Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BÓKIN Brýrnar í Madisonskíri eftir Robert James Waller er ein umdeildasta bók sið- ustu áratuga og um leið ein mest selda. Bókina skrifaði rektor við- skiptaháskóla,- sem aldrei hafði skrifað neitt slíkt áður. Hann fór til Madisonskíris \ Iowa að taka myndir af sérkennilegum yfir- byggðum brúm og fékk þá innblást- urinn. Hann entist í tvær vikur og afraksturinn varð stutt skáldsaga. Sagan, sem segir frá ástarfundum miðaldra pars, fékk hræðilega dóma þorra gagnrýnenda, en frábærar viðtökur lesenda og hefur selst í tæpum tíu milljónum eintaka um heim allan, sem er fáheyrð sala. Það hlaut því að fara svo að hún yrði kvikmynduð og hörkutólið Clint Eastwood hreppti annað aðalhlut- verkið. Fólk saknar munúðar Brýrnar í Madisonskíri er ekki löng bók og söguþráðurinn er ekki flókinn. Bókin segir frá Robert Kincaid, ljósmyndara fyrir National Geographic, hálfgerðum einfara, sem kemur til Madisonskíris til að taka myndir af yfirbyggðum brúm sem setja svip sinn á skírið. Þar hittir hann Fracescu Johnson og þau hrífast svo hvort af öðru að upphefst fjögurra dága kynlífs og ástarveisla. Að henni lokinni snýr eiginmaður Francescu aftur úr við- skiptaferð og hún þarf að velja á milli hjónabandsins og ævintýrisins, að fara með Kincaid eða vera heima í hlýrri og kæfandi hjónasænginni. Eins og góðar sagna er siður velur hún öryggið heima fyrir og allir lesa síðustu síðurnar með tárin í augunum. Reyndar hefur það farið í taugarnar á mörgum að Francesca skuli yfirleitt halda framhjá manni sínum; hann skaffar vel, er traustur og áreiðanlegur, þó nokkuð þegj- andalegur, og ekki drekkur hann eða lemur hana og heldur alls ekki framhjá. Þegar upp er staðið er ekki hægt að rekja framhjáhaldið til neins nema að henni finnst hann ^svo fjári leiðinlegur, hún fellur fyrir spennunni og ævintýrinu, fyrir ein- faranum Kincaid. Robert James Waller ver þessa ákvörðun söguper- sónu sinnar með kjafti og klóm og segir að Bandaríkjamenn hafi týnt ástríðunum sem geri lífið spennandi og skemmtilegt; hafi glatað munúð- inni og Francesca sé í leit að kryddi í tilveruna. Ein hinna frægu yfir- byggðu brúa Madison- skíris í lowa. Eastwood, sem leikstjóra og leikara. vel að geta komið og farið eins og honum sýnis og þurfa ekki að gera neinum grein fyrir neinu. Brýrnar í Madisonskíri skipti Eastwood miklu máli, því segja má að myndin sé prófsteinn á það hvort hann losni úr hasarmyndahetjuhlut- verkinu og geti unnið sér sess sem skapgerðarleikari. Ekki er minna um vert að honum takist vel upp sem leikstjóri, því þó hann hafi áður getið sér gott orð á því sviði nýtur hann fráleitt almennrar viður- kenningar á því sviði. Og hvað Meryl Streep varðar þá er hún í sömu stöðu og fleiri leikkonur á hennar aldri; fimmtugir og eldri karlmenn fá alltaf nóg að gera, en leikkonur sjást helst ekki á tjaldinu þegar þær eru komnar á fimmtugs- aldurinn. Fáar bækur hafa vakið annað eins umtal o g bókin um brýmar í Madisonskíri. Arni Matthíasson segir að það sé mál manna að Clint Eastwood sé að leika sjálfan sig í kvikmynd sem hann gerði eftir bókinni og frumsýnd verður í sumar. íbúar Madisonskíris hagnast Eðlilega hefur höfundur bókar- innar hagnast verulega á metsöl- unni, en íbúar smábæjarins Winter- set í Madisonskíri hafa líka hagnast og ferðamannastraumur þangað stóraukist, ekki síst á meðan tökur stóðu yfir á mynd Eastwoods. Fólk kemur úr öllum heimshornum til að sjá með eigin augum brýrnar yfirbyggðu og reyna að sjá Franc- escu bregða fyrir, því þeir eru all- margir sem telja söguna sanna. Margir koma í pílagrímsferð til að láta splæsa sig saman í Madison- skíri og eftirsóttast af öllu er að láta gifta sig í einhverri brúnni. Bæjarbúar taka ferðamönnunum vel og eru til í að selja þeim hvað- eina til að hagnast eilítið á öllu saman, þar á meðal má fá keypt glerílát með smá sandi í til minja um heimsóknina, en annars finnst þeir lítið til ástarævintýrisins koma; að kona skuli halda framhjá svo vönduðum og traustum manni er þeim óskiljanlegt og það líka með manni sem á ekkert og er hálfgerð- ur flækingur. Þrátt fyrir það eru sumir til í að leika Kincaid; spóka sig með myndavélar og leyfa for- vitnum ferðalöngum að mynda sig við þá iðju að mynda brýr, en að sögn stjóra National Geographic berst blaðinu ítrekað fyrirspurnir um þennan Kincaid og hvort hægt sé að panta gömul blöð með mynd- um eftir hann. Af hveiju Eastwood? Líkt og vinsældir bókarinnar eru mörgum ráðgáta eru vinsældir Clints Eastwoods ráðgáta; hann hefur iðulega fengið hörmulega dóma fyrir kvikmyndaleik og rétt er það að ekki hafa myndir hans allar elst vel, eins og sjá mátti í Sjónvarpinu fyrir skemmstu þegar nokkrar Eastwoodmyndir voru sýndar á skömmum tíma. Það breytir því ekki að hann er gríðar- lega vinsæll leikari, eins og sannast af aðsókn á myndir hans, og síð- ustu ár hefur hann verið að hasla sér völl sem leikstjóri líka. Aldrei stóð til að hann gerði annað en leika ljósmyndarann Robert Kincaid sem fellur fyrir Francescu Johnson, en hann var ekki sammála upprunaleg- um leikstjóra um hver ætti að leika Francescu. Leikstjórinn vildi unga leikkonu, en Eastwood hafði ákveðna leikkonu í huga og fékk Clint Eastwood og Meryl Streep sem Rómeó og Júlía í Madisonskíri. hana þegar hann hreppti leikstjóra- stólinn líka að lokum. Hann sendi handritið þegar til Meryl Streep sem tók hlutverkið að sér þegar og hún hafði lesið handritið. Hún hefur þegar hlotið óskarsverðlaunin tví- vegis, en ekki fengið almennilegt hlutverk í tíu ár. Reyndar var fram- leiðandi myndarinnar, Steven Spiel- berg, ekki samþykkur því ráðslagi að láta Eastwood eftir aðalhlutverk- ið og leikstjómina líka, en eftir að Eastwood lauk við myndina lét Spielberg hafa það eftir sér að þetta væri það besta sem hann hefði gert til þess. Sterki þögli maðurinn Clint Eastwood hefur ævinlega leikið einfara; sterka þögla mann- inn, sem hverfur inn í sólarlagið þegar komið er að því að hnýta böndin til frambúðar. Robert Kinc- aid er sama eðlis; hann er einfari og flakkari, sem ekki hefur náð að festa rætur. Sagan hermir að Eastwood hafí sagt við Spielberg að enginn væri færari honum að leikstýra mynd um Kincaid; hann þekkti þessa persónu öðrum betur, því hann væri þannig. Að sögn ævisöguritara Eastwoods er það ekki fjarri lagi, hann segir Eastwood aldrei hafa getað bundist konu þeim tryggðarbönd- um að héldu, og það sé löngu orðið um seinan fyrir hann að fara að festa ráð sitt, hann kunni því of muúH r MMNSWSKÍU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.