Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + ÞÓRUNN KRISTJANA HAFSTEIN , + Þórunn Krist- jana Hafstein fæddist á Húsavík 20. mars 1922. Hún lést á hjartadeild Landsspítalans 19. júlí sl. Hún var dótt- ir sýslumannshjón- anna Þórunnar og Júlíusar Havsteen. Var hún næstyngst 8 systkina og eru 4 eftirlifandi. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Steinari Kristjáns- syni 9. júní 1945. Hann er sonur hjónanna Þor- bjargar Guðmundsdóttur og Kristjáns Asgeirssonar, kaup- manns á Flateyri. Þórunn og Steinarr eignuðust eina dóttur, Þórunni Júliu, f. 24.12.1945. Útför Þórunnar fer fram í dag frá Bústaðakirkju og hefst athöfnin kl. 10.30. Staddur á Akureyri í sumarleyfi, heyrðist á öldum ljósvakans, að Þórunn Hafstein væri öll, en hún hafði látist í Landspítalanum 19. júlí sl., fórnarlamb langvinnrar hjartabil- unar. Hún var eigin- kona móðurbróður míns, Steinars Krist- jánssonar, skipstjóra, og yngst fjögurra glæsilegra dætra Júl- íusar Havsteen, sýslu- manns Þingeyinga, og Þórunnar Jónsdóttur Havsteen, en hinar erp Ragnheiður, látin, Þóra Hafstein og Soffía Wathne. Bræður hennar voru fjórir, Jóhann Hafstein, for- sætisráðherra, Jakob Hafstein, framkvæmdastjóri, sem báðir eru látnir, Jón K. Hafstein, tanniæknir, og Hannes Hafstein, fv. fram- kvæmdastjóri SVFÍ. Atvik höguðu svo, að nábýli við SÍMON ÞÓRODDUR SÍMONARSON + Símon Þórodd- ur Símonarson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1926. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans, Há- túni 10 b, 16. júlí síðastliðinn. For- “V eldrar hans voru hjónin Ingibjörg Gissurardóttir, húsmóðir, f. 30. ág. 1888 á Reykjum í Ölfusi, d. 20. nóv. 1977, og Símon Símonarson bif- reiðastjóri, f. 9. apríl 1890 á Bjamastöðum í Ölfusi, d. 24. ág. 1960. Systkini Símonar Þóroddar em Gissur, f. 1920, Ingunn f. 1921, Mar- grét Anna, f. 1923, og Kristín, f. 1926 (tvíburasystir) Þann 23. nóv. 1951 kvæntist Símon Þór- oddur eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísabetu Ólafíu Sigurð- * ardóttur, f. 27. des. 1920 á Hjalteyri. Synir þeirra eru: 1) Ronald Ögmundur, f. 1945; list- málari í Svíþjóð, kvæntur Önnu Stefánsdóttur, börn þeirra em, Elísabet Ólafia, Judith, Linda og Hermann, barnabörn þeirra em fjögur. 2) Sim- on Friðrik, f. 1951, framkvæmdastjóri á Patreksfirði, kvæntur Gunnhildi Valgarðsdóttur, þeirra sonur er Símon Viðar, dóttir Gunnhildar er Salóme Sif. 3) Si- guður Gunnar, f. 1955, rafmagns- verkfræðingur í Reykjavík kvæntur Höllu Pálmadóttur, börn þeirra em, Asgeir, Hjördís og Ingvar. Símon Þóroddur tók próf frá Vélskóla íslands 1950 og starf- aði sem vélstjóri á skipum 1950-63, eftir það starfaði hann hjá Vélsmiðjunni Héðni við rennismíði og verkstjórn til ársins 1983 er hann lét af störf- um sökum sjúkleika. Hann var í stjórn Verkstjórafélagsins Þórs og í sljórn handknattleiks- deildar Fylkis. Útför Símonar Þóroddar fer fram frá Frikirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. MIG langar að minnast móðurbróð- ur míns, Símonar Þóroddar Símon- arsonar vélstjóra, nokkrum orðum. Hann lést í Reykjavík 16. júlí sl. eftir margra ára veikindi 69 ára gamall. Símon Þóroddur var tvíburi og voru hann og Kristín móðir mín yngst í hópi barna þeirra Ingibjarg- ar Gissurardóttur og Símonar Sím- *£>narsonar, sem lengst af bjuggu á Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísúna 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HðTEL LÖFTLEllliH Þorfinnsgötu 8. Heimilið á Þor- finnsgötunni var alltaf mannmargt, því auk þeirra hjóna og barnanna fimm bjuggu systkini ömmu um lengri og skemmri tíma í húsinu. Þegar börnin uxu úr grasi og stofn- uðu sínar eigin fjölskyldur bjó unga fólkið áfram í húsinu. Barnabömin fæddust svo í húsinu þegar þar að kom allt fram á sjötta áratuginn. Ekki var óalgengt að tvær fjölskyld- ur deildu þannig með sér einni íbúð og minnist ég þess að í litlu eld- húsi var eldað og matast í tvennu lagi við tvö eldhúsborð. Símon Þóroddur lærði járnsmíði í Héðni og fór síðan í Vélskólann og útskrifaðist með vélstjórnarrétt- indi 1950. Símon giftist Elísabetu Ólafíu Sigurðardóttur 1951 og bjuggu þau fyrstu árin í Barmahlíð- inni. Síðar reisti hann hús ásamt Gissuri bróður sínum að Bólstaðar- hlíð 34 og bjuggu þeir bræður þar í sambýli í nokkur ár. Svo lá leiðin í Árbæinn og eftir að heilsan tók ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 MIIMNIIMGAR Ásgeir heitinn Jónsson, móðurbróð- ur Þórunnar, í bernsku minni í Skeijafirði olli því, að ég varð sjón- kunnugur þessum glæsilegu systk- inum, frá því að móðir þeirra, frú Þórunn Jónsdóttir Havsteen, var borin til grafar í marz 1939 frá Reynistað í Sketjafirði. Þórunn og stalla hennar, Ása Guðmundsdóttir frá Harðbak á Melrakkasléttu, urðu svo húsvinir foreldra minna á Hringbraut 137, en þær bjuggu í því húsi á meðan á námi þeirra stóð í Húsmæðra- kennaraskóla íslands, sem var til húsa í Háskóla íslands. Steinarr frændi leigði líka um þessar mund- ir á Hringbraut 137 og tókust ástir með þeim og fór brúðkaup þeirra fram 9. júní 1945. Ég var útnefndur „brúðarsveinn" með því að vera á verðandi heimili þeirra á Framnesvegi 55 á meðan á athöfninni stóð og var harla upp með mér. Ekki þótti mér síður til koma að verða hjálparhella Steinars í lokaspretti hans í farmannadeild Sjómannaskóla íslands vorið 1947. Einkadóttirin Þórunn Júlía fædd- ist á aðfangadag 1945 eftir storma- sama meðgöngu, en þá kom í ljós illvígur hjartalokusjúkdómur, sem í tímans rás kostaði tvær hjartaað- gerðir. Þórunn Kristjana var glæsileg kona, sem hvarvetna sóp- aði að. Fyrirmyndar húsmóðir í besta skilningi þess orðs og gestris- in svo af bar, og skipti þá ekki máli, hvort þar í hús kæmu höfð- ingjar eða krakkakríli. Ég minnist hennar sérstaklega í ótal fjölskyldu- boðum, þar sem hún var ævinlega í fremstu röð við veitingarnar, hvort sem var á hennar eigin heimili eða annarra fjölskyldumeðlima. Hún hafði stórt hjarta, í öllum skilningi, og mátti ekki aumt sjá, án þess að reyna að hjálpa. Ævikvöld hennar var friðsamt og munaði ekki minnstu sá styrk- ur, sem hún hafði af manni sínum, Steinari móðurbróður, dóttur sinni Júlíu og sonum hennar, Steinari Kristjáni og Jónasi Sveini. Ég er viss um, að Þórunn fær góða heimkomu, og í nafni systkina minna fimm, sendi ég Steinari móð- urbróður og öðrum eftirlifendum, innilegar samúðarkveðjur og óskir um ár og frið. Sigurður Þ. Guðmundsson. Hún amma okkar er dáin. Hún hefur nú fengið frið fyrir erfiðum og langvarandi veikindum, sem hrjáðu hana í lifanda lífi. En þrátt fyrir það að hún hafði ekki verið heil heilsu undanfarna áratugi og þó einkum undanfarin 6-7 ár, var hvergi á henni bilbug að finna. Hún var gestrisin með afbrigðum og hafði unun af því að taka á móti fólki í kaffí. Þá voru reiddar fram allar þær kræsingar sem húsið hafði að geyma og hún þreyttist ekki á að bjóða gestum það sem á borðinu var og var varla ánægð nema fólk ætti erfitt með að standa upp, sök- um magafylli. Jafnvel daginn áður en hún fór upp á spítala, hvaðan hún átti ekki afturkvæmt, bauðst hún til að baka handa okkur vöffl- ur, þó svo hún væri því sem næst, rúmföst. Þvílík var gleðin að gefa. Amma var geysilega barngóð, enda átti hún í rauninni fleiri ömmubörn en okkur tvo því að þau voru þó nokkur lítil frændsystkinin sem kölluðu hana ömmu. Hún var ákaflega trúuð og eflaust hefur trúin hjálpað henni og veitt henni styrk gegnum lífið. Því er ekki efi í okkar hjörtum að nú er hún á betri stað þar sem hún getur vakað yfir okkur og varð- veitt, heil heilsu. Guð geymi þig, elsku amma. Steinarr og Jónas. að gefa sig var flutt í Fossvogin. Drengirnir urður þrír, gengu allir menntaveginn og eru fyrir löngu vaxnir úr grasi og hafa stofnað sín- ar eigin fjölskyldur. Símon var um árabil á togurum mest hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur en kom svo í land eins og títt var um fjöiskyldumennn og starfaði lengst af hjá Vélsmiðj- unni Héðni. Honum var annt um fjölskylduna og heimilið bar þess vott að þar var alúð lögð við alla hluti. Voru þau hjón samhent í að búa vel að fjölskyldunni og heimil- inu. Heilsan gaf sig allt of fljótt og dvaldi Símon hin síðari ár á öldr- unarlækningadeild Landspítalans að Hátúni 10, Reykjavík. Hann gat því ekki notið árangurs erfiðis síns og fýlgst með fjölskyldunni stækka og dafna. í veikindum frænda míns reyndi mjög á Elísabetu og sýndi hún þá mikinn styrk og dugnað. Minningar mínar um frænda minn eru alltaf ljúfar og tengjast flestar jólum og afmælum í fjöl- skyldunni. Á jólunum var til siðs að koma saman hjá afa og ömmu á Þorfinnsgötunni og drekka kaffi á 'jóladag. Þar sem bamabömin urðu 20 var krakkahópurinn stór, ýmislegt brallað og mikið ærslast. Fullorðna fólkið sat í stofu. Símon var í hópi hinna fullorðnu í mínu barnsminni en hafði áður en hann sjálfur stofnaði ijölskyldu verið hrókur alls fagnaðar í krakkahópn- um. Afmæli voru einnig tilefni til mannfagnaðar og þar sem móðir mín og hann áttu sama afmælisdag og stundum haldin sameiginleg veisla. Þannig minnist ég frænda míns sem hógværs og alvörugefins manns sem gat þó séð skoplegu hliðarnar á tilverunni og lagði gott til allra mála. Að leiðarlokum votta ég Elísa- betu, sonunum, tengdadætrum og afkomendum samúð mína og þakka frænda mínum samfylgdina. Lára V. Júlíusdóttir. Margra ára þjáningarfullri bar- áttu Símonar afa við Altzheimer- sjúkdóminn er lokið. Nú á sorgin sinn tíma, spurningar um tilgang, allt það sem ekki varð og aldrei verður. Við munum alltaf minnast afa sem þúsundþjalasmiðsins sem allt lék í höndunum á, afa sem hafði óþijótandi þolinmæði til að sinna ærslum okkar og leikjum, afa sem aldrei gafst upp fyrr en allt var reynt. Elsku OHa-amma, við hugsum til þín sem stóðst eins og klettur við hlið afa öll þessi erfiðu ár. Ást þín, umhyggja og þrautseigja var afa ómetanleg og okkur fordæmi til að lifa eftir. Hugur okkar, ást og virð- ing dvelja hjá þér og í minningu okkar um Símon afa. Elísabet, Júdith, Linda og Hermann. SIGURPALL EIRIKUR GARÐARSSON + Sigurpáll Eirík- ur Garðarsson var fæddur á Akur- eyri 26. nóvember 1934. Hann lést í Reykjavík 6. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Sigur- björnsdóttir og Garðar Pálsson. Sigurpáll átti tvo bræður, Grétar og Hafstein, og systur- ina Hafdísi. Sam- býliskona Sigur- páls var María Haukdal. Fyrri kona Sigurpáls var Petrína Hólm Benediktsdóttir og áttu þau dótturina Margréti sem nú er uppkomin og býr í Svíþjóð. Hún á tvær dætur. Útför Sigurpáls fór fram frá Fossvogskirkju 18. júlí. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekk- ert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þó ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Sálmur 23:1-5.) Já, nú er hánn Palli farinn, farinn á betri stað, þar sem kærleikur og eining ríkja. Það er skrýtið að hafa hann ekki lengur. Það fór ekki mik- ið fyrir honum, en hann var alltaf þarna, en nú er hann farinn og kemur ekki aftur. Við kynntumst Palla fyrst fyrir 11 árum er hann og móðir okkar hófu sambúð. Þau voru saman allt til enda, gegnum súrt og sætt. Palli lagði snemma leið sína til sjós og stundaði sjómennsku um árabil. Hann kunni sjómennskunni vel. Ævintýraþrá var Sigurpáli í blóð borin og stóð hugur hans mjög til ferðalaga og ferðaðist hann víða um landið. Hann hreifst mjög af náttúrufegurð íslands. Palli var góður félagi í leik og starfi og hafði gaman af því að renna fyrir fisk á góðum degi. Sigurpáll var einstaklega ljúfur í umgengni og aldrei heyrðist hann hallmæla neinum manni. Hann fór ekki í manngreinarálit og var tryggur vinur vina sinna. Sigurpáll var einkar barngóður og var dótt- irin Margrét sem sólar- geisli í lífi hans. Barna- börn Maríu sakna hans einnig mjög, og voru þau hænd að „afa Palla“ eins og þau köll- uðu hann. Sigurpáll átti við heilsubrest að stríða. Það var vágest- urinn alkóhólismi sem setti stórt strik í reikn- inginn hjá honum, eins og hjá mörg- um góðum dreng. Palli gafst aldrei upp, hann reyndi alltaf aftur og aftur. Oft komu góð tímabil inn á milli. Síðasta árið hafði hann sigur með dyggum stuðningi frá Maríu og Samhjálparvinum sínum. Palli var trúhneigður maður og hafði mikinn áhuga á andlegum málum. Átti boðskapur hvítasunnu- manna djúpan hljómgrunn í hjarta hans. Hann tók niðurdýfingarskírn 27. nóvember síðastliðinn og hefur tekið virkan þátt í safnaðarlífinu. Hann var meðal annars í Samhjálp- arkórnum. Síðasta árið sem hann lifði starfaði hann sem aðstoðar- maður matsveins á meðferðarheim- ilinu Hlaðgerðarkoti. Hann átti marga góða vini, sem nú hafa fylgt honum í hans hinstu för. Við biðjum góðan Guð að styðja og styrkja ástvini hans og veita þeim huggun. Elín Lóa Kristjánsdóttir og Rut Skúladóttir. Sérfræðingar í blóniHskrcyting'uni við öll (ækilæri [n§ blómaverkstæði *INNA Skólavörðustíg 12, ó horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Vandadir Cegstánar VaranCeg minning TASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.