Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK M Flugnmferðar- stjórar Yfirvinnu- banninu frestað FÉLAG íslenskra flugumferð- arstjóra hefur frestað gildis- töku yfirvinnubanns um óákveðinn tíma. Félagið fund- aði í gær með samninganefnd ríkisins og varð samkomulag um að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti samningafundurinn verður haldinn á morgun, en þá hefði bannið átt að taka gildi. Þorleifur Björnsson, for- maður Félags íslenskra flug- umferðarstjóra, sagði að flug- umferðarstjórar legðu áherzlu á að yfirvinna minnki og grunnkaup hækki, en samn- inganefnd ríksins segðist ekk- ert umboð hafa tii að semja um annað en 6,4% hækkun. Sáttafundur á morgun Fyrsti samningafundurinn í deilunni verður haldinn hjá ríkissáttasemjara á morgun. „Ég reikna með að á þessum fyrsta fundi hjá ríkissátta- semjara verði þetta bara end- urtekið efni af beggja hálfu og þá er það hans að reyna að finna einhvem flöt á mál- inu. Ríkissáttasemjari kemur til með að stjórna þessum við- ræðum og ég veit ekki hvort einhveijar sáttatillögur koma fram, það verður bara að ráð- ast,“ sagði Þorleifur. Öryggisstétt Samninganefnd ríkisins telur að boðað yfirvinnubann hafi verið ólöglegt, þar sem flugumferðarstjórar séu ör- yggisstétt og engar takmark- anir megi því setja á yfirvinnu þeirra. Fólk bjargaðist naum- lega undan skriðunum STÓRAR skriður féllu yfir veginn fyrir Kaldbakshorn á Ströndum í fyrrakvöld. Fjölskylda frá Hólma- vík rétt náði að forða sér undan einni af fyrstu skriðunum, ekki þó klakklaust því átta ára telpa sem var farþegi í bifreiðinni kjálkabrotnaði og skarst í andliti þegar steinn flaug inn um hliðar- rúðu bílsins. Var hún flutt með flugvél frá Hólmavík í gærkvöldi og gekkst undir aðgerð á Borgar- spítalanum. Fólk, sem statt var í Svansbúð í Kalbaksvik og var á veginum að tína grjót úr fyrstu skriðunni, átti einnig fótum sínum fjör að launa. Kaldbakshorn er 508 metra hátt og eru hlíðar þess stórgrýtt- ar. Svæðið þar sem skriðurnar féllu er oft nefnt Ófæra, vegna þess hversu erfitt yfirferðar það var og er enn. Gijóthrun úr Kald- bakshorni er ekki óalgengt, enda er vegurinn lagður utan í miklar skriður undir hamrabelti fjallsins. Ekki er vitað hvað olli skriðunum, því ekki eru nú votviðri eða leys- ingar. Jón Hörður Eliasson, Drangs- nesi, varð vitni að skriðuföllunum á sunnudaginn. Hann tók myndina hér að neðan, þegar hluti kletta- beltis Kaldbakshorns hentist niður hlíðina og yfir veginn, þar sem fólkið slapp naumlega undan. ■ Átta ára telpa/4 Alagningarseðlar í póst á morgun ÁLAGNINGARSEÐLAR vegna skatta ársins 1994 verða póstlagðir á morgun, miðvikudag, og álagning- arskrá 'verður lögð fram daginn eft- ir, fimmtudaginn 27. júlí. Samkvæmt upplýsingum ríkis- skattastjóra eru gjaldendur á land- inu, sem fá álagningarseðla senda, rúmlega 217 þúsund talsins. Til við- bótar eru lögð gjöld á um 11 þúsund lögaðila. Álagningarseðlunum í ár fylgir upplýsingabæklingur sem fer inn á hvert heimili, þar sem útskýrð eru helstu atriðin sem liggja álagn- ingunni til grundvallar. Ef gjaldend- ur eiga inneign hjá skattyfirvöldum vegna greiðslu vaxta- eða barnabóta til dæmis, er inneignin greidd út 1. ágúst næstkomandi, eftir að skulda- jafnað hefur verið vegna skulda við opinbera aðila, en nú er til dæmis í fyrsta skipti skuldajafnað vegna meðlagsvanskila. Álagningarskrá liggur frammi á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hveiju sveitarfélagi í 15 daga eða til 10. ágúst næstkomandi. Kærur vegna álagningarinnar þurfa að hafa borist viðkomandi skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 28. ágúst næstkomandi. Búið er að ráðstafa meirihluta þess fjár sem veita átti í Vestfjarðaáætlun Tillaga um 48 milljónir til -fyrirtækja í Vesturbyggð Samstarf Odda hf. og Þórsbergs hf. í deiglunni STARFSHÓPUR um Vestfjarða- áætlun hefur lagt til við Byggða- stofnun að veitt verði 33 milljóna króna víkjandi lán vegna sameining- ar útgerðarfyrirtækisins Háaness á Patreksfirði og Hraðfrystihúss Tálknaíjarðar. Einnig er mælt með 15 milljóna króna láni vegna samein- ingar fiskvinnslufyrirtækisins Trost- ans hf. á Bíldudal og útgerðarfélags- ins Barðs hf. á Patreksfirði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er samstarf hraðfrystihúss- ins Odda hf. á Patreksfirði og fisk- verkunarhússins Þórsbergs hf. á Tálknafirði einnig í deiglunni en Guðjón Indriðason, einn eigenda Þórsbergs, vildi ekki tjá sig um það í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Fyrirtækið annast bæði út- gerð og saltfiskverkun. Búist er við niðurstöðu á næst- unni og verður tillaga starfshópsins hvað það varðar að líkindum sú síð- asta því fé, sem veija átti til aðstoð- arinnar, er senn á þrotum. Rækjuvinnsla fyrirhuguð Eyjólfur Sveinsson, formaður, starfshópsins eða svokallaðrar Vestfjarðanefndar, staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið í gær að til- laga um 48 milljóna króna lán til Vesturbyggðar hefði verið gerð til stjórnar Byggðastofnunar en ekki væri búið ail taka hana til umfjöil- unar þar. Áður en lánsloforð fást afgreidd verða fyrirtækin að upp- fylla tiltekin skilyrði að þau styrki eiginfjárstöðu, auki hlutafé og fái skuldum aflétt. Barð hf. á einn 100 tonna bát og stendur til að Trostan kaupi eignir fyrirtækisins og fari út í rækju- vinnslu. Gert var ráð fyrir 300 milljóna króna aðstoð til Vestfjarða í fyrr- greindri áætlun og líður senn að því að fénu verði ráðstafað til fulls. Byggðastofnun veitti fimmtán millj- ónir króna í nýsköpunarstyrki á Vest- fjörðum, fimm milljónir króna fóru í rekstrarráðgjöf, lánsloforð upp á 91 milljón fór til Ósvarar á Bolungarvík og 50 milljónir til Kambs og Hjálms á Flateyri. Rækjuverksmiðjan Ritur á ísafirði fékk 20 milljónir, 30 milljón- ir fóru til sameiningar þriggja sjáv- arútvegsfyrirtækja á Hólmavík og 23 milljónir vegna samstarfs Frosta og Norðurtanga á ísafírði í fiskiðj- unni Freyju á Suðureyri. Að sögn Eyjólfs eru 18 milljónir enn til ráðstöfunar en eitthvað af lánsloforðum gæti gengið til baka ef fyrirtækin uppfylla ekki skilyrði starfshópsins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa Kambur og fyrir- tækin á Hólmavík uppfyllt kröfur Vestfjarðanefndar. Frágangur hjá Ósvör er á lokastigi en Ritur og Freyja hafa ekki enn uppfyllt kröfur starfshópsins. Festist undir stýri ÖKUMAÐUR, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók aftan á kyrr- stæðan bíl á mótum Bústaðavegar og Sogavegar í gærkvöldi. Ekillinn festist undir stýri og þurfti að ijúfa þakið á bílnum til að ná honum út. Ökumaðurinn og farþegi, sem var í bílnum, voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans og voru þar í rann- sókn, þegar blaðið fór í prentun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.