Morgunblaðið - 27.07.1995, Page 1

Morgunblaðið - 27.07.1995, Page 1
ö~ BLAÐ ALLRA LANDSMANNA D 1995 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ BLAÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HillogSchu- macherkýta ÞÝSKI Formula 1 kappaksturinn verður á Hocken- heim brautinni á sunnudaginn. Helstu keppinaut- amir um heimsmeistaratitilinn, Bretinn Damon Hill og Þjóðveijinn Michael Schumacher mætast þá á heimavelli þess síðamefnda. í síðustu keppni, sem fram fór í Bretlandi lentu kappamir tveir í árekstri í krappri beygju. Báðir vom þeir áminntir af alþjóða bflaíþróttasambandinu vegna atviksins og báðir taldir eiga á sök á því. Eiga þeir yfir höfði sér refsingu ef svipað atvik kemur aftur fyrir milli þeirra, en í fyrra réðust úrslit í heimsmeistarakeppninni eftir samstuð milli bíla þeirra. Féllu þeir báðir úr leik og Sehumacher varð heimsmeistari. í vikunni rétti Hill fram sáttar- hönd gagnvart Schumacher, með því að bjóða hon- um að sitja í sama bíl og hann, þegar keppendur eru kynntir áhorfendum í heiðursakstri um braut- ina, skömmu fyrir keppni. Schumacher sagðist vona að þýskir áhorfendur tækju vel á móti Hill, þó hann sæi ekki í hendi sér að þeirra viðskipti yrðu betri, sökum skapgerðabresta Hill eins og hann orðaði það. Fróðlegt verður að sjá hvemig samskipti þeirra verða um helgina. Skagamenn lang efstir MEISTARAR Akraness era með ellefu stiga forystu í 1. deild karla í knattspyrnu, eftir leiki gærkvöldsins. Skagamenn sigruðu Breiðablik 1:0 í Kópavogi með marki Alexanders Högnasonar, í afar bragðdaufum leik, FH og KR gerðu jafntefli, 2:2, í leik þar sem spenn- an náði hámarki á lokasekúndunum — er Kristján Finn- bogason, markvörður KR, varði vítaspyrnu og tryggði liðinu jafntefli — Leiftur sigraði Fram 3:0 í Ólafsfirði og Keflvíkingar sigruðu nágranna sína frá Grindavík 1:0 á heimavelli. A myndinni hér til hliðar sækir Stefán Þórðarson, miðheiji IA, að Cardaklija, markverði Breiðabliks á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. HESTAR Logi frá Skarði rangt feðraður Er undan Hrafni en ekki Ljóra UÓST er nú að stóðhesturinn kunni Logi frá Skarði er ekki undan Ljóra frá Kirkjubæ eins og talið hefur verið fram að þessu heldur mun hann vera undan hinum kunna stóðhesti Hrafni 802 frá Holtsmúla. Þetta kom út úr DNA rannsókn sem gerð voru á sýnum úr klárnum. Eigandi hestsins, Ólafía Sveins- dóttir, segir að orðrómur um þetta hafí orðið til þess að send voru sýni í rannsókn til að stað- festa að Ljóri væri faðirinn eins og hún og eiginmaður hennar Jón Jó- hannesson töldu öruggt að væri. Móðir Loga var á sínum tíma í girðingu hjá Ljóra en var eftir það sett í girðingu á Skarði í Landsveit þar sem Hrafn var einnig í geymslu eftir að hafa lokið skyldstörfum sumarsins. Móðir Loga mun þar hafa átt vingott við Hrafn og Logi væntanlega komið þar undir. Þegar folinn var yngri segir Ólaf- ia að orðrómur hafi komist á kreik um að hann væri undan Hrafni en hann síðan hljóðnað þar til farið var að sýna hestinn í kynbótadómi. Ólafía sagði að viðbrögð hryssueig- enda sem voru með hryssur hjá klárnum í fyrra gangmáli og þeirra sem væru með hryssur í seinna gangmáli og haft hefði verið sam- band við væra góð og hefði til dæmis enginn hætt við af þeim sem eru að setja hryssur til hestsins. í dag verður send yfírlýsing til fjöl- miðla frá eigendum. Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur sagði að þetta dæmi ætti að vera hvatning um að eigend- ur kynbótahrossa láti framkvæma slíkar rannsóknir á hrossum sínum eins og mælt hefur verið með. Einn- Morgunblaðið/V aldimar ig benti hann á nauðsyn þess að folöld væra örmerkt meðan þau gengu með mæðrum sínum. Hann taldi þó að í 95% tilvika væri ætt- erni hrossa réttskráð. Hann sagði ennfremur að þessi tíðindi drægju ekki úr kynbótagildi Loga því Hrafn væri mun hærri í kynbótamatinu en Ljóri en hinsvegar missti Ljóri hér eina helstu skrautfjöðrina úr hatti sínum. Að endingu sagði Kristinn að sér sýndist eigendur hestsins komast frá þessu máli með miklum sóma og lofsvert frum- kvæði sem þau sýna. •ÞRÁTT fyrir að margir spek- ingar hafi séð margt líkt með Loga og Ljóra er þ'óst að skyld- leikinn er þar enginn en nú geta menn hinsvegar farið að tala um það hvað Logi sé líkur föður sín- um Hrafni frá Holtsmúla. Myndir er tekin á hvítasunnumóti Fáks í vor, knapi er Orri Snorrason. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: VÉSTEINN KASTAÐI 61,28 METRA í MÓNAKÓ / D4 l-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.