Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 3 FRÉTTIR Fulltrúi Evrópusambandsins á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Getiun ekki fallist á forréttindi strandríkja Sameinudu þjóðunum. Morgunbladið. EVRÓPU SAMB ANDIÐ lagði í gær fram tillögur til breytingar á umdeildu ákvæði í drögum að út- hafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Ákvæði þetta, 21. grein samningsdraganna, er helsta þrætueplið á úthafsveiðiráðstefnu SÞ sem nú stendur yfir í New York. Þar er mælt fyrir um eftirlit með sáttmálanum. í drögum formanns ráðstefn- unnar, sem nú er verið að ræða, er gert ráð fyrir að svæðissamtök ákveði kvóta á hverju úthafs- svæði. Hveiju aðildarríki að slíkum samtökum á að vera heimilt að fara um borð í skip, sem stunda veiðar á svæðinu, til eftirlits. Ef grunur leikur á að skip hafi veitt ólöglega á að tilkynna það viðkom- andi fánaríki. Hafi fánaríki ekki brugðist við innan þriggja daga hefur eftirlitsríkið, skv. drögum formannsins, heimild til að færa skip til hafnar. Uthafsveiðiríki eins og Japan og Evrópusambandið hafa lagt ríka áherslu á að fyrirbyggja verði með tryggilegum hætti misnotkun á þessum heimildum annarra ríkja en fánaríkis. Evrópusambandið lagði fram tillögur í því 'skyni í gær. Þar er gert ráð fyrir að við- komandi svæðissamtök geti ákveð- ið aðrar eftirlitsreglur en þær sem gilda munu almennt. Strandríkin eru smeyk við þess- ar hugmyndir sökum hættu á að þá gætu úthafsveiðiríki, sem væru hugsanlega í meirihluta innan svæðissamtaka, borið hlutaðeig- andi strandríki ofurliði og ákveðið að fella hinar almennu eftirlitsregl- ur úr gildi. Ennfremur segir í tillögum ESB að ekki megi beita vopnavaldi við eftirlit á grundvelli 21. gr. og að greiða skuli viðkomandi útgerð bætur vegna eftirlitsaðgerða að ófyrirsynju. J. Almeida Serra, formaður sendinefndar ESB á úthafsveiði- ráðstefnunni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sambandið vildi alls ekki útiloka þann mögu- leika að strandríki gætu fært út- hafsveiðiskip til hafnar. „Við lok- um engum dyrum á meðan grund- vallarreglur eru hafðar í heiðri. Við getum samt ekki samþykkt forréttindi til handa strandríkjum. Allt verður að vera í jafnvægi, rétt- indi og skyldur.“ Hundrað Kópavogs- búar skrá sig UM EITT hundrað manns hafa til- kynnt búsetu í Kópavogi á undan- förnum dögum, að sögn Sigurðar Geirdal bæjarstjóra. Bæjarráð álykt- aði á dögunum að kanna þyrfti hversu margir íbúar væru skráðir í tilteknum hverfum og segir Sigurður það greinilega hafa virkað sem hvata á íbúa til að láta skrá sig. „Sem betur fer virðist umfjöllun um þetta hafa haft jákvæð áhrif,“ segir Sigurður. Segir hann jafnframt að margir virðist standa í þeirri trú að félagslega kerfið skrái þá sem flytja í bæinn eða seljendur íbúða. Sigurður segir að margir virðist þeirrar trúar að þeir þurfi ekki að skrá sig ef þeir flytja innan bæjar- ins, sem sé misskilningur og einnig búi margir í ólöglegum íbúðum. Aðspurður um tekjutap vegna þessa segir hann það ekki vitað ná- kvæmlega. „Ég tel ekkert ólíklegt að 1-2% íbúa séu ekki á skrá. Ef við tökum 1% eru þetta 175 manns. Meðaltekjur á hvert mannsbarn 1994 eru 83 þúsund krónur þannig að þetta eru um 15 milljónir. Ef miðað er við 2% eru þetta 30 milljónir á ári eða 120 milljónir á hveiju kjör- tímabili," segir Sigurður. Loks segir hann það mistök hjá fólki að hirða ekki um skráningu. „Það lendir í vandræðum vegna leik- skóla, skóla, heilsugæslu og póst- þjónustunnar, svo eitthvað sé nefnt. Ekki má heldur gleyma hvað það getur verið varasamt fyrir fólk í ólög- legum íbúðum í iðnaðarhverfum að skrá sig ekki. Ef kviknar í vita hvorki slökkvilið né lögregla að búið sé í þessum húsum.“ -----♦ » ♦---- EES-reglur um sjónpróf til skoðunar LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ bíður nú svars frá Sigþóri P. Sigurðarsyni hjá Gleraugnagalleríinu vegna at- hugasemda frá félagi augnlækna við það að hann geri sjónpróf í verslun sinni. Sigþór er menntaður í sjón- tækjafræðum í Danmörku en sam- kvæmt íslenskum lögum er honum ekki heimilt að gera sjónpróf. Matthías Halldórsson aðstoðar- iandlæknir segir að embættið hafi sent Sigþóri bréf og óskað eftir að hann gerði grein fyrir sínum sjónar- miðum. Teldi hann sig hafa veiga- mikil rök í málinu sem embættinu beri að hlusta á. „Svarið verður skoðað í samhengi við reglur EES. Það fer ekki á milli mála að þetta stríðir gegn lögum hér en spurningin er sú hvort þurfí að breyta þeim til samræmis við það sem gerist í Evrópu. Það er mikil- vægt að sé vel unnið að þessu máli og án flýtis enda er hann ekki að gera neitt sem stofnar fólki í hættu að okkar mati,“ segir Matthías. Læknar gera m.a. þá athugasemd að náðst hafi góður árangur í bar- áttu gegn gláku hér þar sem sjón- próf séu í höndum augnlækna. amsetdr ogeinfalciir Sparar tima Sparar efni Spararjýrirhöfn HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5, Sími 568 7700 fax 568 6735 Helluhrauni 16, Sími 565 0100 fax 565 0771 þu geinr okkur upp inaliii og við skilum þér tilbóiiiim gluggaeiniiigmn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.