Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ttywftftábib 1995 FRJALSAR Wang Junxia settútí kuldann WANG Junxia frá Kína, heimsmet- hafinn í 10.000 metra hlaupi kvenna, og hinn strangi þjálfari hennar Ma Junren eru ekki í kín- verska hópnum sem heldur á heimsmeistarakeppnina í frjáls- íþróttum í Gautaborg í Svíþjóð í riæsta mánuði. Að sögn kínverska frjálsíþróttasambandsins tókst Junxia illa upp í undirbúningsmót- um í Kína í maí. Þjálfarinn Junren þjálfaði upp hina sigursælu sveit kínverskra kvenhlaupara og fékk hópurin nafngiftina „Fjölskylduher Ma". Þar leiddi Junxia hópinn en hún sakaði Junren síðan um að fara illa með hlaupara með erfíðum æfíng- um og stinga að auki undan verð- launum þeirra. Hún stofnaði sína eigin hlaupasveit sem samanstóð af mestu af fyrrum hlaupurum í hópnum en það dæmi hefur ekki gengið sem best. Kína mun taka þátt í 17 greinum á heimsmeistaramótinu í Gauta- borg og eru flestir þeir keppendur að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. Helstu vonir um gull eru bundnar við kúluvarp kvenna og göngu- greinarnar. „Við búumst ekki við eins góðum árangri og síðast," sagði þjálfari liðsins Kan Fulin. Kínverjar voru næstir á eftir Bandaríkjunum með fjölda verð- launapeninga á síðusta heims- meistaramóti sem fram fór í Stuttgart í Þýskalandi 1993 og unnu þar fjögur gull, tvö silfur og tvö brons. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLI BLAÐ c Einar reynir við lagmarkió Ekkert varð af tilraun Einars Vilhjálmssonar spjótkastara í gærkvöldi, til að reyna við lágmarkið i spjótkasti fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum, sem hefst í Gautaborg í Sví- þjóð í næstu viku. • Einar ætlaði að keppa á kastmóti ÍR sem hófst á Laugardalsvelli í gærkvöldi, og freista þess að ná lágmarkinu, en þar sem rigndi hætti Einar við. Síðari hluti mótsins hefst klukkan 19 í kvöld en það eru síðustu forvörð fyrir Einar því fresturinn til að ná lágmörkun- um rennur út á miðnætti í kvöld. Að sögn Þráinns Hafsteinssonar landsliðs- þjálfara er Einar að koma upp eftir langvar- andi meiðsli og það tekur tíma að komast í hágæðaflokk. Einar hefur verið að kasta um 75 metra en lágmarkið er 80 metrar. Líkurnar eru því ekki of miklar en Einar vill engu að síður gera tilraun til að fá að spreyta sig á heimsmeistaramótinu. Mjög góður árangur í Mónakó ÍRSKA stúlkan Sonia O'Sullivan hljóp fyrst kvenna undir,fjórum mín. í 1.500 m hlaupi í ár, í Mónakó í gærkvöldi, á síðasta stiga- móti alþjóða frjálsíþróttasambandsins fyrir heimsmeistaramótið. Hún hljóp á 3.58,85 og fagnar árangrinum hér á myndinni. Nouredd- ine Morceli frá Alsír var aðeins hársbreidd frá því að setja þriðja heimsmetið í mánuðin- um er hann hljóp 1.500 m á 3.27,52 mín. Mjög góður árangur náðist á mótinu, t.d. besti árangur ársins í sex greinum og greini- legt er að íþróttamennirnir mæta vel undir- búnir á heimsmeistaramótið, sem hefst í Gautaborg í byrjun næsta mánaðar. ¦ Morceli / C3 Landsmótið á Strandavelli verð- ur það fjölmenn- astatilþessa LANDSMÓTIÐ í golfi, sem hefst á Strandavelli við Hellu á sunnudaginn, verður það fjölmennasta sem haldið hefur verið. Skráningu lauk á sunnu- daginn og alls skráðu sig 345 kylfingar en fjöl- mennasta landsmótið til þessa var á Akureyri í fyrra, en þá kepptu 318 kylfingar. Talsverður fjöldi kylfinga er á biðlista en nokkuð var um að ménn væru seinir fyrir að láta skrá sig. Fjölmennasti flokkurinn er 2. flokkur karla, en þar hafa 97 skráð sig. Fæstir keppendur eru í meistaraflokki kvenna, 5 talsins en konurnai* verða alls 35 að þessu sinni í þremur flokkum. Það verður 3. f lokkur karla sem hefur leik kl. 8 á sunnudagsmorgun en annars verður ræst út frá klukkan 6 á morgnanna. Allir flokkar hvíla í einn dag, nema meistaraflokkarnir sem hefja leik á þriðjudaginn og Ijúka keppni föstudaginn 4. ág- ust ásamt 1. flokki karla. 3. flokkur karla leikur einnig án hvfldardags. Miðvikudagurinn 2. ágúst verður erfiðastur fyrir skipuleggjendur því þá verður ræst út í 11 klukkustundir, frá klukkan 6 tilklukkanl7. SvíarmeðáHM „ÉG veit ekki annað en Hinrik Bragason verði með á HM og í dag [í gær] fékk ég það staðsfest að Svíar ætla að mæta líka með sitt keppnislið," sagði Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Hesta- íþróttasambands ísland í gærkvöldi. Á tímabili leit út fyrir að heimsmeistaramótið yrði ekki nema svipur hjá sjón vegna þess að nokkrar þjóð- ir, þar á meðal Sviar, höfðu hótað að taka ekki þátt ef Hinrik Bragason, fyrrum eigandi Gýniis yrði meðal keppenda. „Nú veit ég ekki betur en að allar þjóðir mæti á mótið. Menn vilja slíðra s verðin og bíða þar til dómur hefur fallið i máli Hinriks, enda gengur ekki að eyðileggja mótið," bætti Jón Albert við. Lane fulltrúi Evr- ópu í úrslitum HMíholukeppni B ARRY Lane frá Bretlandi sigraði í svæðakeppni Evrópu í holukeppni í golfi í gær.Um er að ræða undankeppni fyrir heimsmeistaramótíð, þar sem Lane hefur nú tryggt sér þátttökurétt. Keppt var í Thame á Englandi í gær og gerði Lane sér litið fyrir og sigraði Þjóðverjahn Bernhard Langer í undanúrslitum, 3 og 1 og síðan Spánverjann Seve Ballesteros 4 og 3 í úrslitaleiknum. Lane, sem er 35 ára, er þvi kominn í i'j ögurra manna úrslit keppninnar, sem fara fram í Scotts- dale, Arizona 30. og 31. desember. Sigurvegarinn þar hlýtur eina milb'ón dollara í verðlaun — sem samsvarar um 64 miUjónum króna. Þess má geta að Ballesteros hafði farið á kostum á vellinum í Thame í gær á leið sinni í úr- slitaleikinn, er hann sigraði Svíann Jesper Parnevik 3 og 1. Hver tekur við Wales? NEVILLE Southall, markvörð- ur Everton og landsliðs Wales í knattspyrnu, er einn þeirra sem sótt hafa um starf landsliðsþjálf- ara Wales. Mike Smith var rek- inn um daginn og verður um hlutastarf að ræða. Ron Atkin- son, framkvæmdastiórí Co- ventry, hefur verið sterklega orðaður við starfið og hefur verið rætt um að hann og Ian Rush, miðherji Wales og fyrir- Iiði undanfaríð, tækju sameigin- lega við s I jórninni, þó svo Rush léki áfram. KNATTSPYRNA: MARKIÐ UMDEILDA Á WEMBLEY 1966 VAR EKKIMARK / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.