Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ESKIHOLT 2 í Garðabæ. Húsið er til sölu hjá fasteignasölunni Borgir og ásett verð er 18 miHj. kr. Stórt einbýlis- hús í Gardabæ HJÁ fasteignasölunni Borgir, er til sölu 320 ferm. einbýlishús, sem stendur við Eskiholt 2 í Garðabæ. Að sögn Ægis Breiðflörð hjá Borg- um er húsinu vel við haldið og það því í góðu ástandi. Ásett verð er 18 millj. kr. og kvað Ægir það vera hagstætt verð fyrir hús áf þessari gerð og stærð. „Húsið er þijár hæðir. Á jarðhæð eru forstofa, geymslur, þvottahús, 50 ferm tvöfaldur bflskúr og þar er einnig gert ráð fyrir saunabaði," sagði Ægir ennfremur. „Á miðhæð eru stórar stofur með arni og þar er gengið út á stórar svalir sem snúa í suður og vestur og einnig eldhús og borðstofa. Á sérgangi eru þijú svefnherbergi og bað. Á efstu hæð eru tvö svefnher- bergi að auki og herbergi sem nota má sem baðherbergi eða fataher- bergi. Mikið útsýni er úr gluggum hússins yfír Bessastaði og Sundin.“ Makaskipta- listi hjá Hóli FASTEIGNASALAN Hóll auglýs- ir nú sérstakan makaskiptalista, sem er með fjölmörgum eignum. „Við tókum saman þennan lista þar sem verulegur hópur af fólki sem er með eignir á skrá hjá okk- ur er ýmist að stækka eða minnka við sig, sagði Ásmundur Skeggja- son hjá Hóli. „Makaskipti eru þægileg og fljótleg leið sem felur í sér lítinn tíma og fyrirhöfn fyrir kaupendur og seljendur fasteigna. Fólk getur hringt í okkur og sett sína eign á skrána og við fundið draumaeignina fyrir það í skiptum. Við skoðum endurgjalds- laust og mætum samdægurs á staðinn. Hjá Hóli er nú m. a. til sölu tveggja herbergja íbúð að Vallarási 2 í Arbæjarhverfí. Verð hennar er 5,2 millj. kr., en áhvflandi er 2,5 millj. kr. Nettóeign er 2,8 millj.kr. „Eigendur þessarar íbúðar eru að leita að stærri eign í Vesturbæ Reykjavíkur í skiptum fyrir sína íbúð,“ sagði Ásmundur. „Ef leit þess ber árangur mun þetta fólk greiða stærri eignina með eignar- hlut sínum í fyrmefndri íbúð og húsbréfum eða yfírtöku eldri lána á hinni nýju eign.“ Nýbyggingar Kambur byggir 17 íbúðir við Funalind MIKILL áhugi er á hinu nýja byggingarsvæði í Fífuhvamms- landi austan Reykjanesbrautar í Kópavogi og það ekki að ástæðu- lausu. Svæðið liggur mjög mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu með góðum samgöngum í allar áttir. Þar er skjólsamt og gott útsýni til vesturs og norðurs. Við Funalind 1 er bygginga- fyrirtækið Kambur að hefja smíði á sautján íbúða fjölbýlishúsi með lyftu. Húsið er á pöllum og er fimm til sex hæðir ásamt kjallara undir hluta af húsinu. Gengið er inn í norðurhlið húsins inn á heila hæð, en lyftan stoppar á öllum pöllum. Húsið er hannað af JL arkitektum, en Verkfræðistofa Kópavogs annaðist burðarþols- og lagnahönnun. í húsin verða fimm 4ra herb. íbúðir, sem eru 118 ferm., en í þeim er stofa, eldhús með borð- krók, baðherbergi, sér þvottahús ásamt þremur svefnherbergjum. Verð á þessum íbúðum er 7,7 millj. kr. tilbúnum undir tréverk en 8,9 millj.kr. á þeim fullbúnum en án gólfefna. Á 6. hæð er ennfremur þakíbúð með mjög miklu útsýni. Hún er 114 ferm. og er verð á henni 8,2 millj. kr. tilbúinni undir tréverk em 9.450.000 kr. fullbúinni en án gólfefna. í henni eru tvær stof- ur og svalir hvor sfnu megin við þær, en auk þess tvö svefnher- bergi. Ellefu 3ja. herbergja íbúðir Ellefu 3ja herb. íbúðir eru í húsinu, hver um 92 ferm. og er verð á þeim 6,6 millj. kr. tilbúnum undir tréverk en 7,7 millj. kr. fullbúnum en án gólfefna. I þeim er stofa, eldhús með borðkrók, baðherbergi, sér þvottahús og tvö svefnherbergi. Sér geymslur eru fyrir allar íbúðirnar í kjallara ásamt sorp- og hjólageymslu. All- ar íbúðimar eru með svölum ’eða SAUTJÁN íbúðlr eru í húsinu, ýmist 3ja eða 4ra herbergja. Verð á minni íbúðunum, sem eru 92 ferm., er frá 6,6 milfj. kr., en á þeim stærri, sem eru 118 ferm., frá 7,7 miiy. kr. Þær eru til sölu hjá fasteignasölunni Óðali. verönd á móti sól. Bílastæðum er skilað malbikuðum og frágengn- um. Lóð skilast tyrfð og öll sam- eign utanhúss verður frágengin utan og innan. Snjó.bræðslulögn verður sett í stéttar framan við aðalinngang. Að sögn Svans Jónatanssonar, sölumanns hjá fasteignasölunni Óðali, þar sem þessar íbúðir eru í sölu, er töluverður áhugi á þeim. Þijár þeirra eru þegar seldar og tilboð í gangi í fímm til sex íbúð- ir til viðbótar. — Þetta sýnir, að nýbyggingamarkaðurinn er að taka við sér, sérstaklega á 3ja og 4ra herb. íbúðum, sagði Svan- ur. — Það er greinilega einhver hugarfarsbreyting til staðar og meiri bjartsýni hjá fólk en var. — Margir eru búnir að bíða með íbúðarkaup í mörg ár og sjá nú, að betra tækifæri gefst senni- lega ekki, en verð á nýjum íbúðum er mjög lágt um þessar mundir miðað við notaðar íbúðir, sagði Svanur ennfremur. — ' Einhver eftirspurn virðist líka hafa verið búin að safnazt upp, áður en breyting sú, sem nýlega varð á húsbréfakerfinu, gekk í gildi. Hækkunin úr 65% í 70% í hús- bréfakerfinu fyrir fyrstu íbúð hef- ur þó varla mikil áhrif á markað- inn. Þeir eru það fáir, sem geta nýtt sér hana. Afföll og húsbréf Markaðurinn Ávöxtunarkrafa húsbréfa gegnir míklu hlut- verki, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjórí Húsnæðisstofnunar ríkisins, við ákvörðun um hvenær ráðast eigi í kaup, sölu eða bygfflngaframkvæmdir. Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 5 Ás bls. 12 Ásbyrgi bls. 21 Berg bls.24 Borgareign bls. 21 Borgir bls. 23 Eígnaborg bls. 16 Eignamiðtun bls. 4 og 13 Eignasalan bls. 15 Fasteignamarkaður bls. 18 Fasteignamiðlun bls. 7 FasteignamiðstöÖin bls.24 Fjárfesting bls. 11 Fold bls. 14 Framtíðin bls. 19 Garður bls. 9 Gimli bis.22 Hátún bls. 21 Hóll bls. 8-9 Hraunhamar bls. 10 Húsakaup bls. 16 Húsvangur bls. 6 Kjöreign bls. 3 Laufás bls. 7 Óðal bls. 15 Sef bls. 19 Skeifan bls. 5 Stakfell bls.13 Valhöll bls. 20 Valhús bls. 3 Þingholt bls. 17 Stundum er talað um það sem galla á húsbréfakerfinu að afföll skuli koma fram við sölu hús- bréfa á markaði. Á þessu eru fieiri en ein hlið, ef litið er til þess hvað afföll eru. Hafa verður í huga að húsnæðislán í húsbréfakerfínu eru töluvert frábrugðin hefðbundnum lánum lánastofnana. Munurinn felst m.a. í því að Húsnæðisstofnunin afhendir skuldabréf, eftir að um- sóknir um húsbréfalán hafa verið samþykkt, en ekki peningaseðla, eins og algengast er. Skuldabréfín, þ.e. húsbréfín, eru ríkistryggð, sem stuðlar að lægri vöxtum en ella. Vextir af húsbréfum eru alla jafna nokkru lægri en sú ávöxtunarkrafa, sem gerð er til þeirra á fjármagns- markaði á hveijum tíma. Þess vegna koma afföll fram við sölu húsbréfa. íbúðarkaup Þegar um íbúðarkaup í húsbréfa- kerfínu er að ræða er það í raun seljandi íbúðarinnar sem veitir kaupandanum lán. Kaupandinn gef- ur út svokallað fasteignaveðbréf, með veði í hinni keyptu íbúð, útgef- ið á nafn seljandans, sem hann get- ur selt Húsnæðisstofnun og fengið greitt fyrir með húsbréfum. Seljand- inn þarf ekki að selja fasteignaveð- bréfíð frekar en hann vill. Hann getur átt það og innheimt mánaðar- legar afborganir í 25 ár. Kjósi hann hins vegar að selja Húsnæðisstofn- uninni bréfíð, sem flestir gera, fær hann greitt fyrir það með húsbréf- um. Þau getur hann átt sem hvem annan spamað, þar til þau falla í gjalddaga, annaðhvort eftir 25 ár eða ef þau verða dregin út. Eigend- ur húsbréfa verða sjálfír að fylgjast með því hvort bréfín verða dregin út, en geta þó falið fíármálastofnun- um að fylgjast með því. Einnig er unnt að nota húsbréf sem greiðslu upp í næstu íbúðarkaup, eða selja þau á markaði. Þegar húsbréf em seld á markaði miðast söluverð þeirra við þá ávöxtun sem gerð er til húsbréfa á þeim tíma sem sala fer fram. Ef ávöxtunarkrafan er hærri en vextir bréfanna, eins og verið hefur mest allan þann tíma sem húsbréfakerfíð hefur verið við lýði, þá seljast bréfín með afföllum. Nýbyggingar og endurbætur Þegar um er að ræða nýbyggingu á eigin vegum eða meiri háttar við- byggingu eða endurbætur á íbúðar- húsnæði gefur byggjandinn eða eigandinn út fasteignaveðbréf á nafn húsbréfadeildar, sem hann getur selt Húsnæðisstofnuninni og fengið greitt fyrir með húsbréfum. Byggjendur eða íbúðaeigendur verða væntanlega í flestum tilvik- um að selja húsbréfín á markaði til að fjármagna viðkomandi fram- kvæmdir. Afföllin við sölu bréfanna lenda þá beint á þeim. Ávöxtunarkrafa, framboð og eftirspurn Afföll við sölu húsbréfa á mark- aði skapast vegna mismunar á þeirri ávöxtunarkröfu, sem gerð er til þeirra, og þeim vöxtum sem eru á þeim. Unnt væri að hafa vexti á húsbréfum það háa, að engin afföll komu fram við sölu þeirra á mark- aði. Það hefur ekki verið gert í húsbréfakerfinu. Afföll eru m.ö.o. kostnaður við sölu skuldabréfa á fjármagnsmarkaði. Markmiðið er það að sú ávöxtunarkrafa, sem gerð er til húsbréfa og þar með afföllin við sölu þeirra, hafi áhrif á umfang fasteignaviðskipta og framkvæmdir á húsnæðismarkaði á hveijum tíma. Hvort tveggja, þ.e. ávöxtunarkrafan og afföllin, eru mjög svo sýnilegir þættir, sem gera kaupendum, seljendum og íbúða- eigendum auðvelt fyrir að átta sig á stöðunni á fasteigna- og fjár- magnsmarkaðnum. Lág ávöxtunar- krafa, sem þýðir lægri afföll, gæti örvað kaup og framkvæmdir. Há ávöxtunarkrafa, og þar með hærri afföll, ætti að draga úr kaupum og framkvæmdum. Meginkosturinn við húsbréfa- kerfið er að það er undir kaupend- um, seljendum, byggjendum og eig- endum sjálfum komið hvenær þeir ráðast í kaup, sölu eða framkvæmd- ir. Ávöxtunarkrafan sem gerð er til húsbréfa á hverjum tíma, og þar með afföllin við sölu þeirra, gegna þar veigamiklu hlutverki. i I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.