Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 15 FERÐALÖG ÓDÝRAST er að gista í tjaldi. Tjaldstæðið í Vík. ÁÐ í hestaferð, allir við sama borð. Ævintýrafer ðir um Island JÖKLAFERÐIR opna ótrúlegar víddir. Hestar og hjól, flug og fjöll Nokkrar hestaleigur starfa í grennd við höfuðborgina og víða um landið er hægt að komast á hestbak í tengslum við bændagistingu. Það kostar 1250 kr. á klst. með leiðsögu- manni. Verð er annars misjafnt eftir ferðum, en fyrirtækin eru Laxnes í Mosfellssveit, íshestar í Hafnarfirði, Eldhestar í Hveragerði og Land og hestar á Selfossi. Til að gefa verð- dæmi um stutta ferð býður Laxnes 3 tíma ferðir tvisvar á dag fyrir 3000 kr. Þeir sem vilja frekar hjól en hest geta haft samband við Hjólaferðir (Blue biking) í Hafnarfirði. Þar bjóð- ast 6 tíma hjólaferðir um Reykja- nes, með endapunkt í Bláa lóninu, fyrir 4000 kr. Fjallahjól eru að sjálf- sögðu til reiðu með tilheyrandi hlífð- arfötum og málsverður innifalinn. Hjólaferðir bjóða einnig kvöldferðir á Álftanes. Útsýniselskandi ættu kannski að skella sér í flug og virða landið fyr- ir sér eins og fuglar. Það getur kost- að frá 5000 kr. en ferðirnar eru margar og mismunandi. Meðal þeirra sem hafa skipulagt útsýnis- flug eru íslandsflug, LÍO leiguflug og Ernir. Loks er að geta skipulagðra hóp- ferða á hálendið, sem njóta alltaf mikilla vinsælda og eru margar full- bókaðar snemma. Vilborg nefnir nokkur rótgróin fyrirtæki: Ferðafé- lag Islands, Útivist, Guðmund Jónas- son, Úi-val-Útsýn, Ferðaskrifstofu Islands, Safari-ferðir og BSÍ. Leið- sögumenn eru í ferðunum. Verð á gistingn ALGENGT er að útlendir ferða- menn kvarti yfir dýrum mat og drykk hérlendis, en segi gistingu í ódýrari flokkum á sanngjörnu verði. Tjaldstæðin eru ódýrust, kosta 400-500 kr. á nóttu fyrir fullorðna. Næst koma svefnpokapláss í bændagistingu og Edduhótel- um, 800 (dýna hjá bændum), 850 (í skólastofum Edduhót- ela), 1050 og 1350 (herbergi í Eddu án vasks og með) og 1250 (rúm hjá bændum). Farfuglaheimili kosta 1000 fyrir félagsmenn en 1250 fyrir aðra, miðað við að komið sé með rúmföt, en sængur og koddar eru í rúmunum. Hægt er að leigja rúmföt á 250 kr. fyrir dvölina. Uppbúin rúm í bændagist- ingu kosta 1950-2950 og her- bergi í Edduhótelum 3500- 6700 eftir stærð og því hvort bað fylgir. Regnbogahótelkeðjan tekur 3500-12.000 krónur fyrir nótt- ina, en algengast er 7500-9900 kr. Börn fá yfirleitt helmings afslátt eða ókeypis gistingu. KANNSKI er borið í bakkafullan læk þegar spurt er hvert fólk gæti farið á Islandi næstu vikur. En þeim sem þykir erfitt að fóta sig í möguleika- skriðu getur þótt gott að fá laggóð svör við spurningunni. Bæði fyrir sig og sína og svo útlenda kunningja sem kynni að reka á fjörur með þvílíkri eftirvæntingu að ekki dugar minna en eitthvað skrítilega íslenskt og svo óvenjulegt að manni hefði ekki dottið það í hug fyrir sjálfan sig. Því stundum er erfitt að koma auga á nálægðina. Nýr forstöðumaður Upplýsinga- miðstöðvar ferðamála, Vilborg Guðnadóttir, var klófest á dögunum og beðin um að koma smá skipan á ruglingslegar hugmyndir um stuttar og langar ferðir um landið. Nýjar og spennandi fyrir þá sem vita orðið allt um sumarbústað sinn eða stétt- arfélagsins og margt um sjoppur, fossa og kirkjur nærri hring- veginum. Ferðir fyrir útiend- inga sem banka á dyr manns og fyrir mann sjálfan, til að afstýra afbrýði yfir að þeir, þessir aðkomnu, geri allt það skemmtilega. Fáein dæmi um öðruvísi ferðir „Gúmmíbátsferð niður Hvítá, hjólaferð á Álftanes, hvalaskoðun við Snæfellsnes, skelfísksigling um Breiðafjörð, hákarlsát í reiðtúr, hjólabátsferð gegnum Dyrhólaeyj- argatið og Skagafjarðarævintýri með hestaferð og siglingu,“ teíur Vilborg upp eftir umhugsunarfrest. Hún bætir svo við sjóstangaveiði og jöklabruni, sem víða er hægt að komast í, og segist aðeins geta gert nokkrar tillögur, sitthvað fleira skemmtilegt bjóðist. Ógleymanlegir jöklar og ýmiskonar veiði Dúglega er hægt að fara á Vatna- jökul frá Höfn í Hornafirði, á Mýr- dalsjökul, Langjökul og Snæfellsjök- ul. Dagferðir frá Höfn kosta 7600- 11.000 kr. en yfirleitt kostar klukku- stund á vélsleða á jöklunum rúmlega 4000 kr. Sums staðar er tveggja manna sleði dýrari, en Upplýsinga- miðstöðin- hefur bæklinga frá þeim sem flytja fólk á jöklana og leggja til allan búnað. Menn getur líka mætt á blank- skóm í sjóstangaveiði á einum 15 stöðum á landinu. Árnes fer frá Reykjavík og ekki er heldur langt fyrir þá sem búa í borginni að fara frá Suðumesjum eða Akranesi. Yfir- leitt kosta 3 klukkustundir um 4000 kr. en hálfur dagur 6000. Hressing er þá innifalin í verðinu. Fyrir veiðiáhugafólk er kominn út bæklingurinn Veiðisumar með upplýsingum um seljendur leyfa í ám og vötnum. Æstir veiðimenn fá sér kannski handbókina Veiðiflakk- arann, sem hefur nákvæm kort af silungsveiðisvævðum og ýmsar hag- nýtar upplýsingar. Silungsveiðileyfi kosta 500-7000 kr. og leyfi til lax- veiði 7000-100.000 á dag. Upplýs- ingamiðstöðin lumar á hvar hægt er að leigja búnað til veiðanna. Skotveiðimönnum bjóðast síðan 4 daga ferðir nærri Egilsstöðum í ág- úst og september. Þetta er ekkert minna en hreindýraveiði á vegum Herberts Haukssonar. VITNESKJA á einum stað í Upplýsingamiðstöð ferða- mála við Bankastræti. ___FRÉTTIR: EVRÓPA_ ESB-markað- urinnopínn Genf. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ færir fyrir jví rök í skýrslu, sem gefm var út í gær, að hinn innri markaður þess sé mjög opinn gagnvart umheimin- um samanborið við önnur helstu við- skiptasvæði heims. Komast skýrslu- höfundar að þeirri niðurstöðu að markaðir Bandaríkjanna og Japan séu lokaðri en markaður ESB. Skýrslan var samin af ESB fyrir WTO sem liður í könnun á viðskipta- háttum einstakra aðildarríkja WTO, sem nú telja um 100. Segir í skýrslunni að viðskiptatöl- ur síðustu tveggja ára (en þá var sambærileg könnun síðast fram- kvæmd af GATT) sýni fram á að ESB sé með opnustu jnörkuðum í heimi. Skýrsluhöfundar segja að hlutfall utanríkisviðskipta með vöru og þjón- ustu af vergri þjóðarframleiðslu hafi verið stöðugt í kringum 22-25% hjá ESB undanfarin 15 ár. í Bandaríkj- unum hafi hlutfallið hins vegar verið 21-22%. í Japan hafi þetta hlutfall lækkað niður í 16% á undanförnum árum. í kafla á vegum skrifstofu WTO er þessari staðhæfingu ekki hafnað en mest áhersla lögð á að lýsa við- skiptaháttum ESB á hlutlausan hátt. Þá er bent á að fá önnur ríki beiti eins of aðgerðum gegn „undirboð- um“ en ESB. Stjórnarerindrekar sögðu að ESB hefði verið harðlega gagnrýnt á fundi þar sem skýrslan var kynnt. Fulltrúar Mið-Ameríkuríkja gagn- rýndi viðskiptahætti ESB varðandi banana harðlega og sögðu reglur sambandsins hafa það að markmiði að beina viðskiptum til fyrrum ný- lenduríkja. Bandaríkin gagnrýndu ESB fyrir allt frá kornviðskiptum til banana og sögðu Þjóðvetja reyna að koma sér hjá því að leyfa bandarískum fyrirtækjum að taka þátt í útboðum í orkugeiranum. Tollabandalag ESB og Tyrklands Aukin bjartsýni eftir stj órnarskrárbreytingu Brussel. Reuter. TYRKNESKA þingið samþykkti um síðustu helgi breytingar á stjómar- skrá landsins sem höfðu það að mark- miði að auka lýðræði og efla mann- réttindi í landinu. Framkvæmdastjórn ESB fagnaði þessu og sagði sam- þykktina auka líkumar á því að af tollabandalagi Tyrklands og ESB yrði á næsta ári. Talsmaður framkvæmdastjómar- innar sagði að enn hefðu ekki borist tæmandi upplýsingar um þær breyt- ingar er hefðu verið gerðar en að aukin bjartsýni ríkti um að samkomu- lagið um tollabandalag yrði staðfest. Það á að taka gildi 1. janúar 1996. Meðal þess sem þingið samþykkti var að auka rétt til stjórnmálaþátt- töku og aflétta hömlum af starfsemi stéttarfélaga. Er þetta liður í „lýðræð- isáætlun" sem Tansu Ciller forsætis- ráðherra kynnti fyrir ári. Lög gegn tjáningarfrelsi afnumin Þá er stefnt að því að tyrkneska þingið afnemi lög er hamla tjáningar- frelsi, með tilvísun til baráttunnar gegn hryðjuverkum, er þingið kemur saman á ný að loknu sumarfríi. Ráðherraráð ESB samþykkti tolla- bandalagssamninginn í mars en með gildistöku hans fá Tyrkir óheftan aðgang að mörkuðum sambandsins. Evrópuþingið hefur hins vegar ekki enn viljað staðfesta samkomu- lagið vegna mannréttindabrota í Tyrklandi. Reuter Brittan 1 Bandaríkjunum SIR LEON Brittau, sem fer með utanríkisviðskiptamál i fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, lauk í gær opinberri heimsókn sinni til Washington. Brittan ræddi meðal annars við Mickey *Kantor, viðskiptafulltrúa Banda- ríkjastjórnar, sem sést með honum á myndinni, um hugsanlega þátt- töku Bandaríkjanna í alþjóðlegu samkomulagi á vegum Alþjóðavið- skiptast ofnunarinnar um aukið frelsi á fjármálamarkaði. Afstaða Bandaríkjastjórnar, um að taka ekki þátt i samkomulaginu, er óbreytt en Kantor sagði að Banda- ríkjamenn myndu ekki hindra gerð þess. Brittan sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn hefðu gert mistök með því að skerast úr leik, en fjöldi ríkja Rómönsku Ameríku og Asíu hyggjast opna markaði sína fyrir fjárfestingum. Hins vegar sagðist framkvæmda- stjórnarmaðurinn skilja að banda- rísk stjórnvöld væru undir miklum þrýstingi. I fylgd með Brittan er Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, sem fer nú með forystu í ráðherr- aráði ESB. Auk Kantors hittu þeir að máli Warren Christopher, utan- ríkisráðherra, Robert Rubin, fjár- málaráðherra, og fleiri valda- menn. Einn tilgangur heimsóknar- innar var að ræða heildarendur- skoðun tengsla ESB og Bandaríkj- anna á sviði viðskipta, stjórnmála og varnarmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.