Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 1
VERSLANIR Sérmerkingar í sókn /4 EIGNARLEIGA SP-Fjármögnun haslar sér völl/4 i <t*<j(»? TORCIÐ Góöæri á hluta- bréfamarkaöi /8 VTOSHPn/ArVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. JUU 1995 BLAÐ B Lánasýsla TILBOÐUM fyrir 242 milljónir króna var tekið í útboði á verð- tryggðum spariskírteinum ríkis- sjóðs til 5 ára (meðalávöxtun 5,80%) og 10 ára (meðalávöxtun 5,82%) sem lauk í gær. Engu (11- boði var hins vegar tekið í ECU- tengd spariskirteini. Alls bárust tilboð að fjárhæð 618 millj. króna. Samskip FLUTNINGASKIPIÐ Nordland Saga, sem Samskip hafa tekið á leigu, kom til landsins í gær í fyrsta sinn. Skipið er u.þ.b. 87 metra langt, 2.500 tonn og var smíðað árið 1989. Samskip munu nota það til Ameríkusiglinga, en eins og kunnugt er slitnaði upp úr samstarfi Samskipa og Eim- skips í Ameríkusiglingunum í sið- asta mánuði. Nordland Saga mun _ halda í fyrstu ferð sína á morgun. Vista VERKFRÆÐISTOFAN Vista var nýlega valin Alliance-félagi hjá bandaríska hugbúnaðarfyrirtæk- inu National Instruments. Vista fær þessa viðurkenningu fyrir fjarskipta- og eftirlitskerfi, sem sett var upp hjá Gatnamálastjór- anum í Reykjavík. SOLUGENGI DOLLARS Kr. 66,50 66,00 65,50 65,00 64,50 64,00 63,50 63,01 62,50 62,00 Síðustu fjórar vikur 63,22 -+- 61,50 r- 28. júni S. júlí 26. VÖRUSKIPTIN VIÐ ÚTLÖND Verðmæti vöruút- og innflutnin jan.- júní 1994 og 1995 1994 (fob virði í milljónum króna) jan.-júní 1995 breyting á jan.-júní föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 55.190,4 59.581,5 7,8 1,2 Sjávarafurðir 43.347,6 43.913,6 Ál 5.452,2 6,371,6 1.420,4 2.281,9 5.594,0 49.792,1 1.239,0 484,8 727,2 27,0 3.730,5 3.334,6 395,9 16,7 4,0 Kísiljárn 1.364,4 Skip og flugvélar Annað Imiflutníngur alls (fob) Sérstakar fjárfestingarvörur Skip Flugvélar Landsvirkjun Tilstóriðju ísienska álfélagið íslenska járnblendifélagið Almennur innflutningur Olía Matvörur og drykkjarvörur Fólksbílar Aðrar neysluvörur 837,5 : 4.188,7 42.554,4 799,1 754,6 19,2 25,3 2.472,4 2.120,5 351,9 33,4 16,9 50,7 57,1 12,4 39.282,9 3.288,0 4.481,8 1.726,8 9.122,0 44.822,6 74,0 2,6 8,8 35,1 8,8 17,4 3.377,6 4.882,2 2.335,4 9.938,6 Annað 20.664,3 24.287,8 Voruskiptajófnuður 12.636,0 9.789,4 - Án viðskipta islenska álfélagsins Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru ' Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann t 0,1 % hærra í jan.-júní 1995 en á sama tíma árið áður. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR var t fyrstu sex mánuði ársins en á sa stæður um 12,6 milljarða á föstu 9.304,3 6.752,4 8.253,4 4.685,0 - nælikvarða var meðalverð eriends gjaldeyris íagstæður um 9,8 milljarða króna ma tíma í fyrra var hann hag-gengi. Sjávarafurðir voru 74% alls útflutningsins og er það lítils háttar aukning frá fyrra ári. Inn- flutningur sérstakrar fjárfestingarvöru, olíuinnflutningur og inn- flutningur til stóriðju er jafnan mjög breytilegur frá einum tíma til annars. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS Hræríngar á áfengismarkaði vegna innflutningsfrelsis Erlent fyrirtæki með 25% afheild sölumarkaðnum DOTTURFYRIRTÆKI breska fyr- irtækisins Allied Domecq Spirits & Wine hér á landi, sem tók við fjölda áfengisumboða í júní sl. hefur náð um fjórðungs markaðshlutdeild, að sögn Rúnars Björgvinssonar, fram- kvæmdastjóri Allied Domecq á ís- landi. Hræringar eru nú á markaðn- um sem tengjast því, að innflutning- ur og dreifing áfengis verða gefin frjáls þann 1. desember næstkom- andi. Tollvörugeymslan hf. undirbýr nú skipulagsbreytingar til að mæta þessum breyttu reglum, og reiknar með að þær muni enn auka fjölda innfluttra tegunda. Allied Domecq á íslandi er í meirihlutaeigu Allied Domecq Spi- rits & Wine, sem er næst stærsti áfengisframleiðandi heims, og ís- lensk-Ameríska verslunarfélagsins, og er því ætlað að annast markaðs- setningu í_framleiðsluvörum Allied Domecq á íslandi eftir breytingarn- ar. Á meðal tegunda fyrirtækisins eru Ballantines, Beefeater, Harv- ey's Bristol, Jack Daniels, Kahlua og Courvoisier, og dreifðust umboð fyrir vörur þess áður á fjögur heild- sölufyrirtæki. „Eftir að Allied Domecq á íslandi hóf rekstur ákvað hluti þessara fyr- irtækja að draga sig í hlé frá áfeng- issölu, og hefur Allied Domecq á íslandi í framhaldi af því tekið við söluumboðum fyrir nokkrar aðrar tegundir sem þessi fyrirtæki höfðu áður," sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið. Þannig segir hann að fyrirtækið hafi nú umboð fyrir nokkurn fj'ölda tegunda, sem ekki eru framleiddar af Allied, Domecq, og mun annast sölu og dreifingu á þessum tegundum ásamt vörum Allied Domecq á hótel- og veitinga- húsamarkaðinn eftir að breyting- arnar taka gildi. Rúnar taldi erfitt að spá í þróun útsöluverðs eftir breytingarnar, þar sem reglugerð um málið liggur enn ekki fyrir. „Það verður að koma í ljós hvort um breytingar á heild- söluverði verður að ræða, og þó svo yrði segir mér svo hugur að henni yrði eytt með hækkun gjalda." Gylfi Sigfússon, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs hjá Tollvöru- geymslunni hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið væri nú að setja upp nýtt tölvukerfi til að halda utan um áfengisviðskiptin þegar breytingarnar taka gildi. „Við erum svo að koma af stað samstarfi við umboðsaðila á mark- aðnum, til að undirbúa breyting- arnar sem best," sagði Gylfi. „Við höfum fengið mikið af fyrirspurn- um, og það er ljóst að margir eru að huga að innflutningi. Tollvöru- geymslanafgreiðir nú um 50 send- ingar til ÁTVR á dag, og ég reikna með að afgreiðslunum fjölgi áþreif- anlega í kjölfar breytinganna. Þær verða einnig flóknari, þar sem þær fara ekki lengur eingöngu til ÁTVR." Gylfi segir, að Tollvöru- geymslan áætli að koma upp bún- aði til vörumerkinga, svo fyrirtækið geti boðið slíka þjónustu eftir að breytingarnar taka gildi. ^aðhugsa um að fiátfes*i. Vegna sérstakra laga um flýtifyrningar er rekstraraðilum afar hagstætt að fjárfesta í atvinnutækjum nú í ár. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum / ^- Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu að vita meira um flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að / |___ binda rekstrarfé í tækjakosti. GUtnirhf dótturfyrirtæki íslandsbanka Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.