Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hvers eiga sumar mæð- ur þessa lands að gjalda? Opið bréf til þeirra sem settu reglur um fæðingarorlof MISRÉTTI fæðingarorlofs kemur víðar fram en á milli kynja og alþing- ismanna. Mæður þessa lands eru beittar miklu misrétti. Þegar foreldrum fæðist barn á móðirin rétt á fæðingarorlofi og greiðslu frá Tryggingastofnun rík- isins. Þar með er ekki öll sagan sögð - ekki er sama að vera Jón eða séra Jón í þessu annars góða kerfi okkar íslendinga. Fæðingarstyrkur er greiddur í sex mánuði nú sam- kvæmt lögum. Allar mæður eiga rétt á fæðingarstyrk 26.294 kr. Til viðbótar þessu geta sumar mæður fengið fæðingardagpeninga. Ef móðirin fær bæði fæðingarstyrk og fæðingardagpeninga getur greiðslan orðið samtals um 60.000 kr. Til að eiga rétt á fullum fæðingardagpen- ingum þarf viðkomandi móðir að hafa „unnið“ yfir 1.032 klst. á síð- ustu 12 mánuðum og leggja niður launaða vinnu þessa 6 mánuði sem fæðingardagpeningar eru greiddir. Eins og fram kemur þarf hún að vera í launaðri vinnu þann tíma sem hún getur þegið fæðingardagpen- inga. Hér er misréttið. Hvers eiga þær mæður að gjalda sem velja það að vera heima hjá börnum sínum og sjá um heimili og eru því í launa- lausu starfi samkvæmt skilgreiningu Tryggingastofnunar ríkisins? Er það ekki starf að vera vera heima og ala upp börn þessarar þjóðar og sjá um heimili með aðstoð maka? Hvað segja ráðamenn í iandinu? Er það ekki fullt starf að ala upp börn og hugsa um heimili? Hvernig var það með þá einstaklinga sem settu þess- ar reglur hafa þeir aldrei unnið inni á (sínu) heimili og vita því ekki hvað það er? Reglur eru nauðsynlegar en þær eiga og verða að vera þannig að þær mismuni ekki fólki við sömu aðstæð- ur, svo sem mæðrum og ný- og ófæddum börnum. Misréttið kemur víða fram. Þriggja barna móðir á von á sínu fjórða bami. Hún hefur verið heima hjá börnum sínum undanfarin ár og eiginmaðurinn hefur unnið utan heimilis. Þessi kona hefur gætt barna þeirra og alið þau upp að miklu leyti og alltaf verði til taks er eitthvað bjátar á. Konan fær að- eins 26.294,00 kr þar sem hún er heimavinnandi húsmóðir sem gætir þriggja barna og sér að mestu um heimilið. Útivinnandi konan sem á eitt barn með manni sínum og hefur barnið á dagheimili fær þegar hún eignast sitt annað barn, um 60.000.00 kr þar sem hún hafði verið í „launaðri vinnu“. Er það eitt- hvað betra fyrir þjóðfélagið að konur fái sér vinnu einu ári áður en þær Ef ég greiði sambýlis- konu minni laun fyrir vinnu heima á heimili okkar, segir Pétur Valdimarsson, er hún í launaðri vinnu og á rétt til fæðingarorlofs. eignast barn til að geta fengið fullt fæðingarorlof? (Til að þurfa ekki að standa í stappi við kerfið). Hvað kostar það ríkið og fyrirtæki að vera alltaf að þjálfa upp nýtt starfsfólk? Hvers vegna fá mæður fæðingar- orlof? Er það ekki vegna þess að þær ólu barn inn í þennan heim. Þess vegna á ekki að mismuna þeim. Hvort sem þær eru heima- eða úti- vinnandi. Fæðingarorlof byggist á fæðingu barnsins en ekki á því hvort konan hafi verið í launaðri vinnu eða ekki. Nýverið heyrði ég þá sögu að þegar verið var að semja reglugerð- ina um fæðingarorlof í upphafi hafi menntakonur þessa lands ekki viljað líða það að konur sem væru minna menntaðar fengju til jafns við þær. Forsenda þess var að þær sögðust hafa lagt á sig nám og töldu sig þar EMS hraðflutningar Pósts og síma Smábréf til póst- og síma- málastjóra, Olafs Tómassonar FYRIR nokkru þurfti ég með miklum flýti að koma sendibréfi til Englands. Lá þar nokkuð við og fór ég með bréfið á þá póststofu sem merkt er 105. Þar naut ég þægilegr- ar þjónustu og greiddi fyrir EMS hraðpóstsendingu kr. 2.700 (tvö þúsund og sjö hundruð krónur). Ég taldi hér um lítið mál að ræða, þar sem daglegar fiugferðir til Englands myndu skila mínum pósti fljótt og vel og hafði meðal annars stílað á að bréfið kæmist hugsanlega með síðdegisflugi til London. Þessi að- gerð mín var sett í framkvæmd kl. 13.30 á fimmtudegi en bréfið kom ekki til skila fyrr en á mánudegi um kl. 17 og hafði þá verið fimm daga á leiðinni, þ.e. nærri fjóra sólar- hringa og hálfum þó betur. Þegar bréfið hafði ekki komið fram á laugardeginum, hringdi ég í póstþjónustuna og bað um skýringar og þá var mér tjáð, að gert sé ráð fyrir því að hraðpóstsending taki tvo virka daga en sjálfur sendingadag- urinn sé „núll“ dagur og að bréfið verði væntanlega borið út síðdegis á mánudag. Þetta þótti mér vera skondin hraðþjónusta, því ef ég hefði sent bréfið sem almenna póstsend- ingu, er mjög líklegt að það hefði verið borið út á laugardegi í Lond- on. Þar fer fram póstútburður á laugardögum, enda var almenn póst- sending, sem send var á sama tíma en frá annarri póststöð og til sömu aðila, borin út fyrir hádegi á um- ræddum laugardegi. Heldur þykir mönnum ég oft vera hávaðasamur og var nú blásið af öllum hornum samtímis, er ég fór niður á póststofu nr. 105 næsta mánudag og verð ég að segja starfs- fólki stofunnar það til hróss, hversu kurteislega það tók mér. Þar var ég leiddur til þess sannleiks, er sló mig svo gjörsamlega út af laginu, að í þó nokkuð langan tíma kom ég ekki upp orði, sem er nú frekar sjaldgæft hvað mig varðar. Hraðpóstur til Lund- úna fer ekki beint til Englands, heldur fyrst til Kaupmannahafnar, flugleið sem liggur yfir Færeyjar, Hjaltlands- eyjar og framhjá Eng- landi, nema ef vera kynni að millilent væri í Skotlandi. Þá er ekki heldur notað beint flug frá Kaupmannahöfn til Lundúna, því næsti áfangastaður er Köln. Þaðan er stefnan svo að lokum tekin á Lond- on. Var furða þó ég missti málið um stund. Það þarf miklu greindari mann en mig, til að skilja slíka skipu- lagssnilld og vaknar sá grunur, að Hraðpóstur til Lundúna fer fyrst til Kaup- mannahafnar og síðan til Kölnar, Þetta þykir Jóni Ásgeirssyni skipulagssnilld, sem erfitt sé að skilja. hér komi til alveg sértæk gaman- semi, nema að skapari þessa „kerf- is“ sé hreinlega á mála hjá einkaaðil- um og vinni að því að Póstur og sími sé ekki samkeppnisfær á þess- um vettvangi við einkafyrirtækin. Það mun láta nærri að hraðlína þessi, Reykjavík-Kaupmannahöfn- Köln-London, sé vel työfalt lengri en bein lína til Lundúna og má það vera ástæðan fyrir því hversu dýr þessi þjónusta er, að mörgum þarf að greiða fyrir aðstoðina, enda höfðu um fimm eða sex aðilar kvittað fyr- ir móttöku bréfsins á undan þeim sem bréfið var stílað til. Samkvæmt upplýs- ingum frá þeim sem notað hafa t.d. DHL hraðpóstþj ónustuna, hefði tiltekið bréf verið sent beina leið til Lund- úna og hugsanlega bor- ist viðtakanda á föstu- degi og áreiðanlega fyrir hádegi á laugar- deginum. Eftir þessa reynslu af þjónustu Pósts og síma mun ég trúiega aldrei, ég segi aldrei, að öllu óbreyttu, trúa því fyrirtæki fyrir áríðandi pósti og sérlega ekki hrað- sendingum. Kæri póst- og símamála- stjóri. Þessi saga um EMS hraðflutn- inga pósts og síma, telst að sjálf- sögðu varða minni háttar mál en ef þetta ótrúlega vitlausa skipulag á sér einhveija samsvörun við önnur atriði í starfsemi stofnunarinnar, er sannarlega kominn tími til vekja ykkur af þeim sjálfdæmisdoðasvefni og stugga ögn við forréttindasjálfs- ánægju þeirri, sem einkennt hefur starfsemi Pósts og síma og komið fram í andsvörum ráðamanna fyrir- tækisins gagnvart hvers konar gagnrýni. Þarna held ég að eitthvað sé ekki í lagi og þar sem allir eru að höggva til ykkar nú þessa.dagana, teldi ég rétt að þú og samstarfsmenn þínir legðu nokkra hugsun í að skilja þá gagnrýni sem á ykkur skellur, að hún er sú hlið, sem snýr að notend- um og að það sem er þægilegt fyrir fyrirtækið, á ekki oft samleið með hagsmunum þeirra er halda fyrir- tækinu uppi með þjónustugjöldum sínum. Þessar andstæður geta leitt til þess að fyrirtækið, Póstur og sími, glati aðstöðu sinni, vegna þvergirð- ingsháttar og skilningsleysis stjórn- enda þess, varðandi lögmálið um kaup og sölu á þjónustu. Höfundur er tónskáld. Jón Ásgeirsson með rétthærri. Er þetta jafnréttisbarátta og er þetta virkilega það sem þið konur viljið? Margt hefur þó verið gott sem þessar annars ágætu konur hafa barist fyrir og ætla ég ekki að draga úr því hér. Er jafnréttisbarátta bara barátta um jafnrétti karla og kvenna en ekki einnig fyrir allar konur jafnt? Ég vil endilega benda þessum mennta- konum á það að það eru margar þeirra sem kjósa að vera heima þennan stutta tíma meðan börnin eru ung enda er það oft skemmtilegasti tíminn. Þið vitið það ekki, þar sem þið misstuð af þessum tíma. Einnig er margsannað að þau börn sem njóta umhyggju og ástúðar foreldra á unga aldri njóta þess er þau verða eldri. Konur bænda fengu á sínum tíma viðurkenningu á sínum störfum að mig minnir. Þær voru ekki sáttar við það að starf þeirra væri einskis metið. Ef það er satt hver er þá munur á þeim og heimavinnandi húsmæðrum? Þetta mál er tilvalið fyrir ,jafnét- tiskonur og karla“ og reyndar alla aðra sem þetta mál varðar. Takið málið upp og berjist fyrir því! Ef þessi sögusögn um framgöngu menntakvenna er rétt, ættu þær hin- ar sömu að taka sig á og breyta þessu, en það var nú þjóðin sem gerði þeim kleift að mennta sig í langflestum tilvikum með hagstæð- um lánum. Aðeins eitt í lokin fyrir þá aðila sem vilja fá yfir 60.000 kr en ekki 26.294 kr í fæðingaorlof, ef ekki verða gerðar lagfæringar á þessu núgildandi kerfi. Ég er hér með eina lausn sem ég ætla mér þá að fram- kvæma. Hún er einföld. Ég ætla mér að greiða minni sambýliskonu laun fyrir vinnu sína á heimili okkar og tilkynna til skattayfirvalda og annarra stofnana. Launin þurfa ekki að vera há eða um 100 til 1.000 kr á mánuði fyrir um 160 klst. vinnu. Með þessu er kona mín í launaðri vinnu og skilar yfir 1.032 klst. fyrir fæðingu næsta barns og uppfyllir reglur. Því er við að bæta að sam- kvæmt lögum ríkir ekki framfærsiu- skylda á milli fölks í sambúð sam- kvæmt lögum um réttindi og skyldur hjóna, nr. 20/1923 (2.gr.). Fyrir þá einstaklinga sem eru giftir er best að fá foreldrana til a_ð vera greiðend- ur þessara launa. Ég skora á alla sem vilja notfæra sér þessa hug- mynd mína að gera það. Með þessu móti ætti að fást fullt fæðingarorlóf. Lengi væri hægt að halda áfram að fjalla um þessi mál en ég læt hér staðar numið og vil leyfa öðrum að bæta við og leggja sitt til í þessa umræðu. Gefumst ekki upp fyrr en við höfum náð jöfnum rétti allra mæðra í landinu. Viðbót í lok febrúar fór ég niður á Skattstofu Reykjavíkur til að kanna þetta mál, þ.e. hvernig ætti að tilkynna þessa vinnu (laun og tímaijölda). Jú, ég mátti tilkynna þessa vinnu það var einfalt og greiða trygginga- gjald 6,51%. Málið varð snúið er ég sagðist ekki greiða nema um 1.000,00 kr fyrir þessa vinnu. Þá voru dregnar upp reglur ríkisskatt- stjóra en þar eru settar fram viðmið- unarreglur vegna launa. Miðað við það dæmi að eiginkona væri í sjálf- stæðum atvinnurekstri sem flokkað- ist undir hreingerningar var henni skylt að gefa upp 73.287,00 kr. sem tekjur á mánuði, miðað við 8 klst. vinnudag. (Ég sem ríkisstarfsmaður með háskólapróf næ ekki einu sinni þessum launum í dagvinnu. Vita verkalýðsfélögin af þessu?) Ég hélt að verktökum væri í sjálfsvald sett hvað þeir byðu í verk sem þeir væru að vinna? Éða hef ég eitthvað mis- skilið þetta? í þessum viðmiðunar- reglum kom margt athyglisvert fram í sambandi við laun sem verkalýðsfé- lög ættu að kanna nánar, en það er annað mál. Ég var ekkert að angra þennan starfsmann Skatt- stofu Reykjavíkur meira, enda ekki við hann að sakast heldur yfirmenn hans og yfirvöld. Eiginkonunni ætti að vera í sjálfs- vald sett hvað hún tæki fyrir þessa vinnu sem hún hefur ekki fengið laun fyrir áður og skatturinn ætti ekki að geta sagt neitt við því. Sú spurning vaknar einnig að telji skattyfirvöld hreingerningamenn fá 73.287,00 kr á mánuði því telur Tryggingastofnun að heimilisstörf séu ekki vinna? Vinna þessar konur ekki sömu (líka) vinnu, samanber konur bænda? Hver er þá munur á starfí hreingerningamanna og bændakvenna og þeirra sem sjá um heimili (heimavinnandi húsmæður)? Eru það börnin sem gera starfið að launalausu starfi (einskis metnu starfi)? Er ekki fæðingarorlof hugs- að líka fyrir börnin? Er það ekki vegna barna sem mæður fá fæðing- arorlof (greiðslur) eða er það ein- hver misskilningur af minni hálfu? Ef um misskilning er að ræða, mætti þá einhver góður einstakling- ur leiðrétta mig. Höfundur er ríkisstarfsmaður. Pétur Valdimarsson Hver líður - Hver bíður? Niður- skurður í heilbrigðis- kerfinu NÚ fyrir skemmstu skrifaði Ólafur Ólafs- son landlæknir grein í Morgunblaðið um for- gangsröðun í heilbrigð- iskerfinu sem var sannarlega tímabær. Landspítalinn, spítali allra landsmanna, er nú með rekstrarhalla, sem yfirvöld virðast ekki ætla að bæta. Eins og fólk hefur heyrt í fjölmiðlum að undanförnu er stefnt að því að skerða kjör hjúkrunarfræðinga á skurð- og svæfingadeild. Þessar að- gerðir eru greinilega örþrifaráð yfir- stjórnenda á handlækningasviði þar sem ekki er hægt að lækka kostnað með meiri hagræðingu en orðið er. Síðastliðin 10 ár hafa orðið gífurleg- ar breytingar á heil- brigðisstofnunum. Allar minniháttar aðgerðir eru framkvæmdar á læknastöðum á „frjálsa markaðnum“, sem að hluta greiðast af sjúkl- ingum og Trygginga- stofnun. Allar stærri aðgerðir sem gerðar voru á Landakoti hafa verið fluttar yfir á Landspítalann og Borg- arspítalann, þar m'eð eru skurðdeildir þess- ara sjúkrahúsa enda- stöð allra sem þurfa á stærri skurðaðgerðum að halda. Sjúklingum er mismunað þannig að þeir sem þurfa minniháttar að- gerðir komast tiltölulega fljótt að, en hinir með alvarlegri sjúkdóma, t.a.m. hjarta- og baksjúklingar, þurfa að bíða. Margt af þessu fólki er sárþjáð á besta aldri, fyrirvinnur, jafnvel á örorkubótum. Á skurðdeild Landspítalans hefur Amalía Svala Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.