Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ199S HEITUR POTTUR Á HAMPIÐJUTORGIIMU Morgnblaðið/HMÁ GRALUÐUVEIÐIN á Hampiðjutorg-inu hefur gengið heldur treglega í sumar. Bjartsýnir skipveijar á Guð- bjðrginni IS, þeir Jakob Flosason, Höskuldur Bragason og Sigurður Sverrir Svavarsson, notuðu snapið og góða veðrið, fylltu fiskikar af heitum sjó og skelltu sér í bað í sólinni. Grálúðukvóti umfram tillögnr fiskifræðinga i SJÁVARÚTVEGSRÁÐU- VeiðarFæreyingaúr “í stofninum marfffaldast lúðu tíl skipu á 0 næsta fískveiðiari en Ha- frannsóknastofnun hafði lagt til að heildaraflinn á hafsvæðinum við ísland, Austur-Grænland og Færeyjar, _þar sem stofninn er sameiginlegur, færi ekki yfír það mark á öllu svæðinu. Á síðasta ári voru veidd 9.600 tonn af öðrum þjóðum innan og utan landhelginnar, aðallega af Færeyingum, og miðað við að sú veiði haldist óbreytt má búast við að heildaraflinn verði þeim mun meiri en Hafrannsóknastofnun leggur til. Grálúða við Austur-Grænland, ís- land og Færeyjar er talin vera sami stofninn sem lengst af hefur verið að mestu nytjaður af íslenskum skip- um. Hafrannsóknastofnun lagði lengi til að heimilt yrði að veiða úr honum 30 þúsund tonn og síðustu árin 25 þúsund tonn og oftast hefur ráðherra heimilað 30 þúsund tonna heildar- afla. Þrátt fyrir það hefur afli ís- lenskra skipa oftast orðið mun meiri, eða allt að tvöfalt ráðlegt hámark árið 1989. Þá hafa veiðar annarra þjóða aukist mikið, einkum Færey- inga. Þannig jókst afli utan íslensku lögsögunnar úr 2 tonnum á árinu 1991 í 8.700 tonn á síðasta ári. Rætt viö Færeyinga í síðustu skýrslu sinni vakti Haf- rannsóknastofnun athygli á þessu vandamáli og nauðsyn þess að ná sam- komulagi um heildarafla úr stofninum, tilhögun veiðanna og skiptingu afla milli þjóða. Árni Kolbeinsson, ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að þessu máli hafi verið hreyft nokkrum sinnum við Færeyinga og Grænlendinga á undanförnum árum en án þess að það hafi leitt til samn- ingaviðræðna. Hann tekur undir það álit Hafrannsóknastofnunar að stór- áuknar veiðar Færeyinga og versnandi staða stofnsins knýi á um að samkomu- lag verði gert um veiðar úr þessum stofni. I tillögum sínum til ráðherra um grálúðuafla á næsta fiskveiðiári lagði Hafrannsóknastofnun til að kvótinn yrði minnkaður úr 30 þúsund tonnum í 20 þúsund tonn og að hann tæki til afla innan og utan íslensku fiskveiði- lögsögunnar. Á síðasta ári var heildar- aflinn utan og innan landhelginnar 37 þúsund tonn og er búist við 34-35 þúsund tonna afla í ár. Tillögur stofnunarinnar hefðu því þýtt yfir 40% samdrátt aflaheimilda í heildina. Ef gert er ráð fyrir að aðrar þjóðir veiði áfram 9-10 þúsund tonn hefðu aðeins 10-11 þúsund tonn orðið eftir fyrir íslensk skip en gert er ráð fyrir að afli þeirra á yfirstandandi al- manaksári verði 25 þúsund tonn. Árni Kolbeinsson segir að ráðuneytið geti ekki stjórnað veiðum utan landhelginn- ar og því hefði þeim afla sem Hafrann- sóknastofnun lagði til verið úthlutað til íslenskra skipa. Segir hann það slæmt vegna væntanlegra viðræðna við aðrar þjóðir að ætla þeim ákveðinn hlut af kvótanum en viðurkennir að ákveðin áhætta sé fólgin í því að út- hluta öllu. Sklpstjórnarmenn vllja friða grálúðuna Ýmsir skipstjórnarmenn hafa lýst alvarlegum áhyggjum af stöðu stofns- ins. Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Guðbjörgu ÍS, segir að grálúðuveiðin sé núna með því allra lélegasta sem hann muni eftir en skipin á Hampiðjutorginu hafa verið fá um hálft annað tonn í hali að meðaltali. Segir hann að grá- lúðan sé sennilega ofveidd og að það ætti að friða hana en leyfa meiri þorskveiði á meðan. Björn Ævarr Steinarsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að fiskifræðingar geti tekið undir áhyggjur sjómanna með ástand grá- lúðustofnsins, það sýni niðurskurðartil- lögur þeirra. Það væri hins vegar mats- atriði hvort hægt væri að segja hann að hruni kominn. Segir hann fyrirhug- að að koma upp samráðshóp fískifræð- inga og grálúðuskipstjóra til að ræða þessi mál. ■ Væri gaman að vera/b6 FÓLK Nýr sölumaður hjá OLÍS hf. • OLÍS ráðið Sigurð Brynj- ólfsson til starfa við sölu á efnavörum og hreinsiefnum hjá félaginu en Sigurður hefur starfað hjá Sjöfn á Akureyri undanfarin ár. Sigurður hefur víðtæka þekkingu á hreinsi- kerfum og hefur staðið fyrir þjálfunar- og fræðslunám- skeiðum fyrir starfsmenn fyr- irtækja í matvælaiðnaði, sjáv- arútvegi og hjá iðnfyrirtækj- um almennt. Sigurður er 33ja ára gamall, kvæntur Kristínu Stefánsdóttur og eiga þau tvö börn. Yfirumsjón efnavöru og hreinsiefna hjá Olís er í hönd- um Almars Eiríkssonar en Sigurður Brynjólfsson hann hóf störf hjá fé- laginu í þess- um málum fyrir um ári. Álmar er iðn- aðartækni- fræðingur að mennt. Sala á efnavöru og hreinsi- efnum eru í dag einn helsti vaxtarbroddur félagsins í harðnandi sam- keppni. Félagið hefur lagt áherslu á að selja auk efn- anna, þekkingu á efnavörum og hreinsikerfum, þjálfun og fræðslu starfsmanna sem starfa við notkun efnanna auk þess hefur Olís selt sérhannað- an tækjabúnað, háþrýstivélar o.fl. til notkunar í vinnslusöl- um skipa og fyrirtækjum í landi, bæði í fískvinnslu og almennum matvælaiðnaði. Nýjar áherslur í Fiskvinnsluskóla • GERT hefur verið sam- komulag við Flensborgar- skólann í Hafnarfirði um að hafa umsjón með námi Fisk- vinnsluskólans næstu tvö árin sem tilraunaverkefni. „Þetta heitir nýtt nám á sviði fiskiðnaðar og er tveggja ára nám,“ segir Giss- ur Pétursson, deildarsér- fræðingur í sjávarútvegs- ráðuneytinu, sem hefur með mennta- og fræðslumál að gera. „Um verður að ræða raunverulegt heilsársnám, vegna þess að boðið verður upp á launaða starfsþjálfun yfir sumartímann sem verð- ur hluti af náminu." Mikil vinna hefur verið lögð í að endurskipuleggja nám skólans og lagðar hafa verið nýjar áherslur. „Meiri áhersla verður lögð á mat- vælafræði, heldur en sjálfa frumvinnsluna, þótt hún verði að sjálfsögðu látin fylgja með,“ segir Gissur. „Inntökuskilyrði hafa verið hert, þannig að gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið 52 einingum í framhalds- skóla, sem samsvarar um tveimur árum. Þá er nýmæli líka að menn sem uppfylla ekki þessi inntökuskilyrði fá að taka stöðupróf. Því verður þó sjálfsagt ekki hægt að koma við næsta haust vegna tímaskorts." Nýlega var aug- lýst eftir forstöðumanni þessa náms, og verður geng- ið frá ráðningu næstu daga af menntamálaráðuneytinu. Þótt námið sé undir regnhlíf Flensborgarskóla verður mikið lagt upp úr sjálfstæði skólans. Starfsemin mun fara fram í húsnæði Fiskvinnslu- , skólans í Hafnarfirði, sem er mjög glæsilegt á allan hátt. Fiskvinnsluskólinn hefur verið rekinn frá 1971, þar til um áramótin í fyrra að hon- um var lokað á meðan þessi endurskipulagning stóð yfir. Það var talið að hann hefði ekki þróast í takt við tímann, og þörf væri á að stokka hann upp, sem hefur núna verið gert. Eftir tvö ár verð- ur árangur þessa tilrauna- verkefnis metinn af sérstakri nefnd sem skipuð verður full- trúum atvinnulífsins, sjávar- útvegs- og menntamálaráðu- neytis. „Það verður skipu- lögð eins árs framhaldsbraut eftir námið, til stúdentsprófs, þannig að þetta verður ekki lokuð gata,“ segir Gissur. „Námsmenn í skólanum verða þá bæði komnir með , stúdentspróf og starfsmennt- un, sem er ómetanlegt." Hann segir að haft hafi verið gott samstarf um þetta við atvinnugreinina og góður stuðningur sé við málið þar. Skólinn hefjist i byijun sept- ember og verði lánshæfur, það er nemendur geti sótt um lán frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Rækj'u- og hörpuskelsúpa HVAMMSTANGI fagnar um þessar mundir 100 ára verzlunarafmæli. Því er ekki úr vegi að sækja soðning- una þangað, en frá Hvannnstanga er nokkur útgerð og nnnni| fiskvinnsia, aðallega rækjuvinnsla. A KÖBáéíMiMÆS Hvammstanga er veitingahúsið Verts- húsið og þar eldar Gísli Jónsson fyrir matargesti. Soðn- ing dagsins er frá honum komin. Nú býður hann upp á skelfisksúpu, en nægilegt framboð af skelfiski er á Hvammstanga. I réttinn, sem er fyrir fjóra, þarf: 25 g smjörliki ]h dl hveiti 1 1 vatn 3-4 tsk. fiskbouilon 3- 4 tsk. fisk- og skeldýrasúpupasta (Knorr) '4 tsk. salt Vt dl rjómi 5-6 stórar rækjur 4- 5 hörpudiskar Bræðið smjörlíkið og hrærið hveitinu saman við. Hellið vatninu út í og hrærið þar til hveitibollan hefur samlag- ast. Bætið þá fiskikraftinum, súpupastanu og salti sam- an við. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 3-5 mín. Slökkvið á hitanum undir pottinum og bætið ijómanum saman við. Setjið hörpuskelina (ósoðna) og i*ækjurnar á diskinn og hellið súpunni yfir. Skreytið með þeyttri rjómaslettu og steinselju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.