 29.8.1933, Eiríkur Garðar vél- virkjameistari, f. 27.2. 1933, kvæntur Erlu Elísabetu Jón- atansdóttur, f. 16.10. 1934, Kr. Sigrún tækni- teiknari, f. 15.9. 1935, gift Krisljáni Þórðarsyni skrif- stofustjóra og lofskeytamanni, f. 13.10. 1928, Reimar Jóhann- es húsa- og húsgagnasmiður, f. 14.3. 1937, kvæntur Gislínu Jónsdóttur, f. 15.1. 1945, Guð- laugur Hafsteinn húsasmíða- meistari, f. 15.6. 1938, kvæntur Ágústu Hjálmtýsdóttur, f. 6.3. 1932, Guðjón Bergur vélvirki, f. 16.2. 1941, kona hans var Sylvía Elíasdóttir, f. 26.11. 1945, d. 29.12. 1993, Gestur Breiðfjörð skipstjóri, f. 2.10. 1943, kvæntur Elísabetu Hauksdóttur, f. 30.11. 1949, Sigurður Jens netagerðar- meistari, f. 10.4. 1945, kvæntur Jóhönnu Ósk Sigfúsdóttur, f. 23.4. 1946, og Kolbrún nudd- og snyrtifræðingur, gift Bene- dikt Steingrímssyni húsa- smiðameistara, f. 25.5.1950. Barnabörn Jennýjar eru 48 talsins og barnabarnabörnin eru 64. Jenný verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MÁLFRI'ÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Gnoðarvogi 22, Reykjavik, lést í Landspítalanum 12. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríður Snorradóttir, Helga Jónatansdóttir, Björgvin Þórisson, Kolbrún Jónatansdóttir, Árni Leósson, Gunnar Jónatansson, Katrín Sveinsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR INGIBJÖRG SÖLVADÓTTIR, Háteigi 16C, Keflavík, lést í Sjúkrahúsinu í Keflavík fimmtudaginn 20. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Maria Guönadóttir, Sölvi Guönason. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför sonar míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, JÓNS ARNAR SÆMUNDSSONAR frá Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Sæmundur Jónsson, Gústaf Daníelsson, Sigurósk Jónsdóttir, Þorgeir V. Jónsson, Kristfn Ólafsdóttir, Jórunn Jónsdóttir, Óskar Jóhannsson, Freyja Jónsdóttir, Ragnar Kárason, barnabörn og systkini hins látna. VIÐ SEM kveðjum Jenný ömmu okkar í dag, eigum margar hlýjar minningar um einstaka dugnaðar- konu sem kom upp 11 mannvænleg- um bömum og eignaðist 112 ömmu- og langömmubörn á sinni löngu ævi. Mínar fyrstu minningar tengjast ömmu og afa á Brunnstígnum í vest- urbæ Hafnarfjarðar, en þar bjuggum við fyrstu fjögur æviár mín, meðan foreldrar mínir voru að reisa sér hús í Kinnunum í austurhluta Hafnar- fjarðar. Á þessum árum hnýttust þau kærleiksbönd sem aldrei rofnuðu og hjá Jenný ömmu fann ég ætíð skjól, hvernig sem á stóð. Hún rak mann- margt heimili frá fyrstu tíð. Á Brunn- stígnum fengu allir ættingjar og vin- ir vestan af Snæfellsnesi inni um lengri eða skemmri tíma, ef þeir þurftu að dvelja hér syðra einhverra hluta vegna. Þegar ég rifja upp liðna tíð, minnist ég hversu margt var jafn- an um manninn við matarborðið á Brunnstígnum, sem virtist rúma ót- eljandi svanga munna. Það var ekki nóg að heimilið hýsti ættingja ömmu og afa, því um árabil voru kostgang- arar í fæði á Brunnstígnum og ósjald- an tók afi færeyska vini sína með sér heim af bryggjunni, þegar þeir voru í landlegu. Svona var hjartalag- ið, það var alltaf hægt að rýmka til fyrir gestum. Árið 1948 var húsið stækkað verulega, enda veitti ekki af. Við það fjölgaði enn frekar á heimilinu. Þegar börnin þeirra gengu í hjónaband og stofnuðu fjölskyldur sínar, var Brunnstígurinn oft eins og samkomuhús. Við krakkarnir fengum gjaman að gista hjá ömmu og afa á sumrin, stundum dögum eða vikum saman þegar þannig bar undir. Þá reyndum við að gera eitt- hvert gagn, milli þess sem við Iékum okkur í hrauninu, fórum niður á bryggju til að veiða kola, ufsa og marhnútj eða sóluðum okkur í Hell- isgerði. Eg man eftir sendiferðunum sem við krakkamir fómm fyrir ömmu með brúsa út í mjólkurbúð, eða með miða í buddu til Kidda í Kiddabúð eða Kristens í Vesturbúð til að kaupa eitthvað til heimilisins. Stundum fengum við líka að fara niður í Bæjar- útgerð með nesti til afa, þegar mikið var að gera hjá honum. Þetta vom sannkallaðir sæludagar, enda þótt líflð hjá fullorðna fólkinu hafí öragg- lega ekki verið neinn dans á rósum. Það hefur ekki verið létt verk að halda svona stórt heimili, fæða alla og klæða og koma þessum stóra barnahópi til manns. Lengst af þurfti amma að annast uppeldið og heimilisreksturinn nán- ast ein, því afi var á sjónum óslitið til ársins 1961, að hann kom í land og gerðist vélgæslumaður í Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar. Amma hefur oft þurft að bíta á jaxlinn og sýna þolinmæði, enda sagði hún oft: „Þol- inmæðin þrautir vinnur allar," eða: „Það er löng lykkjustundin." Henni féll aldrei verk úr hendi og nýtnin var hennar aðalsmerki. Það hafa oft verið erfiðar stundir á stríðsámnum, þegar afi sigldi á toguram Bæjarútgerðarinnar til Eng- lands án þess að sleppa úr túr. Skipsk- aðar vora algengir vegna ísingar á þessum áram og margar hafnfirskar fjölskyldur áttu um sárt að binda þegar heilu skipshafnimar fórast með skipum sínum á fjarlægum miðum. Afi komst í hann krappan þegar hann var fyrsti vélstjóri á b/v Júní er togar- inn strandaði og fórst í Önundarfirði í vonskuveðri 1. desember 1948. Ur þessum háska björguðust afi og Krist- ján tengdasonur hans við illan leik og vora að sönnu heimtir úr helju. Það er ekki hægt að ímynda sér líðan ömmu á slíkum stundum, því hún var ekkert að ræða áhyggjuefni sín. Hún bar jafnan höfuðið hátt og veitti ós- part af hjartahlýju sinni. Hún lét eng- an bilbug á sér finna, hvemig sem vindamir blésu. Flest bama ömmu og afa reistu sér hús í Hafnarfirði og bjuggu því í námunda við foreldra sína. Við krakkarnir nutum góðs af þessu. Þau okkar sem bjuggu í öðrum hverfum bæjarins, þurftu að sækja sundnám- skeið vestur i bæ, en Sundhöllin er skammt frá heimili ömmu. Á köldum vetrardögum var oft gott að koma til ömmu eftir sundferð og fá mjólk og kökur til að hressa sig, áður en hjólað var heim á leið í nepjunni. Osjaldan fóram við frá ömmu með nýja lopavettlinga á höndum, eða í hlýjum sokkum sem amma hafði verið að pijóna. Jenný amma var alla tíð afkastamikil pijónakona og þeir voru ófáir Hafnfirðingamir sem gengu í pijónaflíkum frá henni. Árið 1977 dó Sigurður afi eftir erfið veikindi, en amma hélt ágætri heilsu og bjó áfram í sínu stóra húsi á Brunnstígnum. Á þessum áram var hún sjaldnast ein í húsinu, því barna- börnin bjuggu hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Þannig héldu þau nánum tengslum við ömmu og henni líkaði þetta fyrirkomulag býsna vel. Hún hélt sér ungri í anda með þessu móti. Börnin hennar sáu einnig til þess að hún fengi heimsóknir á hveij- um einasta degi, þau önnuðust við- hald á húsinu og sinntu daglegum málefnum fyrir hana, eftir að heils- unni hrakaði. Mörg síðustu æviárin hafði amma fremur slæma heyrn, en hélt sjóninni óskertri lengst af. Hún naut þess að horfa á sjónvarp og lesa skemmtilegar bækur, en allra síðustu árin hrakaði sjóninni veru- lega. Þá gat hún ekki lengur búið á Brannstígnum og fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hún naut góðr- ar aðhlynningar síðustu 15 mánuðina og er starfsfólki þar þakkað af alhug fyrir veitta umönnun. Á meðan húsið á Brunnstígnum rúmaði alla afkomendur ömmu og afa, vora oft mannmargar jólaveislur haldnar í vesturbænum. En árið 1983 var svo komið að afkomendurnir voru orðnir of margir til að þeir kæmust allir fyrir í einu lagi heima hjá ömmu. Þá tóku börnin hennar sig til, leigðu sal úti í bæ og buðu öllum ættleggnum til jólatrés- skemmtunar á annan í jólum. Hefur þessi siður haldist óbreyttur síðan og er ómetanlegur, því þetta er kjör- in leið fyrir fjölskylduna til að halda hópinn, kynna nýja einstaklinga sem bætast stöðugt í hópinn og rækta frændsemina. Amma missti aldrei af þessum veislum og um síðustu jól var hún mætt sem endranær, þó heilsan væri nánast þrotin. Það var hennar yndi að vera innan um fólkið sitt, sjá ungviðið vaxa úr grasi og hélt hún tölu á afkomendum sínum fram í það síðasta. Nú þegar amma er kvödd hinstu kveðju, þökkum við allt sem hún veitti okkur af hógværð sinni og hjartagæsku. Jónatan Garðarsson. Að morgni 17. júlí andaðist amma mín, Jenný Ágústsdóttir. Hún var mikil merkiskona, sem við yngri kyn- slóðin lærðum mikið af. Amma hélt stórt heimili, afi var sjómaður og börnin ellefu, svo það var í mörg hom að líta. Þegar bömin fóru að heiman komu bamabömin sem öll sóttu í að vera hjá ömmu Jenný og afa Sigurði. Það vora ófá mjólkurglösin, pönnukök- umar, kleinurnar og annað meðlæti sem við gæddum okkur á, á Brann- stígnum. Amma var sívinnandi, en kvartaði aldrei yfir þvi að hún hefði mikið að gera. Aldrei neitaði hún okkur um að pijóna fyrir okkur lopapeysu, ull- arbol eða sokkabuxur. Hvenær hún hafði tíma til þess að gera þetta allt saman veit ég ekki, en það var aldr- ei neitt mál og alltaf sjálfsagt. Á haustin fór amma á milli heimila bama sinna og gerði slátur og kenndi okkur yngri þá list. Ef einhver í fjölskyldunni varð veikur, einkum börnin, var amma kölluð til, hún kunni ráð sem oftast dugðu. Eiríkur heitinn Björnsson læknir spurði gjarnan, þegr hringt var í hann út af veikindum í fjölskyld- unni, hvort hún Jenný væri búin að líta á sjúklinginn og hvað hún héldi þá að amaði að. Hann lét þá grein- ingu oft ráða meðferðinni. Amma var alltaf létt á fæti og vel til höfð, sérstaklega var hún glæsileg í þjóðbúningi sem hún klæddist við öll hátíðleg tækifæri. Amma fylgdist alltaf vel með. Hún hafði alltaf tíma til að hlusta á raun- ir okkar og gleði. Hún gladdist yfir velgengni annarra og öfund átti hún ekki til. Amma Jenný var alltaf reiðu- búin að hlaupa undir bagga ef ein- hver þurfti á hjálpa að halda. Hún átti stórt hjarta og hlýjan faðm sem rúmaði okkur öll. Ég fæ henni seint þakkað allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Jenný Ágústsdóttir, yngri. • Fleirí minningargreintir um Jenný Ágústsdóttur bíðn birting- arogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Við þökkum ykkur öllum, sem auðsýnduð samúð og vinarhug við andlát og útför MARGRÉTAR STEINGRÍMSDÓTTUR. Tómas Ingi Olrich, Brynhiidur Steingrímsdóttir, Ragnhildur Steingrímsdóttir, Þórhildur Steingrímsdóttir, Tómas Steingri'msson. Nína Þórðardóttir, Sigurður Karlsson, t Alúðarþakkir til allra, sem heiðruðu minningu HÓLMARS MAGNÚSSONAR með margvíslegum haetti við andlát hans og útför. Oddný Þorvaldsdóttir, Ragnar Hólmarsson, María Finnsdóttir, Sverrir Hólmarsson, Mette Fano og börnin. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför AGNARS HALL ÁRMANNSSONAR, Tindum, Neskaupstað. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Örn Agnarsson, Bryndís Magnúsdóttir, Rut Agnarsdóttir, Stefán Sigurvaldason, Ármann Hallur Agnarsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Óla Steina Agnarsdóttir, Hilmar Ægir Agnarsson barnabörn, Erla Ármannsdóttir, Kolbrún Ármannsdóttir og Randver Ármannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.