Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Efasemdir um að hótunum í garð Bosníu-Serba verði fylgt eftir Reuter FRANSKIR friðargæsluliðar standa heiðursvörð við minningarathöfn um tvo fallna félaga þeirra í Sarajevo í gær. Rússar vilja að refsiaðgerð- um gegn Serbíu verði aflétt ISLÖMSK RIKI KUNNA AÐ AFLETTA VOPNASOLUBANNI SÞ Vilji íslamskra ríkja til að hunsa vopnasölubann og að sjá Bosníustjórn fyrir vopnum, svo og atkvæða- greiðsla á Bandaríkjaþingi um hvort afnema eigi vopnasölubann, kunna að veita friðargæslu SÞ í Bosníu náðarhöggið. Hlynnt afnámi vopnasölubanns Hlynnt vopnasölubanni Kúveit Indónesía Malasía Egyptaland íran Bandaríkjaþing greiðir atkvæði um málið í vikunni Bretland Frakkland Bæði ríki segjast munu kalla lið sitt heim ef banninu verður aflétt Rússar kunna að útvega Serbum vopn ef banni verður aflétt REUTER Vopn í Bosníu i hermennfþús.) 110 80 skriðdrekar 40 330 herfl.vagnar 30 400 u skotpallar 40 76 JT lallbyssur 300 906 / eldflaugar 100 18 flugvélar 40 < - þyrlur 30 Stríði hótað utan Tsjetsjníju Grosní, Haag. Reuter. Belj^rad, London. Reuter. RUSSAR vilja að efnahagslegum refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Serbíu/Svartfjallalandi verði aflétt að fullu og telja að það séu mistök af hálfu öryggisráðsins að draga þá ákvörðun á langinn. Þetta kom fram að loknum viðræðum Andrejs Kozyrevs, utanríkisráð- herra Rússlands, og Slobodans Mi- losevic Serbiuforseta í Belgrad sem tauk í gær. Kozyrev sagði Rússa og Serba sammála um að einvörð- ungpi væri hægt að leysa Bosníu- deiluna með friðsamlegum aðferð- um. Kozyrev sagði að allir deiluaðilar í Bosníu yrðu að hafa taumhald á sér til að komið yrði í veg fyrir að átökin breiddust út. Mikilvægast væri að stöðva bardaga á Gorazde- svæðinu og þarnæst í ajlri Bosníu í samræmi við samþykktir öryggis- ráðsins „af því að það skiptir ekki svo miklu hver byijaði á hveiju og hver svaraði árás með skothríð, það er vítahringur sem verður að ijúfa.“ í síðustu viku sagði Carl Bildt, sáttasemjari Evrópusambandsins, að hann hefði fengið Milosevic til að viðurkenna Bosníu en slík viður- kenning myndi kippa stoðunum undan þeirri fyrirætlun Bosníu- Serba að héruð þeirra sameinist sambandsríkinu Júgóslavíu, þ. e. Serbíu/Svartfjallalandi. Vestur- veldin, einkum Bandaríkin, höfnuðu vegna skilyrðisins sem Serbar settu, afnáms refsiaðgerðanna. „Það verður að styðja Bildt í því sem hann er að gera... Þeir sem segja að leysa verði vandann með stríði hafa rangt fyrir sér,“ sagði Kozyrev í gær. Sundurlyndi stórveldanna Ummæli rússneska* ráðherrans þykja sýna vel ólíkar skoðanir ríkj- anna í tengslahópnum svonefnda sem myndaður var af Bretum, Frökkum, Bandaríkjamönnum, Rússum og Þjóðveijum til að reyna að finna friðsamlega lausn á deilum þjóðabrotanna þriggja í Bosníu- Herzegóvínu. Hagsmunir stórveld- anna, að svo miklu leyti sem þau eiga hagsmuna að gæta á Balkan- skaga, rekast oft illilega á. í liðinni viku samþykktu ríkin á fundi í London að Bosníu-Serbum yrði refsað með loftárásum reyndu þeir að taka borgina Gorazde_ sem er eitt af griðasvæðum SÞ. Óljóst er hvort Rússar beittu sér af ein- hveiju afli gegn samþykktinni en þeir hafa kappkostað að rækta gömul tengsl við Serba sem eru þeim mjög skyldir í menningarlegu tilliti. Fulltrúar aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins, NATO, hafa undanfarna daga átt fundi til að ræða leiðir til að gera stjórn friðar- gæslunnar í Bosníu skilvirkari. Full- trúar SÞ og NATO hafa báðir þurft að samþykkja að gerðar yrðu loft- árásir, hefur þetta kerfi þótt afar þungt í vöfum og yfirmenn heija NATO hafa gagnrýnt harkalega seinagang og kunnáttuleysi hjá embættismönnum SÞ í þessum efn- um. Bandaríkjastjórn túlkár niðurstöður fundarins í London svo að beitt verði ioftárásum ef Serbar ráðist til atlögu gegn Gorazde, Bi- hac og Sarajevo. Heimildarmenn segja að þótt Bosníu-Serbar hafi fengið harðorða viðvörun Breta, Frakka og Bandaríkjamanna af- henta á sunnudag sé í reynd ekkert samkomulag um viðbrögð haldi þeir uppteknum hætti. Ef til vill láti Bosníu-Serbar Gorazde eiga sig í bili meðan þeir séu að treysta land- vinningana síðustu vikurnar og reyni síðan aftur fyrir sér. Múslimar ofsóttir? Nokkur múslimaríki, þ. á m. Tyrkland og Egyptaland, íhuga að senda Bosníustjóm vopn þrátt fyrir vopnasölubann SÞ á landið, bent hefur verið á að bannið komi nær eingöngu niður á múslimum sem voru lítt vopnum búnir er átökin hófust. Múslimar víða um heim eru æfír yfír meðferðinni á Bosníu- múslimum. Óttast sumir fréttaskýr- endur að málið geti orðið vopn í höndum ofsatrúarmanna er fullyrða að vopnasölubannið sé enn eitt dæmið um ofsóknir vestrænna þjóða gegn múslimum. FRIÐARVIÐRÆÐUM Rússa og Tsjetsjena i Grosní var frestað í þijá daga í gær ti! að samninga- nefndirnar gætu íhugað drög að samningi um hermál. Haft var eft- ir Dzokhar Dúdajev, leiðtoga Tsjetsjníju, að hann væri enn von- góður um að friðarviðræðurnar bæru árangur en að Tsjetsjenar myndu halda áfram baráttu sinni fyrir sjálfstæði á öðrum svæðum í Rússlandi ef þörf krefði. „Samninganefndirnar voru sam- mála um að undirrita þyrfti samn- ing um ýmis hermál. Við höfum núna drög að slíkum samningi sem rússneska nefndin lagði fram,“ sagði Kozh Akhmed Jaríkhanov, varaformaður tsjetsjensku nefnd- arinnar. í drögunum er meðal ann- ars kveðið á um fangaskipti og afvopnun. Michael van Walt, sér- fræðingur í þjóðarétti og fram- kvæmdastjóri UNPO, stofnunar í Haag sem fjallar um málefni þjóða sem hafa ekki öðlast sjálfstæði, ræddi við Dúdajev í fylgsni hans á fjalli í Tsjetsjníju í vikunni sem leið. Hann hafði eftir Dúdajev að Tsjetsjenar væru reiðubúnir að færa sjálfstæðisbaráttuna út fyrir héraðið ef friðarviðræðurnar færu út um þúfur. „Hann sagði að ef til frekari bardaga yrði að koma, sem hann vill ekki, þá vildi hann ekki meiri eyðileggingu í Tsjetsjníju og þeir yrðu því að verða á rússneskum landsvæðum," sagði van Walt. „Þetta merkir, að mínu mati, skæruhernað í borgum eða rúss- neskum herstöðvum." dPPSTUTT Ný stjórn- arskrá rædd UMRÆÐUR hófust í gær á þingi Georgíu um nýja stjórn- arskrá sem kveður á um valda- mikinn forseta og sjálfstjórn fyrir héruð aðskilnaðarsinna. Eduard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu og fyrrverandi utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, hefur beitt sér mjög fyrir stjórnarskránni, sem kveður á um að kjörinn verði forseti í fyrsta sinn frá því að Zviad Gamsakhurdia var steypt af stóli í blóðugri uppreisn árið 1992. Búist er við að Shev- ardnadze gefi kost á sér í for- setakosningum, en hann hefur þó ekki tilkynnt framboð. Koresh hefði gefist upp LÖGMAÐUR David Koresh, sem var leiðtogi sértrúarsafn- aðarins í Waco, sagði í gær að hægt hefði verið að binda enda á umsátur alríkislögreglunnar um höfuðstöðvar safnaðarins á friðsamlegan hátt. Áttatíu meðlimir sértrúarsafnaðarins létu lífið er kviknaði í byggingu skömmu eftir að lögregla gerði áhlaup. Lögmaðurinn sagði að Koresh hefði verið reiðubúinn að gefast upp og að búið hefði verið að tilkynna FBI um það. Uppstokkun boðuð í Japan BÚIST er við að Tomiichi Murayama, forsætisráðherra Japans, stokki upp í stjórn sinni í byijun næsta mánaðar vegna afhroðs Sósíalistaflokksins í kosningunum til efri deildar þingsins á sunnudag, að sögn japanskra þingmanna. Leiðtog- ar stjórnarflokkanna sam- þykktu uppstokkunina á mánu- dag og talið er að hún verði tilkynnt eftir að fimm daga aukafundi á þinginu lýkur 8. ágúst. Minni hiti á Spáni HITABYLGJAN, sem verið hefur í suðurhluta Spánar í rúma viku, tók að sljákka í gær, en talið er að hún hafi orðið 30 manns að bana. 46,6 stiga hiti var í Sevilla á sunnu- dag, sem er mesti hiti sem mælst hefur í borginni. Heimsferð í loftbelg BRESKI kaupsýslu- og ævin- týramaðurinn Richard Bran- son, framkvæmdastjóri Virgin- fyrirtækisins, kvaðst í gær ætla að fara umhverfis jörðina í loft- belg. „Þetta er síðasta ferðaaf- rekið og glæfraferðin sem mannkynið á eftir,“ sagði Branson. Hann hyggst hefja ferðina ásamt tveim öðrum ævintýramönnum einhvern tíma milli nóvember og febr- úar. Gert er ráð fyrir að ferðin taki þijár vikur. 210 farast í flóðum AÐ MINNSTA kosti 210 manns hafa farist á síðustu fjórum dögum í flóðum vegna monsún-rigninga og í eldingum í norð-vesturhluta Pakistan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.