Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ r...»,,:___i HÁSKOLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. CHRIS FA „Svellandi gdman- ;* mynd...tröllfyndnar persónurvega saltí frumlegu - gamni...fersk myríd. ★★★ Ó.H.T. Rós 2 „GÆÐA KVIKMYND" ★★★ H.K.'DV „GÓÐA SKEMMTliN!" MBL. SPADE muRiei Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.10 Jessj ★ ★★ DV ★ ★★ RÚV ★ ★★ Morgunp. i 1 2 fyrir ^ Nýja Perez fjolskyldan er samansett af folki sem þekkist ekkert og á lítið sameiginlegt, nema að vilja láta drauma sína rætast í Ameríku. Perez fiölskvldan er frábærleaa vel leikin kvikmvnd í öllum reanboaans Perez fjölskyldan er frabærlega vel leikin kvikmynd í öllum regnbogans litum sem kemur þér endanlega í suðrænt sólarskap, uuhmm! Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.15. Sýnd kl. S, 7, 9.10 og 11.10. Sýndkl. 6.45 og 9.10. Bi 16 ára. Hawke flýgur á hamingjunnar vit ►FYRRUM forsætisráðherra Ástralíu, Bob Hawke, brosir til ljósmyndara eftir brúðkaup hans og höfundar ævisögu hans, Blanche d’Apulget. Þau höfðu verið góðir vinir lengi þegar Bob bar upp bónorðið. Betra en að vinna Morgunblaðið/Golli MICKEY Jupp nýtur veðurblíðunnar á Kaffi Reykjavík. Breski söngvarinn og lagasmiðurinn Mickey Jupp hefur tvívegis heimsótt Island til tón- leikahalds og líkað vel; svo vel reyndar að hann var hér staddur fyrir skemmstu að kynna sér fasteignaverð og fleira, því hann ----------------------______------------------ langar að setjast að á Islandi. MICKEY Jupp var í hópi breskra ungmenna sem hrifust af banda- rískum rytmablús snemma á sjö- unda áratugnum og haslaði sér völl sem lipur lagasmiður, prýði- legur söngvari og hljóðfæraleikari. Hann fann þó fljótt að frægðin átti ekki við hann, segist illa þola að vera í sviðsljósinu utan sviðs, og sneri sér því að lagasmíðum fyrir aðra með tímanum, en sinnti lítið eigin tónlistarferli. Sem laga- smiður hefur hann og náð langt og lifir góðu lífi á tónsmíðum fyr- ir hina og þessa, en meðal þeirra sem hljóðritað hafa lög eftir Jupp má nefna Ricky Nelson, The Judds, Dave Edmunds og danska rokkarann Henning Stærk. Dýrt að búa á íslandi Meðfram lagasmíðunum hefur Mickey farið í stöku tónleikaferðir um Evrópu, nýtur til að mynda nokkurrar hylli í Svíþjóð og Þýska- landi, og kom þannig hingað til lands fyrir tilstilli aðdáenda fyrir tæpum tveimur árum og fór hring- inn með KK bandinu. Hann kom svo aftur á síðasta ári og lék þá á Kaffi Reykjavík, og svo aftur fyrir tæpri viku að kynna sér fast- eignaverð og verðlag almennt, með það fyrir augum að setjast að hér á landi. Jupp segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn; hann sé kom- inn hingað að þessu sinni til að átta sig á hvort það sé vænlegt að flytjast til íslands, „ég er að litast um, skoða fasteignir og kynna mér verðlagið; hvað það kostar að búa á Islandi", segir hann og bætir við eftir smá þögn, „það er reyndar ansi dýrt,“ en hlær svo og segist ekki hafa áhyggjur af því, hann eigi drjúgan skilding á banka. Jupp segir aðalástæðuna fyrir Islandsáhuganum einfaldlega þann að hann kunni vel við sig hér, „ekki spyrja af hverju", segir hann og hlær, „en ég kann afskap- lega vel við mig. Eg hef kynnst landinu allvel í heimsóknum mín- um, fór meðal annars um allt land með KK, og fannst landið fallegt og fólkið vinsamlegt. Mér líkaði einna best á ísafirði og kannski á ég eftir að setjast að þar einhvern tímann". Leiður á einangruninni „Ég bý nú í þorpi í Norður-Eng- landi, þar sem enga tónlistarmenn er að finna, og ég er orðinn hálf leiður á því,“ segir hann. „Eg var að velta því fyrir mér að flytjast til Lundúna, en eftir að hafa kom- ið hingað þá fannst mér betra að eiga heima hér, hér eru afbragðs tónlistarmenn á hveiju strái og ég hef kynnst fjölmörgum. Ég er svo jafn Iengi að komast til Lundúna héðan og frá þorpinu sem ég bý } núna, svo þar yrði engin breyting. Ég hef búið þetta einangraður í fjölmörg ár, enda vildi ég hafa næði til að semja lög. í öll þessi ár hef ég setið einn heima og sam- ið, en nú er mig farið að langa til að fá viðbrögð frá öðrum tónlistar- mönnum, að geta hringt í einhvern eða heimsótt og borið undir hann eitthvað sem ég er að vinna að.“ Líkar best við Vesturbæinn Jupp segist líka best við Vestur- bæinn, hann hafi skoðað fast- eignaauglýsingar og sýnist verðið engin fyrirstaða. „Eg á ekki von á því að líf mitt muni breytast til muna þó ég búi hér,“ segir hann, „það skiptir í raun engu máli hvar ég bý, ég er á mála hjá fyrirtæki í Lundúnum sem sér um að inn- heimta fyrir mig höfundarréttar- gjöld og mönnum þar er nákvæm- lega sama hvort þau eru lögð inn á bankareikning í Englandi eða á íslandi. Ég fer líka í tónleikaferðir öðru hvoru; um Svíþjóð, eða Þýskaland, eða Holland, og þá er ég betur staddur hér, því það tek- ur mig jafn langan tíma að keyra til Heathrow þaðan sem ég bý í dag, og það tæki mig að fljúga,“ segir Jupp o g bætir síðan við kank- vís, „þó það sé eitthvað dýrara“. Eins og fram hefur komið hefur Jupp tekjur af því að semja lög fyrir hina og þessa og fjölmargir listamenn hafa tekið upp tónlist hans. Hann segir að útgáfufyrir- tæki hans sjái að um að koma Iögunum á framfæri við listamenn, en oftast hringir einhver í hann og biðji um nokkur lög. „Það gæti eins gerst hér á landi,“ segir hann, „þó ég sé ekki að leita eftir slíku.“ Góðar tekjur af lagasmíðunum Jupp segist hafa góðar tekjur af lagasmíðunum og tónleikahald skili tekjum að auki og því hafi hann ekki áhyggjur af því að framfleyta sér hér. „Ég hef það reyndar afskaplega gott,“ segir hann og hlær, „þetta er betra en að vinna,“ en heldur svo áfram af meiri alvöru: „Auðvitað er þetta oft erfið vinna, sérstaklega þegar andagiftin lætur á sér standa, en yfirleitt er þetta skemmtileg'iðja.“ Hann segist lít- ið gefinn fyrir nútímapopp, „ég held mig við þá tónlist sem ég hreifst af í upphafi, ég kann best að semja lög í þeim stíl, róleg eða hröð, en læt aðra um danstónlist- ina og tölvupoppið“, segir hann og kímir. Jupp hefur lítið verið gefinn fyrir spilamennsku, eða réttara sagt það umstang sem fylgir spila- mennskunni. „Mér líður líka yfir- leitt afskaplega illa áður en ég fer á sviðið,“ segir hann, „en um leið og ég er kominn á svið og farinn að spila kann ég ljómandi við mig. Líklega myndi ég spila meira ef ég hefði umboðsmann sem sæi um að skipuleggja tónleikaferðir og ræki á eftir mér.“ Hann segist reyndar aldrei hafa haft slíkan umboðsmann, „en ég velti því fyr- ir mér stundum hvernig hefði far- ið ef ég hefði gert meira af því að spila á sínum tíma. Líklega hefði ég náð til fleiri og eignast meira af peningum," segir hann og kímir, „en ég á nóg af pening- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.