Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________FRÉTTIR_____________________________ Sjómenn og humarverkendur alls staðar að gefast upp á lélegri humarvertíð Grindvíking- ar munaekki lélegri vertíð Grindavík - Humarvertíðin í Grindavík hefur verið með lélegra móti í ár og muna menn reyndar ekki eftir að hún hafi verið svona léleg áður. Þetta hefur haft mikil áhrif á atvinnulífið i Grinda- vík því humarveiðar hafa verið aðalatvinna sumarsins þar. Mikil áhrif vinnu skólafólks Léleg byrjun kom öllum á óvart Byrjunin var sýnu verst en afla- brögð núna eru svipuð og þau voru á sama tíma í fyrra miðað við árs- tíma. Pétur Pálsson hjá Vísi hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að vissulega hefði sjómannaverk- fallið haft sín áhrif. „Byrjunin var þó lélegri en áður og það hafði ekkert fengist að ráði fyrir verk- fall þannig að það er ekki hægt að kenna því alfarið um lélega veiði. Við höfum yfirleitt fengið um 60% aflans á fvrstu 4 vikunum en svo var ekki. Eg veit svo sem ekki hverju er um að kenna. Sjálf- sagt er um marga samverkandi þætti að ræða. Humarveiðin hefur verið í ákveðnum farvegi undanfarin ár og viss stöðugleiki. Menn benda á ýmislegt svo sem önnur veiðafæri, ofmetinn stofn, umhverfisskilyrði og meiri humarveiði með öðrum afla og sjálfsagt hjálpar þetta allt til. Það hefur verið bent á að of mikið hafi verið veitt af humri og þegar þetta kemur allt saman verð- ur höggið mikið. Þessi byrjun hefur komið öllum á óvart,“ sagði Pétur. Vísir var með mikinn viðbúnað vegna veiðanna og hafði tekið kvóta á leigu sem Pétur segi að verði hreint tap. Allir, sem koma nálægt þessu, tapi líklega, sjó- menn, útgerðarmenn og þeir sem vinna við humarinn í landi. Aflinn er hjá þeim um 15 tonn á móti 35 tonnum á sama tíma fyrir ári. Helmingi minni afli hjá Fiskanesi Hjá Fiskanesi var svipaða sögu að segja. Halldór Sigurðsson verk- stjóri sagði að hjá þeim hefðu bor- ist 25-30 tonn á land miðað við 50 í fyrra. „Við vorum með fleiri báta núna á humri en í fyrra en það er einn hættur núna þannig að fimm bátar eru núna á humri. Ég reikna með því að við reynum að ljúka við vertíðina, fram til 15. ágúst en venjulega höfum við hætt fyrir verslunarmannahelgi. Það er þó skömminni skárra héma hjá okkur en fyrir austan þar sem margir hafa gefist upp og eru hættir. Getur munað miklu fyrir skólafólkið Humarvinnsla hefur verið mikil- væg atvinnugrein fyrir skólafólk á sumrin sem og aðra og lætur nærri að um helmingsminnkun sé hjá því í vinnu. Þau fá vinnu 2-3 daga á viku en nærri lætur að um 90-100 manns hafi unnið við humarinn að undanfömu en á færri dögum. Fyrsti Smugufarmurinn • ÍSFISKTOGARINN Már frá Olafsvík er á heimleið úr Smug- unni með 200 tonn af þorski. Verður þetta fyrsti farmurinn sem kemur úr Smugunni í sum- ar, þó ekki sé fullfermi, því þau skip sem þaðan hafa komið hafa ýmist verið tóm eða með sára lítinn afla. Eftir góða veiði fyrri hluta síðustu viku minnk- aði veiðin í vikulok og var ekk- ert að hafa um helgina, að sögn Svavars Þorsteinssonar, fram- kvæmdasljóra útgerðar Más. ■ Lítið í Smugunni/4 Amitsubishi DIESELVÉLAR — Erum oð flytja — OPNUM 31. JÚLÍ q Fiskislóð 135-B í Reykjavík Ný númer verða: Sími: 561 0020 Fqx: 561 0023 MDvélar hf.___________________ Fiskislóð 135-B Pósthólf 1562 «121 Reykjavík • Sími 561 0020 • Fax 561 0023 Morgunblaðið/Frímann Ólafsson SKIPVERJAR á Hörpunni frá Grindavík gera að humartrollinu. F.v. Eyjólfur Gunnarsson, Heimir Hafsteinsson, Hjalti Páll Sigurðsson skipsljóri og Marel Guðlaugsson sem var að taka í trollið með þeim. Staðan versnar til miina á mörkuðum „ÞAÐ GENGUR hjá okkur eins og öðrum,“ segir Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. á Höfn í Homafírði. „Þetta er engin vertíð og ástandið er mjög slæmt. Staða okkar versnar til muna á mörkuðum, þegar veiðin hrynur svona eins og í ár. Við gætum verið að tala um nokkur hundruð milljónir króna í töpuðum útflutningstekjum.“ Halldór segir að það sé þrennt sem einkum valdi þessari lélegu veiði. Vertíðinni hafi seinkað um eina viku á besta veiðitíma vegna stjórnvaldsaðgerðar. Verkfall hafi staðið yfír í þijár vikur, líka á besta tíma. Síðan þegar ioksins hafi verið komið út í veiði hafi hún reynst mjög léleg miðað við árstíma. Halldór vitnar í fjölrit nr. 43 af Nytjastofnum sjávar 1994-95 og aflahorfum fiskveiðiárið 1995-96, sem gefið er út af Hafrannsókna- stofnuninni: „Aflabrögð við humar- veiðar eru oftast best við hámark þörungagróðurs á vorin. Vorkoma þörungagróðurs fyrir Suður- og Suðausturlandi árið 1994 virðist hafa verið í byijun maí, um hálfum mánuði fyrr en í meðalári. Því má vera að ákjósanlegustu aðstæður til humarveiða árið 1994 hafí að mestu verið liðnar hjá um miðjan maí, þegar hefðbundin vertíð hófst." Halldór segir að þetta hafi verið í fyrra þegar veiðin hafi verið léleg: „í ár missum við af besta veiðitím- anum. Ein af ályktunum sem við eigum að draga af þessu, er að við eigum að heimila bátunum að hefja veiðar mun fyrr en verið hefur, til dæmis 15. apríl eða 1. maí.“ 20% afla síðasta árs „Það er til marks um dræma veiði að tveir bátar lönduðu samtals 150 kílóum hjá okkur um daginn, þegar eðlilegur afli hefði verið eitt til eitt og hálft tonn á þessum tíma fyrir hvorn um sig. Okkur sýnist að við náum kannski að skrapa saman um 20% af því sem við veiddum í fyrra.“ Halldór segir að menn verði að leggjast mjög vandlega yfir hvað sé á seyði. „Það virðist vera ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur af stofninum og skilyrðum í hafínu. Sú staðreynd blasir við að við vitum alls ekki nægilega mikið um hvern- ig stofninn hegðar sér.“ Nótaskip frá Chile á markað hérlendis B.P. SKIP hf. hafa boðið útgerðarmönnum nýsmíðar á nótaskipum frá Chile í samstarfi við þýska aðila. Skipin eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður í samvinnu við íslenska og þýska aðiia og er mögulegt að taka eldri skip upp í sem greiðslu. Tsurumi SLÓGDÆLUR Margar stærðir. Vönduð | kapalþétting 1 Yfirhitavörn Níðsterkur « rafmótor | 3 x 380 volt 3 x 220 volt Tvöföld þétt-1 ing með sili- koni á snertiflötum Öflugt og vel opiödælu- 1 hjól meö | karbíthnífum w ▼ Skútuvogi 12a, 104 Rvk. tr 581 2530 „Þetta er skipasmíðastöð í eigu ríkisins í Chile sem heitir Asmar og er stærsta skipasmíðastöð í Suð- ur Ameríku,“ segir Björgvin Ólafs- son, framkvæmdastjóri, í símasam- tali frá Spáni við Morgunblaðið. „Skipasmíðastöðin hefur smíðað flest öll herskip og togara fyrir Suður-Ameríku. Auk þess hefur hún smíðað tíu skip af stærstu gerð sem eru í boði á Islandsmarkað og tíu til fimmtán af hinum gerðunum líka.“ Skipin $érhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Björgvin segir skipin henti vel fyrir íslenskar aðstæður enda hafi allar hannanir hafi komið frá Nor- egi. Þá sé veður oft verra í Suður- Chile en hér á landi og hafís. „Áður en við tókum þetta að okkur komu hingað tæknimenn og yfirmenn skipasmíðastöðvarinnar og fóru yfir alla lýsinguna og hönnunina meðal annars með skipstjórum af íslenskum skipum," segir Björgvin. „Þá fengu þeir ýmsar gagniegar ábendingar. Skipin eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður og ístyrkt." Fyrst sett á markað á íslandi í Evrópu Hann segir að skipasmíðastöðin hafi ekki selt skip til Evrópu hingað til. „Þeir tóku íslendinga fram yfir alla og buðu okkur mun hagstæð- ari verð en t.d. Norðmenn og Spán- veijar geta boðið. Verðin á ódýr- ustu og einföldustu skipunum, sem eru 750 rúmmetrar í kælitönkum, eru á bilinu 410-440 milljónir króna. Verðin á stærstu skipunum, sem eru 1600 rúmmetrar í kælitönkum með tógútbúnaði og stórri vél, eru á bilinu 570-600 milljónir króna. Hagstæð fjármögnun frá Þýskalandi „Ástæðan fyrir því að skipin bjóðast á svo hagstæðum kjörum er að vinnuafl í Chile er ódýrt og síðan eru þeir að ryðja sér til rúms á Evrópumarkaði," segir Björgvin. „Auk þess eru þýskir aðilar inni í myndinni sem bjóða mjög hagstæða og niðurgreidda ijármögnun gegn því að það séu um 60-70 prósent af tækjum í skipinu frá Þýskalandi. Þá hefur skipasmíðastöðin boðist til að taka eldri skip upp í verðið á heimsmarkaðsverði. Þessu hefur verið sýndur mikill áhugi heima. Margir hafa komið með fyrirspurn- ir og sýnt áhuga á að skoða þetta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.