Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 B 7 Skipið hækkaði um 80 milljónir króna á ári „Kannski má segja að við höfum verið að kaupa kvóta og fengið ágætis skip í kaupbæti,“ segir Magnús Soffaníasson, framkvæmdastjóri Soffaní- asar Cecilssonar hf. Hjörtur Gíslason heimsótti hann á Grundarfjörð og ræddi við hann um skipa- kaup og rekstur fiskvinnslunnar. SOFFANIAS Cecilsson hf. hefur keypt Silfur- nes SF og hefur skipið fengið nafnið Sóley SH 150. Silfurnes hét áður Hrísey og þar áður Harpa. Skipinu fylgja 954 þorskígildistonn og var kaupverðið 283 milljónir króna. Eftir þessi kaup hefur fyrir- tækið yfir að ráða um 2.300 þorskígildum. Skipið var keypt frá Hornafirði og er þetta önnur tilraun fyrirtæk- isins til að kaupa það. „Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Við höfum kannski borgað fullmikið fyrir skipið, en það var ekki um annað að ræða en auka veiðiheimildir okkar svo hægt væri að keyra fiskverkunina af einhverju viti. Kannski má segja að við höfum verið að kaupa kvóta og fengið ágætis skip í kaupbæti," segir Magnús Soffaníasson, fram- kvæmdastjóri Soffaníasar Cecils- sonar hf. „Við höfðum lengi haft augastað á þessum báti, allt frá því hann var byggður. Við eigum annan bát, Grundfirðing, sem áður hét Harpa og var smíðaður af sama að- ila, og sú Harpa, sem við erum að kaupa nú. Fyrri Hörpuna keypt- um við beint af honum, en sú síðari hafði í millitíðinni verið í eigu Borgeyjar og síðar Fiskhóls á Hornafirði. Að hrökkva eða stökkva Við reyndum að kaupa þetta skip í Magnús fyrra, þegar ríkis- Soffaníasson ábyrgðasjóður aug- lýsti það til sölu. Við vorum ekki með hæsta tilboðið, en Ilornafjarðarbær nýtti sér for- kaupsréttinn og gekk þá inn í hæsta tilboðið sem var um 205 m.kr. Fisk- hóll hf. á Hornafirði eignaðist það síðan. Skipið var svo auglýst til sölu á ný og nú áttum við hæsta tilboðið og fengum skipið. Þetta var kannski glæfralega hátt tilboð, en það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva til að halda sér inni í kvóta- kerfinu og hafa yfir að ráða ein- - hveijum veiðiheimildum. Þó stutt sé síðan við keyptum bátinn, hefur kvótinn á honum þegar hækkað töluvert i verði. Sem dæmi um það, hvernig þessi mál hafa gengið, má benda á að á einu ári hækkaði báturinn í verði um tæpar 80 milljónir króna, bara vegna aukinnar eftirspurnar eftir kvóta. Þá eru skipakauþ orðin mun erfiðari í dag en áður. Það hvílir orðið svo lítið á skipunum að sú tíð er liðin, að maður skrifi bara undir einhveija pappíra og yfirtaki skuld- ir og skip. Ætli menn að kaupa skip með einhveijum kvóta í dag, verða menn að hafa töluvert hand- bært fé. Mikil samkeppni um kvótann og skipln Mest af kvótanum er rækja, 330 tonn, mikið af ýsu, 180 tonn af þorski, humar, koli, karfi og ufsi. Þessi kvótasamsetning hentar okk- ur bezt af þeim bátum sem við höfum verið að skoða og gera tilboð í undanfarin fimm ár, og þeir eru nokkuð margir. Við höfum verið að bjóða það, sem teljast mætti raunhæft í þessa báta og stundum svolítið upp fyrir það, en það hefur ekki dugað fram t^l þessa. Alltaf hafa einhveijir verið töluvert fyrir ofan okkur. Hefði ég boðið raun- sætt verð í þennan bát, eins og hina fyrri, hefði ég verið nokkru lægri, en fyrir vikið væntanlega ekki feng- ið hann. Samkeppnin um skipin og kvót- ann er orðin mjög mikil og verðið hátt eftir því. Við erum hér með traust fyrirtæki, sem við höfum fram að þessu ekki verið tilbúin til að hætta í kapphlaupinu um skipin, en auknar veiðiheimildir hafa hins vegar verið okkur mikil nauðsyn. Mælirinn er fullur ÞÆR ERU með ýmsu móti sendingamar, sem okkur útgerðar- mönnum smábáta ber- ast. Gott dæmi um ósköpin er eftirfarandi kafli úr bréfi frá Fiski- stofu: Ágæti útgerðarmað- ur. Þann 15. júní sl. voru samþykkt á Al- þingi lög nr. 83/1995, um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða. Helstu ný- mælin, sem varða veið- ar krókabáta sérstak- lega, eru þau að frá og með því fiskveiðiári er hefst þann 1. september 1995 skulu útgerðir allra krókabáta velja milli þess að stunda veiðar með þorskaflahámarki og stunda veiðar með viðbótarbann- dögum/sóknardögum. Hvað þýðir þetta? Það er verið að etja þessum fá- menna og hijáða hópi smáútgerðar- manna út í innbyrðis illindi í annað sinn. Nú er svo komið að fólk í þorpum úti á landi skipt.ist í tvo hópa og talast varla við vegna óánægju vegna misskiptingar réttar til sjósóknar. Er það ekki hálf kjánalegt að sjá helming smábát- anna dorma í landi á sólskinsdög- um, meðan hinn helmingurinn er að mokfiska. Þorsteinn Pálsson, mælirinn er fullur. Ég geri mér ljóst að Lands- samband smábátaeigenda er mátt- vana apparat sem leggur blessun sína yfir þessi innbyrðis illindi í annað sinn, enda get ég frætt þig á því að verið er að funda þessa dagana víða á landsbyggðinni um róttækar aðgerðir. Þor- steinn Pálsson, græn- friðungar hafa verið í fréttum að undanförnu vegna mótmæla gegn því að borpalli frá Shell yrði sökkt í Atlantshaf- ið, þeim tókst að af- stýra því. Nú mótmæla þeir kjarnorkutilraun- um Frakka á Muroroa. Hvaða er langt þangað til þeir fara að stöðva rányrkjuna á ísland- smiðum, af völdum trollveiðarfæra upp í fjöruborð? Ég er ekki að kasta rýrð á Arthúr og Örn sem einstaklinga, þeir verða bara að söðla um í baráttunni, því að sjálfstæði þjóðarinnar er í veði. Það verður að stefna ríkisstjórninni fyr- ir þessa lagasetningu nr. 83/1995, það þarf rökstuðning samkvæmt stjórnsýslulögum fyrir því að arð- bærasti atvinnuvegur þjóðarinnar skuli lagður í rúst. Tillaga um þjóðarsátt Mundu það, Þorsteinn, að það var ég sem kom með tillögu að þjóð- arsátt varðandi veiðar smábáta vor- ið 1993. Ég vildi taka aflamarksbát- ana inn í krókakerfið upp að 12 tonnum, láta þá skila inn kvótanum, og síðan vildi ég láta setja aflatopp á alla þessa báta, hvern fyrir sig, 10 tonn á hvert stærðartonn. Þetta hefði þýtt um 30 þúsund tonna heildarafla. Þetta hefði bjargað nokkrum tugum góðra báta frá eyðileggingu og sparað hundruð milljóna fyrir úreldingarsjóð, en búið er að eyðilegga um 700 báta frá árinu 1990. Smábátum hefur því ekki fjölgað svo sem sjá má. Það er verið að etja þessum fámenna og hrjáða hópi smáútgerð- armanna út í innbyrðis illindi í annað sinn, skrifar Garðar Björg- vinsson og minnir sjávarútvegsráðherra á tillögu sína um þjóðar- sátt varðandi veiðar smábáta. Þess vegna hefur smábátaflotinn í rauninni ekkert stækkað. Ef þessi fækkun hefði ekki komið til væri ekkert atvinnuleysi. Gerðu þér ljóst að ég horfi ekki þegjandi á að smábátum sé eytt í áföngum skv. nýjum úreldingar- reglum. Sem landsbyggðarmaður horfi ég ekki heldur upp á það að landsbyggðin sé lögð í rúst vegna siðlausra lagasetninga. Þorsteinn, hver áfangi í þá átt að nýta hráefn- ið betur er spor til framfara. Það er best gert með því að taka sem mestan afla á króka. Minnst 100.000 tonn á ári, ef menn væru með fullu viti. Auk þess er hægt að stöðva algjörlega að fiski sé hent nema með tillögu, því í afla- toppnum geri ég ekki ráð fyrir að undirmálsfiskur teljist inn í afla- toppinn. Athugaðu að á handfærum má sleppa niður um 70% af öllum smáfiski lifandi. Höfundur cr bátasmiður og útgcrðurnmður. Garðar Björgvinsson Það eru mörg fyrirtæki í þessu kapphlaupi, sem geta önglað saman einhveijum aurum og í þeim hópi eru líka ævintýramenn, sem spenna verðið upp og fá skipin oft, en eru svo búnir að missa þau aftur eftir ár eða svo. Einn með þriggja báta kvóta Það er með þetta skip eins og mörg önnur, sem eru á markaðnum, að það er ekki með nægan kvóta til að standa undir sér óstutt. Við kaupum skipið til hráefnisöflunar fyrir fiskverkun okkar og við reyn- um að byggja verðmætin upp í vinnslunni. Við seljum í staðinn lítinn bát, Sóley SH 150, en við höfum ekkert með hann að gera lengur. Eins og þessu háttar til í dag, verðum við þá með þijá báta, hina nýju Sóley, Fanney og Grundfirðing, sem nú er með þriggja báta kvóta, eigin kvóta, kvóta af Grundfirðingi II, sem hefur verið seldur, og Sól- eynni, sem nú er verið að selja. Það dugir honum sæmilega, en ekki meir. Við vorum með fjóra báta áður, en þijá núna og kvótinn sem við höfum dugir þeim varla öllum út árið. Við byggjum vinnsluna nær ein- göngu á rækju og hörpudiski, en bolfiskurinn hefur verið sáralítill undanfarin ár. Með þessum báta- kaupum verður vafalítið einhver breyting á því, þar sem við höfum meiri aflaheimildir til umráða. Nú erum við í rækju og verðum það til hausts, enda var lítið eftir af kvóta Sóleyjarinnar innan þessa kvótaárs. Á síðasta ári unnum við úr tæp- um 600 tonnum af rækju og 800 tonnum af hörpudiski og 200 til 300 tonn af bolfiski. Annar fiskur fór svo á markað, en nú stefnum við að því að taka allan fisk til vinnslu hjá okkur. Stefnan er að halda stöð- ugri vinnu hérna allan ársins hring, en það hefur gengið illa undanfarin ár. Öfgakennt aftirlit \ Eftirlitið með umgjörðinni um framleiðsluna fer alltaf vaxandi. Það dynja á manni reglugerðir um hitt og þetta og hingað koma hópar manna til að taka út húsið og innra eftirlitið. Manni er skipað að laga þetta og laga hitt, setja ljósaperu þar og mála hitt. Kröfurnar eru í raun farnar að ganga út í öfgar. I einhverri reglugerðinni um rækju- vinnslu kemur fram, að síur í loft- ræstingu við vinnsluna skuli vera heldur fínni og betri en krafizt er i skurðstofum á sjúkrahúsum. Það eru flestir orðnir svo önnum kafnir við að skoða þetta umhverfi, að enginn virðist lengur hafa tima til þess að skoða afurðirnar. Það voru hérna Bretar um dag- inn, sem voru að hugsa um að kaupa rækju héðan. Þeir sögðust reyndar enn byija á því að skoða afurðina. Væri hún í lagi, athuguðu þeir hvort húsið væri í lagi. Það er annað en með marga aðra kaupendur, þeir kæmu og skoðuðu afurð og hús og segðu: Afurðin er flott, en það er smáatriði í ólagi í húsinu. Við getum því miður ekki keypt rækju af þér. Ég hefði haldið að aðalatriðið væri að framleiða góða vöru. Þokkalega bjartsýnn Nú erum við komnir með um 2.300 þorskígildi alls og staðan því betri en áður, bæði fyrir útgerð og vinnslu. Ég er þokkalega bjartsýnn á framhaldið. Maður finnur að kvótakerfið er að festa sig betur í sessi, en það er ein af forsendum þess að þetta gangi allt saman. Verði hróflað mikið við kerfinu eins og það er í dag, fer allt upp í loft. Mér finnst reyndar að það ætti að gefa kvótann enn frjálsari en hann er í dag. Það ætti í raun hver mað- ur að geta átt kvóta og verzlað með hann, hvort sem hann á veiði- skip eða ekki,“ segir Magnús Soff- aníasson. ÖRUGG HEILDARLAUSN j RAFSUÐU 0G LOGSUÐU. tef BETRI RAFSUÐU* 0G LOGSUÐUVÖRUR ! HÁGÆÐA RAFSUÐUVÉLAR Cestalin BETRI ÍÐGÍ-RI3AR- 0G SLITSUÐUEFNI TÆKNILEG RJÓNUSTA @ isfselcni hff. Nethyl 2 Ártúnsholti Sími: 587-9100 Grænt nr: 800-6891 ATVINNAÍBOÐI Skipstjóri Skipstjóra vantar á Frigg VE-41 sem gerð verður út frá Hólmavík til úthafsrækjuveiða frá og með 1. september nk. Umsóknir sendist á skriftofu Hólmadrangs HE, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík, fyrir 7. ágúst 1995. KVlílTABANKINN Til leigu þorskur, ýsa, ufsi, karfi, skarkoli, grálúða og humar. Til sölu varanlegur þorskur. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Til sölu rækjutroll 1.400 möskvar ásamt hopparalengju. Upplýsingar hjá Halldóri í síma 426 8325.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.