Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 53 ÍÞRÓTTIR UIMGLINGA Morgunblaðið/Frosti Slakur lokadagur á IMM unglinga í golfi ÍSLENSKU unglingalandsliðunum gekk illa síðasta daginn á Norðurlandamótinu í golfi sem lauk í Dan- mörku á sunnudag. Drengjaliðið hafnaði í 5. og síð- asta sæti á 1192 höggum en Danir sigruðu á 1117 höggum. Birgir Haraldsson lék best síðasta daginn, á 76 höggum, og var hann sá eini sem lék lokahring- inn á undir 80 höggum. Stúlknaliðið hafnaði einnig í síðasta sætinu. Sveitin lék á 808 höggum en sænska liðið sigraði mótið á 683 höggum. Myndin er af unglingalandsliðshópnum sem æfði fyrir Evrópu- og Norðurlandamótið. Talið frá vinstri í efri röð: Örn Ævar Hjartarson GS, Friðbjörn Oddsson GK, Guðjón Rúnar Emilsson GR, Ómar Halldórsson GA, Birgir Haraldsson GA, Guðmundur J. Óskarsson GR og Torfi Steinn Stéfánsson GR. Neðri röð frá vinstri: Bjamey Sonja Ólafsdóttir GR, Kristin Elsa Erlends- dóttir GA, Katla Kristjánsdóttir GR, Alda Ægisdótt- ir, GR, Rut Þorsteinsdóttir GS, Ásthildur Jóhannes- dóttir GR og Erla Þorsteinsdóttir GS. Á myndina vantar Þorkel Snorra Sigurðarson GR. Haukar komust í áttaliða úrslit á ' alþjóðlegu móti Grétar Þór Eyþórsson skrifar frá Svíþjóð Kvennaliði Hauka úr Hafnar- firði, skipað stúlkum 15 ára gekk vel á GOTHIA CUP í Svíþjóð nýlega. Þeim tókst að komast í 8 liða úrslit á þessu stóra móti og er það góð- ur árangur. í riðla- keppninni lentu þær í öðru sæti í sínum riðli og fengu aukaleik við sænska liðið Hellekis um hvort lið- ið kæmist áfram í 32 liða úrslit. í þeim leik sigruðu Haukarnir 5:0 og léku við Ölme í næsta leik. Þann leik sigruðu Haukar einnig 4:2 eftir vítspyrnukeppni. í 16 liða úrslitum voru andstæðingarnir fínnska liðið Honka og Hauka- stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu þær einnig, 3:2 eftir víta- spyrnukeppni. Þær töpuðu síðan í 8 liða úrslitum fyrir ALNÖ IF, 0:3. Liðið ÍBV í kvennaflokki gekk einnig vel og komst í 16 liða úr- slit. Þær lögðu alla andstæðinga sína í riðalkeppninni og komust þannig í 32 liða úrslit þar sem þær sigruðu Rammnás 2:0, en féllu síð- an úr leik eftir tap fyrir *»*■ Tuna/Ekeby í 16 liða úrslitum 5:1. Þór Vestmannaeyjum var síðan með lið í flokki 12-13 ára stúlkna, en þvi gekk ekki eins vel og töp- uðu þær þremur af fjórum leikjum sínum í riðlakeppninni. Einnig voru tveir flokkar drengja frá Þór í mótinu — A og B-lið 11-12 ára drengja. A-liðið sigraði sinn riðil með fullu húsi stiga, en töpuðu strax í 64 liða úrslitum fyrir Thors- landa 4:3. B-liðinu gekk illa og tapaði það öllum sínum leikjum í riðlakeppninni. SUND Morgunblaðið/Frosti KRAKKAR úr Sunddelld Njardvlkur ásamt þjálfara sfnum Stelndóri Gunnarssyni. Pollamótið á Laugarvatni ■Jollamót.ið, úrslitakeppni sjötta ■ flokks í knattspyrnu verður haldin á Laugarvatni næstkom- andi sunnudag. Fjogur félög eiga Iið í bæði A- og B-úrslitum að þessu sinni en það eru KR, Hött- ur, Breiðablik og Þór, Akureyri. Dregið hefur verið í riðla og í A-riðli A-liða eru Þróttur, Týr, KR og Fjölnir en í B-riðlinum Höttur ÍR, Þór og Breiðablik. í A-riðli B-liða leika Haukar, Víkingur, Reykjavík, KR og Fylkir og í B-riðlinum Höttur, FH, Þór og Breiðablik. Morgunblaðið/Kári Þátttakendur á fyrsta námskeíði sumarslns á fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu síðasta daginn. Litli íþróttaskólinn starfræktur á Laugarvatni Litli íþróttaskólinn á Laugarvatni hefur verið starfræktur undan- farin sumur fyrir börn á aldrinum níu til þrettán ára. Námskeiðin í sumar eru fjögur og mun meiri aðsókn hefur verið í þau en í fyrra. IMHi Krakkarnir mæta á Laugarvatn á sunnudögum og FráKára eru fram á laugardag í skipulagðri dagskrá sem Jonssym a mest byggir á íþróttum og leikjum. Einnig er farið í hestaleiguna í Efstadal, siglt á Laugarvatni, vitjað um net, gengið á fjöll og hellar skoðaðir. Síðasta daginn koma for- eldrar og yngri systkini og taka þátt í léttum leikjum. Óhætt er að segja að aðstaða til íþróttaiðkana sé orðin frábær á Laugarvatni. Umsjón með skólanum hafa þau F>eyr Ólafsson og Elín Þórarinsdótt- ir íþróttakennaranemar en íþróttamiðstöð íslands á Laugarvatni stendur fyrir þeim. Uppgangur hjá IMjarðvíkingum SUNDDEILD Njarðvíkur lagð- ist niður um tíma, stuttu eftir að Sundfélagið Suðurnes var stofnað en fyrir rétt tæpum fjórum árum var hún endur- yakin. Góð sti'gandi hefur ver- ið í starfi deildarinnar og áhuginn hefur aukist jafnt og þétt en alls æfa áttatíu börn og unglingar sund með félag- inu og er stærsti hópurinn börn á aldrinum tíu ára og yngri. Jjað hefur verið heilmikill upp- gangur hjá okkur á þessu stutta tímabili. Þessir unglingar sem eru að synda núna hafa stað- ið sig mjög vel og margir hverjir hafa verið í fremstu sætunum í sínum aldursflokkum, enda eru þetta áhugasamir krakkar og efni- legir,“ segir Steindór Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi sundþjálf- ara hjá Njarðvík frá því að sund- deildin var endurreist. Margir efni- legir krakkar æfa nú sund með Njarðvík. Félagið er með aðstöðu í Njarð- vík þar sem það hefur 12,5 m inni- laug, sundfólkið hefur einnig æft í Keflavík og í 25 metra innilaug á Keflavíkurflugvelli sem Steindór sagði að væri sú besta á landinu. Steindór fékk viðurkenningu þegar hann var valinn þjálfari árs- ins í vor. „Það kom mér nú svolít- ið á óvart að vera valinn. Það hafa nú margir þjálfarar verið lengur í þessu heldur en ég og jafnvel ekkert fengið lítið fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa gert mik- ið fyrir sundlífið. Verðlaunin eru sjálfsagt veitt fyrir gott uppbyggingarstarf hjá félaginu. Þessir unglingar sem eru að koma núna hafa staðið sig mjög vel, verið í fremstu sætunum í sínum aldursflokkum og bara verið mjög góðir.“ Áhuginn virðist fara vaxandi í Njarðvík og sagði þjálfarinn að árangur og áhugi héldist oft í hendur. „Þegar árangur næst þá vex áhuginn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.