Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 29 SVEINNMAR GUNNARSSON + Sveinn Már Gunnarsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1947. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 13. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Jó- hanna G. Sveins- dóttir og Gunnar N. Jónsson vélvirki. Systir hans er Mar- grét Sigurborg, kennari, sem er gift Baldvini Reynissyni, véliðnfræðingi. Sveinn Már var kvæntur Láru Ingibjörgu Olafs- dóttur, tannlækni. Hennar börn eru: Anna María, Krislján Guy, Sunnefa og Agnar Burgess. Börn Sveins Más af fyrra hjóna- bandi eru Jóhanna Margrét, Sævar Már og Gunnar Már. Sveinn Már varð stúdent frá MR 1967 og útskrifaðist frá lækna- deild HÍ 1974. Hann stundaði sémám í Svíþjóð í bamalækn- ingum og taugasjúkdómum og fötlun barna og unglinga. Hann var læknir á sjúkra- húsum í Reykjavík og á Reykjalundi 1974-1977 og sér- fræðingur á Reykja- lundi frá 1983 og við Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins. Einnig var hann læknir Oskjuhlíðar- skóla og Breiðholts- skóla. Sveinn Már hélt marga fyrir- lestra fyrir foreldra fatlaðra barna og fagfólk þeim tengt og sinnti málefnum misþroska barna, hérlendis og í samnorrænum nefndum. Eigin- kona Sveins Más hefur stofnað minningarsjóð í hans nafni sem ætlað er að styðja við starfsemi upplýsinga- og fræðslumiðstöðv- ar fyrir fagfólk og foreldra mis- þroska barna, sem verið er að koma á laggimar. Útför Sveins Más Gunnarsson- ar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og fer athöfn- in fram klukkan 14. VIÐ VILJUM með lítilli grein minn- ast föður okkar Sveins Más Gunn- arssonar. Hann var fæddur í Reykjavík 16. mars 1947 og því aðeins 48 ára þegar hann lést úr krabbameini. Þetta hefur verið erf- iður vetur vegna erfiðra og langvar- andi veikinda hans frá því í haust. Þeirri baráttu er nú lokið. Hann kvæntist móður okkar Elsu Kristínu Vilbergsdóttur haustið 1969. Þau slitu samvistir vorið 1990. Faðir okkar lauk læknanámi 1974 og ’77 fiutti fjölskyldan til Svíþjóðar. Þar áttum við saman yndisleg ár og vinir okkar þaðan sakna hans sárt. Arin okkar með pabba voru annasöm ár. Mikið var um búferlaflutninga vegna vinnu hans og náms. En þetta voru góð ár sem við minnumst með söknuði. Síðustu ár höfum við ekki umgeng- ist pabba eins mikið og við hefðum viljað. Hann eignaðist nýja fjölskyldu og eins og áður skipaði vinnan stór- an sess í lífi hans. Hann vann á sem virtist óteljandi stöðum og var ótrúlega ósérhlífínn þegar vinna var annars vegar. Þrátt fyrir það fann hann sér alltaf tíma til að koma og heilsa upp á okkur og voru þær stundir ómetanlegar. Pabbi virtist alltaf fara réttum meg- in fram úr rúminu því hann var allt- af í góðu skapi og alltaf stutt í grín- ið. Hann hafði einnig þann góða eiginleika að horfa alltaf á björtu hliðarnar á lífinu, sama hvað dundi á. Hann var afburða námsmaður og höfum við bömin fengið að njóta þess gegnum skólagöngu okkar. Við vottum eiginkonu hans og bömum hennar samúð okkar. Elsku pabbi, megi góði guð geyma þig. Við munum alltaf sakna þín. Jóhanna Margrét Sveins- dóttir, Sævar Már Sveinsson og Gunnar Már Sveinsson. Hann Sveinn Már er dáinn. Ég trúi því ekki ennþá en ég veit að minning hans mun lifa. Fyrsta minning mín um hann var þegar ég var sex ára, þá stóð hann í dyr- unum á íbúðinni okkar i Engihjallan- um með fullan faðm af rauðum rós- um handa mömmu og, eins og allt- af, með brosið á sínum stað. Fyrst skildi ég ekki mömmu að velja, af öllum karlmönnum, rauð- hærðan og freknóttan karl því af minni reynslu voru þeir allir hrekkjusvín. En seinna meir skildi ég alveg val hennar því hann var svo góður við mömmu, okkur systk- inin, sem hann gekk í föðurstað, og bara alla sem voru í kringum hann. Ég man hve mér þótti alltaf vand- ræðalegt að sitja við hliðina á honum á gamanmyndum í bíó, því ég hef aldrei heyrt mann hlæja eins hátt og innilega og hann Svein Má. Hann vakti oft svo mikla athygli í bíóinu að fólk gleymdi myndinni og horfði á hann veltast um af hiátri. Við höfum mikið hlegið að einu skiptinu. Þá var verið að sýna gam- anleikrit og mamma og Sveinn Már fóru tvö að sjá það. Daginn eftir heyrði ég stelpu í skólanum tala um hve einn maðurinn á fyrsta bekk hefði hlegið hátt á leikriti sem hún hafði farið að sjá kvöldið áður, svo hátt að allir fóru að hlæja að hon- um. Þegar ég kom heim spurði ég Svein Má á hvaða bekk hann hefði setið og auðvitað hafði hann setið á fyrsta bekk. Þannig er ég viss um að við heyrum það hingað niður á jörð þegar verið er að sýna gaman- leikrit uppi á himnum. En núna síðustu mánuðina var hann mikið veikur svo að hann gat ekki gert það sem honum þótti skemmtilegast að gera, s.s. að keyra, vinna vinnuna síiia, reykja fína vindla, elda og borða fínan mat, segja brandara og hlæja svo hátt og innilega eins og ég hef lýst. Ég veit að hann er núna á betri stað, þó að ég vildi að hann væri hér hjá okkur en hann getur gert allt sem honum þótti skemmtilegast að gera núna, svo honurn líður betur. Eg ætla að muna Svein Má með vindilinn í munnvikinu, gleraugun fram á nefinu að skoða matseðilinn á einhvetju veitingahúsinu. Ég vil þakka Guði fyrir að hafa leyft mér að kynnast Sveini Má og fengið að vera með þeim góða manni síðustu átta árin. Sunnefa Burgess. Ævi manna er ekki einungis mi- slöng, hún er einnig æði misjöfn. Sumir eru þess megnugir að koma meiru af góðu og gagnlegu til leiðar á stuttri ævi sem aðrir ná ekki á langri lífsgöngu. Því er sárt að horfa á bak manni í blóma lífsins fullum af vilja og þreki til enn fleiri góðra verka. Það er þó örlítil huggun í harmi að minningin lifir heil og sönn þó maðurinn hverfi. Minninguna eigum við öll og hvert okkar mun varðveita hana á þann hátt sem hún varð til í hugum okkar. Kynni okkar af Sveini Má voru ekki löng ef miðað er við meðal- mannsævina en þessi kynni voru góð og heil og því finnst manni þau miklu lengri en árin segja til um. Það er margs að minnast og þær stundir sem við áttum saman voru gleðigjafar og mannbætandi, því líf- ið var til þess að nýta það og njóta þess. Það var eflaust ljóst hvert stefndi og síðustu mánuðir voru Sveini, Láru, börnunum og foreldrum hans erfiðari en nokkurt okkar getur gert sér í hugarlund. Þau lögðu saman kærleik og kjark og náðu þannig að ganga þennan erfiða veg á enda með alúð og virðingu. Orð eru fátækleg á slíkum stund- um og tjá aðeins brot af þeim hugs- unum sem þau eiga að lýsa. Lára, eig þú og börnin hugsanir okkar, samúð og styrk. Horfíð fram á veginn, Sveinn Már hefði eflaust tekið undir það með okkur að allir dagar eiga kvöld, en allar nætur morgun. Eiginkona Sveins Más hefur stofnað minningarsjóð um hinn látna og munum við heiðra minn- ingu hans með framlögum og vonum að sem flestir haldi minningu hans á lofti með framlögum til verkefna sem honum voru mikilvæg og þörf. Mágkonur og fjölskyldur. Mér? Mér líður vel. Þannig háði Sveinn Már dauðastríð sitt til hinztu stundar af æðruleysi og eðlislægri nærfærni við aðra. Sjálfur hafði hann greint sitt banvæna mein 10 mánuðum áður en yfír lauk. Sveinn kvaddi jarðneskt líf á heimili sínu árla morguns 13. júlí síðastliðinn. Yfír ásjónu hans ríkti kyrrð og frið- ur. Bros, sem alla tíð hafði verið aðalsmerki hans, lék nú aftur um augu hans og varir. Guð hafði tekið hann til sín. Þannig var Sveinn Már. Þessi hlýi, góði drengur, sem öllum yljaði með glaðværð, spaug- semi og óviðjafnanlegum hlátri. Látinn veitti hann mér styrk og trú. Við Sveinn vorum nánir sam- starfsmenn bróðurpart starfsævi okkar. Eg leitaði oft til hans af fag- legum ástæðum. Ekki síður leitaði ég sálufélags hans. Það var gott að vera í návist hans, hvort sem hugur manns var glaður eða dapur. Sveinn var mjög næmur á tilfinningar ann- arra. Sjálfur var hann dulur um sinn innri mann. Ríka lífsgleði sparaði hann hins vegar ekki við samferða- menn sína. Hann var aufúsugestur og gleðigjafi. Sveinn var barnalæknir og sér- svið hans voru taugasjúkdómar og hæfíng fatlaðra barna. Skjólstæð- ingum sínum og aðstandendum þeirra sinnti hann af mikilli alúð. Hann var vinsæll og góður læknir, kliniker, sem treysti fremur á huga sinn og hjarta en misdýrar rann- sóknir. Innri ró og hlýleg gaman- semi hans smitaði útfrá sér og létti honum krefjandi starf. Meðvitað eða ómeðvitað vann hann að hætti bestu lækna, sem óhikað gefa af sjálfum sér. Það var honum áreynslulaust svo heilsteyptur sem hann var. Hann skilur nú eftir sig stórt skarð og vandfyllt og vinir hans, smáir og stórir, syrgja hann sárt. Sveinn var fagurkeri og hafði yndi af góðum mat og vínum og ræddi oft um í góðum hópi. Ég játa að mér hálfleiddist slík umræða. Ég naut þó þekkingar og smekkvísi hans á því sviði þegar við fórum saman á læknaráðstefnu í Stokk- hólmi 1985. Tvívegis gerði ég til- raun til að fara með honum í vínbúð hér heima og læra af honum. Ég reyndist bæði of óeirinn og áhuga- laus til að geta lært nokkuð. Öll okkar löngu og góðu kynni voru á einn veg, ylja um hjartaræt- ur. Við Bryndís biðjum góðan Guð að styrkja eiginkonu hans, böm, foreldra og ástvini alla. Minning hans björt og glöð mun lifa með okkur um ókomna tíð. Jóhann Tómasson. Vinur okkar og starfsfélagi til margra ára, Sveinn Már Gunnars- son læknir, er nú fallinn frá í blóma lífsins. Okkur sem eftir stöndum setur hljóð í söknuði og sorg en minningarnar koma fram í hugann. Þessar minningar eru ljúfar og við lifum í þeim að nýju þær góðu stund- ir sem við áttum með Sveini Má. Sveinn glæddi umhverfí sitt iðulega léttleika og kátínu þó svo að fag- mennskan væri ætíð í fyrirrúmi. Hann var starfandi læknir við Öskjuhlíðarskóla og lét hann sér mjög annt um hag nemenda skólans og greiddi vel úr málum þeirra. Sveinn gætti þess að fylgjast vel með, bæði innanlands og utan, og var ávallt reiðubúinn að miðla starfsfólki sem og foreldrum nem- enda af þekkingu sinni og reynslu. Þakklæti fyrir samverustundirnar, sem urðu allt of fáar, er nú efst í huga og óskir um að góður Guð gefí ástvinum Sveins Más öllum styrk í þeirra miklu sorg. Einar Hólm Olafsson. Nokkur kveðjuorð. Nú er minn góði vinur Sveinn Már Gunnarsson barnalæknir allur, hann andaðist á heimili sinu þann 13. júlí síðastliðinn, langt fyrir aldur fram, aðeins 48 ára gamall. Ég var svo lánsamur, að vera samsíða Sveini frá því í barnaskóla og allt til loka menntaskóla. Hann stóð sig ævinlega vel í skóla, enda óvenju næmur maður að upplagi og samviskusamur með aflirigðum. Þegar ég horfi til baka rifjast ýmis- legt upp í huga mér, meðal annars sú samvinna, sem við áttum, þegar við yöldumst saman til að gera verk- legar tilraunir í eðlisfræði í MR. Hann var veitandinn í þeirri sam- vinnu og ég þiggjandinn. Fann ég greinilega þá og æ síðan, hvað hon- um lét vel að nálgast verkefnin á vísindalegan hátt, enda kom það í ljós í farsælu starfi hans sem sér- fræðingur í barnalækningum, að hér fór læknir með öll góðu gildin í eðli sínu. Nú er þessi góði drengur horfinn sjónum okkar, fallinn í baráttu við illvígt mein. Eftir situr minning um manninn, sem hafði að lífsstarfi að hjálpa öðrum, sérstaklega börnum sem ekki tókst að ná fram þeim þroska, sem líkamlegt atgervi þeirra átti að veita þeim. Þar kom læknis- hönd Sveins til skjala bæði til að lina þrautir þeirra og til að bægja frá samviskubiti foreldra, sem kannski töldu að uppeldi hefði mis- tekist. Hann var brautryðjandi hér- lendis í starfi með misþroska börn- um og er nú skarð fyrir skildi. Fyrir nokkrum árum kynntist Sveinn eftirlifandi konu sinni, Láru Ólafsdóttur, sem studdi mann sinn með ráðum og dáð þann tíma, sem hann barðist við sjúkdóm sinn. Var aðdáunarvert að fylgjast með því hvað þau voru samstiga í öllu og hvernig fómfýsi Láru virtist engin takmörk sett í stuðningi hennar við hann. Missir hennar er mikill, en það er henni þó huggun í miðri sorg- inni eftir góðan vin og eiginmann, að hafa átt nokkur ár í einkar sam- hentri sambúð og að hafa getað veitt honum sinn styrk, þegar hans eigin fór þverrandi. Ég bið þér að lokum, kæri vinur, Guðs blessunar og megi hann vaka yfir konu þinni og börnum þínum ævinlega. Benedikt Sigurðsson. Það er erfitt að setjast niður og skrifa í minningu manns sem fellur frá svo ótímabært og í blóma lífs- ins. Það verður áleitin spurningin hvers vegna nú, þegar lífið og tilver- an virtust brosa við honum. En þan- ig er lífið og enginn veit sitt skapa- dægur fyrr en upp rennur. Við sem þessar Iínur ritum áttum Svein Má að vini og vinnufélaga. Það að setjast niður og minnast þessa ljúfa drengs fyllir okkur trega, en jafnframt gleði yfir þeim ánægju- legu stundum er við áttum saman. Það sem fyrst kemur upp í hugann er hans einstaki hlátur, lífsgleði og góða skopskyn. Hann hafði í ríkum mæli hæfileikann til að sjá það spaugilega við tilveruna, naut þess að hlusta á og segja góðar sögur og var sannkallaður gleðigjafi á vinnustað. Við þær erfiðu og oft á tíðum þrúgandi aðstæður, sem fólk er starfar að málefnum fatlaðra lendir stundum í, er það dýrmætara en orð fá lýst að hafa mann með slíka eiginleika sér við hlið. Af mörgu er að taka þegar riíjað- ar eru upp ánægjustundir með Sveini Má. Öfarlega í huga er minn- ing um ferð til Svíþjóðar fyrir nokkr- um árum, þar sem við þijú vorum fulltrúar lands okkar á fundi um málefni fatlaðra. Sveinn Már var fyrirliði hópsins og leiðsögumaður okkar, enda staðháttum vel kunnug- ur eftir margra ára námsdvöl þar í landi. Það var honum til ómældrar gleði og ánægju að fá tækifæri tií- að sýna okkur landið sem honum var svo hugleikið. Þar kom fram hæfileiki Sveins Más til að njóta andartaksins til fullnustu og hrífa aðra með sér og deila með þeim lífs- gleði sinni. Sveinn Már var lífsnaut- namaður í þessa orðs bestu merk- ingu og naut þess að miðla reynslu sinni af bestu veitingastöðum Stokkhólmsborgar til félaga sinna. Þrátt fyrir erfið veikindi Sveins Más síðastliðið ár höfum við þijú hist reglulega. Alltaf var stutt í gleð- ina og hláturinn, þótt honum værújr manna best ljóst hvert stefndi. Hann naut sem fyrr í botn franskra osta, 'andalifrarkæfu og eðalvína kryddað með góðum sögum. Dagar þríeykis- ins eru liðnir, en minningin um góð- an dreng lifir. A Greiningarstöðinni verður skarð þessa góða drengs vandfyllt, bæði vegna mannkosta hans og sér- þekkingar á fötlunum barna, sem aðrir búa ekki yfír hér á landi. Við kveðjum góðan vin og félaga með trega og þakklæti fyrir allar þær gleðistundir sem við nutum með honum. Eiginkonu hans Láru og aðstandendum öllum vottum við okkar innilegustu samúð. Pétrína O. Þorsteinsdóttir, -f Tryggvi Sigurðsson. Auð né heilsu ræður engi maður, þótt honum gangi greitt; margan það sækir, en minnst varir, enginn ræður sættum sjálfur. (Úr Sólarljóðum) Ótrúlegt er hve lífstíminn er fall- valtur. Góður maður er farinn héðan, allt of fljótt miðað við lífsgleði og gott starfsþrek. Alltaf var hann full- ur af orku til að gera allt það sem hann gat til að liðsinna þeim sem í erfiðleikum áttu og allt það sem hægt var að gera til að leysa úr vandamálum til að skapa betri líð- an. Fyrir mér var hann ætíð hress og hafði gleði af að segja frá skemmtilegum hlutum og þó sér- staklega lýsingar á matargerð og allri sælu í sambandi við það. Ég veit að margir sakna hans nú og trúa varla að hans starfi sé lok- ið hér, því sjónarsviptir er að þeim sem iða af lífsorku og telja sinn tlma ekki til annars hér á jörðu en að— sinna þeirn, sem þurfa aðstoðar og hjálpar við. Þegar maður missir einhvern sem maður hefur unnið með, kemur fram viss tómleiki og söknuður og vegna þessa vil ég þakka þér, Sveinn Már, fyrir liðnar góðar stundir sem ekki gleymast. Ég bið Guð okkar allra að blessa fjölskyldu hans og óska henni alls góðs. Ingibjörg Leifsdóttir. Ég minnist og þakka ánægjulegt samstarf okkar Sveins Más Gunn- arssonar barnalæknis undanfarin tíu ár. Við kynntumst vegna starf^* okkar með fötluðum börnum og sameiginlegs áhuga á velferð þeirra. Samvinna okkar varð fljótlega mik- il og þróaðist yfír í vináttu í starfs- og kynningarferðum. Sveinn Már bar mikla umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum. Hann gerði sér mjög ljóst hveiju gott sam- starf ólíkra fagaðila gat skilað og lagði því rækt við slíka samvinnu með góðum árangri. í störfum sín- um var hann glaðvær og skemmt- inn, jafnvel við erfiðar og þrúgandi aðstæður. w Við fráfall Sveins Más er skarð fyrir skildi sem bæði skjólstæðingar hans og samstarfsfólk fínna fyrir. Ég votta Láru og öðrum aðstand- endum samúð mína. Örn Ólafsson. • Fleirí mmningargreinar um Svein M& Gunnarsson bíða birt- ingar og munu birtast i blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.