Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JULI1995 C 3 IÞROTTIR Morcelli hársbreidd frá meti í 1.500 m ALSIRBÚINN Noureddine Morcelli slær ekki slöku við á hlaupabrautinni. Fyrir þrettán dögum setti hann glæsilegt heimsmet í 1.500 metra hlaupi í Nice í Frakklandi og í gær- kvöldi hjó hann mjög nálægt þvíá stigamóti alþjóða f rjáls- íþróttasambandsins fáeinum kílómetrum austar við Mið- jarðarhafsströndina, í Món- akó. Morcelli var einungis 15/100 úr sekúndu f rá metinu og hljóp á 3:27,52 mínútum. Arangur Morcellis var besta af- rekið á mótinu í Mónakó, að auki var besti árangur ársins bætt- ur í sex öðrum greinum og mótið var í heild sinni mikil veisla og gefur góð fyrirheit fyrir heims- meistaramótið í frjálsum sem hefst í Gautaborg 4. ágúst. Það mátti ekki miklu muna að Morcelli sæi á eftir einu heimsmeta sinna í gær- kvöldi þegar Kenýjamaðurinn Mo- ses Kiptanui hljóp 3.000 metrana á 7:27,18 mínútum og var ekki nema tveimur sekúndum frá meti Morcellis sem hann setti í Mónakó fyrir ári síðan. Gwen Torrence varð fyrst kvenna á árinu til að koma í mark í 200 m hlaupi á undir 22 sekúnd- um, sleit snúruna fyrst kvenna í gærkvöldi á 21,81 sek., og vann þar mjög sálfræðilegan sigur á aðalkeppinauti sínum, Irenu Priv- alovu frá Rússlandi sem kom önnur í mark á 21,87 sek. Merlene Ottey frá Jamaíka varð þriðja á 22,13 sek. „Ég hef ekki komið betur und- irbúin á mót allt þetta ár," sagði Torrence, og bætti við: „vonandi tekst mér jafnvel upp í Svíþjóð." írska stúlkan Sonia O'Sullivan varð fyrst kvenna til að brjóta fjög- urra mínutna múrinn í 1500 metra hlaupi kvenna á árinu þegar hún geystist fyrst í mark á 3:58,85 mín og setti um leið nýtt írskt lands- met. Þessi árangur hennar er ekki talinn síður mikilvægur sálfræði- lega svo skömmu fyrir heimsmeist- aramótið, en sigur Torrence. Wilson Kipketer, sem fæddur er í Kenýa en býr nú i Danmörku, kom sannarlega á óvart með frábærum endaspretti í 800 metra hlaupinu og fékk frábæran tíma — 1.42,87, sem er fimmti besti tími á þessari vegalengd frá upphafi. Kipketer var aðeins rúmlega sekúndu frá heimsmeti Bretans Sebastians Coe, sem er 1.41,73 og hefur staðið all- ar götur síðan 1981. Maria Mutola, heimsmeistari frá Mozambik, sigraði í 800 m hlaupi kvenna á besta tíma ársins, 1.57,40 en fékk harða keppni frá Ana Fidel- ia Quirot frá Kúbu,^ bronsverð- launahafa frá síðustu Ólympíuleik- unum, sem hljóp á 1.57,69. Quirot var að keppa á stórmóti í fyrsta skipti síðan í janúar 1993 er hún brenndist alvarlega í hræðilegi slysi í heimalandi sínu. „Þetta var besta frammistaða mín á ferlinum, þegar haft er í huga að ég hef verið fjar- verandi í tvö ár," sagði hún. „Mér finnst ég vera tilbúinn fyrir Gauta- borg." Bandaríski sprett-kvartettinn náði einnig besta tíma ársins í 4x100 m hlaupinu; Maurice Gre- ene, Jon Drummond, Mike Marsh og Dennis Mitchell, sem reiknað er með að skipi sveit landsins í Gautaborg, hlupu á 38,25 sek. KNATTSPYRNA Þjóðveijar mæta með harðsnúið lið á HM í Sviss LOKIÐ er skráningum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku og liggur því fyrir hvaða einstaklingar og hestar muni etja kappi við liðs- menn íslenska liðsins. Fyrst og fremst beinast augu manna að liði Þjóðverja sem hafa til þessa verið helstu keppinautar íslendinga í baráttunni um gull- in á þessum mótum. l^jóðverjar hafa sem kunnugt er W^ verið einráðir fjórgangsmegin og ávallt sigrað í töltkeppninni með ^__ tveimur undantekn- Valdimar ingum. í liði þeirra Kristinsson nú eru Gaby Fuc- skrifar. htenschnieder á Mergi frá Wendalin- ushof sem keppir í slaktaumatölti, fjórgangi og hlýðni, Martin Guldner á Hugarburði frá Guggenberg keppir í tölti og fjórgangi, Tanja Gundlach á Geysi frá Hvolsvelli, keppir í slaktaumatölti, fimmgangi og gæðingaskeiði, Uli Reber á Þráni frá Höskuldsstöðum keppir í tölti, fjórgangi og hlýðni, Lothar Schenz- el á Gammi frá Krithóli keppir í 250 metra skeiði og gæðingaskeiði. Allir þeir sem hér eru upptaldir eru nýliðar í þýska landsliðinu en Karly Zingsheim mætir nú á nýjan leik á HM, nú með hestinn Feyki frá Rod- erath en þeir sigruðu um helgina á þýska meistaramótinu í fimmgangi, auk þess munu þeir keppa í slak- taumatölti og gæðingaskeiði. Þá er ónefndur Bernd Vith margfaldur heims- eða evrópumeistari í bæði tölti og fjórgangj. Hann mætir með Þorra frá Fljótsdal í tölt, fj'órgang og hlýðni. Bernd Vith sigraði á Þorra í tölti á meistarmótinu um helgina en var aftur á Rauð frá Gut Ellenbach í fjórgangi og sigr- aði einnig þar. Ralf Wohlleib er varamaður og keppir á Kára frá Aldenghoor í slaktaumatölti, fimm- gangi, gæðingaskeiði og 250 metr- unum ef til hans kasta kemur. I austurríska liðinu mæta sem fyrr til leiks Hoyos-bræðurnir, Jo- hannes á stóðhestinum Funa frá Stóra-Hofi keppir i slaktaumatölti, fimmgangi og báðum skeiðgreinun- um en Piet keppir á Háfeta frá Krossi í tölti, fimmgangi og skeið- greinum. Þá keppir íslendingurinn Höskuldur Aðalsteinsson, bróðir Reynis á Tvisti frá Smáhömrum, í fimmgangi en er einnig skráður á Brýni frá Kvíabekk í tölt, fimmgang og skeiðgreinar. Af hollenska liðinu er það helst að segja að íslandsvin- urinn Maaike Burggrafer mætir með Vigni frá Hala í tölt og fjór- gang og íslendingurinn Heiðar Hafdal keppir á Steingrími frá Glæsibæ í slaktaumatölti, fimm- gangi og skeiðgreinum. í svissneska liðinu er Johannes Pfaffen skráður með tvo sterka hesta til leiks, þá Vídalín frá Sauðárkróki og Gamm frá Ingveldarstöðum, eru þeir báðir skráðir í báðar töltgreinar (mega bara keppa í annarri), fimmgang og skeiðgreinar en auk þess er Vídalín skráður í hlýðni. í danska liðinu er einn íslendingur, Pétur Kristjánsson, en hann er skráður á danskfæddan hest, Snerri frá Nör- mark, og munu þeir keppa í tölti, fjórgangi og gæðingaskeiði. Dorte Rasmussen mætir með Feng frá Fuglsang í tölt, fjórgang og hlýðni og einnig mætti nefna Anne Sofie Nielsen sem keppir á Stormsker í sömu greinum. Aðalsteinn Aðalsteinsson keppir að þessu sinni fyrir hönd Noregs á Síríusi frá Kílhrauni í slaktauma- tölti, fimmgangi pg skeiðgreinum en kona hans, Unn Kroghen, mætir með Hruna frá Snartarstöðum og keppir í tölti, fjórgangi og hlýðni. Annar íslendingur, Gylfi Garðar- son, keppir nú öðru sinni fyrir hönd Noregs á HM, nú á hryssunni Ör frá Stóra-Gerði, keppnisgreinar eru tölt, fimmgangur og skeiðgreinar. í sænska liðinu eru tveir Islending- ar skráðir, Hreggviður Eyvindsson mætir með Kjarna frá Kálfsstöðum í tölt og fjórgang og Magnús Skúla- son er skráður með Glóa frá Eyrar- bakka í fimmgang og skeiðgreinar ítalir mæta nú í fyrsta sinn til leiks á HM og eru með þrjá skráða keppendur. Þar fer fremstur í flokki Matcheld van Dierendonck á stóð- hestinum Sikli frá Stóra-Hofi og munu þeir keppa í fimmgangi og 250 metra skeiði. Slóvenar mæta öðru sinni til leiks og að venju eru lið send bæði frá Kanada og Banda- ríkjunum en athygli vekur að Finnar senda nú aðeins tvo keppendur sem er talsvert færra en búast hefði mátt við eftir velheppnað Norður- landamót sém þeir héldu í fyrra. Fastlega er búist við að keppnin muni nú sem fyrr fyrst og fremst standa á milli Islendinga og Þjóð- verja en heyrst hefur að Þjóðverjar muni mæta sterkir til leiks á fimm- gangsvængnum og þeirra aðal- skeiðhestur, Gammur frá Krithóli, fór 250 metrana á 21,95 sekúndum á meistarmótinu um helgina. Verð- ur þar við ramman reip að draga. En margir telja hins vegar að Is- lendingar mæti sterkari nú en oft áður í bæði tölt og fjórgang þannig að allt útlit er fyrir æsispennandi keppni. Morgunblaðið/Árni Sæberg SARA Smart, KR, sem er nær á myndinni, reynir hér að sleppa framhjá Stjörnustúlkunni Sigríði Þorláksdóttur í gær. KR slapp fyrir hom KR-stúlkur geta prísað sig sælar með að sleppa með þrjú stig í Vesturbæinn eftir stórskemmtilega _^^^^_ viðureign gegn Stefán Stjörnunni í Garða- Stefánsson bænum í 1. deild skrifar kvenna í gærkvöldi. KR gerði tvö mörk og þrátt fyrir harða hríð Garðbæinga tókst þeim aðeins að setja eitt mark og þar við sat. Úrslitin gera það að verkum að liðin skiptust á sætum, KR er nú í 3. sæti en Stjarnan í fjórða. Upphafsmínúturnar voru fjörugar og á þriðju mínútu óð Anna Jónsdótt- ir frá miðju upp hægri kantinn og þeirri för lauk með skoti við mark- teigshorn, sem fór undir Hönnu Kjartansdóttur í marki Stjörnunnar. Síðan rak hvert færið á fætur öðru án árangurs en á 11. mínútu féll Olga Færseth inní vítateig Stjörn- unnar. Guðmundur Jónsson dómari dæmdi vítaspyrnu en Hanna varði ágætt skot Guðlaugar Jónsdóttur. Eftir það varð minna um færi en þess meiri barátta á miðjunni og þar var ekki fyrr en rétt fyrir hlé að Stjarnan náði tvívegis að hrella Vesturbæinga. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri með marki þegar Olga Fær- seth var við endalínu hjá markteign- um og lyfti yfir Hönnu í marki Stjörnunnar að fjærstönginni þar sem Helena Ólafsdóttir kom afvíf- andi og skoraði. Á 70. mínútu lék, síðan Katrín Jónsdóttir upp miðjuna, * í gegnum vörn KR og skoraði í autt markið, 1:2. Markið hleypti miklu lífi í sóknarleik heimamanna og sóknirnar dundu að marki KR-inga sem áttu í vök að verjast en Sigríð- ur Fanney bjargaði vel. En sem fyrr segir náðu Vesturbæingar að halda fengnum hlut. Stjörnustúlkur komu mjög frískar til leiks, þær létu aldrei deigan síga og sigurviljan vantaði ekki. Hanna í markinu varði ágætlega, Auður Skúladóttir var föst fyrir í vörninni, Gréta Guðnadóttir og Eydís Marin- ósdöttir áttu góða kafla ásamt Rögnu Lóu Stefánsdóttur. Katrín Jónsdóttir var best þeirra og gæti verið að koma til á ný. 3 KR-stúlkur hafa góða leikreynslu og það kom sér vel nú. Þær nýttu tækifærin, fyrir utan vítaspyrnuna, og héldu út leikinn. Liðið átti sín færi en þau voru mun færri en Garðbæinga. Sigríður Fanney varði vel og Ásdís Þorgilsdóttir og Olga S. Einarsdóttir léku vel í vörninni, Sara Smart og Olga Færseth voru góðar en Guðlaug Jónsdóttir var best í liðinu. Við spilum þá upp úrskónum! ísland - Svíss á Laugardalsvelli 16. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.