Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 25 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKLIR HAGS- MUNIR í HÚFI MIKLIR hagsmunir eru í húfi fyrir heimsbyggðina að sam- komulag náist á lokafundi úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York, sem hófst í fyrradag. Samkomulag um bindandi alþjóðasamning um veiðar á úthafinu er ein forsenda þess að takast megi að byggja upp og vernda það forðabúr, sem fiskimið á úthöfunum eru. ísland á að sjálfsögðu mikið undir því að rápstefnan beri góð- an árangur. Fá ríki eru jafnháð fiskveiðum. Á heildina litið má segja að ísland geti vel unað við þau samningsdrög, sem liggja fyrir, enda hafa fulltrúar íslands á ráðstefnunni lýst yfir að þau styrki stöðu strandríkja varðandi veiðar á svæðunum sem liggja að fiskveiðilögsögu þeirra. Sú var tíðin að ísland hefði barizt fyrst og fremst fyrir rétti strandríkja á ráðstefnu sem þessari. Nú hafa hagsmunir okkar hins vegar tekið breytingum og við eigum talsvert undir úthafs- veiðum. Það ber vott um góðan árangur íslenzku sendimannanna í því tilliti að „íslenzka ákvæðið" um að taka skuli tillit til ríkja, sem eru mjög háð fiskveiðum, við ákvörðun um aðild að svæðis- samtökum um fiskveiðistjórn, ér í drögum þeim, sem Nandan forseti ráðstefnunnar lagði fram. Aðalágreiningur strandríkja og úthafsveiðiríkja á ráðstefnunni stendur nú um 21. grein samningsdraganna, sem kveður á um framkvæmd og eftirlit. Úthafsveiðiríkin hafa einkum sett fyrir sig ákvæði um að hafi fánaríki skips, sem brýtur af sér, ekki brugðizt við innan þriggja sólarhringa, sé strandríkinu heimilt að fara um borð í skipið og færa það til hafnar. íslenzku fulltrú- arnir hafa lagt áherzlu á lögsögu fánaríkisins yfir skipum sínum. Forsenda þess, að slík lögsaga sé virk, er hins vegar að skip sigli ekki undir hentifánum — ekki heldur íslenzk skip. Bættur réttur strandríkja mun fyrst og fremst tryggja hags- muni íslands varðandi stjórnun veiða úr fiskistofnum utan við lögsöguna, til dæmis karfa, síld og rækju. Þetta eru gífurlegir hagsmunir, ekki sízt að því er varðar síld og karfa. Það yrði ekki í þágu íslands sem strandríkis að rýmkað yrði um aðgang nýrra ríkja að svæðisstofnunum, eins og úthafsveiðiríkin fara fram á. Við teljum okkur til dæmis ekki hafa neitt við Evrópusamband- ið að ræða um stjórnun á norsk-íslenzka síldarstofninum, heldur viljum við líta til hagsmuna strandríkjanna fjögurra, sem hafa nytjað hann. Þegar þessir hagsmunir annars vegar, og hins veg- ar sá hagur, sem ísland kynni að hafa af því að styrkja stöðu sína í Smugudeilunni sem úthafsveiðiríki, eru vegnir og metnir, hljóta strandríkishagsmunirnir að vega þyngra í þessu tilliti. Jafnvel þótt jákvæð niðurstaða náist á úthafsveiðiráðstefn- unni, mun hún ekki leysa sjálfkrafa Smugudeiluna, ágreining um síldarstofninn eða aðrar fiskveiðideilur. Þannig verða senni- lega ekki nákvæm ákvæði um kvótaskiptingu í væntanlegum samningi, en stærð kvóta er einmitt aðalágreiningsefnið í bæði Smugudeilunni og síldardeilunni. Áfram verður mikið komið undir samningsvilja og framsýni ríkja heims. Úthafsveiðiráð- stefnan getur hins vegar látið þeim í té reglur — tæki til að leysa deilurnar — og slíkt er tvímælalaust í þágu íslands, sem hefur ævinlega byggt baráttu fyrir réttindum sínum á lagalegum rökum þjóðaréttar. NÝSKÖPUN NÁMSMANNA MIKILVÆGI nýsköpunar verður seint metið til fulls. Nýjar hugmyndir og frjó hugsun eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir stöðnun og værukærð. Árið 1992 var Nýsköpunarsjóður námsmanna stofnaður og er hann nú starfræktur fjórða sumarið í röð. Markmið hans er að veita styrki til rannsóknaverkefna, sem nemendur í Háskóla íslands vinna að yfir sumartímann. Eru verkefni, sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu eða tiltekinni fræði- grein, styrkhæf. Hefur sjóðurinn að þessu sinni 25 milljónir frá ríkissjóði og Reykjavíkurborg til ráðstöfunar. Nýsköpunarsjóður- inn, Tækniþróun hf. og Útflutningsráð starfrækja einnig Nýsköp- unarsmiðju sem hefur það að markmiði að reyna að koma hug- myndum á framleiðslustig. í Morgunblaðinu á sunnudag var greint frá starfsemi sjóðsins og nokkrum verkefnum, sem hann hefur styrkt. Kernur þar fram að 264 umsóknir um styrki hafa borist í ár. „Það sækja í hann fleiri og fleiri og menntaðri námsmenn með meiri reynslu og starfsaldur. Jafnframt því má sjá fleiri afburðaumsóknir," segir Dagur B. Eggertsson, umsjónarmaður sjóðsins. Hann bætir við að sjóðurinn veiti fjármagni til nýjunga rannsókna er áður hafi ekki verið sinnt. Þetta er merkilegt framtak. Við eigum mikið af ungu og vel- menntuðu fólki, sem getur með þekkingu sinni og hugmyndum hleypt nýju lífi í atvinnu- og menntalíf. Með því að styrkja þetta fólk og gefa því kost á að þróa hugmyndir sínar erum við að leggja grunn að hagsæld framtíðarinnar. Andvígur úreldingarstefnu EGILL Jónsson segist vilja gangast fyrir umbótum í starfsemi Byggðastofn- unar. Hann telur að stofn- unin sé of upptekin af peningaum- sýslu og lánastarfsemi sem sé arfleifð liðins tíma og vill draga úr því en þess í stað efla og styrkja ráðgjafar- og þróunarstarf á vegum stofnunarinnar. Með þeim hætti fremur geti stofnunin hlúð að vaxtarbroddum í atvinnulífinu og veitt einstaklingum og samtökum þeirra bráðnauðsynlega þjónustu við að kanna nýjar hugmyndir og stíga fyrstu skrefin í nýjum rekstri. „Ég hef að sumu leyti mikla raun af því hvað starfsemi stofnunarinnar snýst mikið í kring um lánveitingar en þó angrar mig öllu meira þessi lánasýslustarfsemi sem stofnunin hef- ur með höndum, m.a. sem verktaki fyrir Þróunarsjóð. Það er mikill hluti af stofnuninni undir þetta lagður. Framan af ferli sínum var Byggða- stofnun rík stofnun, útdeildi miklu fjármagni og var mikill þátttakandi í uppbyggingu atvinnulífsins. Síðan dró úr íjármagninu, tímarnir breyttust og á -síðustu árum, hefur aðalviðfangs- efni hennar verið að beijast við þá miklu erfíðleika sem voru í atvinnulíf- inu á því erfiða breytingaskeiði sem yfir það dundi. ,Nú eru hins vegar aðstæðurnar orðnar aðrar í þjóðfélaginu og at- vinnurekstrinum. Efnahagsskilyrðin eru orðin sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum og rekst- arskilyrði í atvinnulífi hér hafa ekki verið með sama hætti og nú er á öll- um lýðveldistímanum. - Ertu að segja það að pólitísk út- hlutun á íjármagni tilheyri liðnum tíma og að bankakerfið eigi að sjá um lánastarfsemi? Peningaumsýsla í bönkunum „Mín vegna mætti færa þessa pen- ingaumsýslu yfir til bankanna. Sá þáttur sem lýtur að peningaumsýsl- unni er miklu léttvægari en verið hef- ur vegna breyttra tíma. Byggðastofn- un býr við strangar reglur um arðse- miskröfur og þær eru hliðstæðar við það sem aðrar lánastofnanir búa við. Stofnunin hefur goldið fyrir ------- að tapast hafa peningar á Ekki kappsmál EGILL Jónsson sýnir gjarnan gestum sínum landgræðslusvæðið í Skógey þar sem undraverður árangur hefur náðst í landgræðslu 4.000 hektara örfoka lands á einum áratug. Egill Jónsson formaður stjómar Byggða- stofnunar segir stofnunina of upptekna af lánastarfsemi. I samtali við Pétur Gunnars- son ræðir hann um þær breytingar sem hann vill sjá í starfsemi stofnunarinnar, byggðamál og sauðflárrækt. að óbreyttur fjöldi lifi af sauðfjárrækt ýmsu því sem hún eins og aðrar lánastofnanir hefur lagt fé til. Eins og við vitum hafa þeir aðilar sem urðu ___________ fyrir miklu tapi ekki enn náð að losa sig undan áhrifum þeirra áfalla, margir hafa misst kjarkinn. - Hvaða þörf er þá fyrir byggða- stofnun ef hún metur lánsumsóknir á sama grundvelli og aðrar peninga- stofnanir? „Það sem ég tel að snúi fyrst og fremst að Byggðastofnun er að hjálpa til við að rækta garðinn, treysta grundvöll atvinnuveganna og hjálpa til við að vísa veginn í átt að nýjungum með leiðbeiningum og sér- þekkingu. Að því þarf hún að vinna í nánu samstarfi við þá aðila sem eru þátttakendur i atvinnulífinu og for- svarsmenn sveitarfélaganna í kring- um landið. Byggðastofnun á fyrst og fremst að vera þar sem aðrir eru ekki, stuðla að og hvetja til nýjunga. Því fylgir gjarnan meiri áhætta. Okk- ar lífskjör í framtíðinni byggjast auð- vitað á því að við getum nýtt þessi breyttu skilyrði í atvinnulífinu, aukið okkar framleiðslu og gert hana fjöl- breyttari, ekki síst með því að nýta betur þær auðlindir sem þetta land býr yfir, bæði til lands og sjávar. Byggðastofnun verður um þessar mundir að semja sig að þessum breyttu háttum í þjóðfélaginu ef hún ætlar að hafa áhrif og vera í forsvari í byggðamálum hér á landi. Stjórn- völd þurfa að hafa sannfæringu fyrir því að byggðamálunum sé borgið í höndum Byggðastofnunar. Annars hljóta menn að finna sér aðrar leiðir í byggðamálum. - Hvaða breytingum vilt þú að starfsemi Byggðastofnunar taki? „Á fyrsta fundi okkar í nýju stjórn- inni tókum við stefnumarkandi ákvarðanir. Við skiptum stjórninni í tvo starfshópa. Lengst af hefur stjórn stofnunarinnar ekki verið nægilega virk og þræðirnir of mikið í höndum formanns og framkvæmdastjóra. Ónýttir möguleikar Öðrum starfshópnum stýrir Einar Kr. Guðfinnsson. Þeim hópi er ætlað að gera tillögur um leiðir til að efla ráðgjafarstarf stofnunarinnar til mikilla muna frá því sem verið hefur, bæði atvinnu- o g ferðamálaráðgjöf og einnig viljum við bæta við ráðgjöf á sviði sölu- og ________ markaðsmála. Kannski er ekkert jafnþýðingarmikið fyrir eflingu atvinnulífsins við þær nýju aðstæður sem við búum við og markaðsmálin nú þegar viðskipti ganga miklu beinna milli landa og fyrirtækja en áður. Ónýttir möguleik- ar á slíkum viðskiptasamböndum eru margir. Þessi starfshópur á innan skamms að koma með tillögur sem geta lagt grundvöll að öflugri starfsemi sem tengist þróun, sölu og viðskiptum sem allra víðast á þann hátt að fólki og fyrirtækjum sé veittur stuðningur til að þróa hugmyndir sínar og hrinda þeim í framkvæmd. Hinn starfshópurinn er undir for- sæti Stefáns Guðmundssonar. Hon- um er ætlað að fjalla um hvernig stuðla megi að aukinni fjölbreytni og fullvinnslu afurða og hvers konar nýjungum sem stuðlað geta að auk- inni framleiðslu. Þetta er auðvitað víðtækt verkefni og gerist ekki fyrir atbeina Byggða- stofnunar einnar saman en spurning- in er hvar og hvernig getum við kom- ið áhrifum okkar á framfæri. Það tekur tíma að festa nýjungar í sessi og vinna nýja markaði. Erlendis sums staðar fá nýir aðilar í framleiðslu stuðning í 3-5 ár og aðgang að sér- fræðiráðgjöf. Ég vil sjá og stuðla að vinnubrögðum í þeim anda. - Stundum er sagt að atvinnulífið sé best á vegi statt þar sem Byggða- Stjórn stofn- unarinnar lengst af ekki nægilega virk stofnun skiptir minnstu máli. „Já, það mætti kannski til sanns vegar færa. Það hefur náttúrulega verið vettvangur Byggðastofnunar að treysta byggð í landinu og þar af leiðandi þarf hennar ekki við þar sem lífið gengur auðveldast fyrir sig. Ef gagn er í Byggðastofnun þá á hún ekki síður að efla byggðina þár sem hún er traust fyrir. Hins vegar held ég að hún ein ráði aldrei við það að snúa hlutunum við þegar illa horfir. - Byggðastofnun hefur verið falið að veita sérstaka aðstoð til sauðfjár- ræktarsvæða, þar sem ástand er hvað verst um þessar mundir. Getur hún þá ekki komið að neinu gagni í því efni? „Sá vandi sem sauðfjár- ræktin býr við er orðinn miklu víðtækari en svo að hann snerti sauðfjárrækt- ina eina. Ef illa fer mun _____ það hafa áhrif á aðrar greinar í sveitunum líka og þess er þegar farið að gæta þar og í þéttbýl- isstöðunum sem nærast á þessari framleiðslu. Hætta samningabrölti Þennan vanda hefur búvörusamn- ingurinn, sem nú er í gildi, leitt af sér en ég hef frá fyrstu tíð verið and- vígur honum og séð hvert úreldingar- stefna hans mundi leiða. Mér virðast vinnubrögin við endurskoðun búvöru- samningsins orka tvímælis og ég er ósammála mörgum þeim áherslum sem þar er um rætt. Það sem mestu máli skiptir og stjórnarsáttmálinn kveður þó á um er að ekkert bita- stætt heyrist um þann bráða vanda í sauðfjárræktinni sem bændur standa nú frammi fyrir. Ég tel að ástandið í sauðfjárrækt- inni sé slíkt að menn eigi að hætta þessu samningabrölti um endurskoð- un á samningnum. Það getur enginn nema Alþingi tekið af skarið í þessu stóra máli. I þessum samningaviðræð- um hafa bændum verið gerðir niður- lægjandi kostir af mönnum sem eru fastir í úreldningarhugarfari samn- ingsins sem þeir bjuggu til sjálfir. Menn hafa m.a. sett það fram í þess- um viðræðum að bændur fái lífsfram- færslu fyrir að tína rusl. Slík er niður- lægingin gagnvart bændum landsins orðin. Ég er andvígur þessari úreldingu. Á síðasta ári og þessu hafa fyrst átt sér stað markvissar aðgerðir við sölu á dilkakjöti erlendis. það er lífsnauð- synlegt að láta á þá þróun reyna og það hlýtur að taka einhver ár. Ég vil gefa þeim tilraunum t.d. 3-5 ár og að sauðfjárræktin fái að lifa eðlilegu lífi þann tíma. Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að' stuðla að útflutningi og aukinni fullvinnslu þannig að ábatinn komi bændum til góða. Við höfum ákveðið að styrkja útflutningsslátur- hús og vinnslustöðvar til að fjárfesta í hagræðingu og aukinni fullvinnslu afurðanna með útflutning og mark- aðssetningu erlendis í huga. Þetta er m.a. gert fyrir það fjármagn sem okkur er falið að koma til skila sam- kvæmt búvörusamningnum. Markmiðið er að ná fram lægri til- kostnaði sem verði skilað til bænda í hærra skilaverði. Það eru nokkur slík verkefni þegar komin í gang og önnur eru í undirbúningi. Úreldingarstefna Stóra málið er að menn ganga ekki inn í nýja markaði, það verður að búa þá til. Með þessum hætti er verið að leggja grundvöll að markaðsstarfi sem á rætur í sérstöðu landsins. Þetta er auðlegð sem býr í landinu okkar. Þess vegna má ekki tapa því afli sem býr í fólkinu sem byggir sveitr landsins sem hlýtur að verða ef úreldingar- stefnan nær fram að ganga. Það er mér hins vegar ekkert sér- stakt kappsmál að óbreyttur fjöldi fólks í sveitunum lifi um alla framtíð af sauðfjárrækt en ég vil stuðla að því, að fólk finni og nýti þá fjölmörgu möguleika sem eru á öðrum atvinnu- rekstri í sveitunum. Gangi t.d. eftir hugmyndir sem komnar eru á góðan rekspöl um útflutning Eðalíss í Suður- seit gætu skapast þar 10-20 störf og þannig unnist upp það sem tapast hefur á þessum úreldingartímum. Sambærilegir möguleikar eru fjöl- margir annars staðar. Við þurfum að leggja sérstaka áherslu á að hlúa að slíku. Einnig verðum við að hafa í huga að ef það --------- gengur eftir, sem menn vonast nú til, að ráðist verði í stækkun álversins og ef til vill járnblendiverk- smiðjunnar á næstunni þá er hætt við nýjum straumi fólks frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Á slíkum tím- um er sérstaklega mikilvægt að huga að mótvægi með því að gefa fólki og aðilum í atvinnurekstri tíma og tækifæri til að nýta möguleikana sem er að finna í byggðarlögunum. Við verðum að hafa hugfast að við getum ekki að nýju reist tekjur okkar og framfærslu á því að flytja til byggð- ina í landinu. Kjördæminu að gagni - Er Byggðastofnun sérstakur vett- vangur fyrirgreiðslupólitíkusa. Hefur það þýðingu fyrir Austurlandskjör- dæmi að þú sért orðinn stjórnarform- aður þar? „Ég vona að ég geti komið kjör- dæminu mínu að gagni hvar sem ég starfa en ég vil ekki að það gerist á kostnað annarra. Ég sinni og vil sinna erindum minna umbjóðenda. Byggða- stofnun verður ekki misnotuð í þeim tilgangi en hins vegar styrkir for- mennskan mig til að vinna að málefn- um kjördæmisins á öðrum vettvangi. Þeir alþingismenn sem ótrauðir beijast fyrir málefnum kjördæma sinna og hagsmunum fólksins sem þar býr eru öðrum líklegri til að koma á nýbreytni og efla starfsemi þýðingar- mikilla stofnana þar sem áhrifa þeirra gætir. Það vona ég m.a. að reynist niðurstaða af starfi nýkjörinnar stjórnar Byggðastofnunar." Reuter Aung San Suu Kyi leggur blóm að grafhýsi föður síns, Aung San, sem var frelsishetja Búrma. Suu Kyi er laus úr stofufangelsi, en fjöldinn allur af pólitískum andstæðingum herstjórnarinnar í landinu situr ennþá á bak við lás og slá. Á BAKVIÐ FORTJALDIÐ MYANMAR Herstjómin í Búrma kallar landið Myanmar o g hefur ákveðið að á næsta ári verði gert átak í ferðamannaiðnaði. Ar heimsóknar til Myanmar skal það heita. Fréttamaður The Daily Telegraph heimsótti Búrma og reyndi að skyggnast á bakvið fortjaldið Búrma ■ Stærð: 678.030 ferkílómetrar. ■ íbúar: 41.279.000 Stv. manntali 1990) Stjórnarfar: Hervald. ■ Höfuðborg; Rangoon (Yangon). ■ Efnhagur: Landbúnaður er helsta atvinnugreinin, og starfa 66% vinnandi fólks við hana. ■ Saga: Bretar gerðu Búrma að nýlendu sinni á 19. öld og heyrði hún undir stjórn þeirra á Indlandi til 1937 þegar Burma fékk eigin stjórn. Það fékk sjálfstæði fra breska heimsveidinu 1948. Ne Win, hershöfðingi, réði lögum og lofum í stjórnmálum frá 1962 til 1988, er hann lét af völdum eftir miklar mótmælaaðgerðir gegn stjórnvöldum. Náinn samstarfs- maður hans, Saw Maung, hers- höfðingi, tók við stjórnartaumum. Fyrstu fjölflokkakosningar í 30 ár fóru fram 1990. Helsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, sem Aung San Suu Kyi fylgdi að málum, vann afgerandi sigur, en herstjórnin virti kosningaúrslitin að vettugi. Knight-Ridder Tribune VELKOMIN til Búrma, öðru nafni Myanmar, lands pagóðanna og hrísgijóna- akranna; landsins sem er ósnortið af skelfingum neysluhyggj- unnar sem hefur drekkt svo mörgum Asíulöndum í mengunarskýi og stór- borgarsturlun. Herstjórar landsins hafa ákveðið að næsta ár verði opin- berlega Ár heimsóknar til Myanmar og það er sú mynd sem maður sér í ferðamannabæklingunum. En á bakvið fortjaldið, segja þeir gagnrýnu, er annað Búrma, land fótjárnaðra fanga, nauðungarflutn- inga og pólitískra fanga.- Blóð, sviti og tár fólksins í Búrma fer í að gera landið klárt fyrir flóð- bylgju af ferðamönnum, fullum að- dáunar. En megnið af þeim pening- um sem ferðafólkið mun eyða fer beina leið í vasa herstjóranna og félaga þeirra í feitum embættum. Fótjárn fanga Á leiðinni til Mandalay, þar sem flugfiskar Rudyards Kiplings voru að leik, glamraði í fótjárnum fanga í vikunni sem leið, þeir óðu í leðju og sólarhitinn var óbærilegur, þeir voru að gera við holótta götu sem átti að heita þjóðvegur. Hallarsíkin í Mandalay eru óað- finnanleg. Vatnið tært og steinarnir nýhlaðnir. En það er ekki langt síð- an járnaðir fangar voru að handm- oka botnleðjunni burt og hlekkirnir skófu skinnið af fótleggjum þeirra. Nokkur hundruð kílómetra niður með Irrawaddyfljóti er eitt af undra- verkum Asíu; pagóðurnar á gresjum Pagan. Það er ekki langt síðan fimm þúsund manns eða svo bjuggu inn á milli musteranna, sem eru um 2000 talsins, og seldu ferðafólki húsaskjól og minjagripi. Nú hefur þetta fólk verið flutt yfir á óræktað land nokkur hundruð kílómetra í burtu, og var hótað lífláti ef það færi ekki. Hreinlegt í Rangoon í miðborg Rangoon, þar sem mik- ið er um ferðafólk, er fátt sem bend- ir til fátæktar. Göturnar frá flug- vellinum eru breiðar og hreinar og engir heimilislausir betlarar á gang- stéttunum. Það er vegna þess að hersljórarnir létu flytja um 200 þúsund manns nauðungarflutning- um í fábrotin úthverfi 1988 i kjölfar uppreisnar lýðræðissinna og bylt- ingar hersins. 1 nýju hverfunum er víða ekki enn komið á rafmagn og vatn og íbúarnir eru fjarri vinnustað „Vandinn liggur bæði í því hvern- ig farið er að og hvað er gert,“ sagði stjórnarerindreki með aðsetur í Rangoon. „Maður getur kannski rökstutt ákvörðun um að flytja fólk burtu frá stöðum þar sem eru forn- minjar, eins og í Pagan, en það er ekki hægt að skikka það til að fara með stuttum fyrirvara og hóta lífl- áti ella.“ Hefð fyrir þrældómi? Misbeitingin er þó hvað verst á afskekktum svæðum þar sem útlend- ingar fá ekki að koma. Þegar brugð- ist er við þjóðflokkauppreisnum hef- ur löngum verið litið svo á að þorpsbúum megi fórna og þeir notað- ir sem skildir. Syðst í landinu vinna mörg þúsund manns eiginlega sem þrælar við skelfilegar aðstæður við að leggja nýja járnbraut. Þeir sem hafa flúið þaðan segja að stundum fái verkafólkið hvorki mat né þau lúsarlaun sem kveðið er á um þvþ skuli greidd. Yfirvöld bera því við að löng hefð sé fyrir því í landinu að fólk taki erfiðisvinnu sem þegnskyidu og slepþi fyrir vikið við skatta. Ferðamálaráðherrann, Kyaw Ba, herforingi, brosir þegar hann er spurður um meint mannréttindabrot. „Við bjóðum ferðafólki að koma svo það geti séð að hér ríkir pólitískur stöðugleiki og að mannréttindi eru virt,“ segir hann. „Það er enginn neyddur til erfiðis- vinnu. Það er gömul hefð í Myanmar að fólk gefur vinnu sína í þróunar- verkefni. Hvað fangana varðar, þá erum við ekki að neyða þá. Þeir njóta forréttinda. Ef þeir vinna að þessuni verkefnum er refsing þeirra milduð.“ Sækjast eftir erlendu fjármagni Búrma, sem áður var bresk ný- lenda, var lokað frá umheiminum eftir byltingu Ne Wins, hershöfð- ingja, 1962. Nú fara herstjórarnir á fjörurnar við erlenda fjárfesta og ferðafólk fær að vera í mánuð. Ekki er langt síðan ferðamenn gátu einug- is dvalið í viku. Ferðafólkið verður ekki vart við alræði hersins. Öryggislögreglan lætur lítið fyrir sér fara í helstu bæjum, og treystir á sveitir upp- ljóstrara sinna og leyniþjónustu- manna Leiðtogi andófsmanna, Aung San Suu Kyi, var látin laus nú í mánuðin- um, eftir að hafa verið í stofufang- elsi í sex ár. Erlendir stjórnarerin- drekar benda hins vegar á, að aðrir pólitískir fangar séu ennþá í haldi. Insein fangelsið, þar sem flestir dvelja, er einungis fáa kilómetra frá flugvellinum í Rangoon. Alþjóða- nefnd rauða krossins hefur yfirgefið Búrma vegna þess að herstjórarnir vilja ekki leyfa fulltrúum hennar að heimsækja fangana. < „Aung San Suu Kyi er frjáls, en aðrir landsmenn eru ennþá í stofu- fangelsi," sagði taugaveiklaður and- ófsmaður við fréttamann The Daily Telegraph. Ferðamálaráðherrann viðurkennir að ár heimsóknar til Myanmar snú- ist einungis um peninga. „Okkur vantar gjaldeyri,“ sagði hann. „Landið er fátækt.“ Markið var sett við hálfa milljón ferðamanna. Hvað er Myanmar? En vandinn við opinbert ár heim- sóknar til Myanmar er sá, að fólk á Vesturlöndum veit fæst hvað My- anmar yfírleitt er. Árið 1989 aflagði: herstjórnin nöfn á borð við Búrma, Rangoon og Irrawaddy, og setti í staðinn Myanmar, Yangon og Ayey- arwaddy. En erlendir fjármálamenn ætla að næla sér í bita. Stór samningur við fyrirtæki í London, Sea Containers, hljóðar upp á 35 milljónir dollara. Fyrirtækið hefur tekið að sér skemmtisiglingar á Irrawaddy og rekstur fljótandi hótels í Rangoon. Leiðsögumenn munu einungis tala um menningu og sögu - ekki orð um stjórnmál. „Ef Ár heimsóknar til Myanmar tekst vel verður það sigur fyrir her- stjórnina," sagði andófsmaður í Mandalay. „Okkur þætti ánægjulegt ef ferðamenn kæmu og nytu þess sem landið hefur upp á að bjóða, en ekki núna. Peningarnir sem þeir eyða munu ekki gera annað en að vökva illgresi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.