Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORCUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 1995 I’A'ARS- Víst er eitthvad á myndinni HAUKUR er eins og hálfs árs og hann á heima í Dverg- holti 13, 270 Mosfellsbær. Honum þykir mjög gaman að teikna. Kannski er ekkert að sjá á myndinni því hann teiknar bara eitthvað (því hann veit ekki hvað blóm er og svoleiðis). En ég hjálpaði honum aðeins að færa blað- ið, láta hann hafa liti og opna lokin á litunum. Kær kveðja, Haukur myndlistarkarl og stóra syst- ir hans. Haukur Árni Friðriksson heitir myndlistarkarlinn fullu nafni og er ekki illa í stakk búinn fyrir lífið, að eiga svona góða og hjálps- ama systur, sem heitir Fann- ey og á reyndar sögu hér í blaðinu. Myndasögurnar þakka innilega fyrir sig og lesendur einnig þykist ég vita. Pennavinir HALLÓ og hæ. Ég heiti Fanney og er 11 ára. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 10-14 ára, bæði stráka og stelpur. Áhugamál margvísleg. Svara öllum bréfum. Fanney Friðriksdóttir Dvergholti 13 270 Mosfellsbær Kæri Moggi. Ég óska eftir pennavinum, bæði strákum og stelpum, á aldr- inum 8-11 ára, sjálf er ég 9 ára. Kær kveðja. Linda Hrönn Þórarinsdóttir Hvanneyrarbraut 53 580 Siglufjörður Hæ og hó! - Nei. Halló, bama- blað Moggans! Ég er hérna ein 11 árá stelpa frá Grindavík og alveg dauðlangar í pennavin (vinkonu) utan af landi! Sko, á aldrinum 11-13 ára. Jæja, nú skulum við byija á áhugamál- unum og þau era fótbolti (æfí mark), karfa (æfí ekki), barna- pössun, góð tónlist, útivera, skíði, sund, góðir vinir og margt, margt fleira. P.S.l. Pennavinir (vinkonur) mega vera stelpur og stráklingar. P.S.2. Upplýsingar þegar þar að kemur. Bryndís G. Grétarsdóttir Ásabraut 11 240 Grindavík Hæ, hæ og halló! Ég er 11 ára stelpa sem lang- ar að eignast pennavini, stráka og alls ekki stelpur, sem eru á aldrinum 11-12 ára, ég er sjálf 11. Áhugamál mín eru sund, di- skótek og strákar. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Reyni að svara öllum bréfum. Margrét Si(ja Þorkelsdóttir Grenihlíð 5 550 Sauðárkrókur Hæ, hó, Myndasögur Mogg- ans! Ég óska eftir pennavinkonu á aldrinum 10-12 ára, sjálf er ég 10 að verða 11 ára. Reyni að svara sem flestum bréfum. Áhugamál mín eru fótbolti, úti- vera, frímerki og fleira. Rannveig J. Guðmundsdóttir Ásabraut 1 240 Grindavík Hinn landsþekkti Pappabolti ÚR pappakassa og bolta get- ið þið búið til hundinn senn hvað líður heimsfræga, hann Pappabolta, sem ruggar sér af stað þegar þið, litli bróðir eða litla systir dragið hann. Þó einhver ykkar séu að komast á fullorðinsaldur(!) þurfið þið ekki neitt að skammast ykkar, meira að segja þó að mamma ykkar og/eða pabbi fari að hlæja þegar þau sjá ykkur draga þetta pappakríli ruggandi á eftir ykkur í bandspotta. Þið skuluð bara varast að setja þumalputtann upp í ykkur og totta hann - og ALLS EKKI kalla af klósettinu: ÉG ER BÚIN(N)! Þau gætu hæg- lega tekið upp á því að fá grátköst og jafnvel fallið í yfirlið. Þá verðið þið að vera viðbúin og grípa þau í fallinu. Þegar hér er komið getið þið sannað notagildi Pappa- bolta: Setjið hann undir fæt- ur hins útafliggjandi og blóð- streymi mun aukast til heil- ans. Ætti þá að færast roði í vanga hins yfirliðna og jafnvel eitthvert lífsmark að sjást, kippir í útlimum, bros- eða grátviprur í munnvikum. Þegar hinn útafliggjandi vaknar á ný en heldur áfram að gráta er rétt að hringja í lækni og neyðarbíl Slökkviliðsins. Það síma- númer verðið þið að kunna - grínlaust - í Reykjavík er það 551 1100 og eins og stendur á sjúkrabílunum 1 11 00. Neyðarnúmerin alls stað- ar á landinu er að finna á fyrstu opnu símaskrárinn- ar, í þeirri bláu og líka gulu. Til þess að búa til þennan merkilega hund, Pappabolta, þurfið þið pappaöskju sem þið takið botninn úr, bolta sem passar inn í hana. Eyru, skott og fætur klippið þið út úr til dæmis kartonpappír og límið á öskjuna. Augu, trýni og kjaft teiknið þið eða litið og alveg er bráð- skemmtilegt að lita, tússa eða mála með þekjulitum búkinn í einhveijum skemmtilegum litum. Band- spotta notið þið til dráttar og er hægt að líma hann fastan, hefta hann, eða gera gat og þræða spottann í gegn og binda síðan fast með hnút eða þá fallegri slaufu. Ef einhver vafaatriði koma upp hafið þið teikning- una til hliðsjónar. Góða skemmtun OG í guðs bænum farið varlega - með hann Pappabolta. h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.