Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGU NBLAÐIÐ ★★★ Ó.H.T. Rás2 S.V: Mbl. /DD/ Sony Dynamic Digital Sound.. FULLKOlvlNASTA HUÓÐKERFI Á ÍSLANDI HX Prófið „First Knight" pizzuna frá Hróa hetti. Bíómiðinn veitir 300 kr. afslátt af „First Knight" tilboðinu. STJÖRNUBÍÓLÍNAN Sími 904 1065. ÆÐRI MENNTUN Nýjasta kvikmynd leikstjórans Johns Singleton 18.000 NEMENDUR 32 ÞJÓÐERNI 6 KYNÞÆTTIR 2 KYN 1 HÁSKÓLI ÞAÐ HLÝTUR AÐ SJÓÐA UPPÚR!!! Aðalhlutverk: Jennifer Connelly, Kristy Swanson, Laurence Fishburne, lce Cube, Omar Epps, Michael Rapaport og Tyra Banks. Leikstjóri John Singleton. Miðinn gildir sem 300 kr. af- sláttur af geislaplötunni Æðri menntun („Higher Learning") frá Músík og myndum. Sýnd kl. 9 og 11.25. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 4.45. Sýnd kl. 6.55. Sýnd kl. 7.20 i A sal. B.i. 16. Síðasta sinn. Reykjavík um sumarnótt í FERÐADÁLKI The Sunday Times þann 9. júlí slðastliðinn er meðal annars að finna umíjöllun um höfuð- borg vor íslendinga, Reykjavík. Höfundur hennar er hinn þekkti ferðaskríbent Richard Elms. Honum er tíðrætt um langar sum- arnætur: „Ef þú leggst upp í rúm og ferð að sofa, geta þykk glugga- tjöld talið þér trú um að nóttin sé skollin á, en í undirmeðvitundinni veistu að það er hábjart úti og það sem meira er, furðulegir hlutir að gerast fyrir utan gluggann hjá þér“. Elms hefur sérstaka sýn á næt- urlífið í miðbOTg Reykjavíkur. „Á sama hátt og ítalir hafa „yorso“ og Spánveijar „paseo“ hafa íslending- ar „runtur". „Runtur" þýðir hringur og þegar líða fer að miðnætti taka allir þátt í þessum hringekjuhelgis- ið. Sumir keyra hring eftir hring á stórum jeppum sem annars eru not- -aðir til jöklaferða og eina umferðar- stífla vikunnar myndast. En hinir sönnu „runturs" eru of ungir til að aka bíl eða setjast að rándýrum máltíðum á veitingastöðum borgar- innar. Samkvæmt íslenskum lögum eru þeir einnig of ungir til að drekka áfengi, en það stöðvar þá ekki.“ Pistilhöfundur talar um veitinga- húsamenningu Reykjavíkur og segir hana á háu plani. Hann kvartar hins vegar yfir verðlaginu, eins og út- lendingum er gjarnan tíðrætt um. Hann minnist á nokkra veitinga- .staði, Perluna, Við tjömina og stað- næmist við Astró, sem hann segir að „hin“ íslenska rokkstjarnan (ekki Björk), Helgi, eigi. Elms segir veit- ingastaðinn kjörinn fyrir „runtur- watching", það er að segja að fylgj- ast með rúntinum, sem hann lítur á sem eins konar karnival Reykvík- inga. Hann teflir saman andstæð- 'um, hinu fágaða og fallega fólki á neðri hæð Astró annars vegar og hins vegar drukknum „víkingum“ úti á torgi. „Það er áætlað að um sumarnótt séu 95% allra 13-18 ára Reykvík- inga „out a-runturing“ [á rúnt- inum]. Drekkandi Sprite og kók blandað vodka keyptu í stórmörk- uðum skjögra þau um miðbæinn í sífellt óreglulegri hringi,“ segir Elms, sem greinilega hefur ekki upplifað neitt í líkingu við þessa samkomu. Elms hefur augljóslega farið á nokkur kaffihús og minnist á Sólon íslandus, 22, Café List og Kaffibar- inn. Hann ber þeim öllum vel söguna. Dálkahöfundurinn lýsir aðstæðum þegar liðið er á nóttina og allt fjörið er búið: „Þetta líkist helst miðaldavígvelli. Ungir líkamar dreifast í allar áttir, sumir dregn- ir burtu af eldri ætt- mennum sem hafa lokið erindagjörðum sínum á kaffihúsum og börum. Þau hörðustu eru ennþá þamb- andi eða bíðandi eftir að fá heita pylsu í morgun- mat. Það eina sem þú getur gert er að klofa yfir þau á leið- inni upp á hótel og vona að giuggatjöldin haldi birtunni úti og að enginn muni svalla fyrir utan gluggann þinn næstu klukkustund- imar. Þá nærðu hugsanlega loksins að sofna“. Danssýning í Perlunni LISTADANSFLOKKUR Æsk- unnar hélt sýningu í Perlunni um síðustu helgi. Flutt voru sjö verk úr ýmsum áttum. Þátttakendur voru tveir dansarar úr Sænska ballettskólanum, Hildur Óttars- dóttir og Katrín Á Johnson, auk fjögurra dansara úr Listdansskóla Islands, Tinnu Grétarsdóttur, Hildar Elínar Ólafsdóttur, Kristín- ar Unu Friðjónsdóttur og Hönnu Kristínar Skafta- dóttur. Gestadansari var Guðmundur Helgason úr íslenska dansflokkn- um. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SVAVA Krisljánsdóttir, Margrét Hjartardóttir, Guðrún Bjarna- dóttir og Ásthildur Kjærnested nutu sýningarinnar. Traustur og sposkur LEIKARINN góðkunni, Sam Neill, er einn sárafárra heims- þekktra ný-sjálenskra leikara. Nýjasta mynd hans heitir Sveitalíf eða „Country Life“ og er leikstýrt af Michael Blake- more. Neill er aðeins 47 ára en á yfir 30 myndir að baki, meðal annarra Júragarðinn, Píanó, „Sirens“ og nýlega lék hann í myndinni „Restoration“, sem er væntanleg á næstunni. Hann kvæntist japanskri förðun- ardömu fyrir fimm árum og á son með konunni sem hann varð fyrst ástfanginn af, nýsjálensku leikkonunni Lisu Harrow. Þau áttu í ástarævintýri þegar hann var á fertugsaldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.