Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 C 5 LAUG ARDAGUR 29/7 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson ALDALÖNG LEIT AÐ LUKKUNNI DRAMA Að vera maður (BeingHum- an) k A-Vi Leiksljóri og handritshöfundur Bill Forsyth. Tónlist Michael Gibbs. Aðalleikendur Robin Will- iams, John Turturro, Anna Gali- ena, Vincent D’Onofrio, Hector Elizondo, Lorraine Bracco, Lindsay Crouse. Bandarísk. Warner Bros 1994. Warner myndir 1995.116 mín. Öllum leyfð. Myndin Being Human á það sameiginlegt með öðrum myndum sem teknar eru fyrir á síðunni í dag, að vera mislukk- uð gangmynd í kvikmyndahús- um vestan hafs og því frumsýnd á myndbandi í öðrum heimshlutum. Þetta nýjasta verk skotans Bills Forsyth (Local Hero) segir fimm sögur af manninum Hector (Robin Williams) á fimm tímaskeiðum. Sú fyrsta gerist á steinöld, síðan er komið víða við uns myndinni lýkur á þætti úr samtímanum. Ójöfn mynd, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Kaflarnir misgóðir, sumir marflatir á meðan aðrir hitta í mark, einsog sá síðasti. Þá er þátturinn um hermanninn og kon- una sem skilja ekki hvort annað, nokkuð ísmeygilegur. En skilnings- leysi, svona andlegt heyrnarleysi, kemur nokkuð við sögu. Í rauninni hafa þeir allir eitthvað til síns ágæt- is. Formið er ólánlegt. Sögumaður (Theresa Russell) malar og malar yfir atburðarásinni og þættirnir fimm eru flestir of hægfara í gang, aðrir eru illa botnaðir. Robin Will- iams bregst vitaskuld ekki, þó hann hafi úr misjöfnu að moða. Dregur upp samúðarfulla mynd af meða- ljóni sem á i kröggum með að kom- ast I gegnum daginn. Hver svo sem öldin er. NÁGRANNA- SKÆRUR OG SPUNADÓSIR GAMANMYND Sumarblíða (My Summer Story) k Leiksljóri Bob Clark. Aðalleik- endur Charles Grodin, Kieran Culkin, Mary Steenburgen, Christopher Culkin. Bandarísk. MGM 1994. Warner myndir 1995. 81 mín. Öllum leyfð. Sögumaður rifjar upp eitt sumar æsku sinnar í smábæ í Indíana. Pabbinn (Charles Grodin) er illa haldinn í hitanum og læt- ur nágrannana fara óskaplega í taugarnar á sér og reynir að ná sér niðri á þeim með ýmsum brögðm sem öll koma í kollinn á honum. Mamman (Mary Steenburgen) reynir að hafa karlinn góðan og drengina sína tvo (Kieran og Christ- opher Culkin). Aðalsmiðurinn heitir Bob Clark og hefur unnið sér það helst til frægðar (af endemum) að vera „hausinn" á bak við Porky myndirn- ar (ef einhver man þær). Sú mynd sem hann dregur upp af uppvaxtar- árum í Indiana bendir til þess eins að þar hafi verið ósköp leiðinlegt að vaxa úr grasi. Svona ámóta spennandi og í Muskoogie, Okla- homa. Charles Grodin og Mary Steenburgen eru ágætisleikarar sem eiga betra hlutskipti skilið í kvik- myndaborginni. Þau standa bæði frekar völtum fótum á framabraut- inni og mættu hafa hugfast að hver er sinnar gæfu smiður. Myndin get- ur hugsanlega vakið bros hjá smá- fólkinu, einkum óvitum. SAGA FRÁ BRONX GAMANMYND Þetta líkar mér (I Like it Like That) k -k Leikstjóri Daenell Martin. Aðal- leikendur Lauren Vélez, Jon Seda, Rita Moreno, Jesse Borr- ero, Tomas Melley, Griffin Dunne. Bandarsísk. Columbia Pictures 1994. Skífan 1995.100 mín. Aldurstakmark 12 ára. Lítil og óvenjulega op- inská mynd um líf fólks af pú- ertórískum ætt- um í fátækra- hverfinu The Bronx. Chico (Jon Seda) er dæmigerð, róm- önsk karlremba, sem lendir í fangelsi er hann hyggst komast yfir stereógræjur handa henni Lissy (Lauren Vélez), konu sinni. Hún verður því að taka að sér hlutverk fyrirvinnunnar, sjá sér og börnun- um tveimur farborða. Það gengur vonum framar, Lissy gengur allt að óskum hjá hvítum plötuframleið- anda “niður í bæ“. Chico fyllist afbrýðissemi þegar út kemur, öld- urnar lægir þó smám saman. Hún á sína spretti þessi og það kemur blessunarlega á óvart því umbúðirnar og upplýsingar um inn- volsið á hulstrinu lofa ekki miklu. Reynt að draga upp raunsæa mynd af lífinu á botninum og að sumu leyti lukkast það betur en í mörgum dýrari og metnaðarfyllri myndum þó annað sé því klisjukenndara. Vélez og Seda eru bæði í góðu meðallagi og Jesse Borrero dregur upp trúverðuga mynd af homma á leið í kynskiptimgu, bróðir Lissy. Þetta er mynd sem umbunar manni betur en margar aðrar - ef maður gefur henni tækifæri. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Stjörnuhiiðið (Stargate) kkl/i Myndin hefst á þriðja áratugn- um í Egypta- landi. Fornleifa- fræðingar koma niðurá dularfull- an, geysistóran hring, það er ekki fyrr en á tíunda áratugn- um sem ungur fornleifafræð- ingur leysir gátuna. Fornminjarnar eru aldagamalt tímahlið sem hópur vísindamanna notar til að ferðast í fjölda ljósára á aðra plánetu. Ein af þessum ódýru B-myndum, sem engu að síður hafa mikið að- dráttarafl og njóta almennra vin- sælda líkt og læsilegur reyfari. Myndin er snöfurmannlega gerð og vinnur nú hinn næsta óþekkti leik- stjóri hennar að stórmynd í Holly- wood. Einföld, pottþétt afþreying. Leikstjóri Roland Ennerich. Með Kurt Russel, James Spader og Jaye Davidson, sem á slakan dag í fyrsta hlutverki sínu eftir eftirminnilegu frumraun í The Crying Game. 116 mín. Aldurstakmark 12 ára. Viðtal við Maríu Skagan Nú er ég löngu vöknuð, nefn- ist viðtals- þáttur í umsión Guðrúnar As- mundsdóttur sem endur- fluttur verður á Rás 1 klukkan 21.00 miðviku- dagskvöld NÚ ER ég löngu vöknuð, nefnist viðtalsþáttur í um- sjón Guðrúnar Ásmunds- dóttur sem endurfluttur verður á Rás 1 klukkan 21.00 miðvikudagskvöld. Guðrún ræðir þar við skáldkonuna Maríu Skag- an. María er fædd að Berg- þórshvoli í Landeyjum árið 1926. Þegar hún var 18 ára varð hún fyrir slysi - hún var á leið til vinkonu sinnar í vondu veðri og mikilli hálku, rann þá á svelli og lenti á bakinu á gangstétt- arbrún, braut marga hryggjarliði og hefur síðan lítið mátt sig hræra sökum veikinda. í þættinum lesa Guðrún og Kristján Árna- son ljóð eftir Maríu Skag- an. Utvarp Rós 1 kl. 14.00. Þótlur- inn Stef í um- sjón Bergþóru Jónsdóttur. RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir 6.50 Bæn Séra Miyako Þórðarson flytur. Snemma á laugardags- morgni Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 8.55 Fréttir á ensku 9.03 Út um græna grundu Þáttur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur annað kvöld kl. 21.00) 10.03 Veðurfregnir 10.20 „Já, einmitt" Óskalög og æskuminningar. Umsjón: Anna Pálína Árnadóttir. (Endurflutt nk. föstudag kl. 19.40) 11.00 í vikulokin Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins 12.45 Veðurfregnir og auglýsingar 13.00 Fréttaauki á laugardegi 14.00 Stef Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 14.30 Helgi I héraði Útvarpsmenn á ferð um landið. Áfangastaður: Vopnafjörður. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir og Ævar Kjart- ansson. 16.05 Sagnaskemmtan Fjallað um sögu og einkenni munnlegs sagnaflutnings og fluttar sögur með íslenskum sagnaþulum. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. (Áður á dagskrá 3. júlf) 16.30 Ný tónlistarhljóðrit Rfkisút- varpsins A verso fyrir einleiksp- fanó eftir Atla Ingólfsson Dans fyrir einleiksselló eftir Snorra Sigfús Birgisson "... the sky composes promises. . .“ eftir Snorra Sigfús Birgisson. (Áður á dagskrá 12. nóv. 1994) Um- sjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.10 Tilbrigði Leikur að gullepl- um. Umsjón: Trausti Ólafsson. (Endurflutt nk. þriðjudagskvöld kl. 23.00) 18.00 Heimur harmónikkunnar Umsjón: Reynir Jónasson. (End- urfiutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15) 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir 19.40 Óperuspjall Rætt við Sólr- únu Bragadóttur, sópransöng- konu, um óperuna Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart og leikin atriði úr óperunni. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdótt- ir 21.10 „Gatan mín“. Austurvegur á Selfossi Úr þáttaröð Jökuls Jak- obssonar fyrir aldarfjórðungi. Guðmundur Kristinsson gengur Austurveg með Jökli. (Aður á .dagskrá í mars 1973) 22.10 Veðurfregnir Orð kvöldsins Þorvaldur Halldórsson flytur. 22.30 Langt yfir skammt Gluggað f bókina „Hver vinnur strfðið?" eftir Jóhönnu S. Sigurðsson. Umsjón: Jón Hallur Stefánsson. (Áður á dagskrá 30. júní) 23.00 Dustað af dansskónum 0.10 Um lágnættið - Verklárte Nacht eftir Arnold Schönberg. Hollywood-kvartett- inn, Alvion Dinkin og Kurt Re- her leika. - Nætursöngvar eftir Brahms og Schumann. Ann Murray, Felic- ity Lott, Richard Jackson og Anthony Rolfe Johnson syngja; Graham Johnson leikur með á pfanó. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Veðurspá Frúttir ú RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Með bros á vör, f för. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdótt- ir. 13.00 Helgi í héraði. Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 14.30 Þetta er í lagi. Georg Magnússon og Hjálmar Hjámarsson. 16.05 Létt músik á síðdegi. Ásgeir Tóm- asson. 17.00 Með grátt í vöngum. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfréttir. 19.40 Vin- sældalisti götunnar. Umsjón: Ólaf- ur Páll Gunnarsson. 20.30 Á hljóm- leikum. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Sniglabandið f góðu skapi. 23.00 Næturvakt Rásar 2 0.10 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. NÆTURÚTVARPIÐ 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk. 3.00 Næturtón- ar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Nætur- tónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Mezzoforte. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stef- ánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. LANDSHLUTAÚTVARPÁRÁS 2 11.00-12.20 Útvarp Norðurlands. Norðurljós, þáttur um norðensk málefni. AÐALSTÖÐIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Halli Gísla. 16.00 Gylfi Þór. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðalstöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eiríkur Jóns- son. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Jón Axel Ólafsson og Valdfs Gunn- arsdóttir. 16.05 Erla Friðgeirsdótt- ir. 19.00 Gullmolar. 19.30 Fréttir. 20.00 Laugardagskvöld. 3.00 Næt- urvaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYIGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Sfminn f hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 3.00 Ókynntir tónar. 13.00-17.00 Léttur laugardagur. 20.00 Upphit- un á laugardagskvöldi. 23.00 Næt- urvaktin. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Þór, Ragnar Már, Axel og Valgeir. 16.00 Helga Sig- rún. 19.00 Björn Markús. 21.00 Mixið. 23.00 Pétur Rúnar Guðna- son. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 fslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Kvik- myndatónlist. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sígildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á danss- kónum. 24.00 Næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-IÐ FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sítt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.