Morgunblaðið - 26.07.1995, Side 1

Morgunblaðið - 26.07.1995, Side 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 26. JUL11995 BLAÐ Viðtal 3 Flutningur SH til Akureyrar Aflabrögð Markaðsmál Greinar 4 Aflayfirlit og stað- setning fiskiskipa 6 Bandaríkin stór- auka fisksölu til Asíu 7 Garðar Björgvinsson DRÆM GRÁLÚÐUVEIÐI Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson • LÍTILL afli hefur fengist á grálúðumiðunum djúpt út af Strandagrunni, eins og í Víkurál og á annarri grálúðuslóð. Klakk- ur SH frá Grundarfirði fékk þar 1-2 tonn í hali þó lengi væri tog- að. Aftur á móti eru skipverjar ánægðir með verðið. Þeir fengu 146 kr. fyrir kilóið af ísaðri lúðu en þau 30 tonn sem skipið kom með úr síðustu veiðiferð fóru öll til vinnslu í Olafsvík. Er það tölu- vert meira en tvöfalt þorskverð. A myndinni sjást Krislján Ragn- arsson og Atli Már Ingólfsson Ieysa frá trollpokanum. Svipuð framleiðsla SH þrátt fyrir verkfall HEILDARFRAMLEIÐSLA Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrstu sex mánuði ársins var 2% minni en á sama tímabili á síðasta ári. Árið 1994 var metár í sögu SH og voru framleidd 58.655 tonn fyrri helming ársins. Heildarfranileiðslan á sama tíma í ár nam 57.375 tonnum. Stjórnendur SH segjast nokkuð ánægðir með þessa útkomu. „Árið í fyrra var eitt besta ár í sögu SH. Á þessu ári höfum við þurft að glíma við sjómannaverkfall sem breytti verulega framleiðsluáætlunum okkar í nokkrum fiskitegundum. Auk þess hefur úthafs- karfaveiðin verið minni en reiknað var með og humarvertíðin brugðist. Við ætluðum einnig að ná svipaðri loðnu- framleiðslu og í fyrra eða 12.600 tonn- um, en í lok vertíðar vantaði um 2.500 tonn upp á að þeirri tölu væri náð. Með hliðsjón af þessum þáttum erum við mjög ánægðir með að halda í horf- inu,“ segir Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri markaðsmála hjá Sölu- miðstöðinni. Samdráttur í þorski Verulegar breytingar eru milli ára í framleiðslu einstakra tegunda. Þannig minnkar framleiðsla á þorski um 21% og ufsa um 36% en framleiðsla á ýsu eykst um 36%. Karfi af innlendu skip- unum minnkar um 16% en eykist um 32% af erlendu skipunum. Þá eykst framleiðsla á grálúðu um 70%. Fram- leiðsla á rækju eykst um 14% en hrun er í framleiðslu á humar, eða 67% sam- dráttur. Nokkur framleiðsla á síld kem- ur til sögunnar en minnkar um 20% í loðnu. Þegar eingöngu er litið tii fram- leiðslu frystihúsa og frystiskipa hér innanlands kemur í ljós að framleiðsla SH hefur dregist saman um 5% milli ára. Hins vegar eykst framleiðsla hjá eriendum viðskiptaaðilum sem einkum eru frystiskip þannig að samdrátturinn í heild verður aðeins 2%. Vinnslustöðin flutti viðskipti sín til ÍS um síðustu áramót en var áður í hópi stærri framleiðenda SH. Gylfi Þór segir að nýir framleiðendur hafi komið til SH og einnig hafi orðið það mikið aukning hjá öðrum framleiðendum að tekist hafi að fylla upp í það skarð sem myndaðist eftir Vinnslustöðina. Fréttir Markaðir Hörmung á humarvertíð • HUMARVERTÍÐIN hefur brugðist. Ástæðan er frest- un vertíðar og verkfall á besta veiðitíma og eftir það hefur veiðin einnig reynst lakari en undanfarin ár. Hjá Borgey í Hornafirði er búist við að aðeins 20% aflans á síðasta ári náist og er talað um að útflutningsverðmæti upp á hundruð milljóna fari forgörðum. I Grindavík hef- ur léleg veiði mikil áhrif á atvinnu skólafólks. /2 Nótaskip frá Chile • B.P. SKIP hf. hafa boðið útgerðarmönnum nýsmíðar á nótaskipum frá Chile í samstarfi við þýska aðila. Skipin eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður í sam- vinnu við íslenska og þýska aðila og er mögulegt að taka eldri skip upp í sem greiðslu./2 Fiskar fyrir 600 milljónir • NÝJA Guðbjörgin frá Isafirði skilaði 300 milljóna kr. aflaverðmæti fyrstu sex mánuði ársins. Ásgeir Guð- bjartsson skipsljóri segir útlit fyrir að 600 milljónir fáist á árinu en það segir hann að skipið þurfi að fiska fyrir til að reksturinn sé almennilegur./6 Ofveiði á grálúðu • MUN meiri grálúðukvóta verður úthlutað til íslenskra skipa en Hafrannsókna- stofnun lagði til. Stofninn hefur lengi verið ofveiddur og hafa skipstjórnarmenn áhyggjur af stöðu hans. Grálúðan við ísland, Austur- Grænland og Færeyjar telst sami stofninn og hafa veiðar Færeyinga margfaldast á síðustu árum. /8 Fiskvinnsla í Flensborg • GERT hefur verið sam- komulag við Flensborgar- skólann í Hafnarfirði um að hafa umsjón með námi Fisk- vinnsluskólans næstu tvö árin sem tilraunaverkefni. Nýjar áherslur verða í nám- i nu./8 Innflutt mjöl og lýsi til Bretlands jan.-mars 1994 og ’95 þús.tonn PERÚ J NOREGUR ‘ 1"4 Bretar kaupa mjölið frá Perú 0 INNFLUTNINGUR Breta á fiskimjöli fyrst þijá mán- uði þessa árs, er rúmlega 21.000 tonnum minni en á sama tíma í fyrra, en inn- flutningurinn nú nemur um 80.000 tonnum. Nokkrar sviptingar hafa einnig orðið á hlutdeild þjóðlanda í þess- um innflutningi. Þetta tíma- bil í fyrra voru Island og Perú sman á toppnum með 21.000 tonn, en Perú trónir nú á toppnum með 30.500 tonn, en hlutur okkar er fallinn niður í 9.500 tonn. Skýringin liggur að mestu í því, að ekkert mjöl var fram- leitt hér frá haustmánuðum og fram í febrúar, vegna þess að engin loðnuveiði var þetta tímabil. Innflutt síld til Bretlands 1995 IRLAND tonn NOREGUR 1.018 tonn ÍSLAND 534 tonn Önnur lönd 324 tonn Minna flutt inn af síld • FYRSTA fjórðung þessa árs dróst innflutningur Breta á síld saman unt tæp 10% og nam hann nú 2.900 tonnum. Norðmenn og Irar eiga þar mesta hlutdeild, eða rúmlega 1.000 tonn hvor þjóð. Héðan keyptu Bretar 534 tonn þetta tímabil, sem er tæplega 200 tonna sam- dráttur. Þá keyptu Bretar síld af Dönum og Þjóðverj- um. Heimild SEAFISH./6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.