Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 B 7 . VIÐSKIPTI Alls konar fyrirtæki ætla að hasla sér völl í væntanlegum margmiðlunarheimi Á leið út í óvissuna FYRIR tæplega tveimur árum setti Ray Smith, for- stjóri Bell Atlantic-símafé- lagsins, eins af “Litlu bjöll- unum“, fram þá hógværu spá, að 1995 myndi margmiðlunarþjónusta eins og til dæmis kvikmyndir eftir pöntun standa flestum til boða. Sú er ekki raunin, langt í frá, og stóri draumurinn hans Smiths um sam- starf við Tele-Communications, stórt kapalfyrirtæki, er bara minningin ein. Fyrirtækin, sem munu þó standa undir margmiðluninni að lokum, kapal-, fjarskipta- og tölvufyrirtæk- in, beinlínuþjónustan og skemmt- anaiðnaðurinn, eru samt ennþá upp- tekin við að færa út kvíarnar og yfir á umráðasvæði hvert annars. A fyrstu sex mánuðum þessa árs stóðu bandarísk fyrirtæki fyrir margmiðlunaruppkaupum eða sam- starfi fyrir 22 milljarða dollara og stórtækust voru símafyrirtækin. MCI er að fjárfesta fyrir tvo millj- arða dollara í 13,5% hlut í fyrirtæki Ruperts Murdochs, News Corpor- ation, og BellSouth, SBC Comm- unications, Ameritech og Walt Dis- ney hafa lagt fram 500 millj. doll- ara í samstarfsfyrirtæki. Eru mörg dæmi önnur um minni fjárfestingar. Það er ótti við tvennt, sem rekur fyrirtækin á vit hins ókunna. Fyrir það fyrsta eru þeirra eigin markaðir í hættu. Verið er að auka frelsi og þar með samkeppni á síma- og kapal- sjónvarpsmarkaðnum og nýir keppi- nautar bíða með óþreyju eftir að fá að taka þátt í leiknum. Stafræna tæknin er líka beinlínis farin að gera grín að gjaldskrá símafélaganna, sem miðast við fjarlægðir, enda kostar tölvupóstur á Internetinu það sama hvort sem hann á að fara í næsta hús eða annað land. Nú þegar eru margir famir að flytja tal á Intemet- inu meira eða minna ókeypis. I öðm óttast forsvarsmenn fyrir- tækjanna, að hinir nýju margmiðl- unarmarkaðir séu allt of ábatasamir til að vera látnir afskiptalausir. Hugsanlega verður margmiðlunin að stórum iðnaði síðar meir og eng- inn vill láta það á sannast, að hann hafi misst af tækifærinu vegna hug- leysis í upphafi. Menn hafa fyrir sér dæmin um fyrirtæki, sem horfðu upp á markaðina fara hjá garði, til dæm- is IBM, sem sinnti ekki einkatölvu- markaðinum, og ritvélaframleiðand- ann Smith Corona, sem gleymdi tölvubyltingunni algjörlega og er nú kominn í greiðslustöðvun. Vafasamar ályktanír Þetta hefur aftur leitt af sér tvær dálítið vafasamar ályktanir. í fyrsta lagi, að hvernig sem margmiðlunin komi til með að verða, þá muni þeir tapa, sem héldu að sér höndum, og í öðru lagi, að það sé eins konar samvirkni á milli hins hefðbundna markaðar, sem er útgangspunktur margmiðlunarinnar, og hinnar staf- rænu paradísar, sem alla dreymir um. Reyndin getur hins vegar sú, að verið sé að fara inn á nýjar lend- ur þar sem núverandi kunnátta komi að litlu gagni. Fyrirtækjum verða oft á mistök þegar þau fara úr einni hefðbund- inni iðngrein yfir í aðra en oftast hafa menn þó sæmilega hugmynd um framleiðsluna og markaðsum- hverfið og keppinautarnir eru ekki framandi. Margmiðlunin er aftur á móti hugmynd, ekki áþreifanleg framleiðsluvara. Markaðsrannsóknir eru líka næstum ómögulegar vegna þess, að neytendur vita ekki hvað bíður þeirra. Þess vegna eru allar ákvarðanir í þessum málum mjög áhættusamar. Dæmin um mistök og glataðar fjárfestingar eru mýmörg og hætt er við, að hinn nýi tæknistaðall dags- ins í dag verði aðeins talinn til bráða- birgða á morgun. Ef unnt reynist að fullkomna þráðlausar sendingar hafa kapalfyrirtækin sóað gífurlegu fé í að grafa upp vegi fyrir ljósleiðara en á hinn bóginn getur það líka gerst, að framtíðartæknin nái sér aldrei á flug. Hver man nú eftir myndsímun- um, gervigreindinni og sýndarveru- leikanum? Örugglega þeir, sem fjár- festu í þessu á sínum tíma. Tími og fjarlægðir skipta litlu Á þessum óvissu tímum geta jafn- vel áætlanir, sem byggjast aðeins á því „að halda í við tæknina", reynst áhættusamar. Dæmi um það eru upplýsinga- eða margmiðlunarnetin. Þótt þau virðist á yfirborðinu vera lík símnetinu, þá er trúlegt, að not- endur verði látnir greiða fyrir þjón- I ? j ? 1 I V.Qjteli I ■ I ■ y HUGSANLEGA verður margmiðlunin að stórum iðnaði síðar meir og enginn vill láta það á sannast, að hann hafi misst af tækifærinu vegna hugleysis í upphafi. ustuna með allt öðrum hætti. Tími og fjarlægðir munu hugsanlega engu máli skipta. Það eru einkum fyrirtæki, sem ráða yfir upplýsinganeti, sem eru komin lengst á margmiðlunarvegin- um, og þau vilja einnig hafa hönd í bagga með því, sem eftir því berst. Mikið hefur verið um samninga milli miðlunar- eða tæknifyrirtækja (fjar- skipta-, kapal- og hugbúnaðarfyrir- tækja) og framleiðenda (sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækja, útgefenda og banka) og talsmenn sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins segja gjarna, að þótt hægt verði að koma kvikmyndinni inn á heimilin með ýmsum hætti, þá muni aldrei neitt koma í staðinn fyrir „Á hverfanda hveli“. Með öðrum orðum, að inni- haldið muni fremur ráða arðseminni en flutningurinn. Sundurlaus iðnaður Á móti þessu vegur, að það er fátt eða ekkert, sem bendir til, að tæknifyrirtækin kunni til verka hvað „innihaldið" varðar. Sony og Mats- ushita hafa sóað miklu fé í mis- heppnaðar tilraunir til að hasla sér völl í Hollywood enda er skemmtana- iðnaðurinn ákaflega sundurlaus í sjálfum sér og erfitt að festa hönd á honum. Enda er það líka svo, að fjárfestar eru farnir að tala um að bijóta upp Time Warner-samsteyp- una þar sem hún sé líklega verðmæt- ari sem sjálfstæðar einingar. Útgefendur, kvikmyndaver, hug- búnaðarfyrirtæki og fleiri hafa nú tekjur sínar af því að stjórna dreif- ingu efnisins og þá ýmist með tilvís- an til höfundarréttar eða með því að takmarka aðgang að því. Málið fer hins vegar að vandast þegar efnið verður komið í stafrænt form. Dæmi um það er samningur Micro- soft og NBC um beinlínusendingu á útvarps- og sjónvarpsefni en mik- ið af þessu sama eða líku efni er ókeypis á Internetinu. Sumir segja fullum fetum, að núverandi dreif- ingarkerfi muni einfaldlega brotna niður. • (Heimild: The Economist) Olía Norðmenn neita að draga úr olíuframleiðslu Verðbólga eykstá Norður- löndum Briissel. Reuter. VERÐBÓLGA á Norðurlöndum, helzti efnahagsvandinn á áttunda og níunda áratugnum, hefur aukizt á undanfömum tólf mánuðum og kann að aukast ennþá meir að sögn hagfræðinga. Við spáum því að verðbólga muni aukast í Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð, segir hagfræðingur fjárfestingabankans J P Morgan í London. „Svíþjóð veldur mestum áhyggjum. Annar hagfræðingur sagði að verðbólga færðist í vöxt á Norður- löndum vegna betri vaxtarskilyrða í öllum löndunum. Verðbólga mest í Svíþjóð Tekið er fram að verðbólgan sé lítil miðað við fyrri tíma og verði það líklega áfram. En verðbólga á Norðurlöndum hefur aukizt hraðar en annars staðar í Evrópu á síð- C ustu tólf mánuðum. Til dæmis jókst verðbólga í Sví- þjóð um 0,9% í 3,2% í maí miðað við sama mánuð í fyrra, en verð- bólga í 15 aðildarlöndum Evrópu- sambandsins jókst um aðeins 0,1% í 3,.3%. í Finnlandi var aðeins 1,6% verð- bólga í maí og í Danmörku 2,3%. í júní minnkaði verðbólga í Finn- landi í 0,9% og í Svíþjóð í 3,0%. Lítil verðbólga í Finnlandi kann,,^ að stafa af tæplega 20% atvinnu- leysi og hún mun líklega aukast vegna mikils efnahagsbata. Seðlabankar hækka vexti Verðbólga kann að verða meiri í Finnlandi en annars staðar á Norðurlöndum á næsta ári að sögn sérfræðings Lehman Brothers, sem spáir 3,5% verðbólgu 1996. í Noregi var verðbólga 2,7% í maí, minni en í ESB, en 0,9% meiri en í fyrra. Bæði finnski seðlabankinn og sá sænski hafa hækkað vexti til þess að draga úr verðbólguþrýst- ingi. Svíum hefur ekki tekizt að komá' í veg fyrir að verðbólga fari yfir 3%. Það markmið Finnlandsbanka að tryggja innan við 2% verðbólgu er ekki í bráðri hættu. ------» ♦ -------- Ósló. Reuter. NORÐMENN hafa ítrekað að þeir hafi ekki í hyggju að draga úr hráolíuframleiðslu, þótt olíu- verð hafi lækkað að undanfömu og það muni lík- lega auka halla á fjárlögum. Daufheyrzt hefur verið við óskum Samtaka olíusöluríkja (OPEC) um að ríki utan þeirra stilli framleiðslu sinni í hóf til þess að halda verðinu niðri. Jens Stoltenberg orkumálaráðherra segir að Norðmenn ætli ekki að draga úr framleiðsl- unni, þótt þeir hafi gert það á árum áður og úti- loki ekki slíkt í framtíðinni. Norðmenn gera ráð fyrir að dæla um þremur milljónum tunna af olíu á dag til ársloka, skjóta írönum aftur fyrir sig og verða annar mesti hráol- íuútflytjandi heims á eftir Saudi-Aröbum. Stórt gat á fjárlögum Stoltenberg vill ekkert um það segja undir hvaða kringumstæðum Norðmenn kunni að fást til að draga úr olíuframleiðslu. Hann hefur dregið í efa að minni framleiðsla Norðmanna muni lækka verð, þar sem hún sé aðeins 4-5% af heimsfram- leiðslu. En þar sem olía hefur selzt á lægsta verði í 10 mánuði að undanförnu eru starfsmenn norska fjármálaráðuneytisins áhyggjufullir, því að áætlað er að sex milljarða (norskra) króna „gat“ sé á ijárlögum 1995. Vegna vaxandi framboðs hefur heimsmarkaðs- verð á olíu lækkað um 4 dollara á 12 vikum, eða um 20% síðan það var hæst í maí. Staðgreiðslu- verð á Norðursjávarolíu hefur lækkað í um 15,45 dollara tunnan, sem er lægsta verð síðan í septem- ber. í maí samþykkti norska stjórnin fjárlög, sem byggðust á því að meðalverð olíu á árinu yrði 115 norskar krónur (18,70 dollarar). Að sögn fjármálablaðsins Dagens Næringsliv hefur olíu- verð verið 109 norskar krónur (17,72 dollarar) að meðaltali þar til nú fyrir skemmstu og það þyrfti að hækka í 119,5 n.kr. (19,43 dollara), ef stjórnin vill að staðið verði við fjárlögin. Verðið hefur hins vegar lækkað niður fyrir 100 n.kr. (16,26 dollara) í um 96,9 (15,76 dollara) vegna mikils framboðs og veikari stöðu dollars. Eins og nú horfir er líklegt að meðalverð verði 105 n.kr. (17,07 dollarar) á árinu, 10 krónum (1,63 dollurum) lægra en gert var ráð fyrir á fjár- lögum í maí, að sögn Óttars Guttelviks fjármáia- ráðherra. Marga milljarða vantar Þetta segir Guttelvik jafngilda því að sex millj- arða norskra króna vanti til þess að hægt verði að standa við fjárlögin. Hann sagði að meiri tekjur af beinum og óbein- um sköttum en búizt hefði verið við mundu draga nokkuð úr þessum halla, en annars yrði að afla tekna eftir öðrum leiðum, sem hann tilgreindi ekki. OPEC hefur stöðugt gagnrýnt framleiðsluríki utan samtakanna, aðallega Noreg og Bretland, fyrir að auka afköst á kostnað verðs. Fram- leiðsla OPEC-landanna hefur verið takmörkuð við 24,52 milljónir tunna á dag síðan í septem- ber 1993. Síðan hefur eftirspurn í heiminum aukizt um tvær milljónir tunna á dag og 85% þeirrar söluaukningar hafa komið í hlut landa utan OPEC. Union Carbide eyk- ur hagnað Danbury, Connecticut. Reuter. UNION Carbide hefur skýrt frá því að hagnaður fyrirtækisins hafi aukizt á síðasta ársfjórðungi vegna hækkaðs verðs og meiri eftirspurn- ar. Tekjur á öðrum ársfjórðungi jukust í 225 milljónir dollara, eða 1,44 dollara á hlutabréf, úr 70 milljónum dollara, eða 42 sentum á hlutabréf á sama tíma í fyrra. Sala jókst í 1.5 milljarða dollara úr 1.2 milljörðum dollara. William Joyce forstjóri sagði að meðalverð á flestum framleiðslu- vörum fyrirtækisins hefði hækkað á ársfjórðungnum, þótt nokkur lækkun hefði orðið á verði pólýetý- lens í júní. Að sögn Carbide endurkeypti fyrirtækið tæplega 3.4 milljónir hlutabréfa sinna á ársfjórðungnum fyrir 99 milljónir dollara Hlutabréf í fyrirtækinu hækk- uðu um 75 sent í 37,25 dollara í kauphöllinni í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.