Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 D 3 Frá ömmu og barnabörnunum KOMIÐ þið blessuð og sæl. Ég er amma og var að passa tvö barnabörn mín um tíma. í rigningunni í júní teiknuðu börnin fallegar myndir, sem ég sendi til ykkar. Arnar Freyr teiknaði sig og vini sína á 17. júní (amma hjálpaði við gerð fána). Ólína Ýr teiknaði sig og vinkonu sína. Arnar Freyr Valsson, 3 ára, Faxabraut 39d, 230 Keflavík. Ólína Ýr Björnsdóttir, 3 ára, Smáratúni 36, 230 Kefla- vík. Amma gleymir alveg að segja deili á sér, en við gleym- um ekki að þakka henni fyrir bréfið og barnabörnunum fyrir prýðilegar myndir. Kærar þakkir. Gufuleg mynd EITTHVAÐ er það sem er ógreinilegt á myndinni, hún er ekki bara tilgangslaus strik. Myndinni er ætlað að skerpa athyglisgáfu ykkar. Horfið gaumgæfilega á hana og þá á mynd að koma í ljós - eða með öðrum orðum, myndin ætti að skýrast! En af hverju er myndin? Það er mál málanna. Reynið ykkur og sýnið sjálfum ykkur þolinmæði og umburðarlyndi. Ef svo fer að þið komið engri mynd á verkið getið þið reynt að finna svarið einhvers staðar í Myndasögunum. Gþða skemmtun! Lífið Hvað er lífið án ástar? < Þá er lífíð ekki fínt og fíott. En gott er að eiga vin þegar allt annað bjástrar, að eiga vin errosa gott. Höfundur Þóra Dögg Júlíusdóttir, 12 ára, Klukkurima 91, 112 Reykjavík. Vin- áttu og ást er nauðsynlegt að eiga ef okk- ur á að líða vel, ekki satt, og hún Þóra Dögg veit það greinilega. Þakka þér fyrir vísuna. Mig langar að vekja athygli ykkar, krakkar, á því að ekki er nauðsynlegt að láta orðin ríma í lok ljóðlína (endarím). Ef það er gert eru ákveðnar reglur viðhafðar um svokallaða ljóðstafi, það er höfuðstaf og stuðla. Ekki þykir gott að demba orðun- um einhvem veginn á blaðið eingöngu til þess að fá endarímið fram, eins og: Nú fara þau útí búð/ til þess að kaupa snúð./ Þau ætla alla leið/ því gatan liggur greið. Þá er nú betra: Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita; varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. (Úr Heilræðavísum, Hallgrímur Pétursson.) NKAGöA Sg.ftirAR OKkve. OG AO PÓTTtfZ HENHAR. HAFf TÍfNT MÖfZGU/f? BLÝ- Ö'NTU/H ÚfZ S/CÖLATÖSfCONN/ $JNNf. £N S/YlATTOGSMArr wmJþEier - ^ '.E/T//SNAR þAft UzA/1 JC/SAN A 3/ENOM SAST VEB/L Af> J~ H)kA StÍÆ /• ( O 40 pEJM.-E/NUAf BÞA FLE/ROM /' HlbUJ• •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.