Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Með glampa í augiini Auður Gunnarsdóttir er ung söngkona sem er í námi við óperu- og einsöngvaradeild Tónlistarháskólans í Stuttgart í Þýskalandi. -->----------------------- I samtali við Þórodd Bjamason segir hún frá lífínu í Stuttgart og því sem er á döfínni hjá henni. Morgunblaðið/Sverrir AUÐUR Gunnarsdóttir söngkona. AUÐUR hefur lokið tveimur af þeim þremur árum sem námið við háskólann tek- ur og hefur á þeim tíma sungið í sjö óperuuppfærslum í skól- anum ásamt því að koma reglulega fram á ljóðatónleikum. Blaðamaður tók hús á henni á dögunum en hún er nú stödd hér á landi. Hún ætlar að syngja á femum ljóðatónleikum hér á næstunni, í Stykkishólmi þann 26. júlí, Borgarnesi 27. júlí, í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í Reykja- vík þann fyrsta ágúst, og að endingu á Akureyri níunda ágúst. „Ég sá þennan skóla og óperu- heiminn í Þýskalandi með glampa í augpim þegar ég kom út en komst svo að því að þar er lífið allt annað en leikur. Þama er maður staddur í umhverfi þar sem fólk lifir og hrær- ist í tónlist og talað er hispurslaust um það sem vel er gert jafnt og það sem miður fer. Það má segja að tal- að sé um vandamál raddarinnar eins og bilun í bíl sem þarf að laga. Það er því betra að varpa frá sér allri viðkvæmni og vera viðbúinn að taka gagnrýni. Þetta er mjög gott og ólíkt andrúmsloftinu hér heima á íslandi þar sem fólk er gjarnan of viðkvæmt fyrir gagnrýni kolleganna," sagði Auður en henni hefur gengið vel að fóta sig í Stuttgart og hefur fengið góða dóma í blöðum þar fyrir frammistöðu sína. Skylmingar og leikfimi Auður er fyrsti íslendingurinn sem nemur við skólann en hann hefur útskrifað marga ágæta tónlistar- menn. „Möguleikamir eftir nám hér eru dágóðir enda óperuhús mörg í Þýskalandi. Þegar nemendur nálgast námslok er umboðsmönnum gert við- vart og koma þeir þá gjarnan á sýn- ingar til að leita að efnilegum nýlið- um. Þeir eru í samböndum við stjóm- endur óperuhúsa sem eru að leita að ákveðinni raddgerð, útliti og per- sónuleika í hlutverk þeirra verka sem á efnisskránni eru. Ef allt gengur að óskum er nemendum stefnt á fund forráðamanna hússins og þar fer fram „fyrirsöngur" en á honum velt- ur framhaldið. Það getur verið þó verið erfitt að fá samning við ópem- hús, ekki síst þar sem ekki er nóg að syngja vel heldur er nauðsynlegt að vera boðlegur leikari líka.“ Auður sagði skólann vera í takt við þessar auknu kröfur og nemend- ur þurfi að sækja tíma í leikfimi, spuna og skylmingum mestallan námstímann auk alls þess náms sem snýr að söngnum sjálfum. „Ég skil að mörgu leyti vel afhveiju þetta er svona. Nútímafólk er mjög háð því sem það sér og meira en áður þegar sjónvarp og kvikmyndir voru engar. í óperum heyrir maður ekki alltaf orðaskil og oftar en ekki eru þær á gömlu máli. Þá hjáipar leikræn tján- ing til við að koma sögunni til skila,“sagði Auður. Engar skíðaferðir Einnig segir hún mikið um það í dag að gamiar sígildar óperu séu settar í ný föt og gjarnan látnar gerast á okkar tímum. Ungir leik- stjórar eru sérstaklega hrifnir af þessu og virðast vera að reyna að koma til móts við sjónvarpskynslóð- ina sem vill hraða og fjör, en vissu- lega er það álitamál hvaða leiðir henta við uppfærslu hverrar óperu. Þegar talað er um óperuhús eru þau kölluð A-,B- eða C-hús, eftir hljómsveitarstærð og gæðum. Oft byija nýútskrifaðir söngvarar í C- húsi og vinna sig svo upp en það fer að sjálfsögðu eftir því hve vel gengur á framabrautinni. Blaðamaður var forvitinn um þetta starf sem slíkt og launin í „ bransanum". „Ungir söngvarar í B-húsi eru með um 3200- 3600 mörk á mánuði í laun.(145 þúsund krónurtil 163 þúsund krónur - innskot blm.) Vinnutíminn er yfir- leitt um sex tímar á dag, sex daga vikunnar auk æfinga með píanói og algengt er að sýningar séu að meðal- tali þrisvar í viku. “ Sópran er ekki bara sópran Hún sagði það einnig algengt að ekki mætti fara frá leikhúsinu út fyrir 50 kílómetra radíus án sérstaks leyfis og það þarf alltaf að vera hægt að ná í söngvarana. Ekki má t.d. fara á skíði útaf slysahættu, þannig að ljóst er að ekki er það tekið út með sældinni að vera ungur söngvari á uppleið í Þýskalandi. Sópranröddin er margskipt og því segir það ekki alla söguna þó vitað sé að Auður er sópransöngkona. „Ég er lýrískur sópran," sagði Auður „en til eru fjölmargir góðir slíkir söngvar- ar í heiminum. „Supretto“-sópranar syngja yfirleitt vinnukonur og stúlknahlutverk í óperunum. „Leggi- ero“-sópran er létt „lýrískur" og „iý- rískur“ sópran er á milli „leggiero" og dramatísks sóprans. Ég syng ekki þessar dramatísku kvenhetjur eins og Toscu í samnefndu verki eftir Puccini. Ég er vaxandi lýrískur sópr- an og er að auka raddsviðið á háa sviðinu frekar en hitt,“sagði hún en lofaði þó ekki að söngur næturdrottn- ingarinnar eftir Mozart ætti eftir að hljóma úr barka hennar þó svipur hennar gæfi von um annað. Draumalandið áhrifaríkt Ljóðasöngur er henni hugleikinn og fer vel saman við óperusönginn að hennar sögn þó stór munur sé á að syngja þetta tvennt, „ég get mál- að meira í ljóðunum," sagði hún. Hún hefur sungið þrisvar á ljóðatónleikum í Þýskalandi og er nú komin hingað að syngja fyrir landa sína. Auður leggur áherslu á að kynna Þjóðveij- um íslensk sönglög og eru þau jafn- an þriðjungur dagskrárinnar. Segir hún að fólk falli í stafi yfir lögunum og segist sjá íslensku nátturuna birt- ast sér Ijóslifandi þegar það hlustar á lög eins og Draumalandið eða Gígj- una eftir Sigfús Einarsson. Tólfta ágúst næstkomandi fer Auð- ur utan á ný og verður meðal „elítunn- ar“ í listheiminum á hinni alþjóðlegu Wagnerhátíð í Bayeruth í Þýskalandi sem sagt var frá á síðum blaðsins hér á dögunum. Lokaárið í skólanum tekur svo við í haust auk þess sem hún syngur með Fílharmoníuhljóm- sveitinni í Stuttgart nú á næstunni sem verður að teljast eitt það mest spennandi sem hún hefur fengið að gera úti í hinum harða en jafnframt heillandi heimi sönglistarinnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór HÉR ERU flestir þátttakenda samankomnir sem fram komu á alþjóðlegu gítarhátíðinni sem lauk með síðustu tónleikum á Akureyri sl. sunnudagskvöld. Höfundarréttur lengdur í sjötíu ár Á SUMARÞINGI var lagt fram til kynningar frumvarp til breytingar á höfundarlögum þar sem m.a. er lagt til að höfundarréttur verði lengdur um tuttugu ár, úr fimmtíu árum í sjötíu. Þetta þýðir að ekki má gefa út verk látins höfundar fyrr en sjötíu árum eftir dauða hans nema með leyfi erfingja. Að sögn Þórunnar Hafstein í menntamálaráðuneytinu er ástæð- an fyrir þessari endurskoðun á höf- undarlögunum sú að verið er að samræma íslenska höfundarlöggjöf ákvæðum tilskipana ESB á sviði höfundarréttar. „Það varð niður- staðan hjá ESB-ríkjunum eftir miklar bollaleggingar að samræma lög um höfundarrétt í sambandinu til að hefta ekki flæði hugverka um svæðið. Var tekin ákvörðun um að vernd- unartími hugverka skyldi vera 70 ár eins og hann hefur verið um skeið bæði í Þýskalandi og á Spáni.“ Upphafið að þessum breytingum má raunar rekja til málshöfðunar popptónlistarmannsins Phil Collins á hendur þýskum aðilum sem hljóðrituðu tónleika hans og gáfu út á geisladisk án hans leyfis. Við umfjöllun þýskra dómsstóla fékkst sú niðurstaða að þýsku höfundarrétt- Guðmundur Kamban lést árið 1945. Einka- réttur á útgáfu verka hans hefði að óbreyttu átt að renna út á næsta ári. arlögin gætu ekki gilt um þegna annarra landa sambandsins en Þýskalands nema, í þessu tilviki, tónleik- amir hefðu farið fram í Þýskalandi. Collins áfríaði niðurstöðunni til Evrópudómstólsins sem eins og áður sagði komst að þeirri niður- stöðu að innan ESB skyldu vera ein lög um höfundarrétt. Menntamálanefnd Alþingis hefur frum- varpið nú til umsagnar en það mun verða lagt fram til laga á næsta þingi. „Grand finale“ fyrir norðan TÓNLIST Akurcyrarkirkja Á GÍTARHÁTÍÐ ’95 GÍTARHÁTÍÐ á Akureyri lauk um síðustu helgi með tvennum tón- leikum. Á laugardag fluttu nemend- ur á námskeiði, þar sem fínnski gítarleikarinn Timo Korhonen leið- beindi, verk frá ýmsum tímabilum og virtust flestir hafa haft gott af leiðsögn Korhonens. í stuttu þakk- arávarpi sínu sagði Timo Korhonen að það væri ótrúlegt að vera vitni að slíkri gítarhátíð í svo litlum bæ á hjara veraldar og hældi sérstak- lega hinum ötula framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, Erni Viðari Erlendssyni, og sagði að ísland þyrfti að eiga fleiri „bijálæðinga" eins og Örn. Þá tók hann einnig fram að bæjarfélagið og fyrirtæki mættu vera stolt af því að veita fjármunum í svona menningarlega hátíð þar sem tónleikar.væru í háum gæðaflokki. Á sunnudagskvöldið lék hollenski flamenco-gítarleikarinn Eric Vaarz- on Morel. Hann sótti námskeið hjá Paco Pena og bjó um hríð á Spáni og hefur leikið víða í Evrópu með flamenco-söngvurum og hljómsveit- um. Eric hefur sjálfur sagt að til þess útlendingur sé viðurkenndur af Spánveijum sem flamencoleikari þurfí menn helst að vera þrisvar sinnum betri en heimamenn og víst er að hann hefur náð mjög langt í sínum flamenco-leik. Lítið er vitað um uppruna flamenco-tónlistar en síðastliðin 150 ár hefur hún aðal- lega verið iðkuð í Andalúsíu og á seinni tímum breiðst út um Evrópu og er nú flamenco-gítarleikur kenndur víða á meginlandinu. Tón- listin á uppruna sinn í söng og dansi og framan af var gítarinn aðeins notaður sem undirleikshljóðfæri með söngvurum en þróaðist síðan sem virtúósa-einleikshljóðfæri. Meðal danstegunda má nefna Bul- erias, Farruca, Alegrias og Rúmbu. í þessu blandast hefðbundin takt- form og hljómaraðir og hljóðfæra- leikaranum gefst mikill kostur á að spinna og leika sér innan forms- ins. Gítarleikurinn byggist á mikl- um andstæðum í hryn og skerpu og allt þetta gerði Eric með miklum glæsibrag og með tilheyrandi ofur- hraða í skölum og rasguaedo, sem er hraður gítarsláttur. Allar tón- smíðarnar sem hann flutti voru eft- ir hann sjálfan og sérstaka athygli undirritaðs vöktu Farruca og Al- legrias-dansarnir. Eric er ekki af flamenco-puro skólanum sem er gamla hefðbundna flamencoið held- ur er hann meira undir áhrifum frá mönnum eins og Paco de Lucia en hann er nokkurs konar byltinga- maður í flamenco-leik og var meðal annars rneð þeim fyrstu til að nota hrynsveit með rafhljóðfærum og áslætti. Deiglan var þéttsetin þetta kvöld og var Eric Vaarzon Morel geysilega vel fagnað og mátti heyra lokaða íslendingana hrópa „olé“ hvað eftir annað og að lokum risu áhorfendur úr sætum til að sýna hrifningu sína. Því næst sleit Örn Viðar Erlends- son Gítarhátíð ’95 og þakkaði hljóð- færaleikurum, nemendum og áheyrendum fyrir þátttöku og stuðning. Eins og áður sagði er gítarhátíðin stórmerkilegt fyrirbæri og á Öm Viðar mikinn heiður og þakkir skildar fyrir þetta framtak sitt. Olé! Einar Kristján Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.